Alþýðublaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. apríl 1948. ALI»YÐUBLAÐIÐ 7. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvarzla er í lyfjabúð- inni ISunni. Sími 1911. FélagslíS Farfuglar skemmtifundur í Breiðfirðingabúð í kvöld Bd'. 9. Skemmtiatriði og dans. Fjöl- mennið og takið með gesti. Skemmtinefndin. Glímuæfingar félags áns eru sem hér seg- ir: Mánudaga kl. 9 e. h. fyrir fullorðna. Miðvikudaga kl. 9 e. h. námskeið fyrir byrj endur. Föstudaga kL 9 fyrir fullorðna. Kennari er Agúst Kristjánsson. Glímudeild KR'. Ármenningar! Munið skemmtifund- inn í Sjálfstæðishús- inu í kvöld kl. 8,30 síðd. í tilefni af 40 ára afmæli Sk j aldarglímunnar. Eldri og yngri Ármenningar fjölmennið. Aðgöngumiðar 'seldir í Sjá'lístæðishúsinu frá kl. 7. Allar æfingar falia niður í kvöld vegna skemmtiíundar- ins. - Stjórn Ármanns. HANNES A HORNINU (Frh. af 4. síðu.) mun framleitt af því um þennan tíma árs, en það sést heldur ekki á opnum markaði. Sú saga gengur, að það sé nú gróðalind kaupahéðna, að senda bíla ú' um sveitir og kaupa það af smjöri, sem til kann að vera og selja það svo hér á svörtum markaði.“ „FÓLK TALAR UM allt að 100 kr. kíló. Maður nokkur full- yrðir, að mjólkurbústjórinn á Akureyri hafi sagt sér að ríkt Væri lagt fyrir hann að selja rjómann, en ekki að strokka smjör úr honum. Hvar lendir þetta? Fjöldi manna þráir smjör, sumir af ástæðum, sem eru eðlilegar, geta ekki borðað mjörlíki, sem er nú allt önnur vara en hún var fyrir stríð, og •enn aðrir af heilsufarsástæðum. Ér nú ekki rétt að vekja máls á þessu sem óviðeigandi fyrirbæri í þjóðlífinu?“ AF TLEFNI ÞESS, sem bréf- ritari segir um fyrirtæki, sem iselji á flugvöllinn vöru og fái hana greidda í dollurum skal ég taka þetta fram: Ég sé ekkert eftir því, þó að hún hverfi alveg af markaðinum hérna í Reykja- vík. Ég held að erlendir menn í Keflavík eða þar í grennd megi sitja að henni einir. En dollar- arnir eru á löglegan hátt af- henfir gjaldeyrisyfirvöldunum, svo að þar er ekkert við að at- huga. Þar er í raun og veru um beinan útflutning að ræða, al- veg nýja útflutningsvöru. Ilannes á horninu. Mioningarorð: Jéhannsson. EINS OG störf mannanna ’ eru margbreytileg hér í þess um heimi, svo falla þeir frá á misjöfnu aldursskeiði. Sumir hverfa þegar á morgni lífsins, án þess að séð verði hver tilgangur lífs þeirra er, öðrum endist aldiir til þess að ljúka sínu ætlun- arverki hér; og enn aðrir falla frá á hálfrunnu ævi- skeiði, meðan dagsverki þeirra er enn ekki lokið. Svo var um Jóhannes H. J óhannsson. Ég hitti Jóhannes heitinn tveim dögum fyrir fráfall hans. Við tókum tal saman, eins og okkar var vani, þeg- ar við hittumst. Umræðuefn ið í þetta sinn var verkalýðs- mál. Jóhamnes var þá að vinna að þeim málum fyrir verkalýðsfélagið hér, af lífi og sál, eins og öllu öðru, sem hann gekk að. Mig grunaði ekki þá að þetta yrði síðasta samtal okkar. En svo varð þó. Tveim dögum síðar steig Jóhannes upp í flugvél á leið til Reykjavíkur. Ég horfði á eftir flugvélinni, þar sem, hún hvarf norður fyrir Heimaklett, án þess að renna hinn minnsta grun í, hvað í vændum var. Það var tekið að kvölda og mig grun að ekki að ævi þeirra, sem í flugvélinni voru, væri að kvöldi komin. En áður en klukkustund var liðin, voru þeir allir látnir. Þar urðu endimörk ævi- skeiðs míns ágæta félaga og vinar Jóhannesar H. Jó- hannssonar. Jóhannes H. Jóhannsson var fæddur á Seyðisfirði 18. ágúst 1894, og var því elcki nema rúmlega fimmtugur að aldri, þegar hann lézt. Hann var sonur Jóhanns Matthías sonar Long og konu hans Jó hönnu Jóhannesdóttur, Jóns- sonar. Var Jóhannes yngstur bama þeirra hjóna, en þau eignuðust fjóra syni. Tveir þeirra komust upp auk Jó- hannesar, og eru þeir báðir á lífi, en það eru: Einar, bú- settur í Reykjavík, og Karl, búsettur á Seyðisfirði. Aðeins fjögurra ára gam- all missti Jóhannes föður sinn, það var árið 1898. Reyndi þá á dugnað og þrek móðurinnar, með sína ungu syni. En með aðstoð þeiirra tókst henni að halda öllu í horfinu og koma þeim upp, enda var henni viðbrugðið fyrir líkams- og sálarþrek. Og reyndi ekki hvað minnst á það í snjóflóðinu mikla á Seyðisfdrði árið 1885, en í því lenti hún ásamt Einari syni sínum, og systursyni. Það læ'tur að líkum, að Jó- hannes varð snemma að fara að vinna til þess að geta létt undir með móður sinni. Hóf hann þá að stunda sjósókn jafnhliða ýmiss konar vinnu í landi, og þótti hann strax til allrar vinnu vel fær, enda var hann karlmenni að lík- amsburðum. Þegar Jóhannes var 25 ára, eða árið 1919, fluttist hann til Vestmannaeyja, og settist þar að. Ari síðar, eða 22. nóv. 1920, kvæntist hann efltirlifandi konu sinni, Berg þóru, dóttur merfeishjónanna Árna Árnasonar frá Grund og Jóhönnu Lárusdóttur frá Búastöðum, Jónssonar . — Tveim árum síðar, árið 1922, tóku þau hjón móður Jóhann esar inn á heimili sitt, en hún var þá hætt að búa á Seyðis firði. Var hún hjá þeim til ævilofea og síðustu 20 ár ævi sinnar rúmliggjandi. Hún lézt árið 1947. Var alúð þeirra hjóna og framkomu við hana viðbrugðið. Eftir að Jóhannes kom til Vestmannaeyja stundaði hann sjósókn og landvinnu, eins og hann hafði gert á Seyðisfirði. Nokkrum árum síðar hóf hann að stunda verzlunar- störf, fyrst hjá öðrum, en síðar sjálfstætt. Þá varð hann framfærslufulltrúi hér og gegndi því starfi í nokkur ár. En þá hóf hann aftur að stunda ýmiss konar land- vinnu, fyrst í nokkur ár í sambandi við fiskútflutning, og nú að síðustu við hina nýju rafstöð, sem hér er í smíðum. Var hann jafnvígur til allra starfa og afkastamað ur á hvaða sviði, isem var. Þau hjónin Bergþóra og Jó hannes eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Árni, kvæntur í Reykjavík; Anna og Lárus, bæði ógift í Vestmannaeyjum; Ólafur í Reykjavík, ókvæntur, og Dóra á Seyðisfirði, ógift, upp alin hjá Karli bróður Jóhann esar. Öll eru þau nú upp- komin og hin mannvænleg- ustu börn, enda hafa þau hlotið fyrirmyndaruppeldi. Jóhannes lézt eins og fyrr er sagt í flugslysi á Hellis- heiði 7. marz s. 1. Jóhannes lét sig miklu sfeipta málefni þeirra félaga samtaka, er hann taldi horfa til bætandi áhrifa og menn- ingarauka. Var hann jafnan reiðubúinn til að vinna þeim málefnum, er hann taldi til heiila horfa bæjarfélaginu og þjóðfélaginu í heild, allt það gagn, er hann mátti. Hann var algjör bindindis maður, og einn af beztu mönnum góðtemplararegl- unnar hér. í verkalýðsmálum tók hann mjög mildnn þátt, og var sístarflandi fyrir verka- lýðsfélagið í Vestmannaeyj- um, enda hafði hann þá bjargföstu trú, að frelsun verkalýðsins frá eymd og ör Lirgð, yrði að vera hans eig- ið verk. 'Hann var Alþýðuflokks- maður og vann jafnan ötul- lega fyrir flokk sinn, enda taldi hann, að á grundvelli jafnaðarstefnunnar ætti nýtt og betra þjóðfélag upp að rísá. x' Hann var einn af beztu og virkustu félögum i félaginu Akóges, og í leikfélaginu starfaði hann einnig og tók Maðurinn minn og faðir ckikar, Steindór Qunnarsson, prentsmið juist j óri, andaðist að heimili okkar að kvöldi þess 29. marz. Stella Gunnarsson og börn. Maðurinn minn, BJöfn Guömundsson, Baugsvegi 7, Reykiavík, andaðist í Landsspítalanum 30. f. m. Fyrir mína hönd, barna ckkar og annarra vanda- manna. Kristín Guðmundsdóttir. Innilegt hjartans þakklæti færum við öllum þeim, er á einn eða annan hátt auðsýndu olckur sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Jöhannesa-r H. Jóhannssonar Long. Sérstaklega vil'jum við þakka Loftleiðum h.f. og félaginu Akóges í Vestmannaeyjum og Reykjavík fyr- ir allan þann heiður og vinarhug er þeir auðsýndu hinum látna og hina miklu 'hjálp okkur til handa. Bergbóra Áraadóttir og böra. m. a. þátt x leifesýningum þess. Vera má að Jóhannes hafi tekið þátt í fleiri félagasam tökum, þótt mér sé það ekki kunnugt, en sé svo, er ég í engum vafa um það, að þar hefur hann þá starfað af sömu ósérhlífninni, sem ég hér hef drepið á. Jóhannes var viljasterkur maður og skoðanafastur, og missti aldrei sjónar á þvi marki, er hann hafði sett sér. Gilti hann þá einu, þótt fyrir kæmi að skoðanir hans og markmið yllu honum at- vinnumissi, og það þótt illa áraði og horfur til framtíð- arinnar væru ekki fojartar. Slíkir menn eru ekki alltaf á vegi manns. Hann kom hreinit og óhikað fram, og lét jafnan skoðanir sinar í ljósi, hver sem í hlut átti. Jóhannes var fróðleiksfús mjög og að mestu sjálfmennt aður. En það er eins og kunn ugt er haldbezta þekking, sem hægt er að öðlast, enda hafa margir af þeim, sem iteljast mega meðal traust- ustu máttarstoða þjóðfélags- ins, einmitt verið úr þeim hópi. Hann var drengskapar maður mikill og glaðlyndur í allri framkomu. Hann var stór og karlmannlegur á velli að sjá, tápmikill í fram komu, enda gekk hann að hverju sínu verki með fjör- miklu karlmennskuþreki. Með Jóhannesi er hniginn í valinn einn af beztu borgur um Vestmannaeyja. I slíkum mönnum er alltaf eftirsjón, og þau skörð, sem myndast í raðir bæjarbúa við fráfall þeirra, verða seint eða aldrei að fullu bætt. Vestm.eyjum 21./3. 1948. Jónas St. Lúðvíksson. Nokkrar sfúlkur vantar til framreiðs'lu- og eldhús- starfa. — Upplýsingar 'hjá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda, Ajðalstræti 9. — Sími 6410. Framh. af 5. síðu. að það hlaut óheppilega land fræðilega legu í vöggugjöf. Börnum er nú ekki einu sinni leyft að leika sér í friði á fjölfarinni aðalgötu, þar sem ekki einungis vörubif- reiðir stórveldanna þjóta um, heldur, ef til vill áður en langt um líður, einnig skriðdrekar þeirra þyrla upp ryki o.g kollvelta loftköstul- um barnanna. l 1 Kóreu standa stórveldin tvö, í orðanna fyllstu merk- ingu, hvort gagnvart öðru. I Það verða menn í lengstu lög að vona, einnig vegna friðarins í heiminum, að morgunkyrrðin verði ekki rofin með fallbyssudrunum, en sól frelsis og friðar skíni yfir landið, eins og hinar 23 milljónir Kóreubúa hafa þráð um aldaraðir. Sjómannablaðið Víkingur, I 2.-3. tölublað 10. árgangs, er : nýkomið út. Aðalefni blaðsins er þetta: Sjóminjasafnið í Stokk hólmi, eftir ritstjórann, grein . um rækjuveiðar við sland, Hug- leiðingar á „Pallinum", eftir Jón Eiríksson, Stórskipahöfn í Þorlákshöfn, eftir Grim Þor- kelsson, Náttúrulækningafélag íslands, eftir Júlíus Ólafsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.