Alþýðublaðið - 14.07.1948, Side 5

Alþýðublaðið - 14.07.1948, Side 5
Miðvikudagur 13. júlí 1948. . ---------- - —■ ' . . -’Jm-BKTTTr.TH Jonas Guðmundsson { Þing 11.0. í SAN FRANCISCO 4. júlí. ri ^ Myndin sýnir tvo af fulltrúum íslands á þingi I.L.O. í San Franc- isco, stjórnarfulltrúana, þá Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Jón Ólafsson, starfsmann í sama ráðuneyti. EF efna skal það hálfgild ings loforð, sem gefið var rit istjóra Alþýðublaðsins áður en. ég fór hingað vestur, um @ð senda Alþýðublaðinu línu héðan, er ekki seinna vænna, því senn líður að brottfarar- degi. Hinn 17. júní s- 1. var sett sér i San Francisco í Kali forníu 31. þing alþjóðavinnu málatofnunarinnar (Interna- tional Labour Organisation) eða I.L.O., eins og stofnun þessi oftast er nefnd. Af hálfu íslands, sem er meðlimur þessarar stofnunar, sækja þetta þing ég og Jón Ólafsson, fulltrúi í félags málaráðuneytinu, en hann heíur dvalizt á vegum I.L.O. síðan í desember s. -1 til þess að kynna sér starfsemi stofn unarinnar. Alls eru nú 58 ríki talin vera meðlimir í I.L.O., og af þeim munu 56 eiga fulltrúa á þinginu. Ungverjaland og Júgóslavía eiga hér ekki full trúa að þessu sinni, þótt þau Iséu talin meðlimir. Svo telst fróðum mönnum til, að atkvæðisbærir fulltrú ar á þinginu muni vera um 210, en aðstoðarmenn og starfsfólk ýmis konar, sem fullírúum þessum fylgir, er talið vera nær 200 manns, svo að alls eru hér rúmlega 400 manns, er taka þátt í þessu þingi. Þingsetningin fór fram í óperuhúsinu hér í borginni, en í því húsi var fyrsta þing sameinuðu þjóðanna sett, er sá félagsskapur va.r stofnað ur. Fyrstu dagana var þingið í hálfgerðum húsnæðisvand ræðum; því það rakst á þing Rauða kross Bandaríkjanna, sem fyrir var í húsnæði því, sem I.L.O. var ætlað. En nú er íyrir löngu úr því bætt, og þingið er nú háð í húsa kynnum verzlunarháskólans, miklu húsi og myndarlega búnu. Upp úr 20. júní hófust því regluleg fundahöld og hafa’ staðið óslitið (síðan. I.L.O. þingið skiptist í þrjár deildir eða þrjá hópa. Eru stjórnarfulltrúar allir i einum flokknum, og er þar misjafnlega gott samkomulag eins og geta má nærri. At- vinnurekendafulltrúar eru í öðrum flokki og kemur sæmi ílega saman, áð því er virðist, en verkamannafulltrúar eru í þeim þriðja, og er samkomu lagið bezt þar og eindrægnin mest. Hver „grúppa" eða deild kýs sér sína stjórn sérstak lega, og veittist íslandi sá heiður, að fulltrúi þess var kjörinn varaforseti í deild ptjórnarfulltrúanna í þing byrjun. Aðalíorseti þeirrar deildar var kjörinn Rudolfo Volenzuela, hæstaréttardóm ari írá Argentinu. Aðalforseti sjálfs þingsins er hinn kunni, trausti fyrrv. ráðherra Justin Godart. Hann stjórnar fundum þingsins með skörungskap miklum, enda veitir tæpast af því að fast sé haldið á fundarstjórn, því hér hafa menn stundum mikið að segja. Til þessa hafa störfin ná- lega eingöngu verið í nefnd- urn. Merkast þeirra mála, sem nú eru á dagskrá þings- ins, má vafalaust telja sam þykktina um félagafrelsi, verndun þess og rétt manna til að mynda félagsskap. Um það mál fjallar 80 manna nefnd, og eru 40 úr hópi stjórnarfulltrúa en 20 úr hópi verkamanna og 20 úr hópi at vinnurekenda. ísland á full- trúa í þeirri nefnd. Þegar þetta er ritað, hefur nefndin lokið við að ganga frá sam- þykkt um félagafrelsi og verndun þess, og rétt verka- manna og atvinnurekenda til að mynda félagsskap, og fer sú samþykkt nefndarinnar fyrir allsherjarþingið sjálft. Má gera ráð fyrir, að hún verði samþykkt litið eða ekkert breytt. Af öðrum málum, sem þetta þing fjallar um, má nefna þessi: Samþykkt um lágmarks- kaupgjald. Samþykkt um sömu laun fyrir sams konar störf. Samþykkt um vinnumiðl- unarstofnanir. Samþykkt um bann við næturvinnu unglinga og kvenna. Auk þessa fjallar þingið að sjálfsögðu um fjármál stofn- unarinnar og önnur skipulags málefni hennar. * Einn þáttur í starfi þingsins eru umræður um greinar- gerð framkvæmdastjóra stofn unarinnar. Greinargerð fram kvæmdarstjóra er allmikil bók, sem útbýtt er í þing- byrjun. Eru umræður þessar eins konar eldhúsdagsumræð ur, og skammast menn þá gjarnan nokkuð, en öllu hef- ur því verið vel í hóf stillt til þessa. Á þinginu í Genf í fyrra gerðust Argentínumenn all hávaðasamir við þær um ræður, og hefur nú Peron séð það ráð vænst að senda einn af hæstaréttardómurum sín- um, vænan mann og virðu legan, til að stjórna liðinu að þessu sinni. Það má segja, að ekki hafi nema einu sinni hvesst verulega á þinginu það sem af er, en það var þegar stjórnarfulltrúarnir frá Tékkó slóvakíu og Póllandi og verkamannafulltrúinn frá Ítalíu, sem aldir eru komm- únistar, lögðust gegn því, að kjörbréf hins fræga franska verkalýðsleiðtoga Leons Jou- haux yrði tekið gilt. Er ræðu þeirri, sem Jouhaux hélt við það tækifæri, viðbrugðið hér, og birtist hún i ýmsum blöð- um hér í San Francisco. Töldu þessir fulltrúar, að Jou haux gæti ekki talizt fulltrúi franskra verkamanna, þar sem hann tilheyrði ekki leng ur gamla franska verkalýðs- sambandinu, en það blofnaði fyrir nokkru, eins og kunn- ugt er, og héldu kommúnist arrJr gamla félagsskapnum, en Jouhaux og aðrir sósíal- dernókratar úr verkalýðssam- tökunum stofnuðu nýtt sam band. Kjcrbréf Jouhaux var samþykkt að Iokum án at- kvæðagreiðslu. * í gær fór fram kosning í stjórn I.L.O. Skyldi kjósa 8 fulltrúa í stjórnina og hlutu þessi ríki kosningu: Argen- tína, Ástralía, Cuba, Dan- mörk. Ítalía, Pólland, Peru og Tyrkland. Sjálfkjörin samkvæmt lög- um stofnunárinnar, td að eiga fulltrúa 'í stjórninni eru: Bretland, Bandaríkin, Kína, Kanada, Indland, Frakkland, Brazilía og Belgía. Auk þess kjósa fulltrúar verkamanna 8 menn-í stjórn- ina og fulltrúar atvinnurek- enda aðra 8 menn, og verða þannig 32 menn í stjórninni. Flvert hinna kjörnu rikja hefur rétt og skyldu til að benda á annað ríki, sem ekki nær kosningu sem varafull- trúa sinn, og er ráðgert, að Danmcrk bendi á ísland sem varafulltirúa fyrir sig. Sú á- bending þýðir það, sam- kvæmt þeirri reglu, sem gilt héfur innbyrðis milli Norður landaþjóðanna, að ísland fær aðalfulltrúasæti Norðurlanda í stjórninni að þrem árum liðnum. Um þetta er þó ekki hægt að segja með vissu nú, því ríkisstjórnir Danmerkur og íslands verða að fjalla um málið fyrst. (Niðurlag á morgun.) Guðmundur Einarsson frá Miðdal: Bók þessi er 184 bls. að stærð með fjölda Ijósmynda og teikninga. í bók- in.ni eru frábærar lýsingar af Heklugosum frá fyrstu tíð, adhiliða áhrifum beirra á land og lýð, hörmungum og tánum, sem þau háfa greypt í mieðvitund þjóðar- dnnar. Lýsing á hinu síðasta Hekliugosi siem er rffiuð undir gieðhrifum frá gos- inu og hinu mi'kilúð'lega umhverfi þess. Bókin er á þrem tunigumálum, íslenzku, ensfcu og dönsku. Þýðingar á dönsku eftir Kristin Ármannson og á ensfcu eftir Bjarna Guðmundsson. Bófcin er áhrifamikil landfcynndng áhinni sérstæðu náttúru íslands, Handa vinum yðar erlendis er ekki kostur á betri gjöf. t-- \M< BOKAÚTGAFA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.