Alþýðublaðið - 03.01.1928, Blaðsíða 3
ALÞ'ÝÐUBLAÐIÐ
5
Appelsínur, 240 stk. kassar.
Haframjöl.
Hrísgrjón.
Kaffi.
Hestahafrar.
Maismjöl.
Maís.
Blandað hænsnafóður.
PlKgmálaíuiidiir á Mureyrt
Þjóðaýtingavkröfur.
Akureyti, FB., 3. jan.
Þmigmiálaftmd hélt þingm. kaup-
staðarins í gærkvekii og stóð
íundurinn yfir frá ki. 8.1/!—21/*.
Sex Jiðir dagskrárjnnar af frmtán
afgreiddir. Framhjaldsfundur síðar.
Tiillöigur voru samþyktar við-
víkjandi kaupgreiðsiutryggingu
verkafólks og rekstursráði, end-
urskoðun skatta og tO'ilalöggjaf-
I>að er marg sannað,
aö kaffibætirinn
er beztur og drígstur.
ar, húsmæðra og alþýðuskóia á
Akureyri, afnámi skóLagjalda,
end urskoðtm slysatryggingariaga,
ríkið laki að sér síldareinkasölu',
tóbaks, steinolíu og lyfjaeinka-
sölu, þar með endtureisa lands-
verslun, rannsaka möguleikana
fy;rir einkasölu á kornvöru og
salti; og loks að ríkið stofni hið
fyrsta síldarbræðslustöð norðan-
ilands.
Esperanto-þingið 1927.
(Enindi fu-tt í útyarpið.)
Austast á norðurströnd Þýzka-
lands er fylki það, sem Pommern
heitir og nefnt er Vindiand í fom-
um sögum. Pommern er slavneskt
nafn (po morju) og þýðir blátt
áfram strandlengja. Stóráin Visla
fellur um laud þetta. Skamt frá
ósum hennar var borgin Danzig,
byggð snémrna á 10. öld. Óx hún
skjótt, og áttu Vindahertogar þar
aðsetur, unz riddarareglan þýzka
braut landið undir sig (1308). Síð-
ar á öldum varð borgin sjálfstæð
að sumu leyti, en að nokkru var
hún í sambandi við Pólland,
þangað til hún var innlimuö í
Prússland árið 1793. Méð friðar-
samningunum 1920 vár ý Danzig
gerð að sjálfstæðri borg og fengið
tjil uimráða 1950 ferkm. laind. Þar
búa tæpar 400 þúsundir, en í
borginni sjálfri eitthvað um 250
þúsundir.
Danzig er verzlunarborg mifail,
enda liggur hún ágætavel við
samgöngum. Þar er því jafnan
mergð mikil aðkomumanna.
Ferðamenn koma þar og hópum
saman til þess að njóta blæfeg-
urðar og og yndisleika landsins
þar í kring, og margar þúsundir
baðgesta dvelja meiri eða minni
hluta sumars í Zoppot, en það er
borg rétt hjá Danzig og fræg
fyrir sín ágætu böÖ.
í þessari fornu Hansa-borg
skyldi hið 19. allsherjarþing von-
verja (esperantista) haidið dagana
28. júlí til 4. ágúst. Þótt/ það
vel ráðið, að einmitt þetta þing
væri haldið í Austurxægi, því að
þaðan var dr. Zamenhof, höfund-
ur esperantos, en einmitt í sumi-
ar voru liðin 40 ár, síðan liann
gaf út fyrstu kenslubókina i nýja
málinu.
Þeir voru nálægt 10 hundruð-
um, vonvexjarnir, karlar og kon-
ur, ungir og gamlir, sem þyrptust
tii Danzig 27. og 28. júlx. Þeir
komu víðs vegar að, en einkum
vakti það eftirtekt, hve tiltölu-
lega mikið var þar af Japönum.
En þarna voru allir fyrst og
fremst menn, og var alt þingið
mótiað af tilfinningu urn
bræðralagið, eins og öll þessi
þing bafa verið. Kom þetta strax
í ljós á kynningarkvöldinu (28.
júlí). Hittust þar margir gamlir
kunningjar, og var þar gleði mik-
fil. Veður var og ágætt, eiœ og
alla þá daga, sem þingið stóð yf-
ir.
Föstudaginn 29. júlí var þingið
sett á hátíðlegan hátt. Tóku þar
margir merkismenn til máls, en
einna mestur rómur var gerður að
máli' forseta miðstjómar esperan-
to-hreyíingarinnar, dr. Edmonds
Privats, enda er hann mælskur
með afbrigðum og hugsjónamað-
ur mikill. Hér fara á eftir kaflar
úr ræðu hans í lauslegri þýðingu:
„Baxátta,n fyrk vonarmáli (es-
peranto) er barátta fyrir réttlæti,
ein af þeim mest'u, sem nú standa
yfir. SíÖan sögur hófust, hafa
menn og þjóðir barist fyrir rétt-
læd. Á þjóð:m sm ' la viðinu, á
fé'agsmálasviðiaiu, á fjárhags-
nxálasviðinu — alls staðar hefir
verið, er og mun enn þá verða
barist tii þess að öðiast meira
réttiæti, meiri jöfnuð rnilli ein-
staklinga og milli þjóða. . . .
Frhi.
Ó/. * Þ. KristjánssöH;
ifeg'il Matteottis.
Hinn 10. september í haust var
afhjúpaður í Briissel minnisvarði
hins fræga ítalska jafnaðar-
mannafoTingja Matteottis, ' sem
svartliðar í ítalíu myrtu á hinn
svívirðilegasta hátt, eins og kimn-
ugt er. Af tilefni þessarar afhjúp-
unar flutti belgiska jaínaöax-
mannabiaðið „Le Peuple“ frásögn
áf síðustu augnablikum í lifi hins
faílna íoringja. Heimildai-maður
þessara frásagna er einn af morð-
ingjum Matteottis, svartliðinn AI-
bino Volpi, sem er • auðsveipur
þjónn ofbeldsimannsins Mussoli-
nis. Má þvi búast við, að lýsing
þessi sé ekki Matteotti í vil. En
þó að frásögn Volpis veki and-
stygð allra góðra manna, má þó
vel af henni sjá, með hvexsu"iniki-
um hetjuhuga og hugsjónaþreki
Matteotti hefir tekið xnorði sínu.
Og þrátt fyrir kaldhæðnisandann,
er skin út úr Jýsingu Volpis á
ódæðisverkinu, dylst þó ekki les-
endunum niðurbæld hrifnis-und-
iralda morðingjans fyrir hinurn
hugprúða hugsjónamanni, er dó
með iofsöng um jafnaðarstefnuna
á vörunum.
Þóttur úr frásögn Volpis er á
þessa leið:
„Framkoma Matteottis vax fram
úr hófi ósvífin. Þegar við lömdum
hann með hnefunum, bar hann
fsig í raun og veru karimannlega.
Til síðustu stundar og án afláts
hrópaði hann: Morðingjar! Rag-
menni! Þrælar! En ekki kom hon-
um til hugar að biðja sér'vægðar.
Og þegar hann var aðframkominn
af áverkum okkar, kallaði hann
hástöíum: ,Mig getið þið myrt,
en hugsjón jafnaðarstefnunnar
drepið þið aldrei.1
Ef til vill hefðum við hætt á-
rásuin okkar, ef hann hefði iátið
bugast, beðið sér vægðar og við-
Bækur.
„Smiður er ég nefndur“, eftir
Upton Sinclair. Ragnar E. Kvarao
þýddi og skrifaði eftirmála.
Rök jafnudarstefnunnar. Litgef-
andi Jafnaðarmannafélag íslands.
Bezta bókin 1926.
„Húsið við Norðurá", íslenzk
leynilögreglusaga, afar-spennandi.
Fást í afgreiðslu Alþýðublaðs-
ins.
urkent fávísi stefnu sin-nar. En
það kom ekki fyrir. Látlaust hróp-
aði hann: .Hugsjón jafnaðarstefn-
unnar getið þið ekki drepið.
Verkamennirnir munu blessa lífs-
starf mitt.‘ Og síðustu orð hans
voru: pLifi jafnaðarstefnan!‘“
Þannig framkvæmdi íhaldið ít-
alska illverk sitt. En mannsins,
sem lét líf sitt fyrir hina fögru
hugsjón sína, mimu, jafnaðarmenn
allra ianda og allra þjóða minn-
ast með lotningu og aðdáun.
Úíiendar fréttfp.
Atvinnuleyif
er nú mikið í kolanámum víða
i Bretlandi og horfurnar í koia-
iðnaðinum slæmar. 400 nániu-
mömxum í Fleets Pit á Skotlandi
var sagt upp vinnu sinni nýlega.
Verkamannaflokkurinn i Winni-
peg
útnefndi John Queen til þess að
(tæra í kjöri við borgarstjórakosn-
ingar í Winnipég 25. nóv. Queen
hefir átt sæti í bæjarstjórn Winni-
peg-borgar og er nú leiðtogi
verkamannaflokksins í fylkisþing-
inu.
Hudsonsflóa-járnbrautin.
F'élag í Winnipeg, „Stewart &
Cameron“, hefir tekið að sér að
leggja það, sem ólagt er af Hud-
sonffóa-jámbrautinni, fyrir 1 250-
000 stpd. Verkinu á að vera iokið
1929.
ísfisksala.
„Gyllir“ seldi afla sinn í Eng-
landi fyrir 1009 stpd. og „Skalla-
grímur" fyrir 1005 stpd.
Reyktébak
frá
Gallaher Ltd., London,
er regluleg ánægja að reykja og vafalaust bezta töbakið,
sem nú er á boðstólum.
Biðjið alt af um:
Fex Head. Landseape.
London Mixt. Three Cvowsss.
Soneta Claus. Free & Easy.
Fœst hjá flestum kaupmönnum.
Heildsölubirgðir hjá
H/f. F* M. R|apftanssoit & Co*
Hafnarstræti 19.
Símar: 1520 & 2013.
m