Alþýðublaðið - 06.04.1948, Page 6

Alþýðublaðið - 06.04.1948, Page 6
6 ALgsYBUBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. apríl 1948. Ég sendi ykkur öllum hugheilar þakkir, sem 'glödduð mig á sjötugsafmæli mínu 28. marz síðast liðinn með skeytum, gjöfum og heimsókn- um.. — Guð blessi ykfcur öll. Árni Sigurðsson, H'verfisgötu 38, Hafnaríirði. Tvær sfúlkur eð amiðaldra 'konur óska-st á síldarstöð úti á landi til þjónustustarfa frá miðjum apríl til ca. 15. sept- ember (eða önnur stúlkan frá maí). Þurfa að ann- ast þvott, strauningu og nauðsynlegar viðgerðir. Rafknúnar þvottahúsvélar til afnota. — Gott kaup. Tilþoð. óskas send blaðinu hið al'lra fyrsta merkt: „Síldarþjónusta“. HINN FRAMUBNI HRÚTDR. Upp hefur komist um hneyksli mikið, sem líklegt er til að vekja athygli hér á landi. Hefur þess þegar verið getið í smáletursdálki eins dagblaðsins, en þeir dálkar eru í senn hið fróðlegasta og fréttnæmasta, sem í dagblöðunum birtist, ef greindir menn lesa. Hneykslið er í fám orðum það, að hrútur nokkur, kjal- neskrar ættar að sögn hafi ver ið brenndur, „til reynslu“ í væntanlegri líkbrennslustöð borgarinnar. Ekki er oss þó kunnugt um hvort hrúturinn hefur verið brennaur lifandi eða dauður, — le'n heyrt höfum vér fullyrt, að hann muni hafa komið dauður úr ofninum, og mun því ofninn hafa staðist reynsluna. Er að sjálfsögðu ekkert við slíkri reynslu eða vígslu að segja, og eflaust munu ekki margir fara um í ofna þessa jafn synölausir og hrúturinn. Hneykslisefnið er fyrst og fremst það, að gersamlega mun hafa gleymst að spyrja hrútinn um stjórmnála og trúarskoðan- ir, áður en honum var skutlað inn í ofninn, en hann reyndist svarafár, þegar vígélunni lauk, og vildi þá ekki taka afstöðu til neinna flokka. En þetta flokksleysi hrútsins getur haft alvarlegar afleiðingar í heims pólitíkinni, þar eð nú getur eng inn tekið upp hanzkann fyrir margir fara inn í ofna þessa verið, — já, þó að hann hefði hrútinn. Hefði hrútskrambinn bara aðeins verið mórauður, mundi öðru máli að gegna. FLÖSKUBROT. Nú er skollið á verkfall hjá rakarasveinum. Getur það orðið til þess að menn verði loðnari um vangana um hríð, — og einnig til þess, að fyrr eyðist loðnan úr lófum manna, þegar verkfallinu lýkur. Skíðamóti ísiands er fyrir skömmu lokið á Akureyri. ís- lendingar sigruðu glæsilega, enda tóku ekki aðrar þjóðir þátt í keppninni. Það Iásum vér í gær, að Búi nokkur Árdal væri þingmaður Skagfirðinga. Þetta er með öllu rangt og hafa Skagfirðingar beð ið þess getið, að hann hafi aldrei þeirra þingmaður verið; — en hinsvegar verði faðir þing mannsins og Eyfirðingar að bít- ast um það, hvort hann sé rétt- kjörinn þingmaður þeirrar sýslu eða ekki. Þá eru og ýmsir þeirrar skoðunnar, að Útigangs hrossafálur muni að minnsta kosti hafa verið kynjaður úr Skagafirði, en það er með öllu ósannað mál, og mun verða tek ið til nánari rannsóknar í næsta bindi Skagfirzkra fræða. Daphne du Mauriers DULÁRFULLA VEITINGÁHUS!Ð „Hvar er næsta yfirvald?" spurði hún að lokum. Konan hnyklaði brýrnar og íhugaði spurninguna. ,Það er enginn nálægt okkur hér í Altarnun,“ sagði hún hik- andi. „Ja, sá næsti hlýtur að vera Bassat sýslumaður á North Hill, og það hlýtur að vera meira en fjórar mílur héðan, — kannski meira og kannski líka minna. Ég get ekki sagt það fyrir víst, því að ég hef aldrei komið þar. Þér getið alls ekki gengið þangað í kvöld.“ ,,Ég verð,“ sagði Mary. „Ég get ekkert annað gert. Ég má heldur engan tíma missa. Fyriirgefið mér, að ég er svona sagnafá, en ég er í rniklum vandræðum, og að- eins presturinn ykkar eða yf irvald getur hjálpað mér. Getið þér sagt mér, hvort það er erfiitt að finna veginn til North Hill?“ ,,Nei, nei; það er auðvelt. Þér farið tvær mílur eftir veginum til Launceston og snúið svo til hægri við toll- hliðið, en það er varla farandi fyrir unga stúlku, efitir að farið er að dimma, og mér dytti aldrei í hug að fara það. Það er óþverrafólk á heið- inni, stundum, og það er ekki að reiða sig á það. Við þor- um ekkert að hætta okkur að heirnan núna, þessa dagana, það eru rán og gripdeildir og ofbeldisverk íramin á þjóð- veginum.“ „Ég þakka yður samúð yðar. Ég er yður mjög þakk- lát,“ sagði Mary; „en ég hef alltaf á'tt heima á afskekkt- um stöðum, og ég er ekki hrædd.“ ,,Þér verðið að gera eins og þér viljið,“ svaraði konan. „En það væri bezt fyrir yður að vera kyrr hér og bíða eftir prestinum, ef þér getið.“ „Það er ómögulegt,11 sagði Mary; ,,en þegar hann kemur aftur, getið þér ef til vill sagt honum að — bíðið við; ef þér hafið pappír og penna, þá ætla ég að skrifa honum bréf til skýringar. Það er enn þá betra,“ „Komið einn í kofann minn hérna, og þér getið skrifað eins og þér viljið. Þegar þér eruð farin, iget ég tekið bréfið og farið með það strax heim til hans og skilið það eftir á borðinu hans, og þar sér hann það strax og hann kemur heim.“ Mary fylgdi konunni heim til hennar og beið óþolinmóð meðan hún var að leita í eldhúsinu að penna. Tíminn leið óðum, og þessi ferð til North Hill hafði gjörbreytt öllum fyrri ráðagerðunum. Hún gat varla farið aftur til Jamaica, eftir að hún væri búin að finr a Bassa.t, og búizrt við því, að ekki hefði komizt upp um brottför hennar. Frændi hennar myndi láta flótta hennar vera sér til varnaðar og fara fyrr frá veitingahúsinu en tilætlað var. Og þá yrði ferð hennar til einskis. Nú kom konan aftur með pappír og penna, og Mary skrifaði iaf miklum móði og hikaði aldrei til að hugsa sig um; , Ég kom hingað til að leita hjálpar yðar, en þér voruð ekki heirna. Þér munuð hafa heyrt, eins og allir í landinu hljóta að hafa heyrt með skelfingu, (um skipbrotið á aðfangadagskvöldið. Það var verk frænda míns og félaga hans frá Jamaicakrá. Það munuð þér hafa getið yður til þegar. Hann véit, að grun- ur muni falla á hann áður en langt um líður, og þess vegna ráðgeriir h'ann að yfirgefa Ja- maicakrá í kvóld og fara yfir j Tamar inn í Devon. Þegar ég I hitti yðua’ ekki heima, flýti j ég mér nú til herra Bassats á jNorth Hill, til þess að segja ihonum allt, og vara hann við flóttanum, svo að hann geti sent undir eins rtil J-amaica til þess að handsama frænda minn áður en það er orðið of seint. Ég fæ ráðskonu yðar þefta bréf, og hún mun, vona ég, láta það einhvers staðar þar, sem -augu yðar falla strax á það, þegar þér komið aftur. Flýtið yður þá. Mary Yellan. Þetta braut hún saman og réiti konunni við hlið sér, þakkaði hen-ni og fullviss- aði hana um, að hún væri ekkert hrædd við veginn og lagði svo af stiað í hina fjögra mílna löngu göngu til North Hill. Hún hafði sett allt sitt traust á Francis Davey, svo að það var erfitt að ger-a sér grein fyrir, -að með því að vera ekki heima, hafði hann brugðizt henni. Hann hafði auðvitað ekki vitað, að hún þurfti hans með. ag jafnvel þó að hann hefði vitað það, hefðu fyrirætlanir hans get- að verið enn meira aðkall- andi en erindi hennar. Þetta dró næstum allan kjark úr henni, og það var sárt að fara frá Altarnum án þess að nokkuð væri áunnið. Á þess- ari stu’ndu væri frændi henn- ar ef til vill að hamra á hurð- inni á herbergi hennar og Haínarfjörður Húsið Reykjavíkurvegur 15, Hafnarfirði, ásamt steyptum. grunni, sem það á að flytjast á, fæst til kaups n-ú þegar. Til- hoðum sé skilað til Þórð- ar Þórðarsonar verkstj., Selvo-gsgötu 15, fyrir 15. þ. m. Sim'i 9160. MYNDÁSAGA ALÞYÐUBLADSINS; (SUN FLDING ÖRN: Eltendurnir lenda líka; hreinasta afbragð! KÁRI: Hve rs vegna er það af- bragð, maður? ÖRN: Það getur orðið til þess, að hmnavagninn hans stöðvist í bili, og að hann neyðist til að hætta við eftirförina. Hann veit ekkert um það, að við lentum á einu yfirboxðsföstu ræmunni, sem hér er að finna. Sjáðu!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.