Alþýðublaðið - 19.03.1948, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1948, Síða 4
4 < ALfrÝPURLAPfÐ Fösíadagur - .19. niarau 19483 Útgefanai: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Mölier. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprenísmiðjan h-f. Ræða Trumans. SI VIS PACEM, PARA BELLUM, þ. e. viljirðu frið, þá búðu þig undir stríð, sögðu hinir fornu Rómverjar. Og enn sjá menn ekki önnur ráð til þess að tryggja friðinn, en þau, að hervæðast; það sýnir ræðan, sem Trurnan flutti fyrir báðum deildum Banda- ríkjaþingsins í fyrradag, svo greinilega, að ekki verður um villzt. * Um einlægan friðarvilja Bandaríkjanna, sem Truman “lýsti yfir í ræðu sinni, verður ekki með neinum réftti efazt. Þó að þau hafi átt úrslitaþátt í báðum stórstyrjöldum þess- arar aldar, hafa þau verið seinþreyttust allra til þeirra vandræða, enda fram á þenn- an dag ekki haft hjá sér her- skyldu á friðartímum, þó að flest önnur ríki hafi haít hana En Bandaríkin hafa nú lært af dýrkeyptri reynslu, að þau verði að vera viðbúin stríði, og að annað líklegra ráð til þess að varðveita friðinn sé ekki fyrir hendi. „Bandaríkin,“ sagði Tru- man í ræðu sinni, „munu ekki hafna samyinnu við Rúss land, né neitt það land ann- að, sem er reiðubúið til að vinna af alhug að varðveizlu friðarins;“ og þetta hafa þau sannað í verki með þolinmóð- um tilraunum sínum til þess að byggja upp varanlegan frið í heiminum á þeim þrem ur árum, sem liðin eru frá ófriðarlokum í Evrópu. Og sannarlega verður þeim ekki um kennt, að þær tilraunir hafa svo lítinn árangur bor- ið, að menn hafa nú ástæðu til að óttast alvarlega nýja stórstyrjöld 1 náinni framtíð. * „Það er miskunnarleysi einræðisins,“ segir Truman, „og augljós viðleitni þess, að koma því á með þeim þjóð- um Evrópu, sem enn eru frjálsar, er hefur orsakað hið alvarlega ástand í Ev- rópu í dag;“ og það mun reynast mönnum erfitt að mæla í móti þeirri staðhæf- ingu. Truman minnir á, hvernig Rússland hafi með þetta fyrir augum ekki aðeins neitað að taka þátt í því, að koma á varanlegum og rétt- látum friði, heldur og vísvit- andi reynt að koma í veg •fyrir, að slíkur frjður kæmist á; og hann minnir á, hvernig Rússland og -erindrebar þess hafi síðan ófriðinurn lauk svipt fjölda þjóða í Mið- og Austur-Evrópu bæði frelsi og lýðræði, nú síðast Tékkósló- vakíu; að röðin sé nú bersýni lega komin að Finnlandi, og Noregi og Svíþjóð þar ’með stefnt í hættu; Grikkland hafi orðið fyrir beinni hem- aðarlegri árás, sem studd sé af kommúnistískum ná grannaríkjum þess. Aðferð- Hátíð hjá heimakæru fólki. — Um kaffiskammt og gjaldeyriseyðslu. — Burt með naglaskapinn! — Ef ég væri kjósandi í Hafnarfirði. EF VIÐSKIPTAMÁLARÁB- HERRA og skömmtunaryfir- völdin sjá sér fært að rýmka eitthvað svoíítið til með skömmtun á næstunni, þá held ég að hann og þau eigi fyrst og fremst að drepa fingri við káffiskammtinn. Það má segja, að kaffi sé munaðarvara, ,en ég held að einmitt það fólkið, sem þykir vænst um kaffið, eyði miklu minna en annað fólk af öðru, sem líka er talið til mun- aðar. Það er til ákaflega mikið af gömlu fólki, sem finnst í hvert sinn vera svolítil hátíð þegar það hitar sér kaffisopa. Og ég fullyrði, að það eru miklu fleiri en menn halda, sem hafa þann sið að Iiita kaffisopa, eftir að eitthvað, sem því þykir vænt um, er búið í útvarpinu. ÞAÐ ER SVO MIKIL HLÝJA í þessum sið rólegra fjölskyldna og hjá gömlu fólki, að ég vil ekki fyrir nokkurn mun draga úr henni. Það lokar íbúðinni sinni eða bara einu litlu her- berginu sínu, situr rólegt og hlustar á útvarpsþáttinn, kvöld- vökuna, leikritið eða erindið — og hitar sér svo kaffisopa á eft- ir. Og þið getið ekki trúað því, hvað þetta er í raun og veru mikil hátíð. Allir hljóta að sjá, að kröfurnar eru ekki miklar og eyðslan ekki mikil á dýrmætum gjaldeyri hjá þessu fólki. ÞETTA FÓLK fer aldrei í kaffihús. Það fer aldrei út á kvöldin, situr heima, elskar heimili sín og skapar örugga kjölfestu í þjóðfélaginu, sem við hin njótum og byggjum á. Mörgum kann að þykja þetta ótrúlegt, en svona er það samt. Og ég vil hlúa að þessu og ég vona að ég fái viðskiptamála- ráðherra og skömmtunaryf ir- völd til að styðja mig og þetta fólk í þessu. eftir, en það var ekki hægt. Skammturinn var minnkaður síðast. Er það í raun <->« - satt, að maður eyði svo miklu af gjaldeýri í þetta kaffi, að það iaki því að skera niður skammt- inn? Góði, reyndu að fá hann rýmkaðan svolítið aftur.“ ÞETTA SAGÐI HÚN. — Þetta fólk eyðir ekki benzíni, það eyðir ekki gjaldeyri í ferða lög, hvorki hér heima eða er- iendis. Það kaupir aldrei neitt, nema það allra nauðsynlegasta. Það kemur ekki þjóðinni í von arvöl með lúxusflokki eða ann ari óþarfa eyðslu. Það er bara kaffið, sem er þess munáður, en þessum munaði þessa fólks fylg ir einhver birta og hátíðleiki, og ég vil ekki fyrir nokkurn mun að birtan og hátíðleikinn sé frá því tekinn. Þess vegna endurtek ég áskorunina. Aukið aftur kaffiskammtinn svolítið og helzt líka sykurskammtinn. EF ÉG VÆRI KJÓSANDI í Hafnarfirði held ég næstum því, að afstaða Emils til þessa máls muni ráða atkvæði mínu við næstu þingkosningar. Það yrði að vísu dálítið sárt fyrir mig að láta kaffið eitt ráða atkvæði mínu, svo mikið álit hef ég á viðskiptamálaráðherra, jafnvel hvaða embætti sem hann gegn-i ir. En hér er um að ræða mál, sem er í sjálfu sér smámál og í skilningi sínum á smámálunum sýna menn oftast afstöðu sína til stórmála. Viðskiptamálaráð- herra mun, hvað viðvíkur niður skurði kaffiskammtsins hafa far ið að ráðum aðstoðarmanna sinna. Niðurskurðurinn - var naglaskapur. Og ég segi. Burt með naglaskapinn. Hannes á Iiorninu. SJÖTUG VINKONA MÍN hringdi til mín á miðvikudags- kvöldið eftir að hafa hlustað á minningaþátt Hendriks Ottós- sonar. Hún sagði; „Mikið þótti mér vænt um þennan þátt hjá Hendrik. Ég var bara með hon- um allan tímann á hrognkelsa- veiðunum í Vesturbænum og hjá gömlu mönnunum, sem ég þekkti svo vel. Ég og karlinn minn vorum svo ánægð með frá sögnina. Og svo langaði okkur til að hita okkur kaffisopa Félaplíf GuðspekKélaoiS. Reykjavíkurstúkufundur verður í kvöld, sama stað og venjulega. Hefst ihann kl. hálfgengin níu. Steingrímur kennari Arason flytur fyrir- lestur, sem hann nefnir: Land- nám í öðrum heimi. — Gestir eru velkonmir. irnar séu þannig að vísu mis- munandi; en það leyni sér hvergi, hverjir séu að verki. Það er með þvílíkan yfir- gang fyrir augum, sízt von- um fyrr, þótt Truman telji þá stund nú upp runna, að allir frjálsir menn og konur verði að horfast óhrædd í augu við þá ó!gn, sem steðjar að frelsi þeirra. Sjálfur telur hann ástandið svo alvarlegt, að ekkert minna nægi en ný hervæðing Bandaríkjanna, og í því skyni leggur hann til, að lögleidd verði almenn her- skylda, eins og á ófriðarárun- um. En jafnframt hvetur hann til að hraða viðreisnar- hjálpinni til Vestur-Evrópu svo sem mest má verða til þess að styrkja hin lýðfrjálsu lönd þar gegn yfirvofandi á- rásum einræðisaflanna. * Það er áreiðanlegt, að ef nokkuð má verða til þess, úr því sem komið er, að bjarga heimsfriðinum og afstýra Leiðirnar Reykjavík — Múlakot og Reykjavík — Reykir — Mosfellsdalur verða afgreiddar frá og ineð. 20. marz næstkomandi, frá Ferðaskrifstofu ríkisins við Kolkofnsveg (beint á móti bif- reiðastöðinni Hreyfii). Sigurbergur Pálsson, Snælaiid Grímsson. Laugaveg 48. Sími 7530. óskast strax. 0 % LANDSMIÐJAN. Kvenpeysur úr ullarjersey, ein- og tvílitar. H. Toft. Skólavörðustíg 5. I Kaupum fuskur Baldurgötu 30. Auglýsið í Alfiýðublaðinu Lesio AlpýSubfaoíð Köld borð og heifur velzlumatur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR nýrri stórstyrjöld, þá eru það slíkar ráðstafanir. Valdhafar Rússlands skilja þær miklu betur en nokkur mótmæli og orðsendingar. Og þó að kom- múnistar brigzli Bandaríkja- stjórn um stríðsæsingar og stríðsundirbúning í sambandi við nauðsynlegar varnarráð- stafanir hennar, svo sem hina fyrirhuguðu lögleiðingu al- mennrar herskyídu í Banda- ríkjunum, þá mun það lítið stoða fyrir þá, meðan Rúss- land og leppríki þess halda milljónaherjum undir vopn- um, skipulögðum alls staðar á grundvelli almennrar her- skyldu. Finnist þeim það ctil- tökumál, að Bandaríkin taki nú upp almenna herskyldu, þá ættu þeir að minnsta kosti að sýna> friðarvilja sinn með því lað afnema almenna herskyldu á Rússland og í leppríkjum þess. Þá myndi áreiðanlega ekki standa á Bandaríkjunum, að hætta við lögleiðingu hinnar almennu herskyldu hjá sér.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.