Alþýðublaðið - 17.07.1948, Page 4

Alþýðublaðið - 17.07.1948, Page 4
"liaitigaraiáguf 17si 194S. Kvikmyndahúsin loka. — Breyting á skemmtana- lífinu í Keykjavík. — Sumarnótt í höfuðstaðnum. KVIKMYNDAHÚSIN eru að loka hvert af öðru. Gamla Bíó hefur haft lokað svo mánuðum skiptir og enn mun líða all- Iangur tími þar til það opnar aftur. Tjarnarbíó tilkynnir að þáð hafi lokað um óákveðinn tíma — og Tripolibíó lokar til 26. þessa mánaðar — fyrst um sinn. Enn standa Austurbæjar- bíó og Nýja Bíó opin, en heyrzt hefur að þau muni líka loka, hvað sem úr því verður. ÁSTÆÐAN ER skortur á kvikmyndum, sem stafar af nið- urskurði á gjaldeyri til kvik- mynda. Ákveðið hefur verið að veita gjaldeyri til kvikmynda fyrir um 800 þúsundir króna og hefur nú verið eytt af þeirri upphæð um 370 þúsund krón- um eða um það bil helmingi. Þetta er næstum því verra en fyrir stríð og þó verður maður að taka með í reikninginn að nú eru miklu fleiri kvikmyndahús, líkast til helmingi fleiri, í bæn- um, svo að gjaldeyririnn eyðist fljótar en fyrrum var. LÍFIÐ f REYKJAVÍK breyt- ist mikið við lokun kvikmynda- húsanna. Skemmtanalífið ger- breytist og mun mörgum þykja sem fátt sé orðið um fína drætti í skemmtanalífinu þegar bíóin hafa öll lokað. Má alveg gera ráð fyrir að á góðkvöldum í sumar verði nokkuð fjölmennt á Arnarhólstúni, í Hljómskála- garðinum og í kaffihúsunum eftir að lokað hefur verið þess- um helztu skemmtistöðum bæj- arbúa. GESTUR SKRIFAR á þessa leið: ,,Það er furðulegt ævin- týri, að koma norðan af Akur- eyri, úr öllu sólskininu þar og eiga von á rækilegri sunn- lenzkri rigningu í Reykjavík, en stíga þar inn í enn fegurri sólskinsheim en maður hefur nokkru sinni skynjað fyrir norð an. Að ekki sé nú minnzt á hversu mikið Iilýrra loftið er hér syðra. En það eru' áþreifan- leg umskipti fyrir þann, sem dvalið hefur í nábýli við íshafs- kuidann nyrðra í vor, að renna sundur í stórfi jótum af svita við að ganga löturhægt neðan af Lækjartorgi og upp í Eskihlíð, í einni þunnri skyrtu og sumar- jakka.“ verið hefur í dag, 12. júlí, stökkur öllum regnveðrum brott" af Suðurlandi. Þ. e. þau liðnu gleymast, hin ókomnu hafa engin áhrif þegar þau koma. Einn suðrænn sólskins- dagur megnar að þurrka alla rosa-ólund. Og nú er dagurinn liðinn og komið %:völd. Hýr, ljósblár sólhiminn hvelfist yfir höfuðborginni við Faxaflóa og nágrenni hennar. Fjarst suður yfir nesjum svífa flugvélar ótal hringi kringum daufan hálf- mánann. Esjufjallið rís í hinni áttinni, handan blárra, logn- kyrra Viðeyjarsunda. Og þarna vesturfrá glóir jökulhettan gamla, eins og hvít rjómakaka í jóláljósi.“ „YS BORGARINNAR er mikill, þótt friður náttúrunnar í kring sé meiri, — og áþreif- anlegri. Allir í strætó, — virðist vera einkunnarorð kvöldsins. Það lætur hreint ekki svo lágt í öllu þessu prúðbúna fólki og öllum þessum vögnum. Verst ef þetta verður eins og í gær- kveldi: — rann saman við morg uninn. Og það jafnvel uppi undir Öskjuhlíðinni í nýja borg- arhverfinu, fjarlægu Austur- strætisiðunni. Það er ekki til mikils eða ofraunar mælst, þótt óskað sé eftir því, að ettthvað af þessum næturkrafti öllum yrði fremur notað til að ryðja burtu hermannaskálahverfinu við Reykjanesbrautina hér uppi við Öskjuhlíð. Þarna eru engir mannabústaðir ‘ framar, aðeins verkstæði og geymslur, með rauðbrúnryðguð þök. Hinum megin við brautina gnæfa Hlíða hverfisbyggingarnar, vænar að stærð eins og Hótel Borg, og utan og innan eins og skýskafar í Paradís. En það er von að fólkið vilji heldur í kvöld fara niður að höfn, á hátíðina utan um skipið Heklu.“ „NÚ ERU ÞRJÁR HEKLUR á fslandi, sem prýða það, fjall, flugvél og skip, að ógleymdum öllum þeim stúlkum, sem heita Heklur. Geysir í Haukadal hef- ur fengið samnafna úr fljúgandi stáli, og sömuleiðis allir gull- faxarnir í gæðingahópi hesta- mannanna. Gljáandi, rennileg skymaster-fluga sveif í dag hér uppi í djúpblárrj víðáttunni, Útgefandi: Alþýðuflckkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. AIþýð*»orentsmiðjara fc-f. ísland sem ferða- mannaland HVAÐ EFTIR ANNAÐ hefur verið ritað og rætt um líkurnar á því, að ísland geti orðið fjölsótt ferðamanna- land. Umræður um það mál eru sér í lagi tímabærar nú, eftir að styrjöldinni er lokið og þjóðirnar byrja að rétta úr kút hennar. ísland hefur sannarlega mikla möguleika í þessu efni. Náttúrufegurð er hér meiri en í flestum öðrum löndum. Landið er ríkt að merkum sögustöðum, og þjóð in á sér forna menningu, sem varpað hefur Ijóma á nafn ísland,s. Loks ber þess að geta, að Ísland er mjög vel í sveit sett í þessu sambandi. Það liggur á mótum gamla og nýja heimpns. Sjóferðin hingað frá nágrannalöndun- um er ekki löng en tilkomu- mikil, og eftir að flugferð- irnar komu til, er hafinn nýr þáttur í sögu íslenzkra sam- gangna, bæði innan lands og til annarra landa. ❖ Nú er svo komið, að farið er að skipuleggja skemmti- ferðir útlendinga hingað til landis, og fyrsti hópur þeirra hefur þegar heimsótt landið fyrir forgöngu hlutaðeigandi íslenzkra aðila. Þar með er hafin starfsemi, sem í fram- tíðinni getur orðið umfangs- mikil og veruleg tekjulind fyrir land og þjóð. íslendingar eiga nú á að skipa miklum og góðum kosti farþegaskipa, og flugfloti ís- lendinga fer hraðvaxandiÞað er því engin hætta á, að ekki verði auðgert að flytja er- lenda ferðamenn að og frá landinu. Aftur á móti eru ýmis verkefni óleyst hér heima fyrir í sambandi við móttöku og dvöl erlendra ferðamanna. Hér er tílfinn- anlegur skortur á gistihúsum, sem svari þeim kröfum, er . erlendir ferðamenn óhjá- kvæmilega gera. íslendingar hafa ekki mikla þjáliun í um- gengni og fyrirgreiðslu við útlendinga, er ætlast til þefSs, að þeim sé látin í té þjónusta eins og fáanleg er í þeim löndum, sem orðin eru fræg ferðamannalönd. * tJr þessu verður að bæta, og það mun óhjákvæmilega „SVONA DAGUR eins og taka nokkurn tíma, svo að naumast er seinna vænna að hefjast handa. Það ber að stefna að því, að ísland verði fjölsótt ferðamannaland, og stjórnarvöldum landsins á hverjum tíma, svo og almenn ingi, ber að hyggja að því. að hér er’ um að ræða stórmál, sem mörgum aðilum ber að leggja liðsemd. Það er sannarlega engin ástæða til þe^ss að láta sér bregða við það, þótt ein- hverju reynist ábótavant í þessu efni í upphafi. Slíkt er ekki nema eðlilegt, þegar að því er gætt, að þessi starfsemi Framhald á 7. síðu. er hér enn á byrjunarstigi. En það ber að leggja áherzlu á hitt, að hlutaðeigendur læri af mistökunum og að gerðar verði nauðsynlegar ráðstaf- anir til þqss, að ísland geti orðið fjölsótt ferðamanna- land. Þegar við náttúrufeg- urð og sögustaði landsins bæt ast gistihús, er isvari fyllstu kröfum erlendra ferðamanna, þurfum við sannarlega engu að kvíða. Þá mun ísland tstandast í þe^su efni sam- keppni við önnur lönd, og þá er lagður hér grundvöllur að nýjum og arðvænlegum at- vinnurekstri. Stundum leikur tilveran á Golíat, en oítar leikur Golíat á tilveruna — eða náungaim. Alltaf er hann spaugilegur og alltaf er eitthvað nýtt að koma fyrir hann. Ungir jafnt sem gamlir fylgjast af ánægju með ævintýrum Goliats á 2. síðu blaðsins daglega. Aðeins í Alþýðublaðinu, Gerizt áskrifendur. - Símar: 4900 & 4906. Nokkrar sfú vantar nú þégar. Góð kjör. Herbergi fylgir. Upplýsingar á skriísíofunni. Hótel Borg S.K.T ELDRI DANSARNIR í G.T..húsmu í kvöld kl. 9. — Aðgöngiimiðar ■kL 4—6 e. h. í dag. Sími 3355. r Aællunarferðir Reykjavík — Vík í Mýrdal r Frá Reykjavík, mánudaga, miðviifcudaga og föstudaga fcl. 10. — Frá Vík, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar daga fcl. 9,30. — AfgreiSslan á Ferðaskrifstofunni, Ath. að hótelið í Vík tekur á móti dvalargestum. Brandur Stefánsson Vifc. verða frá Ferðaskrifstofu ríkisins, að sumardvala Iieimilinu að Jaðri, þannig, þar til öðru visi verður ákveðið: Rúmhelga daga, nema Iaugardaga: Kl. IV2 e. h. frá Reykjavík og kl. 6 e. h. frá Jaðri. Laugardaga: Kl. IV2 e. h. og fcl. 3V2 e. h. frá Reykja vík og fcl'. 6 e. h. frá Jaðri. Sunnudaga: Kl. 10 f. h. og fcl. IV2 e. h. frá Reyfcja Yfk', og frá Jaðri kl. 6 e. h. og kl. 8V2 e. h. Ferðir þessar hefjast í dag, laugardaginn 17. júlí. vmvmvmvmvmYmvmvrvmvmvmvmvT Úfbreiðið ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.