Alþýðublaðið - 16.06.1948, Blaðsíða 4
I
4 ______ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. júní 1948.
tJtgefandi: Alþýðufloltkurinn.
Ritstjóri: Síefán Rjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Kitstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía MöIIer.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Affsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðöprentsmíðjan kf.
MhjúpaSar áról-
urslygar.
YFIRLÝSING RÍKIS-
STJÓRNARINNAR varðandi
inneignir íslenzkra einstak-
linga og félaga vestan hafs
hefur sett þá menn, sem und-
anfarið hafa tekið munninn
fyllstan um þessar inneignir,
í mikinn vanda. Kommúnist-
ar hafa dag eftir dag látið
Þjóðviljann fara með æsi-
fregnir urn 320 milljónir
króna, sem vitað væri, að ís-
lenzkir auðmenn ætíu í doll-
urum í Bandaríkjunum, en
ríkisstjórnin hylmaði yfir; og
Hermann Jónasson, formaður
Framsóknarflokksins, sem í
seinni tíð virðist leggja
nokkrá áherzlu á það af ein-
hverjum ástæðum, að hafg
velþóknun kommúnista, full-
yrti einn daginn á fundi úti
» á landi, að nú þegár væru
,,fundnar“ 130 milljónir
króna í dollurum, sem ís-
lenzkir einstaklingar og fyr-
irtæki ættu þar vestra. En
nú hefur ríkisstjórnin upp-
lýst, hvað raunverulega er
vitaö um þessar inneignir; og
vitneskju sína h'efur hún frá
alþjóðagjaldeyrissjóðnum. —
Samkvæmt henni námu inn-
eignir íslenzkra einstaklinga
og félaga í Bandarikj unum
26 milljónum Ij-róna 30. júni
í fyrra. Nýrri upplýsingar
eru ekki til; og allar tilraun-
ir, sem ríkisstjórnin hefur
gert til þess-að fá eigendur
þessara inneigna upp gefna,
hafa hingað til reynzt árang-
urslausar.
*
Þetta er nú, eins og menn
sjá, dálítið annað en það, sem
Þjóðviljinn og Hermann Jón-
asson hafa fullýrt. Það gerir
þó nokkurn mun, hvort inn-
eignirnar nema 26 milljónum
króna. eins og alþjóðagjald-
eyrisjóðurinn' telur. eða 320
milljónum, eins og Þjóðvilj-
inn fullyrðir, eða þótt ekki
væri nema 130 milljónum,
eins og Hermann Jónasson
segir, að þegar séu ,,fundnar“
Hermann hefur þá og líka
kosið að hafa hægt um sig
síðan yfirlýsing ríkisstjórn-
arinnar kom; en Þjóðviljinn
hefur ekki haft vit á því. í
Stað jaess æpir hann í gær, að
nú sé að minnsta kosti vitað
hvar þær 26 milljónir, sem
ríkisstjórnin nefnir með skír-
skotun til alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, ,,eru niður 'komhar“,
og það sé „vissulega ekki
nein smávægileg upphæð“;
það sé „andvirði tíu nýsköp-
unartogara"; „aðeins með því
að hirða bankaeign nokkurra
íslenzkra milljónara í Banda-
ríkjunum”, sé hægt að borga
þá tíu nýsköpunartogara,
sem nú hafi verið ákveðið að
kaupa til viðbótar við þá
fyrri! Og að endingu klykkix
Tapaðai* vimiusturKlii*. — Umræðuefni með flesí-
um þjóðum. — Liíið í eigin barm. — Oþægilegar
siíurningar. — Misíök leiðrétt.
EG TOK EFTIR ÞVÍ, Iive
oft var í.ilað um nauðsyn þess,
bæði í Danmörku og Svíþjóð,
að nýta vinnusíundirnar sem
allra bezt, ekki aS lengja
vinnutímann, því að það væri
vafasamui' hagnaður, heldur að
gæta þess vandlega að sem allra
bezt not yrðu að hverri mínútu,
sem unnið væri. Ég sá útreikn-
inga um það, hve mjikið af
verðmætum töpuðust við
óheppilegt fyrirkomuíag í verk
smiðjum og eins þegar um væri
að ræða óstundyísi verkamanna
við vinnu. Býörg fyrirtæki töldu
það borga sig vel að flytja
verkamenn til og frá vinnu í
eigin bifréiðum, því að með því
væri betur tryggt að verka-
rnenn tefðust ekki á Ieiðinni.
ÉG KYNNTIST ÞESSU fyrst
og fremst í herbúðum verka-
mannanna sjálfra, í fagblöðum
þeirra og með viðræðum við
starfsmenn verkalýðsfélaga.
Verkamenmrnir og iðnaðarmenn
drnir skildu nefnilega mjög
vel, að týndar mínútur tug-
þúsunda verkamanna við vinnu
þýddu minnkandi vinnu fyrir
þá, minnkandi framleiðslu, og
þar með minni mat, minni fatn
að, allt rninna, nema eitt, meiri
og' hærri skatía. En það er ekki
aðeins á Norðurlöndum, sem
maður heyrir talað um þetta.
Af fréttum frá Frakklan-Ji,
Rússlandi og ekki sízt Bretlandi
á undanförnum árum, getum
við ráðið, að þar er sama um-
ræðuefnið hátt á baug'i.
EN SVO LÍTUM VIÐ alltaf
í eígin barm. Hvernig er þetta
hér? Heyrist þetta nokkurn
tíma rætt hér? Ekki hef ég séð
neitt um það opinberlega og
heldur ekki heyrt rætt um það
í útvarpi eða séð það í blöðum.
Hvernig stendur á því? Er hefð
in sú enn við iíði, að auka
fríin, stytta vinnutímann úr 3
stundum, lengja kaffihléin á
vinnustöðum og í skrifstofurn?
Það var ekki óeðlilegt hér á ár-
um, þó að verkalýðshreyfingin
berðist fyrir styttum vinnu-
tíma. Það var sjálfsagður hlut
ur. En þegar vissu takmarki er
náð, er sigur unninn. Og á
sömu braut er ekki hsegt afi
halda endalaust.
OKKUR ríður ekki minna á
á því að framleiða sem mest en
öðrum þjóðum. Framleiðsla okk
ar er ákaflega einhæf og þess
vegna verðum við að vinna að
því öllum árum að auka
sem mest þessa einhæfu
framleiðslu. Sannleikurinn er
sá, að allir verða að leggja si%
fram við framleiðsluna, svo að^
við getum haldið þeim gæðum,
sem við búum nú við og oætt
um þar sem enn kreppir a3,
eins og til dæmis í húsnæðis-
málunum, en þar þarf mikið á-
tak og þau vandræði þrengja
nú að eins og alls staðar annars
staðar í heiminum. En þetta
tekst ekki, ef við leggjum ekki
áherzlu. á það að nýta hýerja
mínútu af þeim tíma. sem við
eigum að vinna samkvæmt við- )
teknum reglum og ákveðnum
samninguni.
EN HVAÐ SEGJA vinnuver'
og verksmiðjur hér? Hvað
segja verkstjórar og verka-
menn? Hvenær mæta verka-
menn, forstjórar og verKstjórar
til vinnu? Hvað vantar niarga
til vinnu á laugaraagsmorgn-
um? Hve margir koma til vinnu
fyrir hádegi á mánudögum?
Hve margar þúsundir klukku-
stunda tapast hér í Reykjayík á
hverri einustu viku?
ÉG SÉ Á BLÖÐUNUM, að
Reumerthjónunum hefur verið
fagnað vel hér heimá. Það er
líka mikill fengur fyrir okkur
ao fá hingað svo göfuga lista-
menn sem þau eru. Ég sötti ís-
1 endingaskemmtu n í Kaup-
mannahöfn um daginn og hlust-
aði þar á Reumert. Ég vonaði
að ég kæmist heim áður en
hjónin hætíu að leika hér og
mér varð að von minni. Það er
ógleymanlegt að fylgjast með
list þeirra í Iðnó þessi kvöld og
þó hygg ég að enn athyglis-
verðara verði að sjá Strindbergs
Framhald á 7. síðu
og vei'ksniiðj'a ver&ur lofcuð til 29. þ. m. vegna
.sumarlsyfa starfsfóteins.
h'nasmiðjan h.f.
úr ManiHa-hampi geíum við útvegað frá einni
stærsfu verksmiSj'u Bretlari'ds í sinni gr.ein.
Leitið frekari uppjýsinga hjá oss.
Garoa'Stræti 2. — Sisni 5430.
íii síidarssliends
Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á
þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr.
74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegs-
nefndár.
Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafi til umráða.
2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar.
3. Hvaða eftirlitsmaður verði á stöðinni.
4. Hve margt síldverkunaríólk vinni á stöð-
inni.
5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve
mikið. _ ,
(
Umsóknir burfa að berast nefndinni fyrir
25. þ. m. Nauðsynlegt er, að þeir saltendur, sem
óska að. fá keyptar tómar tunnur og salt frá
Síldarútvegsnefnd, sendi pantanir íil skrifstofu
nefndarinnar á Siglufirði nú þegar.
SÍLDASÚTYEGSNEFND.
Auglýsið í AlþýðubiaSlnu
Þjóðviljinp út með því, að
þessar 26 milljónir sýni „hví-
líkt traust milljónararnir hafa
borið til íslenzku ríkisstjórn-
arinnar“, þ. e. til yfirhylm-
ingar hennar!
* 4=
Um þetta dæmalausa rugl
Þjóðviljans. sem auðsýnilega
er sett fram til þess eins, að
draga athygli almennings frá
því, hvernig yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar hefur afhjúpað
lygar Þjóðviljans um 320
milljónir króna, sem vitað sé
að íslenzkir auðmenn eigi i
dollurum vestan hafs, ætti
ekki að þurfa að eyða mörg-
um orðum. En þó skal hér
bent á þetta:
í fyrsta lagi: Séu þær 26
milljónir, sem í sannleika
er nú vitað, að íslenzkir ein-
staklingar og félög eiga vest-
an hafs, vottur þess, „hvílíkt
traust milljónararnir hafa
borið til íslenzku, ríkisstjórn-
arinnar“, eins og Þjóðviljinn.
segir, þá er bezt að ganga úr
skugga um það, hvaða ríkis-
stjórn það hefur verið. Ekki
hefur það verið núverandi
ríkisstjórn; þyí að bersýni-
lega hafa þessar inneignir
orðið til vestanJiafs áður en
hún tók við. Með öðrum orð-
um: Það hefur þá verið fyrr-
verandi ríkisstjórn, ríkis-
stjórnin, sem Þjóðvijinn hef-
ur aldrei þreytzt á að lofa af
því, að þeir Áki og Brynj-
ólfur áttu sæti í henni!
Og í öðru lagi: Víst þyrfti
ekki nema ,,að hirða“ þessar
26 milljónir „nokkurra ís-
lenzkra milljónara í Banda-
ríkjunum“ til þess að borga
þá tíu nýsköpunartogara,
sem enn hefur verið ákveðið
að kaupa. En hvernig vill
Þjóðviljinn fara að því ,,að
hirða“ þær? Það er nefni-
lega alls ekki satt, sem hann
segir, að nú sé vitað, hvar
þær ,,eru niður komnar“;
þvert á móti hefur hingað tii
reynzt með' öllu ómögulegt
að vita það, né heldur hitt,
hverjir eru eigendur þeirra!
Það er svo margt, sem mátt
hefði gera með milljónum
stríðsgróðans, ef öllu hefði
verði til skila haldið. Það
hefði líka mátt borga átta ný-
sköpunartogara með þeim 20
milljónum króna, sem Áki
sólundaði við byggingu nýju
síldarverksmiðj anna á Norð-
urlandi umfram áætlaðan
kostnað. En þær milljónir
eru gengnar okkur úr greip-
um fyrir fullt og allt. Útilok-
að er hins vegar ekki, að við
náum einhverju af þeim 26
milljónum, sem geymdar eru
vestan hafs; en það verður
áreiðanlega ekki kommúnist-
lum að þakka; enda b«r ekki
á öðru en að þeir Áki og
Brynjófur væru hinir, róleg-
ustu í ráðherrastólum sínum
meðan verið var að skjóta
þessum milljónuni undan.
-i-
Þjóðviljinn ætti yfirleitt,
að sjá sóma sinn í því, að
þegja úr þessu um inneign-
irnar í Bandaríkjunum, eins
og Hermann Jónasson. Báðir
eru uppvísir að því, síðan
ríkisstjórnin gaf'út yfirlýs-
ingu sína, að hafa farið nieð
staðlausu stafi um þessar inn-
eignir. Og hvað sem þær
kunna að vera mikið meiri
en þær 26 milljónir, sem nú
er vitað um — um það veit
enginn — þá hefur hvorugur
gert svo mikið sem tilraun
til þess að finna stóryrðum
sínum og fullyrðingum um
það nokkurn stað, þótt hvað
eftir annað hafi verið á þá
skorað að gera það. , , 3