Alþýðublaðið - 21.04.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.04.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli kottungnr. Eftir Upton Sinclair. Fiskvinna Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu við fiskverk- un. Vinnan byrjar nú þegar. H. P. Duus. V. K. f. „fram$ókn“ heldur fund á venjulegum stað og tíma fyrsta sumardag 22. þ. m. — Fjölmennið konur. Stjórnin. V, B, K. V. B. K. Með síðustu skipum höfum við fengið mikið úrval af allskonar V ef naðarvörum. Þar á meðal: Peysufataklæði, Dragtatau, Flauel, Cheviot í kven- og barnaföt, Léreft, Silki-flauel, Kjólatau, þar á meðal falleg skozk tau frá Þýzka- landi. Silki í kjóla og blússur, Tvisttau, Sirs, Morgunkjólatau, sérlega sterkt fyrir fólk við fiskvinnu. Slitfatatau, rifflað mólskinn, Verka- mannaskyrtutau, Nankin, Barnapeysur, Millipils, Kvensokka, Kven- og barnabolir o. m. fl. Smémrur mikið úrval. <&appirs* og riífangaSáéin er nú vel birg af flestum tegundum. &ola~ og söðíaíeéur og flest tiiheyrandi. Eins og að undanförnu munið þér gera bezt kanp hjá Verzl. J3jörri Kri$tjári55on. Réttar vörur. Rétt verð. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). »En, Cotton", greip Hallur fram í, »þeir eru sviknir. Það vilið þér vel! Þeir fá ekki fulla vigt* „Fulla vigt? Hvað er full vigt? Hópur af pólitfskum vellispóum, •sem eru að smala atkvæðum, hefir samið lög, sem neyða okkur til þess, að greiða meira kaup en venjulegt dagsverk kostar*. Hallur leit spyrjandi á eftirlits- manninn. „Það skil eg ekki. Hve- nær hafa lögin hækkað kaupið?* „Hvað gera öll verkamanna- lögin annað en hækka kaupið? Hér er fjöldi manna ráðinn fyrir fast kaup; stjórnmálamennirnir semja svo lög um átta stunda vinnudag — og það er ætlast til þess, að við greiðum það sama fyrir átta stundir og ellefu. Er þetta ekki að hækka kaupið? Sama er að segja um lögin, sem banna okkur að sigta kolin áður en þau eru vegin. Sama má segja um lögin sem banna ávísanir og lögin um búðir, sem félagið á.- Eða þá þessi lög um vogareftir- litsmann, sem þér hafið gert þetta veður út af“. „Nú fer eg að skilja*, sagði Hallur. „Þér eruð andvígir þeim stjórnmálamönnum, sem semja lögin, þér efist um hvatir þeirra —- og þess vegna neitið þér að hlýða löganum. Þér eruð með ■öðrum orðum stjórnleysingi*. „Stjórnleysingi", æpti eftirlits- maðurinn. „Er eg stjórnleysingi?" „Já, nákvæmlega það, sem kall- að er stjórnleysingi*. „Þetta get eg sagt, að sé há- punkturinn! Þér komið hingað og reynið til þess að æsa verkamenn- ina upp — skipulagsmaður, eða hvað sem þér nú eruð. En þó vitið þér, að fyrst og fremst hugsa verkamennirnir um það, að setja sprengiefni í námuna og sprengja hana í loft upp, og kveikja í húsunum — * „Gera þeir það?" sagði Haliur. „Hafið þér ekki lesið það, sem þeir gerðu síðast er verkfall var? Edströrri, þessi hálfvitlausi postuli, sem er eins og brauðdeig í fram- an, var með í hópnum*. „Önei“, sagði Hallur, „Edström hugsar öðruvísi. En eg efast ékki um, að það voru aðrir, sem gerðu það. Og fyrst eg hefi verið hérna, skil eg það svo vel út frá sjónar- miði þeirra. Þeir kveiktu í hús- unum, vegna þess, að þeir héldu að þér og Alec Stone væru karan- ske inni*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.