Alþýðublaðið - 15.04.1948, Page 3
Fimmtudagur 15. apríl 1948.
AL^?©ÖBLAÐSÐ
I %
ÞÁ er ég frétti, að Theó-
dór Friiðriksson lægi fyrir
dauðanum, var eins og mér
kæmi þetta mjög á óvart, og
þó vissi ég mæta vel að
Theódór var að enda annað
ár hins áttunda tugar ævi
s'nnar. Og ég varð þess nú
vísari, að ég hafði talið Theó-
dór yngri — miklum mun
f jær gröfinnti en raun hefur á
orðið.
Ég hef séð kornunga menn,
sem hafa talið sig til þess
borna að þjóna andanum,
menn, sem hafa notið flairi
ára fræðslu en Theódór
vikna, átt kost ágætra bóka
— og á fleiri þjóðtungum en
móðurmálinu, átt við að búa
gott fæði og gnægð fata, get-
að umgengizt menn, yngri og
eldri, er höfðu svipuð áhuga-
mál — og gefizt tækifærii til
að beita andlegri orku sinni,
formgáfu og ímyndunarafli
við sæmileg skilyrði — ég
hef séð slíka menn þannig í
útliti og framkomu sem væru
þeir þrautpíndir af langvar-
andi blóðleysi, fjörefnaskorti,
hjartasorg og heimsleiða og
hefðu lúmskan grun um, að
þeir gengju með heilaberkla
og krabbamein í lungum —
auk þess sem þeir væru þess
vel vitandi, að strax að þeim
látnum yrði atómsprengjum
varpað á bústaði allra þeirra
nánustu....... En Theódór
Friðriksson — einungis það
að sjá hann á götu og tala við
hann nokkur orð hlaut að
hressa og gleðja. Hressilegur
var hann, næstum blómlegur,
og svo fullur af áhuga fyrir
því, sem var að gerast, svo
hissa á og hrærður yfir hinum
ýmsu tilbrigðum lífsins, já, í
rauninni svo ríkur af mögu-
leikum til lífsnautnar, að í
hvert sinn, sem maður hitti
hann, varð manni hugsað til
ævi hans og lífskjara — og
ósjálfrátt fylltist maður
undrun og aðdáun, er náði
ekki aðeins til hans, heldur
og til þeirra afla tilverunnar,
sem af undursamlegum
mætti og alls óskiljanlegri
seiglu halda uppi merki lífs-
Ins og gróandans í hinni þrot-
lausu baráttu við jötna tor-
tímingar og dauða.
Fyrir rúmum tveimur ár-
um — á sjötugsafmæli Theó
dórs Friðrikssonar — voru
rakin nokkuð æviatriði hans
í ýmsum blöðum • bæjarins,
og sjálfur hefur hann skrifað
ævisögu sina mjög ýtarlega
•— og hún verið lesin af fjöl-
mörgum. Ég mun því ekki
rekja hér æviferil hans eða
skýra frá ætt hans og afkom-
endum. En þegar hans er
minnzt, þá verður um leið að
minnast á rit hans, en enginn
getur svo til þeirra hugsað,
að honum komi ekki í hug að-
staða hans sem rithöfundar.
Theódór ólst upp við lítinn
kost og átti lengstum lítils
völ. Hann hlault óverulega
fræðslu, umgekkst ekki fyrr
en á efri árum sínum að stað-
aldri menn. er höfðu svipuð
hugðarmál og hann, hannátti
löngum nauman kost þess að
kynna sér góðan skáldskap
og gat aldrei notað sér ýmis
þau rit, sem að minnsta kosti
er gagnlegt fyrir hvern rit-
höfund að lesa, þó að ef til
vill geti það ekki talizt bráð-
nauðsynlegt. A blómaskéiði
Minninoarorð
Theódór FriSriksson.
aldurs síns átti hann fyrir að
sjá stórri fjölskyldu, en var
oft atvinnulaus og varð að
flækjast landshornanna á
milli á sjó og landi til þess að
fá að strita fyrir svo naumu
lífsuppeldi sínu og sinna, að
ekki var líf, þó að lifað væri.
Húsakostur var lengstum af-
leitur og þægindin engin, mis
skilningi varð hann að sæta
flestum rithöfundum fremur.
og hann átti við að stríða
heimilisböl og þunga harma,
þá er þó hefði mátt vænta
þess, að frekar færi að glaðna
til. Við slík skilyrði skrifaði
Theódór 12 rit, sem út hafa
verið gefin — alls þrettán
bindi — auk nokkurra smá-
sagna, sem prentaðar voru í
itímaritum, en ekki hafa verið
birtar í bókum hans, og all-
langt mun hann hafa verið
kominn áleiðis með nýja
skáldsögu, þá er heilsu og
brafta þraut. I hinum fjórum
sagnasöfnum hans eru 19
sögur, en skáldsögur hans
hinar meiri eru fimm. Þá er
ævisagan, 1 verum, tvö bindi
—- og framhaldið, Ofan jarð-
a-r og neðan, og loks frásagnir
hans og lýsingar frá lífi
manna við hákarlaveiðar,
Hákarlalegur og hákarla-
menn. Þessar bækur komu
út á árunum f-rá 1908—1946,
og hef ég athugað; að í heild-
arútgáfu, þar sem væru 1800
—1900 bókstafir á síðu,
mundu þær verða 2200 blað-
síður — eða 5—6 allstór
bindi. Má það út af fyri-r sig
teljast ærið furðulegt, að
maður, sem svo var að heim-
an búinn sem Theódór og átti
slík ævikjör sem þau, er ég
hef í fáum orðum lýst, skuli
hafa átt andlegt fjör, orku og
stórhug til annarra eins af-
kasta á vettvangi bókmennt-
anna.
Það þarf svo engan að
undra, þó að flestar skáld-
sögur Theódórs beri gleggra
vitni hinni miklu skáldhneigð
og ódrepandi atorku, heldur
en skáldgáfu hans og list-
fengi. En sagan Gríma, sem
birtist 1930 í Lögréttu, og
síðan j Tvær sögur 1946, en
hefði sóm-t sér bezt í sérút-
gáfu, sýnir gjörla, hve veiga-
mikil skáldgáfa hefur búið
með Theódór og hverja hæfi-
leika hann hefur haft til list
rænnar mótunar á skáldleg-
um viðfangsefnum. En sögur
eins og Útlagar, Lokadagur
og Mistur hafa mörgum
skemmt, og í þeim er allmik-
ill fróðleikur um líf og lífs-
baráttu alþýðunnar við sjáv-
a-rsíðuna og um þá þróun,
sem átti sér stað í atvinnu-
og lífsháttum fólks við sjó-
inn, eftir að vélbátaöldm
hófst. En mest mun jafnan
þykja vert um ævisögu Theó-
dórs, sem morar af eftirtekt-
arverðum og lifandi lýsing-
um á mönnum og atburðum.
Hún mun - ávallt þykja
skemmtilegt rit og þá ekki
síður girnilegt til fróðleiks.
Þar koma fram allir hinir
beztu eiginleikar Theódórs,
hreinskilni hans og hispurs-
leysi, kímni hans og fjör,
glaðvænð hans og góðvild,
hermigáfa og frásagnargleði,
undrun hans yfir öllu sér-
sitæðu, áhu-ginn fyrir hverju
því, sem nýtt er og vænlegt
til úrbóta, viðkvæmni hans
og karlmennska, áhrifanæmi
og þó um leið stefnufesta um
viðhorf til veigamikilla mála.
Sem dæmi um það, hve ó-
hvikull ha-nn var þá, er það
var annars vegar, sem hon-
um var ljóst, að hafði mikil-
væg áhrif á stefnu og vel-
farnað þjóðarinnar í heild —
og hann hafði tekið afstöðu
til á grundvelli lífsreynslu
sinnar og í samræmi við höf-
uðþætti eðlis síns, vil ég
nefna afstöðu hans í þjóðmál-
um. Hann varð mjög snemma
fylgjandi Alþýðuflokknum á
sviði verkalýðsmála og stjórn
mála, og þó að hann umgeng-
ist mikið menn, er hann haíði
mætur á eða voru honum
vandabundnir, en höfðu allt
aðrar skoðanir á þjóðmálum,
jafnvel gátu ekki litið Al-
þýðuflokkinn réttu auga —
þá varð Theódór aldrei hik-
andi í fylgi sínu við hann,
ekki einu sinni, þegar aðrir
flokkar útbásúnuðu það mest
á örðugustu árum flokksins,
að hann ætti sér enga von
um viðreisn. Theódór kunni
mjö-g vel að meta það, hverju
flokkurinn hefur fengið um
þokað til bóta á réttindum og
kjörum almennings, og hann
gat ekki hugsað sér þá tor-
tímingu efnalegra og menn-
ingarlegra verðmæta, sem
ávallt fylgir byltingu — auk
þess sem hann kunni flestum
betur að meta andlegt frelsi.
Mér verður til þess hugsað,
hverju þessi gáfaða þjóð, sem
nú orðið á við að búa góð
(Frh. á 7. síðu.)
Skipulagnlng sfcrúðiaria.
Tek að mér skipulagningu og vinnu við
skrúðgarða. HALLDÓR Ó. JÓNSSON,
garðyrkjufræðingur, Drápuhlíð 15. Við-
talstími kl 1.30—2.30 daglega. Sími
2539.
Kér með tilkynnist að sú breyting verður
á ferð m.s. ,,Goðafoss“ að í stað þess að á-
kveðið hafði verið að skipið færi frá Akur-
eyri til Djúpavíkur og tekur þar farminn
úr e.s. „Brúarfoss“ .
H.f. Eimskipaféíag ísfands
FJÓRÐA LANDSÞING
Slysavarnafélags íslands,
sem haldið var í íteykjavík
dagana 7.—10. apríl, var sótt
af 66 fulltrúum hvaðanæva
af landinu. Gerði þingið
margar merkar samþykktir
um öryggis- og slysavarna-1
mál.
Helztu samþykktir lands-
þingsins fara hér á eftir:
ÖRYGGISKIPA
1. Fjórða þing Slysavarna-
félags ísland-s beinir því til
væntanlegrar félagsstjórnar,
að fylgjast gaumgæíilega
með sa-mningu -reglugerða
um öryggi skipa, á grund-
vel-li hinnar nýju löggjafar.
Væri æskilegt, að stjór-n
Slysavarnafélagsin-s . fengi
reglugerðirnar til umsagnar,
áður en frá þeim sé gengið.
Bendir þingið sérstaklega á
nauðsyn- þess, að sett verði
reglugerðarákvæði til örygg-
is vegna ofhleðslu sildar-
skipa-
Þá leggur þingið einnig á-
herzlu á, að sem allra bezt sé
vandað til eftirlits með ör-
yggisútbúnaði skipverja og
skjpa í hverri veiðistöð.
Enn fremur telu.r þingið-
að skýr. ákvæði þurfi að setja
um skyldu fiskibáta til að
hafa sérstaka-n matarforða í
þar ti-1 gerðum umbúðum,
líkt og hafa ber á björgunar-
flekum. — Næringartöf-Iur
gætu einnig verið sjálfsagð-
ar. Sams konar ' ákvæði
þyrftu að vera um nægan
forða neyzluvatns fyrjr
hverja sjóferð.
2. Þingið beinir því til
s-tjórnar Slysavarnafélags ís-
lands. að hún beitf sér fyri-r
því, að flutt verði erindi í út-
varp í byrjun hverrar vertíð
ar um hvers konar fram-
kvæmd öryggismálanna.
VITAR OG SJÓMERKI
Um vita og sjómerki höfðu
þinginu borizt þessi erindi:
1. Krafa um radíómiðungr
stöð og talstöð á Garðs-
skaga.
2. Krafa um radíómið-unar
stöð á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum.
3. Krafa um radíóvita á
Látrabjarg, eða þar í
nánd.
4. Áskorun um vita á
Hrólfssker.
5. Áskorun um vita í Lund
ey.
6. Áskorun um innsiglinga
Ijós á Raufarhöfn.
7. Krafa -um strangara eft-
irlit með ljósbaujum. í
Faxaflóa.
8. Krafa um hljóðfcaujur
við þrönga eða viðsjár-
^’erða lendingarstaði, til
þess að auðvelda 1-and-
töku í dimmviðrurn, t. d.
hjá Stokkseyri og Eyrar
bakká.
9 K-rafa um Ijósbauju við
Eiðið- í Vestmar.-naeyj-
um.
10. Óskir um aukið Ijórmagm
á Garðsskagavita og að
\Titi-nn verði látinn S;/na
hættuhorn yfir grynn-
ingar.
11. Kröfur um, að löguð
verði þegar í stað 'ljós-
merki þei-rra vit-a, sem
ekki sýna ré-tt Ijésmerki
samkvæmt vitabókinni.
(Sérstök umkvöriun lá
fyrir um Þrídrangavita.)
12. Áskoranir um. að Ijósa-
tæki; verði þegar sett í
vitahús. sem byggð h'afa
verið á seinustu árum,
en ekki fengið nein Ijósa
tæki enn þá.
13. Endurbætt-ur innsi'gl-
ingarviti í Sandgeröi-
Fjórða þing Slysavamafé-
lags íslands felur væntan-
legri félagsstjórn að j/ima að
skjótri framkvæmd aMra-
bessara mála í samráði við
rétta hlutaðeigendur.
TALSTÖÐVAR
OG SÍMASAMBANÐ
Fjórða þing Slysavarn-afé-
Iags íslands felur væntan-
legri félagsstjóm að vinna að
því við póst- og símamála-
stjórnina og stjóm ríkijsút-
varpsins:
1. Að komið verði upp við
gerðarstöðvu-m tálstöðva og
útvarpsviðtækja á Jsafiroi
fyrir Vestfirði og á Reyðar-
íirði fyrir Austfirði.
2. AS fyrfr því sé Téð, að
út frá viðgerðastöðvunum sé
jafnan dreift varatalstcðvumi
í aílar veiðistöðvar.
3. AS talstöðvar v-erði sett-
ar í skipbrotsmannaskýli og
vita, sem fjarri -eru manna'
byggðum.
4. Að símalinur verði lagð-
ar þar sem tiltækilegt þykir,
íil símalausr-a staða, er mikla
þýðingu hafa í þjónuistu
slysavarnanna. Út á Látra-
strönd í Eyjafirði, frá Hall-
bjarnarstöðum að Májná á
Framhald á 7. síð-u. i
S=r-:
'm