Alþýðublaðið - 15.04.1948, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.04.1948, Qupperneq 4
ÆLÞÝaUBLAÐIÐ* Fimnrtudagur 15. apríl 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 490S. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. Baráttðn fyrir at- KOMMÚNISTAR eru allt af öðru hvoru að væla og skæla í Þjóðviljanum yfir hfnni horfnu paradís, þar sem þeir Áki og Brynjólfur gátu velt sér í völdunum og ausið út fé þjóðarinnar á all ■ar hendur, lagt 40 milljónir króna í tvær síldarverksmiðj ur. sem áttu að kosta 20 milljónir, sólundað 3 milljón um króna í taprekstur á báta smíðunr landssmiðjunnar, 2 milljónum í taprekstur á flugvöllunum, svo að ekki sé nú minnzt á allar þær fjár upphæðir, sem fleygt var í flokksmeinn og vildarvini kommúnj staráðherran na fyr- ir Iítil eða engin störf. En jafnframt eru kommún istar stöðugt að leitast við að gylla islíkán stjórnarferil sinn í augum alþýðunnar; þá hafi nú, segir Þjóðviljinn í fyrradag, setið í stjórn -,al- þýðufulltrúar. isem óhætt var að treysta“! Allt hefði verið nýsköpun og atvinra og nýr tími yfirleitt hafizt í sögu þjóðarinnar. Nú sé hins vegar ekfeert annað en hrun og atvinnuleysi frarn undan. Núverandi stjórn haíi að vísu lofað atvinnu liar.da öll um. en emginn vafi sé á því- að hún hafi „ætlað að skapa atvinnuleysi í vetur“ og muni von bráðar gera það! , * Þegar msnn heyra slíkan lofsöng um stjórnarferil kommimista og slíkan harma grát vfír því, hvernig nú ~é komið, verður þejm ósjálf rátt á að spyrja, hvernig á því hafi staðjð, að svo ágætjr ,.alþýðufullirúar“ og þeir Áki og Brynjólfur skyldu fa'ra að stökkva úr stjócri og svipta þjóðina þarnnig þeirra ómetanlegu kröftum. Það skyldi þó aldrei vera, að hin raunverulega o-rsök þess hafj verið vitundin ,um það, að úr litlum fjármunum væri orðið að spila efíjr tveggja ára bruðl þeirra og atvinnu- horfurnar fram undan væru ekki alveg eins glæsilegar og þeir vildu vera láta, þrátt fyrir alla nýsköpunina! Því fer nefnilega víðs fjarri, ..að atvinna _)2anda öllum h 1 y t i að verða bein afleiðing“ nvsköpunarinnar. eins og Þjóðviljinn segir í íy-rradag. Það er ekki nóg að kaupa inn ný skip og vélar svo gott. isem það er. Það verður að minrsta kosti ejnn ig að búa svo um hnútana, að hægt sé að selja afurðjr þeirra til útlanda við kostuað arverði. En þegar kommún- istar stukku úr stiórn var verðbólgan og dýrtíðin kom- in á baö stigÁ framleiðslu- kostnaðurinn orðinn svo Iiár, Viðskiptanefndin. — Inníiuínings- og gjaldeyris- leyfin og Rafha. — Um Fossvoginn og'nágrenni Reykjavíkur. ÓSKAR JÓNSSON, sem á sæíi í víöskiptanefnd, skrifar mér eftirfarandi bréf: ,,Grein þín í Alþýðublaðínu 9. þessa mánaffar um Rafha í Hafnar- firði er að því leyti mjög ósann gjörn, þar sem þú talar um að sá innfiutningur, sem verksmiðj an fái, sé hrein- hungui’Iús, og að því Ieyti mjög ósanngjörn til núverandi viðskiptanefndar, þar sem hún hefur mjög lagt sig fram um að mæta óskum verksmiðjunnar, eftir því sem efni stóðu til. Ég nefni hér eng- ar tölur, en þetta vildi ég samt leiðrétta með framangreindum orðum.“ ,,HITT ER IíANDSKUNN- UGT, að framleiðsla verksmiðj unnar er góð og öllum, sem þar vinna til sóma, sem og þeim forgöngumönnum, sem komu þessu mjög svo merkilega fyr- irtæki á fót. Þú talar um inn- ílutning á rafmagnseldavélum, og er það rétt, að líklega snemma á s.l. ári og áður hafa verið veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir slíkum tækjum, en það þarf ekki endi- lega að þýða að hægt hefði ver- ið að fá efni í Rafha-eldavélar, því það hafa verið afskaplegir erfiðleikar að fá e’fni til þess- arar starfsemi og stálplötur til þeirra hafa alls ekki feng- izt.“ ,,HINS VEGAR býst ég við að rafveiturnar úti um land, sem hungrar eftir þessum tækj- um, vilji fá innfluttar tilbúnar rafmagnseldavélar, og munu innflutniiigsyfirvöldin, meðan nokkuð var til af erlendum gjaldeyri, hafa talið sér skylt að mæta að einhverju leyti þessum óskum nefndra aðila. Verður hver að meta það eins og hann vill. En ég tel að gjalda verði varhuga við að flytja hing að inn margar tegundir raf- tækja, sem hafa reynzt'mjög misjöfn að gæðum, og á það ekki sízt við rafmagnseldavél- arnar, sem nú eru sumar hverj ar að verða ónothæfar vegna bilana.“ ,,EN GLEÐJA SKAL ÉG ÞIG með því, að nú nýlega hefur Rafha einmitt fengið smáleyfi til þess að geta að einhverju leyti gert við þær vélar, sem bilaðar eru, þó eflaust verði nokkur bið á að efni það verði til taks, því eins og áður segir, er erfitt að ná í efni, sem Rafha notar til sinnar framleiðslu.“ FERÐAMABUR skrifar: — „Reykjavík á a. m. k. einn fal- legan blett. Og þessi blettur get or orðið enn fallegri en hann er nú, ef honum væri sérstakur sómi sýndur. Þessi blettur er Fossvogurinn, eða nákvæmar sagt dalurinn inn af Fossvogin- um. Ég á vitanlega ekki við sjó- inn, heldur landið, en hvort tveggja er í daglegu tali nefnt Fossvogsnafninu. Dalurinn inn af voginum er pr£ddur vel ræktuðum túnum, en bygging- ar mættu vera fegurri, lúta betra og fastara skipulagi og fá virðulegan stíl.“ „ÞARNA ÆTTí að koma upp listrænum sumarbústaðabygg- ingum með túnúm og trjágörð- um í kringum húsin, en ekki byggja steinborg með strætum. Kir^kja verður að koma 1 dal- verpið og mætti gjarnan vera kaþólsk. Mér finnst lúterska Þjóðverjaguðfræðin vera farin að verða nokkuð þunglamaleg og áhrifalítil hér á landi.“ ,,ÞAÐ ER SEM SAGT NÓG verkefni fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur og Skógræktarfé- lagið í sameiningu að vinna að myndun fyrirmyndarhverfis í Fossvoginum. Gott útsýni er af hæðunum kringum dalverpið, niður yfir Fossvogslenduna. Þar má staðnæmast í góðu veðri og taka athuganir og aðrar andleg- ar hæðarmælingar, áður en starfið er hafið.“ „MÉR FINNST LÍKA að ó- prýði sé að, flugvellinum í Reykjavík. Flugvellir eiga að vera fjarri borgum, að minni skoðun. Það eru heldur ekki allir, sem hafa góða sögu af hótelinu þar að segja. Éj* gisti þar seint í haust. Þar var hvergi lykill að herbergjum, svo að ekki var hægt að læsa, ef mað- ur gekk burtu, enda tók ein- (Framh. á 7. síðu.) ekki hvað sízt fyrir þejrra tilverknað, að afurðirnar voru að verða óseljanlegar við kostnaðarverði erlendis og atvinnuvegunum lá við stöðvun. * Núverandi* ríkisstjórn var þannig ekkert öfundsverð af þeim arfi, sem hún tók við Sf-tir hina kommúnistísku strokumenn eða liðhlaupa úr fyrrverandi stjórn. En engr inn mun þó geta neitað því, að henni hafi með hyggileg- um og nauðsynlegum ráðstöf unum gegn verðbólgunni og dýrtíðinni tekizt að tryggja atvinnu handa öllum, fram á þennan dag. Hér hefur e.kk- ert atvinnúleysi verið í tíð núverandi stjói'nar annað en það, sem .kpmmúnistar hafa bakað einstokum stéttum og hópum með endurteknu póli tísku verkfallsbrölti sínu. Og ef þjóðin sýnir áfram þá al- vöru í baráttunni gegn verð- bólgunni og dýrtíðinni, sem hún hefur ffiú sýnt um skeið undir forustu núverandi rík isstjórnar, þá verður hér næg atvinna áfram handa öllum. En í þeirri baráttu veltur ekki hvað min-nzt á því, að verkamenn vari sig á vélráðum og pólitísku verk- fallsbrölti kommúnista, sem þrátt fyirir alilan fagurgala um atvinnu handa öllum, eiga nú enga ósk heitari en þá, að atvinnuvegirnir slig- ist undiir þunga dýrtíðarinn- ar og atvinnuleysið haldi inn réið sína á ný. af því þeir telja það í hjanta sínu ákjós- anlégastan jarðveg fyrjr fyr irætlanir sínar. ýsmg Samkvæmt haimild í 3* gr. reglugerðar frá 23. sapt. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur viðskipíanefndin ákveðið eftirfarandi: Frá 1. apríl 1948, þar til öSruvísi kann að verða á- kveðið, skal mnlendur fatnaður, annar.en sá, sem seldur er gegn stofnauka no. 13, seldur samkvæmt ein- ingakerfi. Teist hver núgildandi vefnaðarvörureitur ein eining. Fyrir eftirtöldum skömmtuðum. fatnaði, framleidd- um 'hér á Iandi úr innlendu eða erlendu efni, þarf ein- ingar eins og hér se.gir: Manchettskyrtur og aðrar xniiliskyrtur en vinnuskyrtur ........................ 13 einingar Sokkar úr erlendu- efni, aðrir en kvensokkar 4 — Prjónap'eysur úr erlendu»efni............ 15 •— Hálsbindi ............................... 5 — i Flibbaslaufur .......................... 3 — \ Náttföt karla eða kvenna ............... 18 — Náttkjólar .............................. 18 — , Nátttreyjur ..................... W-ll — Prjónavesti úr erlendu efni ............. 12 — Flibbar .................................. 1 — Nærskyrta ............................. 4 — Nærbuxur ................................. 4 — Undirkjóll .............................. 15 — Ininisloppur ........................... 70 — Baðkápa ................................ 30 — Leikfimiföt kvenná ....................... 6 — Sundbolur ............................... 8 — • Leikfimisbolur .......................... 2 — Leikfimisbuxur .......................... 3 — ’ Sundbuxur ............................... 4 — Morgunkjóll; eða sloppur ................ 10 — Svunta ................................... 5 — Stoi'mtreyjur .......................... 30 — Kvenblússur úr prjónasilki, satín eða öðr- um 'slífcum efnum ................... 14 — Kvenblússur úr siliki eða ull ........... 35 — Barnatreyjur eða úlpur með hettu .........20 — Buxur eða blússa, bama, 10 'ára eða yn'gri 5 — Samfestingar, barna, 14 ára eða yngri .... 8 — Kápur úr vatnsheldu efni (waterproof) handa börnum 14 ára eða yngri........ 12 — Barnakj ólar úr prjónasilki, satín eða öðr- um slíkum efnum ...................... 10 — Skíðabuxur karla, kvenna eða barna .... 35 — Engu innlendu iðnfyrirtæki er þó heimilt að af- 'henda vörur samkvæmt franxan.greindu einingarkerfi, nema aö hver einstök flík hafi verið greinilega merkt með orðunum „íslenzkur ið'naður", og að iðnfyrirtæk- io hafi feirgið skriflega heimild skömmtunarstjóra til söiu á vörum sínum samkvæmt þessu eimrtgarkerfi. Á sama hátt er smásöluverzlunum óheimilt að selja ■ þessar vörur gegn einingarkerfinu, nema hver flík hafi verið merkt eins og að framan segir, Skömmtunarskrifstofa ríkisins lætur í té merkið: „íslenzkur iðnaður“ þeim, sem þess óska, og fengið hafa heimild til að selja vörur gegn einingarkerfi þessu. Reýkjavík, 14. apríi 1948. Skömmtunar st j ór i.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.