Alþýðublaðið - 16.06.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1948, Blaðsíða 1
yeðiarhorför: Austan kaldi, víSast úrkomu Iaust, en skýjaö. * ] -; . * Foröstugrein:] Aflijúpaðar áróðurslygar. * ❖ XXVIII. árg. Miðvikudagur 16. iúní 1948. 133. tbl. Skiphrotsfólkiö af ^Kökenhmm^ 'gengur á land Mynd þessi er af fyrstu skipbrotsmönnunum af danska skipinu ,,Köbenhavn“, sem björguð- ust þegar það fórst. — Samkvæmt frásögn norska blaðsins Arbeiderbladet í Osló mun manntjón ekki hafa orðið eins mikið og í fyrstu var talið. Samkvæmt skýrslum lögregiunnar í Álaborg hafa borizt fyrirspurnir um 51 mann, s em ekki heíur bjarg'azt, og hafa 33 lík þegar þekkzt. Líklegt er þó, að fleiri en þetta hafi far izt með skipinu, en fyrstu tölurnar voru of háar. Rætt um sama stjórnarfyrirkomiilag í Palestfou og nsí er í Sviss. BERNADOTTE GREIFI er nú í Kaíró og ræðix við leiðtoga Araba um hcrfur á viðræðum um frið í Palestinu. Hafa heyrzt raddir um það í Kaíró, að Arabar kynnu að vera fúsir til að fallast á svipað stjórnskipulag fyrir Pale- stínu og nú er í Sviss, og mundu Gyðingar þá ráða fyrir þeim kantónum, sem þeir væru fjölmennastir í. Þetta munu Gyðingar ekki vera líklegir til að fallast á, þar sem þeir telja, að Arabar mundu stjórna slíku ríki í heild, og þannig geta fyrirbyggt frekari innflutning Gjrðinga. Leiðtogar Arababanda- lagsins sátu fund í Kaíró í gær, en ekki er kunnugt um árangur þess fundar. Heríor- ingjar Arabaríkjanna gengu ÞRIGGJA amerískra her- flugvéla var í gær saknað yfir Norður-Atlantshafi. Voru þetta fljúgandi virki úr ame- ríska flughernum, en þau voru á leiðinni frá Azoreyj- um til Korsíku. Hafði skeyti borizt frá einni þeirra þess efnis, að hún væri að snúa við, og hefði eldur komið upp í einum af hreyflum flugvél- arinnar. Ekkert hafði í gær- kvöldi frétzt frá hinum tveimur. á fund leiðtoganna og munu hafa gefið þeim skýrslu um ástandið á vígstöðvunum í [ landinu helga. Bernadotte greifi hefur skýrt frá því, að hann sé ekki viss um að Gyðingar og Ar- abar fáist til að setjast að einu samningaborði. Þrátt fyrir þetta mun hann halda áfram að reyna að finna ein- hverja leið til friðar í land- inu helga. Hann hefur nú eftirlitsmenn í höfnum Pale- stínu og á nokkrum fleiri stöðum, og fylgjast þeir með því, að vopnahlésskilmálarnir séu haldnir. í gær fóru 2000 enskir her- menn frá Haifa á þrem skip- um, en fleiri fara í dag. Vampire flugvélarnar verða 2 fíma frá Bretlandseyjum iil r Islands!_____ BREZKU Vampire orustu- flugvélarnar, sem koma hing- að til lands fyrsta góðviðris- dag í júlí, munu 'að öllum líkindum aðeins verða tvo tíma á leiðinni frá Bretlands- eyjum til íslands. Verður flug þeirra án nokkurs efa hraðamet á þessari flugleið. Það er mjög mikilsvert fyrir orustuflugvélar þessar, að veður sé gott á flugleið- inni yfir hafið. Verður því send Mosquitoflugvél á und- an orustuflugvéiunum, þegar veðurútlit virðist gott. Áhöfn þessarar flugvélar mun svo senda nánari veðurfregnir, þegar hún á eftir klukku- stundar flug til íslands. Maðör slasast á Kleifaheiði. nanoaniaai i SÍ'Si H E Skráðganga, iiatlð á AústyrveSSi og Araarhóli, tíaus é Lækjsrtorgi og Síi.iólfsstræti. UNDIRBÚNINGI' þjóShátíöarinnar á morgun er nú að mestu leyíi lokið, og verður hún rajög á sömu lund og und- aniariii ár. HátÍðahö’din við Austurvöll að deginum til hefj- ast idukkan 2 eftir hádegi að lokinni almennri skrúðgöngu, sem hefst viS háskólann og endar við Alþingishúsið. Um kvöldið Hel'dur svo háííðin áfram á Arnarhóli, og verður dansað á Lækjartorgi og Ingólfsstræti. ALVARLEGT SLYS varð í gær á Kleifaheiði, er Sig- urður Jónasson frá Sauð- lauksdal var að skipta um hjólbarða á bifreið simni. Hrökk hringur í höfuð hon- um og slasaðist hann hættu- lega. Var hann fluttur í sjúkrahús á Patreksfirði og er líðan hans iIJ Hin almenna iskrúðganga hefst klukkan-1.30. en það er hálfííma seiinna en verið hef- ur undanfarin ár. Á undan skrúðgöngunni verður borin fánaborg félagasamtaka í Reykjavík. Fánar verða seld ir um daginn við kostnaðar- verði á vegum þjóðhátíðar- rjefndar, og leggur nefndin á- herzlu á. að börinán í höfuð- borginnli fjölmenni; í skrúð- .gönguna. Klukkan 2 hefst guðsþjón- usta í dómkirkjunni, og pré- dikar síra_ Jakob Jónsson. Forseti íslands, Sveinn Björnsson, verður meðal kirkjugesta. Verður hátölur- um komið fyrir við Austur- völl, svo að mannfjöldiain þar geti fylgzt með guðsþjónust- unni. Sigurður Skagfield óp- erusöngvari. syngur við messugerðina. Klukkan 2.30 leggur for- seti íslands blómsveig á fót- stall minnisvarða Jóns Sig- urðssonar á Austurvelli, og Lúðráisveit Reykjavíkur leik- ur þjóðsönginn. Áð því loknu kemur Fjallkonan fram á svalir Alþingishússins og á- varpar þjóðina. Fjallkonan er Anna Borg leikkona, en á- varp hennar er Ijóð, sem Tórnas Guðmundsson skáld hefur ort. Að loknu ávarpi, Fjallkonunnar flytur Stefán Jóh. Stefánsson ræðu af svöl- um Alþmgishússins. Að loknum hátíðahöldun- um við Austurvöll verður haldið suður á íþróttavöll, en þar fer fram fyrri hluti í- bróttamótsins^ sem kennt er v;ð 17. júní. Á leiðinni suður á íþróttavöll verður stað- næmzt við leiði Jóns S;gurðs sonar og lagður á það blóm- svei.cfur, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefur gefið, en kórairnir í Reykjavík syngja: Sjá roðann _ á hnjúkur um háu. Forseiti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, setur íþróttamótið með ræðu. Forseti íslands, Sveinn Björnsson, verður meðal ff-esta á íþróttamótinu. Hátíðan á Amarhóli um kvöldið hefst klukkan 8 með bví að Lúðrasveit Reykja- víkur leikur undir sitjórn Al- berts Klahn, en því næst set- ur Hjálmar Blöndal, formað- ur þjóðhátíðarnefndar, hátíð- ima. Karlakor Rfcykj avíkur syngur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorodd sen, flytur ræðu, Karlakór- inn Fóstbræður syngur und- ir stjórn Jóns Halldórssonar, Sigurður Skagfield óperu- söngvari svngur með undir- leik Lúðrasveitar Reykjavík- ur og þjóðkóriinn syngur und ir stjórn Páls Isólfssonar 7 lög. Dansað verður til klukk- an 2 um nóttina, og leikur hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar fyrir dansinum á Lækj artorgi., og á Ingólfsstræti leikur hljómsveit IOGT- hússins, en þar verða dans- aðir gömlu dansarnir. Lúðra- sveitin Svanur leikur einnig á báðum stöðunum nokkur dans- og göngulög undir stjórn Karls O. Runólfsson- ar. Dagskrá hátíðahaldanna verður seld á götunum um dagiam- og hefur hún að geyma allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru hátíð- argestum, svo og Ijóð þau, sem sungin verða. Pafreksfjarðarhrepp- ur ætlar að kaupa tvo nýja togara HREPPSNEFND Patreks- fjarðarhrepps hefur samþ. að festa kaup á tveim togurum af nýjustu gerð. Tveir togar- ar eru nú gerðir út frá Pat- reksfirði, þeir Gylfi og Vörð- ur, sem báðir eru svokaliaðir ,,sápu“-togarar, smíðaðir í Þýzkalandi rétt fyrir stríð. Þeir eru báðir einkaeign. Sótt um þrjá fogara á Akranesi BÆJARSTJÓRN AKRA- NESS hefur nú samþykkt að sækja um einn af hinum nýju togurum, sem keyptir verða til landsins. Þá var upplýst á fundi bæjarstjórnarinnar, að Haraldur Böðvarsson & Co. hafi sótt um tvo nýja togara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.