Alþýðublaðið - 14.05.1948, Qupperneq 6
0I0ÁJBUH?cLfÁ
l>-tíS
ALÞÝPUBLAÐIÐ
Föstudagur 14. maí 1948.
GRAND HOTEL
GrandHotel verður opnað
aftur einhvern þessara daga.
Breytingar liafa litlar verið
gerðar á hýbýlunum, enda þarf
þess vart við, því efni og allur
frágangur var í upphafi svo
vandað, að það mun geta enzt
lengi enn, ef kjarnorkuspreng-
ingar eða önnur óhöpp koma
ekki fyrir. Og enn getur Grand
Hotel státað af því, að hærra
sé þar til þáks en í nokkru
öðru hóteli veraldarinnar og
víðara til veggja. Legubekkirn-
ir eru lagðir flosi eins og á und-
anförnum árum, sem að vísu er
grábleikt ennþá, veðurfarsins
vegna, en verður vonandi ið-
grænt og mjúkt áður en langt
—um líður, og er vonandi að gest,-
irnir, bæði kvengestir og karl-
gestir, kunni þar þá jafnvel við
sig og á undanförnum sumrum.
Má búast við mikilli aðsókn í
sumar, því það er álit manna,
einkum hinna vandlætingasam-
ari, að sífellt fari fjölgandi í
þeirri stétt, er jafnan hefur fjöl-
sótt hóíelið, og teljast yerða
glæsilegir fulltrúar vissrar sér-
greinar í nýsköpunarmenningu
lands vors og bæjar, enda á
vissulega ekki illa við, að þeir
hinir sömu fulltrúar haldi þíng
sín í hinum vistlegu salarkynn-
um Grand Hotels, skammt frá,
þar sem fyrsti landnámsmaður
vor og faðir byggðar vorrar og
Köid bor3 og
beitur veizlumaiur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Kaupum fuskur
Baldurgötu 30.
LA PALOMA
þjóðmenningar, stendur á
stalla. Fyrirliomulag á hótel
rekstrinum verður sama og áð-
ur, þetta frjálsa og klassiska.
Gestirnir koma með veitingarn-
ar í vasanum og sjá sömuleiðis
fyrir söng öllum, en hljómsveit
kolakranans annast undirleik-
inn. Engin sérstök viðhöfn verð
ur u mhönd höfð við opnun hót
elsins að þessu sinni, vegna
skömmtunarinnar. Það skal tek
ið fram, að enda þótt allt hafi
hækkað í verði að undanförnu,
verður sólarlagið þarna ókeypis
eins og áður, og náttmyrkrið
sömuleiðis, þegar þar að kem-
ur.
Leifur
Leirs:
SINFONIA STRÆTISVAGNIA
Fimmtíu aurar.
Takk. —
Og ég þrengi mér inn í
iðandi kös
strætisvagnamannakynsins,
sem býr við
heimsins þrengstu kjör.
Og vagninn leggur af stað.
Um sama leyti
hefjast hljómleikarnir. ..,
Sinfonia strætisvagnia!
Hefur þú heyrt hana?
Hefur þú hlýtt á
skerandi fiðlutóna
gearkassans;
fagottuurr slitinna vélahluta;
trombónuþyt housinganna,
sem hanga saman af
hver veit hverju-----—?
Og hefur þú hlustað á
taktfastan —trumbuslátt
þessarar hljómsveitar,
gnýþungan, örlagaþrunginn
eins og stríðstrumbudyn
villtra kynþátta
í frumskógunum, —
þegar skarður máni
silfrar blöð Mangotrésins
og nóttin er fyllt
dulum ógnum — -----------
Og svo hefur hinn
gullhnappaði
hljómsveitarstjóri —
upp sína voldugu raust:
Horngrýti bankar hann sig
núna. •—
Þetta er beygla!
Skáldsaga eftir Toru Feuk
þetta bros bar vott um. Hann
hafði aldrei átt öðru en
gæzku að mæta frá bróður
sínum, aldrei orðið fyrir
nöpru háði hans né miskunm
arlausri kaldhæðnd. Fyriír ó-
reyndum sjónum hans huldu
strangiy andlitsdrættix hans
aðeins vir.áttu.
Kona Þórgnýs Minthe var
aftur ekki eins vi'ss í sinni
sök. Hún hafði oft rekið sig
á það, sem Hrólfur hafði
ekki minnsta grun um, og
hún vissi að undir brosinu
bjó harka. sem hún helzt
ekki vildi sjá eða hugsa um.
Hún hafði gifzt honum
mjög ung, að sumu leyti
vegna þess, að hún var fögur
kona. en fyrst og fremst
vegna þess, að hún var af
ríkri og áhrifamiikilli fjöl-
skyldu. Einmitt sem Þórgnýr
Minthe hafði not fyrir á
framabraut siniii.
Að vísu hafði hann elskað
fegurð könu sinnar, sem
minnti á blóm, og víst hafði
blíðleg framkoma hennar
fallið honum vél í geð. En
hann hafði aldrei hugsað sér
að gera hana að trúnaðar-
manni sínum. Hún gat ekki
fylgzt með gáfum hans og
metorðagirnd, og hinum
•skarpa. óþreytandi! heila
hans. Allar hugsanir hans
voru bundnar við að komast
áfram, hærra, hærra en allir
aðrir. Það var aðaihvötin í
öllu lífi hans. ískaldan mót-
vindinn sem hann mætti,
hafði hann ekkert skeytt um,
og þær hnútur, sem fleygt
var tál hans til að hindra ieið
hans upp á við, hafði hann
hent á lofti og þeytt þeim
miskurnarlaust til baka.
Hann missti aldrei marks.
hvert skot hitti einmitt þar,
sem hann hafði miðað. Það
gaf honum stundarhlé, svo
að hann gat hvílt sig áður en
hann klifraði áfram. Brosið
geymdi hann þeim, sem hann
hafði kvaldð og pínt menn og
korúr. Með skyndilegri orku
þess kom hann fáti á þau og
vann þann sigur, er hami
vildi.
Meira að segja konu sína
hafði hann töfrað með því.
Hún trúði því lengi, að hann
væri eins og þetta bros bar
vott um. Daginn sem hún sá,
að hún fyrst og fremst var
verkfærj í höndum hans til
að komast áfram og hann
notaði hinn mikla auð henn-
ar og þekkta nafn sem þrep
til að lyfta sér hærra, þá setti
hún utan um sig skgl og hug-
ur hennar kólnaði.
Hið fagra og glæsilega
heimilá hennar var aðeins
umgerð fyrir manninn, nýtt
þrep í stiga metorða hans,
þar sem grannur, miskunn-
ariaus fótur hans átti að
ganga á.
Allt í einu söng í teinun-
um. Geirþrúður sneri sér
fljótt og leit í norður. Hljóð-
ið varð hærra og allt í einu
kom lestin í ljós út úr blá-
gráu rökkrinu. Með dunum
og dynkjum hulin þykkum-
svörtum mekki þaut hún
fram hjá henni, svo nam
hún hægt staðar, stynjandi
og hvæsandi, þar til hún stóð
alveg kyrr.
Nú var uppi fótur og fit á
brautarstéttinni, höfuð komu
út um glugga, skipzt var á
kveðjum, xennibretti var sett
við farangursvagninn, nokkr
ar ferðatöskur og kassar
! voru settar á það, og póst-
poki var borinn fljótt fram
hjá henni. Faðir hennar hróp
aði stuttar fyrirskipanir til
1 einhvers inni í stöðinni. Eim
reiðarstjórinn hallaði sér út
úr eimreiðinni og talaði með
an hann við og við þurrkaði
' svitann af enni sér með
|tvisti. Ungur maður hafði
stokkið niður á stéttina.
Hann leit á stöðvarstjói'ann,
áður en honum varð litið á
hina laglegu stúlku, sem
kom á móti honum. Hann
var sá eini, sem farið hafði
úr lestinni 1 Rudboda, grann
ur, lítill maður með rauðleitt
hár, uppbrett nef og fjörleg
,blá augu, sem litu glaðlega
og djarflega á hana.
Hann aðgætti með athygli
laglegt andlit ungu stúlkunn
ar, og hann tók eftir því, hve
| andstæðumar voru miklar
jmillum marmarandlits henn
ar pg suðræns ástríðuhita.
Hann sá svipbrigðin, sem
komu yfir andlit hennar, og
hélt að hún myndi vera mjög
ánægð að sjá hann. Hégóm-
legur eins og ung stúlka
reyndi hann að teygja úr
grönnum kroppnum og brosti
til hennar.
En Geirþrúði fannst hann
mjög lítill fyrir mann að sjá
og hann alls ekki líkjast nein
um barón. Hún rétti honum
kurteislega hendina, en leit
fljótt undan hinni stórkost-
legu aðdáun, sem hann gerði
sér ekki neitt ómak að dylja.
Svo hélt lestin áfram, og
Vei'nheim kapteinn kom til
þess að heilsa syni æskuvin-
ar síns, sem hafði verið send
ur til hans, því að hann átti
að xeyna að kenna honum
eitthvað. Vernheim kapteinn
hafði orð á sér fyrir að geta
tjónkað við landeyður.
Þegar þeir höfðu heilsazt
gengu þeir yfir þjóðveginn
og inn í garðinn. Það var
næstum myrkur þarna undir
trjánum og sá nýkomni gekk
varlega, þar til hurð var rif-
in upp á veröndinni og tví-
burarnir komu þjótandi út.
Ljósið streymdi út í myrkr-
ið og beint í augun á hinurn
unga barón Curt Palmfeldt.
Hvöss rödd gall við uppi á
veröndinni.
„La Paloma, Hrólfur vissi
ekki að þú hefðir farið að
hitta þennan barón“.
Bak við srtúlkurnar gægð-
ist fram áhyggjufullt andlit
Hrólfs.
„La Paloma hittir alla
unga menn, sem koma hing-
að á heimleið“, svaraði Carrie
hortug; en þeim, sem inn
komu mætti heill kór af hlæj
andi stúlkuröddum.
Augu Geirþrúðar skutu
gneistum og hún bar höfuð-
ið hátt. Þetta var hættu-
merki, sem kom systrunum
til að'flýja sem óðast.
Hrólfur leit þunglyndisleg
um augum sínum á hinn ný-
komna, en er hann sá útlit
hans varp hann öndinni létti
lega. Ungi barónirm hafði
síður en svo hættulegt útlit.
Og svo gekk hann til hans og
brosti sínu fagra brosi.
Frú Vernheim kom hægt
út úr stofunni og sagði hljóð
látlega; „Velkominn, góði
minn“, þótt hún hefði aldrei
MYNDASAGA ALÞÝDUBLAÐSINSí
X/ J
ÖRN ELDING
KÁRI: Og hvar í skrambanum
skyldi maður svo eiga að leita
að þessum Nelson? — Bíðum
við, — þeta er líklega veitinga-
salurinn, þar sem hann ræður
ríkjum! Allra laglegasti staður.
— Heyrðu, kunningi! Hvar
finn ég Nelson?
SAL ARVÖRÐURINN: Hann á
annríkt, laxm. Áríðandi erindi
— ha?
KÁRI: Ég hefði nú látið mér detta
í hug að halda það!
SALARV ÖRÐURINN: Þá kom-
um við.--------