Alþýðublaðið - 30.06.1948, Side 4

Alþýðublaðið - 30.06.1948, Side 4
4 ____________ . ___ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. júní 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýð»»t»rentsmiðjan h.f. Bannfæring Tifos BANNFÆRIN GÁR OG BROTTREKSTRAR hafa verið tíðir viðburðir í al- þjóðasamtökum Moskvukom- múnismans frá upphafi. En jafnan hafa það verið einstak Íin.gar eða fámennir hópar, sem þafmig hafa orðið fyrir barðinu á hinum rússnesku einræðisherrum samtakanna. Hitt er nýlunda, að heill og fjölmennur kommúnistaflokk ur sé rekinn úr alþjóðasam- tökunum, og það meira að segja flokkur, sem búinn er að ná völdum og orðinn ein- ráður í stóru ríki, eins og kommúnistaflokkur Titos marskálks í Júgóslavíu, sem nú hefur skyndilega fallið í ónáð og verið vikið úr Kominform, hinu endurreista alþjóðasambandi kommún- ista. * Það er ekki langt síðan að einmitt þessum flokki og for- ustumanni hans var hampað af höfuðpaurum Moskvukom- múnismans sem sérstakri fyrirmynd öðrum kommún- istaflokkum utan Rússlands ftil eftirbreytni; enda hafa þeir Tito. og fylgismenn hans fest sig betur í sessi í Júgóslavíu eftir stríðið en lærisveinar Moskvu í nokkru öðru landi Austur- og x Suðaustur-Ev- rópu. Það hljóta því að vera einhverjar mjög veigamiklar ástæður, sem til þess hafa leitt, að einmitt þessi flokkur og foringi hans hefur nú allt í einu verið bannfærður og rekinn úr samféla_gi hinna Moskvutrúuðu. Það leynir sér þá og heldur ekki, við lestur bannfæring- arskjalsins, sem blöðin hafa birt útdrátt úr, að einræðis- herrarnir i Moskvu eru meira en lítið reiðir við hinn ó- hlýðna flokk. Hann er sakað- ur um .ytrotzkisma oj* haturs- fullan fjandskap við Sovét- ríkin“ og á að hafa „svikið stefnu Marx. og Lenins.“ Forystumenn flokksins eiga að hafa „tekið allri gagnrýni með fjandskap“ og „ofmetið styrk Júgóslavíu til að halda sjálfstæði sínu og byggja upp sósíalisma án hjálpar Sovét- ríkjanna“; og síðast, en ekki sízt, að hann hafi „lagt að jöfnu utanríkismálastefnu Sovétríkjanna og hinna heimsvaldasinnuðu stór- velda“, „óvirt sovétherinn“ og „sett leynilögregluþjóna á sovétborgara í Júgóslavíu“(!) Þannig skýrir Þjóðviljinn, sem bezt má vita, í gær frá sökum þeim, sem kommún- istaflokkur Tifos er nú bor- inn. * Víst væri hér ekki um nein- ar smávægissyndir að ræða, ef sannar væru, gegn hinu heilaga Rússlandi Stalins. En w -.v: • Af tilefni áttræðisafmælis brautryðjanda. — Öflin, sem ráoa ferð'okkar. — „Vídalín“ skrifar af tilefni bréfs Tb. Á. MÉR DATT ÞAÐ í HUG í gær, á áttræðisafmæli vinar míns, Jóhannesar Oddssonar, hve skýr vottur það væri um æsku núverandi þjóðfélagshátta hér á landi, að enn er á lífi einn þeirra, sem fremstur gekk þegar fyrsta verkamannafélag- ið var stofnað hér á landi. Að líkindum er þetta einsdæmi í Evrópulöndum. En það er Iika annað sem er eins dæmi í þessu efni um okkur, að hvergi í Ev- rópu hefur verkalýðshreyfing- unni vaxið svo ört afl og komið jafn mörgu góðu til Jeiöar á eins skömmum tíma og hér á landi. Þetta er dæmi um hina öru framþróun hér, en það er Iíka vottur þess að við erum ekki bundnir á klafa andlega, að við erum fljótir að tileinka okkur nýja strauma í heims- menningunni og að við ótturast ekki að brjóta nýjar brautir eða að ýta nýju skipi úr vör. ÞETTA HEFUK fylgt oklcur gegnum alla sögu okkar. í raun og veru tókum við kristna trú á undan öðrum Norðurlanda- búum. Margar mannúðar- og um bótahreyfingEfr hafa náð meiri álirifum hér en víðast hvar ann þá kveðið uppreisnarljóð og á þann hátt undirbúið jarðvegínn, en það var Jóhannes og félagar hans á vinnustöðvunum, sem brutu upp á stofnun félagsins, stofnuðu það, gáfu því líf, nærðu það og vernduðu það. ÞAÐ ERU svo sem víðar til snobbar en meðal burgeisahna! En hvers vegna er verið að leita að stórum nöfnum, og þakka þeim afrek, sem þau eiga ekki og hafa ekki átt? Já, það er ef til vill mannlegt, en það er ekki betra fyrir það. Verka- mennirnir, algerlega óþekktir erfiðismenn stofnuðu félagið. Þeir voru sér þess ekki meovit andi, að þeir voru að bera fram í lófa sínum fræ, sem átti eftir að bera svo glæsilegan ávöxt sem raun varð á. Þróunin bar þetta fram, þörfin var fyrir hendi. Verkamennirnir voru verkfæri þróunarinnar. Þetta er grunntónninn í öllu okkar lífi og starfi. Eitt þjóðfélagsform. ber fræ annars í sér. Einstak- lingar bera þetta fram oftast óafvitandi, en gera það samt, Svo stígur máttur hins nýja fram, færir nýtt líf og nýja hamingju og nýja strauma. ars staðar og síðast liðin þrja- tíu ár sýna og sanna að við höf- um stigið stærri skref í áttina til bættra þjóðfélagshátta en flestar ef ekki allar aðrar þjóð- ir heimsins. Það er fyrst og fremst að þakka verkalýðshreyf ingunni og Alþýðuflokknum, en ekki hefði þó árangurinn orðið jafn glæsilegur ef þjóðareðlið hefði ekki verið jafn góður. jarð vegur, ef svo má að orði kom- ast. MÉR DATT LÍKA annað í hug í sambandi við afmæli þessa aldraða vinar míns og braut- ryðjanda. Sjaldan hefur þess verið getið að hann hafi verið kyndilberinn meðal verka- manna. Rómantískir menn, og þá fyrst og fremst einn, sem mesta sökina ber, hafa oftast getið annars manns, sem hafi staðið að stofnun þessa fyrsta verkamannafélags. Það var að vísu ágætur maður og* glæsileg ur andans jöfur, sem lengi mun lifa meðal þjóðarinnar. En hann átti engin bein upptök að stoín un félagsins. Að vísu hafði hann ÉG HEF OFT rætt þetta við gáfaða góðkunningja mína, en það eru ótrúlega fáir sem virð- ast skilja þetta. Það er eins og menn einblíni sýnkt og heilagt á arg mínútunnar sem er að líða. Horfi hvorki aftur í tím- ann né til framtíðarinnar. Öil- in, sem ráða ferð okkar eru ekkert dularfull. Þau eru að- eins útkoman af basli okkar og sambúð okkar við náttúruna sjálfa, sem gefur okkur ef við nennum að sækja auðinn í skaut hennar. VÍDALÍN SKRIFAR: „Ég átti von á því, að einhver „kærleiks postulinn" tæki svari hinna cl- óðu manna og drykkjusjúku, er ég hafði vikið að þeiin nokkr um orðum fyrra sunnudag. Hér er nóg af slíkum kærleikspost- ulum, sem reyndar sýna kær- leika sinn sjaldan í öðru en því að afsaka einlrvern ósómann, þegar að honum er fundið. Ein- hver Th. Á. tekur upp hanzk- ann fyrir „rónana" í pistlum Framh. á 7. síðu. INNILEGUSTU ÞAKKIR Tæri ég öllum þeim, er heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómurn, heillaóskaskeytum og hlýjum handtök- um á áttatíu ára afmæli mínu hinn 25. b. m. Reykjavík, 29. júní 1948. Gísli Kristjánsson, Vesturgötu 57. Gylfi Þ, Gíslason kominn úr fyrir- lesfrarför fii Norðurlands HéSt fyrirlestur sino á fjórum stöSusn, aíls síaðar við ágætar ondsrtektir. 0------- GYLFI Þ. GÍSLASQN prófessor er nýkominn úr viku- för til Norðurlands, en þar flutti hann á fjórum stöðum við ágætar undirtektir fyrirlestur sinn: Nýtt þjóðskipulag á íslandi. Einnig talaði Gylfi á opinberum stjórnmálafundi á Akureyri ásamt Stefáni Jóh. Stcfánssyni forsætisráðherra og á sameiginlegum fundi Alþýðuflokksfélagánna á Siglu- firði. Alþýðublaðið hafði í gær tal af Gylfa Þ. Gíslasyni og innti hann frétta úr förinni. „Ég fór til Húsavíkur, Ak- ureyrar, Siglufjarðar og Sauðárkróks og flutti fyrjr- lestur minn á þessum stöð- um“, sagði Gylfi, „en ræddi jafnframt við forustumenn Alþýðuflokksins. Á Akureyri mætti ég einnig á opinberum fundi með Stefáni Jóh. Stef-, ánssyni forsætisráðherra og á Siglufirði á sameiginlegum fundi Alþýöuflokksfélagsins og FUJ“. — Hvernig voru undirtekt ir á fundunum? „Undirtektir voru alls stað ar ágætar, og virtist áhugi manna fyrir stefnumálum Alþýðuflokksins mikill . og vaxandi. Aðsóknin á Siglu- firði var sérstaklega góð, enda virðist stjórnmálaáhugi þar mjög mikill. Alþýðuhús ið þar var þéttskipað, þegar ég flutti fyrirlestur minn, og rnun á þriðja hundrað manns hafa sótt fundinn. Urðu fjör ugar umræður að loknum fyrirlestrinuin, og á Sauðár- króki urðu einnig skemmti- legar umræður. Eg varð hjá flokksmönnuni á öllum þessum stöðum var viið mikinn áhuga fyrir auknu starfi. Kommúnistar virðast mj.ög framlágir og daufir í dálkinn. Eru það einkum utanríkismálin og af- staða kommúnistanna hér til atburðanna í Austur-Evrópu, svo og framkoma Rússa á vettvangi heimsstjómmál- anna, sem veldur því, að fylgi kommúnista virðist fara minnkandi og forustu- menn þeirra á þessum stöð- um og víðar eru fremur nið- urlútir“. _______ Ófhlyfun skðmmfuRar- seBia hefsf í dag ÚTHLUTUN skömmtunar seðla fyrir næsta skömmtun- artímabil -j úlí. ágúst og sept.) fer fram í Góðtempl- arahúsinu í dag, fiimmtudag- inn 1. júlí og föstudaginn 2. júlí, kl. 10 f. h. til 5 síðd. Skömmtunarseðlarnir verða aðeins afhentir gegn framhlið kápunnar - af skömmtunarbók nr. 1 með greinilega árituðu nafni, heimilisfangi, fæðingardegi og ári eiganda bókárinnar. Um n-æstu mánaðamót falla úr gildi þessir slcömmt- unarreitir: Kornvörur 26—35. Korn- vörur 46—55. Kornvörur 66 —75. Sykur 19—27. M sápa 9—12. Kaffi 12—14. Enn fremur: Stofnauki. nr. 14, smjör. Skammtur 1. smjör. Skammtur 2, kaffi. Skammt- ur 3, kaffi. Skammtur 4. syk- ur. Vefnaðarvörureitirnir 51 tiil 150 gilda til 1. ágúst. Skammtur 5 (% kg. smjör) gildir áfram, þar til annað verður auglýst, sömuleiðis vinnufataseðlar, preniaðir með rauðum iirt. þó munu margir efa, að hin- ar raunverulegu orsakir bann færingarinnar og brorttrekst, ursins séu afhjúpaðar til fulls í þessum refsidómi. Má og vera, að þess verði enn all- langt að þíða, að umheimur- inn fái að vita þær með fullri vissu. En sakargiftirnar líkj- ast svo miklu meira venju- legum, kommúnistískum rógi en sannri framsetningu stór- pólitísks ágreinings, sem þó hlýtur að hafa valdið sam- vinnuslitunum, að hugsandi menn komast ekki hjá því, að geta sér þess til, hvað á bak við tjöldin hafi gerzt áð- ur en bannfæringin var á- kveðin. í því samþandi þykir rétt að þenda hér á það, að þrá- látu-r orðrómur hefur verið uppi um það víðs vegar úti um heim síðustu mánuðina, að valdhafarnir í Moskvu teldu nú tíma til þess kominn að fara að innlima hin rúss- nesku leppríki í Austur-Ev- rópu og á Balkankaga í Sov- étríkjasambandið, og ætti Rú menía að verða fyrst þeirrar náðar aðnjótandi, helzt þeg- ar á þessu sumri, en röðin næst að koma að Búlgaríu og Júgóslavíu. Það hefur ekki farið leynt, að í kommúnista- flokki Rúmeníu hefur síðan í vetur allt logað í deilum, sem settar hafa verið í sam- band við slíkar fyrirætlanir valdhafanna í Moskvu; og er þá ekki ólíklegt, að mjög al- varleg mótspyrna gegn þeim hafi emnig gert vart við sig í Júgóslavíu og Búlgaríu, þótt minni spurnir hafi farið af hingað til. Það skyldi þó aldrei vera, að hér væri hinnar raunveru- legu orsakar bannfæringar- innar og brottrekstursins að leita? Að Tito marskálkur og flokkur hans, sem að minnsta kosti er ofurlítið betur í sveit settur en flokksbræðurnir í Rúmeníu, hafi risið upp gegn sjálfum páfanum í Moskvu og neitað að láta innlima land sitt í Sovétríkjasambandið? Það skyldi þó aldrei vera, að það væri þetta. sem átt er við í þannfæringarskjalinu, þar sem sagt er, að Tito og fylgismenn hans hafi ,,ofmet- ið styrk Júgóslavíu til að halda sjálfstæði sínu“ og „byggja upp sósíalisma án hjálpar Sovétríkjanna“? Víst er þetta að svo stöddu ekki nema tilgáta. En hvort sem hún kann að reynast rétt eða röng, bá er eitt engu að síður víst: Bannfæring kommúnistaflokksins í Júgó- slavíu og brottrekstur hans úr Kominform er ótvíræður vott ur alvarlegrar ólgu og upp- reisnaranda gegn Rússlandi í þeim ógæfusömu löndum, sem það hefur undirokað eft- ir stríðið. Þau börðust og sum, ekki hvað sízt Júgó- slavía, frækjlegri baráttu gegn kúgun Hitlers á ófriðar- árunum. Hvers vegna skyldu þau þá heldur sætta sig við 'ok Stalins?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.