Alþýðublaðið - 01.08.1948, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1948, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 1. ágúst 194S. NÝJfl BIO æ ,Vér héldum heim'. (“Buck Privates Come Home”) Nýjasta og ein af aHra skemmtiibgu'stu myndum íninna óviðjafnaínl'eigu slbop leifcara BUD ABBOTT OG LOU COSTELLO. Sýnd í dag, á morgun og mánudaginn 2. ág. kl. 3, 5, 7 og 9. Sala Siefst kl. 11 f. h. aila dagana. æ TJARNARBIO æ _æ TRIPOLI-BIO Péfur mikli, Lokað m óákveðinn \\\m. Lokað N. SIMONOW. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. MAMMA ELSKAR PABBA (Mama Loves Papa). Skemmtileg og spreng- blægileg amerÍEik ©aman- mynd með skopleikaran- um LEON ERROL. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. 'h. Sími 1182. J8 BÆJARBIO 8 HafnarfirSi Hefjan í úfiendinga- Eierdeildinni (UN DE LA LEGION) Femandel. Sýnd tkil. 9. Bönnuð börnum irman 14 ára. Myndin hefur ekki verið sýnd í Reykjavík. RANARDÆTUR Amerísk söngva og gam- anmynd. Bing Crosby. Betty Hulton. Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. JÓN ERLENDSSON verka m,aður, Yesturgötu 5 í Kefla- vík, er sjötugur á mo'rgun, 2. ágúst. Jón er fæddur að Hreiðurborg í Flóa, sonur Erlendar Jónssonar og konu hans, Helgu Gísladóttur- sem þá bjuggu þar. Jón hefur alla tíð verið mikill víkinguv að afli og áræði, enda varla hentað annað á lífsleiðina' en <að taka til höndunum. Por- eldrar hans voru bláfátækir og var drengurinn lánaður að heiman þegar hann var á sjö unda ári. ,,Það er mín versta vist um dagana,“ segir Jón. „Ég var Íátinn reka kýrnar Ef þær vóru komnar heim á morgnana áður en tilskilið var, þá var ég dreginn fram úr rúminu og barinn. Það garði húsmóðir mín. Ég veil -ekki hvennig farið hefði með mig þá, hefði ég ekki notið verndar mállauss sonar frúar innar. Hann tók mig úr klóm hennar istundum og hrinti henni burt. Já. þannig var upphafið á leið minni út 3 dífið, enda hefur þetta ef til vill sett á mig nokkuð hrjúf- an börk.“ En átta ára gamall fór hann alfarinn að heiman. „Og síðan hef ég unnið fyrir mér,“ segir Jón. Hann lenti á tiltölulega góðu heimili. Húsmóðirin kenndi hor.ium að stafa og reikna. „Það vair ekki mikið nám, en það dugði í þá daga, og þá þýddi heldur ekki að slá slöku við. Básinn var kennslustofan.“ Har.n vann margs konar störf. En þegar hann varð 14 ára fór hann að róa. Brátt fékk har.n fullan hlut. það er að segja húsbóndi hans, en sjálfux fékk drengurinn ekkert kaup. Og þannig gekk það þar til hann varð 16 ára. Þá fór hann upp í Flóa og gerðist vinnumaður og þar var hann í tvö ár og fékk 50 kr. á ári og fjórar flíkur. En 18 ára fór Jón Erlendsson. hann í aðra vist — og þá keypti hann sér skip, fjög- urra manna far fyrir 30 krón ur, gamalt. Og hann réð sér skipshöfn og gerðist formað ur. Svo breytti hann skipinu, setti í það skutróður. gegn ráðum margra og hélt því úti og fiskaði vel, varð næstur Guðjóni á Litlu-Háeyri. „Og þá þóttist ég heldur en ekki maður með mö,nrsum.“ Svo kom aflaleysi og þá fór Jón suður, ætlaði að reyna að komast á skútu. Hann var mjög dugnaðarlegur og fékk pláss og svo var hann á skút- um í 12 ár, lenti þá í ýmsu misjöfnu eins og gekk í gamla daga og horfði af skipsfjöl á Irsgvar farast á Víðeyjarsundi. — 32 ár,a gam all fór Jón austur á Firði og gerðist formaður enn, þá bæði á Norðfirði og á Mjóa- firði. Þarna var hann í 3 ár, en flutti þá til V'estmanna- eyja, gerðist formaður þar og fór þá istundum austur með bátinn, en alls var hann í 7 vertíðir formaður á vélbát frá Eyjum. Þá flutti hann til Reykjavíkur og shmdaði al- genga daglaunavinnu þar. „Það er það argvítugasta, sem ég hef gert um mína daga að standa í hópi atvinnu leysingja flvkkjast um verk- stjóra og betla um vinnu. Ég miundi aldrei gera það fram- ar, þó að ég stæði nú á þrí- tugu.“ Jóni lukkaðist allt vel meðan hann stundaði sjóinn. Hann varð aldrei fyrir neinu slysi, missti einu sinni mann útbyrðis, en náði honum aft- ur. Eftir dvölina í Reykjavík hóf Jón búskap að Klöpp í Sandgerði. , Þar leið horjum vel. „Líkast til hefði ég átt að verða bóndi. Ég held að ég hafi aldrei kunnað eins vel við mig eins og þegar ég var að erja jörðina og stússa í skepnunum. Búskapurinn, •sambúðin við náttúruna, er það heilbrigðasta, en þá má ekki fátæktin vera of mikil, því að þá getur maður ekki notið unaðarins af starfinu.“ En Jón var farinn að eldas t. Þegar hann hafði ræktað all- mikið og lagað til, fannst börnum hans að búskapurinn færi að verða honum erfiður og hann flutti til Keflavíkur. Þar hefur hanrj nú dvalið í nokkur ár í bezta yfirlæti. Hann vinnur ýms algeng i störf, e,nda getur hann ekki • gengið iðjulaus. Svor.a menn ’ þrífast ekki ef beir hafa ekki eitthvað á milli handanna. Hann er mikið karlmenni og vinnan hefur verið houiurn allt. Af þessum sjötíu árum- sem hann hefur lifað, hefúr hann unnið látlaust í 63 ár. Hann hefur aldrei orðið veik- ur á ævi sinni. ,,Ja, ég tel það ekki. Ég fékk einu sinni illtu í augun og varð blindur á báðum. Svo var eitthvað krukkað í augun og ég fékk isjón á öðru, ágæta sjón — og það hefur alveg dugað mér. Ja. og svo fékk ég einhvern fjárams í lungun þegar ég var tvítugur, en Jón hómó- pati læknaði það með ein- ; hverskonar meðulum, 5 drop ar fimm sinnum á dag og ekki dropa fram yfir það. En svo átti ég ei,nu sinni að fara í smalamennsku snema morg uns og mér fannst sjálfsagt að taka alla dropana í einu fyrir daginr./ og taldi 25 dropa í skeið og saup það. En þá kvaldist ég. Þegar ég sagði Jóni það, varð hann vondur, alveg öskuvondur. Og það var von. Þeim manni hefur aldrei verið gefið um þá menrt, sem hann reyndi að ó- orðheldni og sviksemi. Þetta er það eina, — aldrei orðið veikur. Og nú býr Jón Erlendsson með ágætri konu sinni, Jens ír.u Teitsdóttur, í stóru og fallegu húsi í Keflavík, — og þar í nágrenninu er einn af heimsins særstu flugvöllum — og allt vitlaust í loftinu daga og nætur. ,,Ja, þetta er ekkert. Þetta er eins og músík. það er hljómur framfaranrja og um- bótanna. Hann hefur hljóm- að í eyrum mér síðustu fjöru tíu til fimmtíu árin. Ég var á öllum skipategundum og nær öllum veiðum, ja, ekki síld- veiðum. Það var gaman að fylgjast með þessu og svo framförunum á landi — og nú í lofti. Ég skal segja þér það að íslendingar eru fjandi dugleigir og þeir eru sannar- lega ekki að bíða þess að tæki færin gangi þeim úr greip- um. Hafðu mín orð fyrir þéssu. Þetta er satt. Ég hef séð það. — En stærstu og dá- samlegustu framfarirnar eru alþýðutryggingarr,ar._ Það er ég sannfærður um. Ég þekki alian veginn síðustu 65 árin — og þar eru mörg spor full af storknuðu blóði. Alþýðu- tryggingarnar hafa lagt nýja vegi og gefið fólkir.u nýjan búnað. Þær eru stjórnarskrá okkar alþýðúmannanna, eins og Ólafur Friðriksson sagði einu sinni í blaðir.u.“ Hann sagði, að ef til vill hefði hann fengið hrjúfan börk í uppvextinum. Já, ef til vill. En það er ekki þykk- ur börkur. Það er grur.nt inn í kvikuna, hlýjuna og góðsem ina hjá þessum dugnaðar- manni, sem er eins og hamar á að líta, stór, sívalur, þrek- inn, samanrekinn. — Það veikasta króknaði í kólgunni í gamla daga. Það sterkasta lifði af. — Við byggjum á trustum grunni. VSV. ■ Ólympíulelkimlr... Framh. af 1. síðu. óvart. Dillard er fyrst og fremst grindahlaupari, en komst ekki í ameríska ólympíuliðið í 110 m. har isem hann reyndi þprett hlaupin líka, og tókst ekki að vinna hvortveggja. Patton var talinn líklegur sigurvegari, en brást í úrslitunum. Blökkumenn hafa því orðið nr. 1, 2 þessari sérgrein þeirra. 400 metra grindahlaup: og 3 í 1. Roy Cochran, USA (ólympískt met) 51,1 2. White, Ceylon 51,8 3. Rune Larsson, Svíþjóð 52,2 4. Ault, USA 52,4 5. Cross, Frakklandi 53,3 6. Missoni, Ítalíu 800 m. milliriðlar: Fyrsti r-iðill: 54,0 1. Bengtson Svíþj. 1:51,2 2. Wint, Jamaica 3. Chambers, USA 1:52,7 Harris, Nýja Sjálandi, togn- aði og hætti. Annar riðill: 1. Hausenne, Frakkl. 1:50,5 2. Whitfisld, USA 3. Parlett, England Þriðji riðill: 1. Bartens, USA 1:51,7 2. Chef d-Hotel, Frakkl. 1:52,0 3. Sörensen, Dan. 1:52,4 Ljunggren, Svíþjóð var 4. og kemst ekki í úrslit. Þessir keppa til úrslita. SUND: Milliriðlar í 200 m. bringusundi kvenna: 1. riðill: 1. Lgons, Ástralíu 5:01,2 2. deGroot, Holland 3:01,4 3. Szakalv, Ungverjalandi 3:02,4 2 riðill: 1. van Vliet, Holland 2:57,0 (ólympískt met) Framhald á 7. sí5u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.