Alþýðublaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. apríl 1948 ALÞÝÐU5LAÐIÐ Sioari grein. Sigurður Guðgeirsson er enginn ræðumaður og hann á heldur ekki gotit með að semja. Punktarnir í ræðu Sigurðar voru þessir: 1. Ríkisstjórnin ætlaði að koma á atvinnuleysi, en síldin kom í veg fyrir það. 2. Ríkisstjórnin lækkaði kaup verkamanna til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, en þá kom atvinnu- leysi. 3. Ríkis'stjórnin leggur á 50 millj. króna tolla til að níðast á verkamönnum, en í ráðherratíð Brynj- ólfs og Áka hét það veltu- skattur til að bjarga op- inberum framkvæmdum frá stöðvun. 4. Kratar stálu1 eigr.um verkalýðsfélaganna. Eins og hver maður getur séð, istangast þetta allt held- ur illa' hjá piltinum, ein það verður að virða honum það til vorkunnar, að Þjóðviljinn er hans kennslubók. Svo segir Þjóðviljinn. að ræðumenn kommúnista hafi farið mieð sigur af hólmi. Ég leyfi mér þó að draga það í efa, að Sigurður myndi end- urtaka nokkuð af þessu aft- ur, eftir þau svör, ;sem hann fékk hjá ræðumönnum F. U. J. í sambandi við stuldinn margítuggða var honum m. a. bent á það. að undirréttur hefur dæmt ákæru kommún ista marklevsu eina og er úr skurðar hæstaréttar að vænta innan skamms. Auk þess var Sigurði bent á, að gæta varúðar í svona fullyrð ingum,- því það gæti verið að það isnerti menn honum nokkuð inákomma, sem ekki væri viðeigandi að hann þjófkenndi og því réttara fyrir hann að láta félaga sína um það. Sigurður leiddi þess ar athugasemdir hjá sér, sem og víst var bezt fyrir hanu Ingi R. Helgason, sem tal- aði fyrstur og síðastur fyrir kommúnista. var þeirra skást ur. Hann var auðsýnilega bezt nestaður og tók það strax fram, að harun vildi ekkert tala um utainríkismál. Ræðumaður lék vísindamann á fundinum og getur verið að hann eigi eftir að verða það, þar sem hann er stúd- ent. en mikið verður honum að fara fram í að lesa í smá- sjá, ef hann á að koma að gagni í sýklaleitun framtíð arinnar. Ingi Ragraar .tók það strax fram, þegar hann byrj- aði að lýsa , svikum“ Alþýðu flokksinis við verkalýðinn, að hann styddist við smásjá í þeirri rannsókn, m. ö. o. að hann yrði að stækka þau nokkuð. Uppistaðan í ræðu hans voru' þessir punktar: 1. Alþýðuflokkurinn í hlut- verki afturhaldsins á ís- landi. 2 Árás ■ Albýðuflokksins á lífskjör/ alþýðu. 3. Undirlægjuháttur AI þýðuflokksins við erlent vald!! 4. Ekki hægt að tala um ut- anríkismál við Alþýðu- flokkinn, því hann ætti í harðri baráttu við sína eigin stefnuskrá. í sambandi við 1. lið sagði hann m. a., að Alþvöi i-fioVi.-- urnn héldi verndarhendi sinni yfir heildsölum og öðr- um slíkum. Helgi Sæmunds- son spurði hann þá að því, „hvernig heilsufar heildsal- anna hefði verið eftir tveggja ára- setu Áka og Brynjólfs í íkisstjórninni 1944—46“. En eins og allir mura stóð ríki heildsala með meiri blóma eá en nokkru sinni fyrr og tæpast verða þeir öíundaðir af þeim ininflutningshömlum sem nú ríkja. Að minnsta kosti hefur Þjóðviljanum DÓtt nauðsynlegt að taka upp hanzkan fyrir þá og kvartar •nú sáran undan því að 200 heildsalar skuli vera orðnir atvinnulausir! í sambandi við 2. lið spurði Ingi R. m. a., hvort F.U.J. væri reiðubúið til að berjast á móti frekari skerðingu á kjörum verkalýðsins. Jón P. Emils svaraði hon- um fyrir sína hönd og sagð- ist frekar vilja atvinnu en at vinnuSéysi og teldi það fyrir mestu, að atvinnuvegirnir stöðvuðust ekki. Þá kemur 3. liður ræðunn ar, sem var um ..undirlægju- hátt“ Alþýðuflokksins við erlent vald. Varð honum ekki mis- mæli? spurði einhver. Hver var að hlæja? Fjórði liður ræðuinar var um það. að í stefnuskrá AI- þýðuflokksins væri skýrt tekið frarn, að flokkurinn hefði samúð með kommún- istum i Rúslandi, sem væru að koma á hjá sér sósíalist- ískui þjóðskipulagi. og þar sem þessi orð stæðu í stefnu- skránni, gæti hann ekki skil ið, hvernig Alþýðuflokkur- inn á íslandi kæmi nú fram gagnvart þessari sömu við- leitni hjá Tékkum og Rúss um. Þessum ásökunum Inga Ragnars var svarað af Helga Sæmundssýni með því að lesa upp nöfn sjö fyrstu bylt- ingarmannanr.a, sem sæti áttu í æðsta ráði komrnún- istaflokksins og segja frá ör- lögum þeirra: Lenin (dáinn 1924). Trotzki (rekinn í útlegð 1929, og myrtur af erfndrek- um rússnesku lögreglunnar 1940 með viðarexi). Sinoviev (tekinn af lífi 1936). Kameniev (tekinn af lífi 1936). Tomski (framdi sjálfsmorð saddur lífdaga 1936). Rykov (tekinn af lífi 1938) og Stalin, sem einn er eftirlif andi, er nú einræðisherra Rússlands. Meðan fyrs.tu byltingar- mennirnir lifðu. voru þær vonir tengdar við byltinguna í Rússlandi, að þar myndi rísa upp isósíalistískt þjóð- skipulag undir stjórn ein- lægra sósíalista. En eftir að Stalin var búinn að láta drepa all-a gömlu byltingar- mennina og stimpla þá , svik ara“ og „glæpamenn“, „leigu tól fasismams“ og ,,úrhrök mannkynsins“. þá var engin von um að lýðræðissinnaðir sósíalistar gerðu sér nokkrar vonir iengur. í sambandi við byltinguna á Rússlandi. Það sama er að "gerast í Tékkósló- vakíu, þar sem Gottwald út- rýmir andstæðingum sínum til að geta unnið í anda Stal ins. — Með þess háttar sósf alisma hefur Alþýðuflokkuv- inn ekki samúð. Auk þess sem ræðumenn F-U.J. hröktu hvert það at riði, sem nokkru máli skipti í ræðum kommúnistanna, fluttu þeir langar og skelegg ar ræður, isem lýstu komm- únistaflokkunum hér og er- lendis og starfsaðferðum þeirra. \ Jón P\ Emils rakti sögu kommúnistaflokksins hér frá því að klofningurinn átti sér stað 1930, og þurfti enga smásjá eins og Ingi Ragnar, til að finna óheilindi komm- únsta. Enn fremur rakti hann afstöðu kommúnistafor ingjanna til lýðræðis og riingræðis og vitnaði til aeirra eigin skrifa í tímarit- inu , Rétti“ frá þeim árum, 3egar þeir komu til dyranna eins og þeir voru klæddir. Þá rifjaði Jón upp ýmis atriði frá samningatilraunum flokk amna 1938 og sýndi fram á sað, að það sem olli því, að upp úr þeim slitnaði, var mis munandi afstaða flokkanna til valdatöku og eins hitt, að kommúnistar kröfðust skil- Álmannatryggingarnar tilkynna-. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatryggingunum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi eigi hefir greitt skilvís- lega iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Þeh, sem sækja um bætur frá Trygginga- stofnun ríkisins skulu leggja tryggingaskírteini sín með kvittun innheimtumanna fyrir áfölln- um iðgjöldum. Munið að vanskil varða skerðmgu eða missi bótaréttar. 17. apríl 1948. Tryggingastofnun ríkisins. Félag ungra jafnaðarmanna: mánudaginn 19. apríl' í Alþýðuhúsmu við Hverfisgötu kl. 8,30 e. h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Erindi um innflutnings- og gjald- eyrismál: Finnur Jónsson, alþing- ismaður. 3. Önnur mál. 4. Dans. Félögum er heimilt að taka með sér gesti. Fiölmennið. Stjórnin. yrðislausrar þjónkunar við Rússa. Enn fremur sýndi hann fram á, hvernig komið væri fyrir gömlu jainaðar- mönnainum, sem samejnúð- ust kommúnistum á þejm árum og hversu valdalausir og áhrifalausir þeir era í hinum kommúnistíska. svö- kallaða sameiningarflokkj al þýðu. Þá sýndi Jón frani á, hversu utanríkisstefna Þjóð- viljamanna væri háð breyitt- um aðstæðum og viðhorfum í austri og var hann með t;'l- vitraanir um það úr Þjóðvilj- (Framh. á 7. síðu.) Kommúnisfar ■ V- EINS OG menn muna, þá j hafnaði Æskulýðsfylkingiin boði Félags ungra jafnaðar- manna um sameiginlegan fund hinna pólitísku æsku- lýðsfélaga í Reykiavík og neituðu á þeim forsendum, .,að þeir yrðu að fá jafn lang an ræðutíma og hin félögin öll til samans11. Félag ungra framsóknar- manna boðaði æskulýðsfélög in fyrir nokkru til viðræðu fundar og mæltist til bess, að pólitísku æskulýðsfélögin leituðu sameiginlega til út- varpsins um að fá útvarps- kvöld fvrir umræður um inn- Iend og erlend stjórnmál. Þessu boði hafnaði Æsku- lýðsfylkingin með sömu kröfu og áður hafði komið fram við málaleitan F. U. J. Rökin sem fulltrúar komm- úniista báru fram. voru þau, að það væri vitað mál, að lýð ræðisöfl landsins stæðu sam einuð gegn kommúnistum í þessum málum og þess vegna væri þetta eðlileg krafa. , Til þess að fyrirbyggja þessa ,.hættu“ kom fulltrúi F. U. J. með þá miðlunartil- lögu. að umræðurnar snerust um stefnuskrár flokkanna og það væri, þó alltaf vitað mál, að um þær væri þó mismun- andi sjónarmið hjá félögun- um. Þessu gátu kommúnist ar ekki neitað og báðu um frest til að taka ákvörðun. Þegar svo fulltrúar komu aftur til viðræðu s. 1- fimmtu dag þá neituðu kommúnistar og svöruðu því til, að ,,hætt, an“ væri hin sama og væri hér aðeins um herbragð að ræða tjl að narra þá í út- varpið og svöruðu síðan af- dráttarlaust neitandi og sögð ust ekki fara í útvarpið fyrir nokkurn pening. Þar með er þessum tilraunr um Iokið með jafnmiklum ó- sigri fyrir kommúniista og þeir hefðu mætt til útvarjjs- umræðnanna. ístngi- húisméíi KR TVO ÍSLANDSMET og tvö drengjamet vóru seit á innanfélagsmóti KR í at- rennulausum síökkum, sem fór fram í hinu nýja íbrótta- húsi Háskólans síðastMSinn föstudag. Úrslit á mótinu uxðu sem hér segir: Langsíökk án atrennu: 1. Hermann Magnús. 3,13 m. (Nýtt met) 2. Sigurður Björnss. 3,04 m. '(Drengjamet) 3. Torfi Bryngeirss. 3,00 m. Gamla mertið var 3,10 sett af Skúla Guðmundssyná', KR 1945. Gamla drengjametið var 2.96, sett af Óla P. Krist- i ánssyni 1947. Hástökk án atrennu: 1. Torfi Bryngeirss. L42 m. 2. Sigurður Björnss. 1,42 m. (Drengjamet) 3. Þorsteinn Löve 1,37 m. Gamla drengjametið vax 1,40 sett af Errii Glausen 1945. Þrístökk án atrennu: 1. Hermann Magnús. 9,39 m- (Nýt't met) 2. Trausti Eyjólfs. 8.67 m. 3. Þorstsinn Löve 8,-58 m. Gamla metið átitj HermEnni Isjálfur, 9 37 m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.