Alþýðublaðið - 06.08.1948, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 6. ágúst 1948.
LA PAL
Skáldsaga eftír Toru Feuk
Leifu?
Leirs:
SUMARLEYFISDÁGAR.
Borgin
er hálfeydd að mannfólki;
en þó einkum
kvenfólki.
Þeir
sem ekki eru í náðum
hjá nefndum og ráðum
fara upp í sveit.
Um hina, þá náðarsælu,
hver maður veit.
Þeir flúga gjaldeyr'islaust
um hálfan heiminn;
vseri ég einn af þeim
mundi ég vera feiminn
við að koma
aftur heim.
En ég er ekki einn af þeim.
Heldur ekki neinn af hinum,
sem sólbaða sig í sveitinni
hjá venzlafólki og vinum.
Ég er maðurinn, sem allt árið
situr við skrifborð sitt.
í skugga,
nema frá 20. júlí — 3. ágúst
færi ég stólinn
út að glugga.
Leifur Leirs.
ÍSLENZKU ÞÁTTTAKEND-
URNIR
í ólympíuleikjunum unnu
mikla persónulegra sigra, er
þeir gengu á fund konungsfjöl-
skyldunnar brezku, ásamt farar
stjóra sínum og forseta íþrótta-
sambands íslands. Talaði fjöl-
skyldan lítið við aðra gesti sína
en þá íslenzku og dáðist mjög
að frábærri kunnáttu þeirra og
leikni á engelska tungu, enda
híéít forsetinn ræðu og sæmdi
drottninguna gullmerki sam-
bandsins úr fægðum kopar.
í rútunni. . .
„Heitt þessa dagana . . .“
„Já, heitt þessa dagana.“
„Vitið þér hvað bærinn þarna
upp undir fjallinu, þessi með
rauða þakinu, sko þarna, vitið
þér hvað hann er kallaður?“
„Nei, — en hann heitir Nes“.
„Þakka yður fyrir. Er yður á
móti þótt ég reyki?“
„Alls ekki, ef þér aðeins reyk
ið ekki hérna inni í vagninum".
Þögn.
„Veiðið þér lax?“
stundum ýsur.“
„Einmitt það. — Jæja, — ég
er óforbetranlegur laxveiðimað
ur. Það er þá ekki kvikindi til
í vatninu, ef ég næ ekki í það,
skal ég segja yður. Ég var við
laxveiði núna um helgina. Ég
var í ánni þarna, sem fellur í
vatnið þarna frammi í dalnum.
Fékk þrjá átta punda, fimm tólf
punda, tvo þrettán punda og
einn tuttugu og tveggja punda.
Tvo missti ég.-------“
„Einmitt það. Svo þér voruð
við veiðar í ánni, sem fellur í
vatnið hérna frammi í dalnum.
„Já“.
„Og þér veidduð þessa laxa
þar.
„Já“.
„Þér hafið þá auðvitað með-
ferðis.
„Já, auðvitað. En þeir eru all
ir lofaðir, því miður“.
„Já, það var slæmt. Ég hafði
nefnilega hugsað mér að bjóða
yður samkomulag í málinu.
Helmings skipti. . .“
„Hvað segir þér?“
„Það er nefnilega ég, sem hef
ána á leigu . . .“
LesiS Álþýðublaðið!
Hún lagði hendina á hurð-
arhúninn til þess að læðast
út. En Jón heyrði það og
kom til hennar. Hann stillti
sér upp fyrir framan hana og
sr.éri baki í dyrnar.
, Heyrðu mig nú einu sinni,
Geirþrúður, áður en þú á-
kveður að fara. Er það vegna
þess, að ég er óbreyttur al-
þýðumaður, að þú vilt ekki
vera hér? Er ekki staða mín
nógu góð fyrir þig- þó að þú
hafir- hugsað til mín á þann
máta sem þú lýstir áðan?“
Rödd hans var hranaleg, en
augu hans ljómuðu af góð-
leik og blíðu.
Geirþrúður snéri hendur
sínar hálf óstyrk.
„Það er ekki það Jón. En
nú mun ég flekka mannorð
þitt. Og þú ert of mikils
virði til þess. — En það þýðir
ekki að tala meira um það —”
„Jú víst þýðir það. Nú er
það ég, sem get krafizt þess.“
Hann ætlaði að segja
meira, en Geirþrúður greip
fram í fyrir honum og hróp-
aði, blóðrjóð í framan af æs-
ingu og reiði.
, Hvers vegna kærir þú þig
um mig — ég, sem hef alltaf
reynt að gabba þig og svíkja
þig. -“
Jón broti á umburðarlynd-
an hátt.
„Það er ekki aðeins þinn
fagri líkami, sem ég hef dáð-
st að og elskað. Yndislega
andlitið — hárið — augun —
þú öll. Það er aðeins hið ytra.
Það sem ég elska hjá þér er
dálítið meira virði en hitt
allt. Kjarkur þinn! Þín
trygga og hugrakka sál! Held
urðu að ég viti ekki allt?
að ég vissi ekki, þegar þú
varst að skrökva að mér, sæi
ekki þegar þú varst að reyna
að snúa á mig með þínum
indælu brögðum? Þú hefur
ekkert gert, sem ég hefi ekki
séð í gegnum“. Hún stappaði
fætinum niður í gólfið, bál-
reið og augu hennar skutu
gneistum. Hún líktist næst-
um sjálfri sér eins og hún
var og Jón horfði með at-
hygli og vaka|ndi áhuga á
andlit hennar.
„Jafnvel reiði þín sýnir
hugrekki þitt, vina mín. Þótta
full skapgerð þín þolir enga
£
ánauð. Þú berzt af miklu hug.
rekki, en þú berzt árangurs-
laust. Með játningu þinni hef
úr þú gengið mér á hönd.
Ifvorugt okkar getur lengur
verið frjálst. Ég er sá eini,
serji hef átt allan hug þinn
og tilfinningar. Þú hefur
lagt það allt í mínar hendur
ég ég ætla mér að halda því.
Þáð er ég, sem hef vakið þig
til lífsins. án mín hefðurðu
aldrei komizt í þessi spor.
Þgss vegna ber ég ábyrgðina
fyíir þér og öllu lífi þínu. Þú
ert mín, og getur aldrei losn
að“.
Geirbrúður titraði og gekk
eitt skref aftur á bak. Með
ga.íopnum augum leit hún
fráman í Jón. Andlit hennar
sjálfrar var náhvítt.
Nú brosti hún ekki til hans
né sendi honúm gleitnisleg
augnatillit. Hún var aðeins
einmana kona, sem barðist
við tilveruna, og reyndi að
verjast því. sem hún ekki
skildi. Jón hvíslaði:
,.Þú ert svo yndisleg Geir-
þrúður. bæði í reiði þinni og
sorg. —“
„Þú veist ekki ailt Jón —“.
Hún talaði hægt og með
rykkjum, eins og hún eygði
eitthvað langt undan, sem
hún yrði að endurtaka mjög
vandlega. Jón horfði með
athygli á hana. Hann sá, að
hún var eins og hljóðfæri.
Það var undir þeim komið,
sem lék á það. hvaða tónum
hann náði. Hann langaði að
taka hana í fang sér eins og
þreytt barn. En hann stillti
sig og stóð kyrr eins og áð-
ur. Hann vissi að það þurfti
ekki annað en að rétta fram
hendina, gæla við hana, þá
yrði hún hans. En það vildi
hún ékki. Ástríðueldurinn í
henni hafði dvínað um stund.
Enginn annar en hann myndi
geta laðað fram eins lireina
tóna, jafn viðkvæm og hún
var. Hann hefði ef til vill
ekki þurft annað en að kyssa
hana, til þess að hún yrði hjá
honum. En hann Vildi, að
hún kæmi af frjálsum vilja
— þá myndi hann aldrei fram
ar sleppa henni. Þegar ha?m
sá fölt andlit hennar og
minntist gleðisnauðrar æsku
hennar varð honum þungt um
hjartaræturnar. Þegar ann-
að ungt fólk var að dansa og
leika sér. hafði hún án þess
að ærðast tekið á sig alla
vinnuna heima.
ÁiþýðublaðiS
vantar unglinga til blaðburðar í
Laugarneshverfi
Alþýðubiaðið
Sími 4900.
KÁRI: Þú lætur mig flækjast
þetta fótgangandi, en ekur sjálf
ur í einkajeppa lengst af leið-
inni, maður. Hvernig kom þér
og stelpunni saman?
ÖRN: Prýðilega. Allra bezti kven
maður. Og þá er pabbi hennar
ekki af lakara taginu. Forstjóri
kjarnorkuframleiðslustöðvar!
Stígurðu á axlirnar á mér,
þrællinn þinn? Bíddu bara við!