Alþýðublaðið - 05.05.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikuclagur 5. maí 1348.
Útgefanöi: AlþýðufloM&urinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Augíýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
urinn 1. maí
FRÉTTARITSTJORI ÞJOÐ-
VILJANS hefur fengið það
hiutverk að skrifa um hátíða
holain 1. maí. Er frásogn
hans ásamt myndum allt að
því þrjár síður í Þjóðviijan-
um í gær, en í öllu þessu
mikla lesmáli verður lítt vart
við sannleikann. Greinarhöf-
undur hefur varla samið rit-
smíð sína 1 alvöru, en aftur á
móti gætir þess glögglega, að
hann, eða sá, sem sagði hon-
um fyrir verkum, hefur verið
í meira lagi sár og reiður.
Greinarhöfundurinn ætti
að láta athuga í sér sjónina
við þénanlegt taskifæri, því
að sé það satt, að hann hafi
aðeins séð nokkrar mannver-
ur á útifundinum á Arnar-
hóli, og engan, sem bar merki
Alþýðuflokksins um daginn,
er þetta dýrmæta skilningar-
vit hans í meira en litlu ólagi.
Aftur á móti virðist maður-
inn hafa séð tákn og stór-
merki í sambandi við hátíða-
höld kommúnista, svo að
segja má, að ein vitleysan
hafi boðið annarri heim.
Honum sýndist kröfugangan
fjölmennari en nokkru sinni
fyrr og fas kommúnisfa og
fylgihnatta þeirra miklum
mun ákveðnara en í fyrra!
Sér í lagi fannst greinarhöf-
undi farg mikið fyrir verka-
lýðnum í göngunni, og andi
einingar og samheldni sveif
yfir fylkingunni eins og dúfa!
Auk alls þessa virðast hátíða-
höld kommúnista hafa orkað
því, að kraftaverk gerðist á
ítósa gamla ívarssyni, því að
hann gerði sér lítið fyrir og
kastaði ellibelgnum frammi
fyrir ásjónu fréttaritstjórans!
'T'
Það hafa kannski verið
prentararnir níu og þvotta-
konurnar fjórar, sem voru svo
fyrirferðarmiklir fulltrúar
verkalýðsins i kröfugöngu
kommúnista í augum frétta-
ritstjóra Þjóoviljans? Eða
taldi maðurinn það ef til vilh
atburð, sem einstæður mætti
íeljast, að 100 félagsmenn af
3000 í sitáersta verkalýðsfé-
lagi landsins, Ðagsbrún,
skyldu rölta þennan spöl und-
ir félagsfána sínum í bless-
uðu bMöviörinu á laugardag-
inn?
Um eininguna í sambandi
við kröfugönguna þarf ekki
að f'jölyrða. Mönnum með
fulla sjón duldist ekki, að
kröfugangan í ár var mun
þunnskipaðri en kröfugöng-
umar undanfarin ár og að
verkalýðurinn sá ástæðu til
þess að halda upp á daginn á
annan hátt en þann að rölta
um bæinn undir forustu kom-
múnista og að boði þeirra.
Ýrnis fjölmennustu samtök
reykviskrar alþýðu létu ekki
sjá sig i kröfugöngu komm-
Hvar eru vafnsbílarnir? — Endurminningar nm
skemmtiferðaskip. — Ferðalög til Færeyja, Örkn-
eyja og Grænlands.
HVAR ERU vatnsbílarnir?
Þessari spnrningu hafa margir
varpað fram undanfarna daga,
þegar þurrt hefur verið í veðri.
Það er skammt öfganna á milli
hér í Reykjavík, annað hvort
er allt remiandi blautt eða svo
þurrt, að rykskýin fjúka á
milli húsanna, rétt eins og I
eyðimörk væri. En vatnsbílarn
ir blessaðir hafa enn ekki sézt.
Þeir eiga að bjarga okkur frá
þessum ósóma, ryki í eyrum,
augum og hálsi, og borgararnir
verða fljótt óþolinmóðir, ef ekk
ert er gert við þessu. Ég sendi
spurninguna áfram til viðeig-
andi bæjaryfirvalda, og vonast
eftir svari innan skamms.
NÚ ER LANGT SÍÐAN út-
lendu skemmtiferðaskipin hafa
komið til Reykjavíkur, senni-
lega um tíu ár, og unglingar eru
komnir á legg, sem ekki muna
eftir stóru skipunum á vtri höfn
inni, bátunum sem fluttu útlend
ingana upp að Ægisbryggjunni,
og hinum útlendu hópum, sem
flæktust urn götur borgarinnar,
leigðu hesta og skoðuðu söfnin.
Þetta voru að vissu leyti
skemmtilegir dagar, það var j
jafnan hátíðasvipur á bænum, I
þetta var tilbreyting fyrir bæj
arbúa og það gaf af sér gjald-
eyristekjur.
ÞAÐ VORU mikið til sömu
skipin sem komu aftur og aftur
hingað á ferðum sínum um Norð
urhöf. Þetta voru svo að segja
allt evrópísk skip, sem fluttu
ameríska ferðamenn. Sum skip
anna fórust á stríðsáruilum, en
önnur; eru enn þá í ferðum. Þann
ig fórst enska skipið Arandora
Star og hóllenzka skipið Rotter
dam yar rifið. Snæska skipið
Kungsnolm, sem hér var mjög.
vinsælt, var í þjónustu banda-
manna á stríðsárunum og gekk
undir nafninu John Ericson.
FERÖASKRIFSTOFUR ÞÆR,
sem gengust fyrir þessum hóp-
ferðum er hingað komu, munu
hafa fullán hug á því að byrja
íerðirnar á ný, svo að útlit er á
að skipin muni aftor koma til
Reykjavíkur á sumrih. En það
geta liðiö nokkur ár, þahgað til
fyrstu skipin varpa akkerum á
ytri höfninni á ný, bæði a£ því
að enn er svo mikill skcrtur á
skiprúmi, að erfit't mui’ að íá
skip til norðurferða, er auk þess
eru bæði ferðaskrifstofurnar og
ferðamennirnir svo hrædd við
tundurdufl, sem enn eru á reki
á hafinu við ísland og' Noreg, að
stórum skipum verður varla
hætt í skemmtiferðir á þessar
slöðir um sinn.
SUMARIÐ ER NÚ AÐ
KOMA, og mikill ferðahugur er
í mörgum íslendingum. Ferða-
skrifstofa rikisins og Ferðafélag
ið munu gangast fyrir miklum
fjölda skemmtiferða um landið
í sumar, og ættu þessir aðilar
að auglýsa óspart „Ferðizt um
ísland fyrst“ til þess að slökkva
þrá þeirra, sem ekki kalla það
að ferðast, ef ekki er farið út
fyrir landsteinana.
EN ÞA» ERU ÝMSAR FERÐ
IR út fyrir landsteinana, sem
við gætum farið án mikils gjald
eyriskostnaðar. í nágrenni okk-
ar eru mörg lönd, sem eru heill
andi ferðalönd fyrir okkur, en
við höfum gersamlega vanrækt.
Hversu margir íslendingar hafa
til dæmis komið til Færeyja?
Hvað væru margir fúsir til að
eyða sumarfríinu á ferð með
Esju um Vestmannaeyjar til
Færeyja, fara þar í land á nokkr
um stöðum, en búa í skipinu og
borða þar? Eða ef haldið væri
lengra suður á bóginn á gamlar
víkingaslóðir til Orkneyja og
siglt þar um!
SLÍKAR HÓPFERÐIR á ís-
Ienzkum skipum mundu án
nokkurs efa verða geysi vinsæl
ar. Eða hvað segðu menn um
viku ferð meðfram ströndum
Grgenlands á hinni nýju Heklu?
Eða siglingu til Jan Mayen og
þaðan til austurstrandar Græn-
lands? Slíkar sumarleyfisferðtr
mundu án efa verða vinsælar
og þær mundu bæta úr því,
hvað við íslendingar erum
skammarlega ókunnugir þess-
um nágrannalöndum. Okkur
ferst að tala, þótt menn frá ná-
grannáþjóðunum séu fáfróðir
um ísland!
Frá fréttariíara Alþýðiiblaðsins
AKUREYRI.
BRAUÐ hefur ekki feng-
ist hér í búðum, hvorkí í
gær né dag vegna verkfails
bakarasveina.
HAFR.
Happdrætti Háskóla íslartds.
Dregið verður í 5. fl. happ-
drættisins á mánudag. Við-
skiptamenn æítu að athuga, að
ekki eru nema 3 söludagar eft-
ir, miðvikudagur, föstudagur.og
laugardagur, en á laugardag er
víðast lokað á hódegi. 4 5. fl.
eru 402 vinningar, samtals 138
500 krónur.
únista. En auðvitað munar
ekkert um það, þótt Bandalag
starfsmanna ríkis cg bæja,
Sj ómannafélag Reykjavíkur,
Verkakvennafélagið Fram-
sókn, Bifreiðastjórafélagið
Hreyfill, Bakarasveinafélag
Islands og mörg önnur félög
láti sig vanta i kröfugöngu
.fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna“ í Reykjavík! Fréttarit-
stjóra Þjóðviljans finnst slíkt
aðeins til bóta!
-í-
Og til viðbctar langloku
fréttaritstjórans flytur Þjóð-
viljinn grein eftir útvarps-
sérfræðinginn frá Hofteigi,
sem sennilega hefur verið
guðfræðingurinn, er frétta-
stjórinn sá í kröfugöngunni.
Utvarpsgagnrýni. Þjóðviljans
þótti léleg, meðan Magnús
orðabókarhöfundur sá um
hana, en þó hefur Bjaxna frá
Hofteigi tekizt mætavel í ör-
j fáum greinum að sanna sann-
| leiksgildi hins fornkveðna, að
lengi igetur vont versnað.
' Utvarpsþáttur Þjóðviljans
ii gær er einstök ritsmíð að
endemum. Utvarpsráð er þar
enn einu sinni -borið þeim
gervisökum kommúnista, að
það hafi ,,bannað verkalýðn-
um“ útvarpið 1. maí. Forseti
Alþýðusambandsins og for-
maður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja eru með
öðrum orðum ekki fulltrúar
verkamanna og launþega að
dómi Þjóðviljans og Bjarná
Barnaskemmfun
v-erður haldin í Iðnó fimmtudaginn 6. þ. m.
(uppstigningardag) og heist kluikkan 3 e. h.
TIL SKEMMTUNAR VERÐUR:
1. Ávarp til æskunnar: Ja'kob Kristinsson fv.
fræ ðslum'álas t j óri.
2. Samleikur á píanó: Þórunn S. Olafsdóttir
:.s og Esther Kaldaións (báðar 10 ára).
3. Éinsöng’ur: Þór.unn S. Ólafsdóttir með und-
irlei'k Esther Kaldalóns.
4. Sjótíleikur: Brúðarslæðan (R. J.). Álfaæv-
intýrið. Barnaflokkur Svövu Fells.
5. Kvikmynd. Viggó Nathanaelsson.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag 1 Iðnó og Ferðaskrif-
stofu ríkisins. Allur ágóðinn nennur í sjóð til fyrirhug-
aðrar byggingar æskulýðshallar í Reykjavík.
verður haldinn í MjóIkÚrstöðvarsalnum
miðvikudaginn 5. maí klukkan 9 e. h.
K.K. sextetíinn leikur.
Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 6—7
og við innganginn.
Knaífspyrmifélagið Víkingur
og sfarfssfúíkur óskasf
í sjókrahiís Hvífabandsins.
vaníar ungling íil blaðburðar í
þessi hyerfi:
VESTURGÖTU. *
LAUGARNESHVERFI."
MELAMA.
Talið við afgreiðsluna.
j frá Hoftei-gi!
En ekki teks-t Bjarna betur, |
þegar hann gerir útvarps-
fréttirnar 1. maí að umtals-
efni. Það er hneykslanlegt að
minnast á ræðu brezka for-
sætisráðherrans, því að mað-
urinn var svo ókurteis að
gagnrýna Rússa og segja
skýrt og skorinort álit sitt á
kommúnistum! Þá er frásögn
af því, að kommúnistar í Ber-
lín hafi boðið upp á bjór og
pylsur — vissulega það
skásta, sem þeir hafa nokk-
urs staðar haft upp á að
þjóða,. — hvorki meira né
minna en tilburðir til að gera
„hátíðahöld alþýðunnar“ í
iBeriín hlægileg!
1 En greinarhöfu-nd skortix
auðvitað sjálfan hvorki kurt-
eisi né háttprýði. Hin gagn-
merka ræða Stefáns Jóh.
Stefánssonar í Tatvarpinu 1.
maí vérður honum tilefni
þeirra ummæla, að forsætis-
ráðherrann hafi ,,ekki átt
meira erindi í útvarpið en
humdur ofan úr sveit“!
Smekklegur maður og orð-
prúður, guðfræðingurinn frá
Hoftei-gi!
Að loknum lestri Þjóðvilj-
ans í gær þarf enginn að vera
í vafa um, hvað þessum ó-
sköpum veldur. Kommúnist-
ar hafa orðið fyrir vonbrigð-
um, það er sársauki á bak við
fúkyrðin-. Engum -blandast
hugur um, af hverju blaðíð
er svona reitt.