Alþýðublaðið - 14.07.1948, Side 4

Alþýðublaðið - 14.07.1948, Side 4
'■4 "■ ;, -;;---------— fS ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júlí 1948. Úfgefanðl: Alþýðnflobkurlnn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Bitstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. r AIþýð«prentsmiðjan h.f. Kærleiksheimili kommúnismans ÚT AF kærleiksheimili kommúnismans í Austur-Ev- rópu. þar sem, að því er kommúnistar um heim allan herma, fullkomið þjóðfrpitö ríkir. smáþjóðirnar eru jafn- réttháar stórveldinu. og úlf- •urinn leikur sér yfirleitt við lamb''ð. bafa undanfarið bor- izt fréttir, sem inokkuð stinga í stúf við þetta og töluverða athygli hafa vakið. * Fyrir svo sem hálfum mánuði fékk heimurinn. sér (til undrunar. að heyra það, að ekki væri allt með þeim friði og samlvndi á þessu héimili og sagt hefur verið af hinum austrænu trúboðum. Stiórn og kommúnistaflokki Júgóslavíu var skyndilega og alveg óvænt vikið úr samfé- Oagi' hinna heilögu og harðort bannfæringarskjal fjöl- skylduföðurins austur í Moskvu og hinna betri barna hans birt um margvísleg af- brot hins útskúfaða. Kom mönnum úti um heim þetta meira en lítið óvart. bví að talið hafði verið., að Tito marskálkur hefði verið föð”'- Stalin gott barn, já, meira að setf’a hars bezta barn. En nú fengu beir að heyra. að það væri öðru nær: Tito og flokk- ur hans hefði sýnt Stalin hinn mesta fjandskap og ó- virt her hans; þótti af þeirri ástæðu nauðsvnlegt að benda Tito á það í bannfæringar- skjalinu, að það væri að of- meta möguleika Júgóslavíu tjl þess að halda siálfstæði sínu. að ætla sér að fara sínu fram þar án föðurle«rar handle:ðslu og hjálpar Stal- ins og Sovétríkjanna! * Svo er að sjá, sem Tito hafi ekki látið skipazt við bessa umvöndun. því að nú hafa borizt nýiar og alvar- legrj fréttir út af hmu knmim únistíska kærle’ksheimili, í þetta sinn um mjög alvarleg- ar ráðstafanir til þess að beygja h’nn óþæga son undir aga og forsjá föðurins í Moskvu. Þau börnin- sem þægust hafa revnzt. eiga nú að hjálpa til við hirtmguna. En- ver Hoxa, bróðirinn í Alban- íu. hefur neitað að eiga nokk ur skipti meir við Tito, nema hann bæti ráð sitt, og við- skintasamnir^ar, sem þeir höfðu gert með sér. hafa ver- ið rofnir, vöruflutningar stöðvaðir og ®endimenn Titos reknir frá Albaníu. Og Anna Pauker hin skelegga systir Titos í Rúmeníu. sem á marga, ágæta olíubrunna, sem hún hefur miðlað syst- kinunum af undanfariðntitar „Þar eru illa siðaðir hundar.“ — Gamalt orðtæki — og dómur um húsbændur. — Farbegar á Esju. — Hvers vegna fá ekki íslendingar að fara með? „ÞAR ERU illa siðaðir hund- ar.“ Þannig var stundum mælt í gamla daga, þegar rætt var um þæi til sveita. í>ar með átti allt að vera sagt, illa siðaðir hundar á einhverjum bæ áttu að vera dæmi þess að siðseminni væri ekki þar fyrir að fara og þar með voru húsbændurnir settir skör lægra um alla hegð- un og menningu én þeir, sem höfðu vel siðaða hunda. — Blað kommúnista geltir ofsalega í gær. „Það eru illa siðaðir hund- ar á þeim bæ,“ glefsandi, gelt- andi rakkar, sem urra að fólki svo að skín í gular tennurnar. EN HVAÐ ER um að sakast. Þetta fer eftir húsbændunum. Tónn þeirra og tal um nágrann- ann, jafnvel tónn þeirra og tal innbyrðis á heimilinu, hleypir kergju í hundkvikindin svo að þeir rjúka upp með grimmd og gelti út af hvað litlu sem er, glefsa að gestum og rjúka á hvern þann, sem að garði ber. — Það er sagt að það þýði ekk- ert að sveia illa siðuðum hundi, hann geyi því meir. >,HJALTI“ hefir skrifað mér bréf af tilefni umræðnanna um ferðalög með skipum til út- landa. Hann svarar nokkrum orðum „Ferðalang", en ræðir svo nokkuð kosti, sem á því séu að fara til Skotlands. Bréf Hjalta fer hér á eftir: „ÉG SAGÐI ÞAÐ, og fullyrði enn: Loch Long er til, fallegur f jörður eitthvað nálægt 50 ensk- ar mílur vestur af Glasgow. Hef komið þangað sjálfur og á fal- lega mynd af firðinum, og svo getur hver sem lítur á sæmilegt Skotlandskort sjálfur séð þar prentað skýru letri að fjörður- inn heitir Loch Long. Þótt „Ferðalangur11 hafi ekki komið þar, verður fjörðurinn samt ekki afmáður.“ „HITT ER RÉTT hjá honum, að Loch Lomond er ekki fjörð- ur, eins og ég vissi raunar áður, en bílstjórinn, sem ók mér um þessar slóðir, fullyrti.við mig, að Loch Lomond væri líka fjörður. Og sama er mér. Þetta er eitt hið fegursta hérað, er ég hef séð, og ég vil að sem flestir landar mínir fái líka að njóta þess. Esjan getur flutt ferðafólk- ið til Loch Long, og þaðan er örstutt til „bonnie banks of Loch Lomond“. „MÖRG RÖK hníga að því að heppilegast væri að beina vænt- anlegum hópferðum okkar til Skotlands. Það mun vera þriðj- ungi styttri leið en til Noregs eða Danmerkur, og því ódýrasta ferðin, sem völ er á. Vestur- strönd landsins er Ijómandi fal- leg, landið grænt, fjöllótt og víða skógi vaxið, allt fyrirmynd þess, sem okkar land á að verða eftir 50—100 ár, ef næstu kyn- slóðir bregðast ekki vonum okk ar um ræktun og skóggræðslu. Langar sjóferðir, oft um úfinn sjó, eru andstyggilegar og þreyt andi fyrir sjóveikt fólk eins og „Iandkrabbana“ okkar, konur og karla, sem fyrst og fremst eiga að fá að njóta hópferðanna. En við þurfum að fá margar slík ar ferðir á hverju sumri með Esju eða Heklu.“ „VÆRI EKKI HÆGT að byrja strax í sumar? Esja tekur 148 farþega, en aðeins 90 út- lendingar komu með fyrstu ferð inni. Fjárhagsráð ætti að geta veitt smávegis gjaldeyri til að gera útgerðinni kleift að fylla ávallt í skarðið með íslenzkum farþegum, svo að allt farþega- rúm skipsins sé notað í hverri ferð. Ríkisskip hlaut að vita að aðeins 90 útlendingar kæmu hingað. Þá átti að gefa 58 ís- lendingum kost á fari og sömu kjörum og Skotunum, að þeir fengju að búa í skipinu meðan staðið var við í Glasgow, og hverjum þeirra 5—10 sterlings- pund í nesti.“ >,NÆSTA SUMAR og eftir- leiðis ætti svo að nota allan gjaldeyri, sem aflast vegna ferðalaga útlendinga hingað, til hópferða handa því fólki, sem vill „sigla" — í fyrsta skipti á ævinni.“ nú með öllu að láta Tito hafa nokkra olíu, nema hann biðji föður Stalin fyrirgefningar, hætti að óvirða her hans og lá'ti sér sktljast nauðsyn þess, að fylgj'a föðurlegri hand- leiðslu hans. ef Júeóslavía eigi að geta haldið sjálfstæði sínu. * Þannig er ástandið á kær- leiksheimili kommúnismans í Austur-Evrópu í dag. Full- komið þjóðfrelsi á að ríkja þar, og hvergi nema þar; en joað er að vísu því skilyrði iDundið. að hinar „frjálsu þjóðir“ kommúnismans sitji og standi eins og einvaldur- inn í Moskvu vill. Láti þær sér detta í hug eitthvað ann- að, fá þær strax að vita. að þær „ofmeti möguleika sinn til þess að halda sjálfstæði án hjálpar Sovétríkjanna", og nægi það ekki. er gripið til hungurssvipunnar, hætt að selia þeim nauðsynjar og þeim bannaðar allar bjargir! í Þjóðviljanum hefði þetta nú sennilega ekki þótt til fyrirmyndar, ef“ það hefðu verið Bandaríkin, sem þannig hefðu komið fram við okkur eða einhverja aðra vestræna smáþjóð; sennilega hefði þá í því sambandi eitthvað verið minnzt á kúgun og heims- valdastefnu. En af því að það er Rússland og eitt af hinum lofsungnu. „frjálsu“ lepp- ríkjumi þess í Austur-Evrópu, vill Þjóðviljinn sem minnst um þetta skrifa. Það gæti annars vakið ýmsar efasemd ir og hugsanir hjá lesendun- um, sem ekki þættu líklegar kommúni'smanum til fram- dráttar hér á landi í framtíð- inni. 1 Yegna minningarathafnar um Pétur Magnússon fcanka.sijóra vierða' iskrif- stofur vorar lokiaðar fúá fel 12 á hádeigi í dag. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Eimsfeipafélagshúsinu o,g Borgartun 7. Yegna jarðarfarar verður skrifstofum vorum ilofcað mdvðvikudag' inn 14. júií frá 'fel. 12 á hádagi. Fjárhagsráð. Vegna minningarafhafnar um Pétur Magnússon, hanfcastjóra verða bank an'ir lofcaðir frá kl. 12 í dag. Útvegsbanki íslands h.f. Búnaðarbanki Islands. Lokað frá hádegi í dag Skrifstofa héraðslæknis. Skrifsfofa mín verður iokuð frá hádegi í dag vegna minn- ingarathafnar -um Pétur Magnússon banka- istjóra. Finnbogi Kjartansson Austu'rstræti 12. Lolað vegna sumar fúá 17. júllí — 2. ágúst's. Velaverkst. Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatúni 6. í Tryggingasfofnun ríkisins AthygM skal vakin á því, að nýtt hóta'ár hefst frá 1. júlí 1948 og hefjast greiðslur þ. 15. þ. m. Skulu þá allir þeir ier njóta barnalifeyris og fjöl- sfcyldubóta sýna Mfsvottorð eða önnur þau gögn, er umboðið tefcur gilt um þú'setu bai-nanna, er þeir vitja bótanna í fyxsta 'sinn ó nýja bóitaárinu. Áfmannafryggingarnar í Reykjavík Tryggvagötu 28.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.