Alþýðublaðið - 11.08.1948, Síða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1948, Síða 5
fMiSvikudágur.:UJ.ágn^,1948________________ Q _____________• _________________±_* FYRSTA DAG ólympíu- leikjanna voru sett tvö ný ólympíumet, og þá þegar var Býnt, að spádómax og sigur- vonir ýmissa frægra blaða- manna og íþróttafrömuða myndu verða heldur betur í ósamxæmi við xaunveruleik- ann að ráðnum úrslitum. Sig nr Zatopeks í 10 kílómetra hlaupinu kom raunar fæst- ium á óvart, og það var sömu leiðis vitað mál fyrir leikina, eð Ostermeyer hin franska myndi líkleg til sigurs í [kringlukasti kvenma, enda þótt ekki færri byggjust við, eð Cordiale hin ítalska xeynd . is't snjöllust. Aftur á móti mun naumast nokkur hafa átt von á því, að Ástralímaður- inn Winfer ynni hástökkið og sigraði Bandaríkjamenn- ina McGrew og Edelman og Skotann Alan Paterson. Em úrslitin þennan fyrsta dag fjölmennasta íþróttamóts, sem háð hefur vexið í heimin !im, urðu þau, að Frakkland fékk fyrsta sigurvegarann, Tékkóslóvakía annan og Ástralía hinn þriðja. Keppn in, sem háð var áður en þessi úrslit vo.ru ráðin, var að sönnu drengilegur leikur og tilkomumikill atburður fyrir áhorfenþur, en fjnúr kepp- endurna var hún mannraun, sem sumum varð um megn svo að af e.r átakanleg harm saga. Er þá fyrst og fremst átt við keppnina í 10 kíló- metra hlaupinu og hið dapur lega hlutskipti finnsku hlaupagarpanna, sem þar voru meðal þátttakenda. . Engum duldist, að áhorf- endur áttu á miklu von, þeg ar 10 kílómetra hlaupið hófst. Heimsmeistarinn Viljo Heino, mesti hlaupari Finna síðan Paavo Nurmi, tók for ustuna þegar í upphafi. En athygli áhorfenda beindist ekki síður að Tékkanum Zatopek, sem fór sér hægt í fyrstu, en allir vissu, að myndi verða Heino skæður keppinautur. Olympíumetið var talið í hættu og jafnvel heimsmet Heinos, og þetta var tvímælalaust sú íþrótta- grein leikjanna, sem fólk víðs vegar um heim hafði mestan áhuga íyrir. Heino leiddi hlaupið fyrstu hringina, en landi hans Heinström fylgdi hon- um fast eftir. Hraðinn var mikill og tilgangur Heinos bersýnilega sá að hlaupa hinn hættulega tékkneska keppinaut af sér. En Zato- pek fór sér hægt, svo að á- horfendum fannst nóg um. Þó var öðru nær- en hann ætlaði að lá'ta Heino og Hein ström takaist að skilja sig eftir. Smám saman jók Tékk inn hraðann og þokaði sér fram úr hverjum hlauparan um af öðrum, unz hann hafði náð Finnunum tveimur. Nokkra stund vax háð bar- átta urn, hver ætti að ná for ustunni í hlaupinu, en Zato- pek ba.r brátt sigur úr býtum í þeiiriri viðureign. Hraði hans minnti fremur á vélar gang en hlaup, og áhorfend ur rnunu áreiðanlega margir hverjir hafa spurt sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort það myndi á nokkurs manns færi að halda út slíkan hraða. Þegax hlaupið var hálfnað, voru keppendurnir bersýni- lega orðnir þreyttix. Zatopek bar sizt minni þreytumerki en keppinautar hans margir hverjir, en eigi að síður jók hann fremur hraðann en að þann hægði á sér, hljóp þung Frá ólympíuþorpinu í Richmond Park Þannig er umhorfs í ólympíuþorpinu í Richmond Park í London, þar sem iþróttamenn margra þjóða, þar á meðal Íslendingarnir, bjuggu og búa enn, meðan leikirnir standa yfir. orympmie! um, drjúgum skrefum stað- ráðinn í að sigra. Eftir 16. hringinn gerðisit svo sá at- burður, Sem vakið hefur hvað mesta athygli á þessum ólympíuleikjum. Heimsmeist arinn Viljo Heino hætti hlaupinu, brokkaði inn á grasvöllinn og lagðist niður til að hvíla sig. Hraðinn, ekki grein fyrir neinu, ekki einu simni því. að hann væri kominn að niðurlctum, held- ur barðist við sjálfan sig til að reyna að komast áfram. Fór þessu fram örstutta stund, en þá bar þarna að finnskan íþróttafrömuð eða íþróttamiann, sem tók hein ström í fang sér og bar hann sem hann sjálfur hafði ráðið <fremur en dró út af hlaupa í fyrstu, en Zatopek síðan stjórnað, varð heimsmeistar anum ofraun, og Heino mun fremur hafa kosið að hætta brautinni. Heinström veitti viðnám fyrst i stað, en gafst svo upp. Finnska harmleikn um var lokið, og Finnland hlaupinu, þegar hann sá, að hafði í annað skipti tapað 10 'hverju fór, en una öðru sæti} kílómetra hlaupi á ólympxu eða jaínvel lakaii árangri.!leikjum. Finnsku ’hlaupagaxp Honum mun og hafa orðlð j arnir tryggðu þjóð sinni i nautum sínuöi, sem orðnir hugsað til maraþonhlaupsins i glæsilega s’gra í þessari í-jvoiu hxin-g á eftir honum, og talið 'ráðlegast að soara ’ þróttagrein á ólympiulaikj- j áður en hann kom i mark unum 1912, 1920, 1924, 1923 eítir að hafa runnið skeiðið á 29 mínútum 59,6 sekúnd' og 1936 og hafa aðeins einu sinni beðið ósigur i 10 kíló- metra hlaupi á ólvmpíuleikj um. Það var 1932, þegar Pólverjinn Kusocinski vann þessa íþróttagrein á nýju ólympíumeti. En _meðan finnski harm- leikurinn var til lykta leidd u-r, hélt tékkneski liðsforing inn á rauðu buxunum, Emil Zatopek, áfram í áttina til marksins og sigursins. Til burðir hans voru einkenni- legir og hlaupastíll hans erfiður í meira lagi. En Zato pek hélt hraðanum og fór fram úr allmörgum keppi- kraftana þangað íil að því kæmi fyrst Zafopek hafði | reynzt honum ofjail í þeirri íþróttagrein, sem Finnum er hvað mest í mun að vinna. En þ&tta var byrjunin en ekki enöirinn á mófcgangi Finna í þessu sogulega hlaupi. Heino hafði ve. ið anns.r, þegar hann vék brcf: af hlaupabrautinni. Landi hans Heinström haíði vc ið þriðji, og hann hélt ótrauður áfram að því er virtist stað- ráðinn í að trvggja séir' og þjóð sinni önnur vcrðlaun. En nokkru eft'r að Heiuo var hættur, kom í Ijós, að hinn geysilegi h.:aði hlaupsin-, var einnig Heinström ofraun. Hann virtist ekki .komast úr sporunum fyrst í stað, en álpaðist svo út af hlaupa- brautinni og inn á grasvöil- inn, áttaði sig þó aítu.r og i’anglaði út á hlaupabraut- ina. Þar bar hann sig til li-kt og ótemja í viðureign við tamningamánn, og keppi- nautar hans færðust óðfluga nær og hlupu framhjá hon- um hver af öðrum. En Hein- ströru gjlði sér augsýnilega um, sem er nýtt ólympíumet og aðeins 24, 2 sekúndum lak ari árangur en heimsmet Keinos frá 1944. En þess veiður sennilega ekki langt að bíða, að Zapotek geri bet u:r en að þessu sinni, hvort sem Heino kemur þá við sögu eða ekki. Emil Zaitopek er 25 ára gamall. en enda þótt hann hafi æft hlaup lengi og keppt á mótum í heimalandi sínu, vakti hann ekki teljandi at- hygli erlendis fy.rr en á Ev- rópumeis taramóíinu í Osló 1946, en bá varð hann fimmti í 5 kílómetria hlaupi. Zatopek héfur verið tékkneskur meist ari í 5 tkílómetra hlaupi síð- an 1946, vann 1500 metra hlaup og 5 kílómetra hlaup á alþjóðak.eppni 1 París i fyrira og 5 kílómetra hlaup á öðrum albióðamóitum bæði í Frakklandi og Holiandi. Zat opek er/ að atvinnu liðsfor- ingi í tékkneska hemum. Emil Zatopek. HASTOKK Sigur Ástralíumannsins Winters í hástökkinu á fyrsta degi ólympíuleikjanna þótti miklum tíðindum sæta. Hann átti að keppinautum ekki lakari afreksmenn en. , Bandaríkjamennina McGrew, Stanich og Edleman og Skot ann Alan Paterson. Flestir bjuggust við sigri McGrews, þó að Bretar vonuðu, að Pa- terson ynni. Winter var yfir leitt ekki nefndur á nafn sem tilvonandi sigurvegari. Eigi að síður ireyndist Ástra- líumaðurinn hlutskarpastur og þurfti ekki að stökkva nema 1,98 metra til að vinna. McClrew vaiyekki betur upp lagður en bað, að hann stökk ekki lágmáikshæðina til að komast í úrslilt fyrr en í þriðju tilraun. í úrslitunum stökk hann svo 1,90 metra, en ekki fyrr en í þriðju til raun, og Alan Paterson varð scmuleiðis að láta sér nægja að stökkva aðeins 1,90 metra, en brezku blöðin segja, að hann hafi verið skárri en Mc Grew, og það er satt, því að Paterson stökk þó þá hæð í fyrstu tilraun. John Winter mun sjálfur ekki hvað sízt hafa undrast sigur sinn í hástökkinu. Iíann, Björn Paulson, Banda ríkjamennirnir Stanich og Edleman og Frakkinn Dami tro stukku allir 1,95 metra. Winter stökk síðan yfir 1,98 metra í fyrstu tilraun, en meiddist í stökkinu, svo að hann hefði ekki getað stokk ið oftar i keppninni. En þess þurfti ekki með, því að keppi nautar hans felldu allir þessa hæð, og hinn meiddi Ástra- líumaður var orðinn ólympíu meistari. En árangurinn x hástökkinu þykir að vonurn ’lélegur, enda er ólympíumett Johnsons frá 1936 2,03 metr ar, og heimsmet Steers frá 1941 er 2,11 metrar. John Winter er bankamað ur að atvinnu og aðeins 22 ára 'gamall. Hann vakti fyrst athygli erlendis sem há- stökkvari í fyrra, þegar hann. varð Ástralíumeistari í þessari íþróttagreim og vann frábært afi’ek af svo ungum manni. Eg get engar upplýsingar gefið um, hverxa manna þær eru Ostei’meyer hin franska og Cordiale hin ítalska, en þær urðu hlutskarpastar í kringlukasti kvenna á ólyrn píuleikjunm. En í sjónauka að sjá eru þetta mestu mynd ai’stúlkur, og það er vel gert af kvenmanni að kasta kringlu um 42 metra, en til að fyrirbyggja það, að menn haldi, að kriinglukastararnir okkar heirna séu ekki kven,- sterkir, verður. að taka það fram, að stúlkurnar kasta léttari kringlu en ' karlmenn irnir. En Mauermeyer hin þýzka hefði farið" langt með að sigra piltana okkar, með- an hún var og hét, því að hún kastaði kvennakringl- unni lengst 48,31 metra. Að endiingu verð ég að minnast á veðrið, því að ella liggur maður undir því hvim leiða ámæli að vera ekki þjóðlegur. Tíðin hér á Bret- landi er ágæt, en hitinn eæ helzt til mikill fyrir okkui’, sem ölum aldur okkar þetta norðai’Iega í Atlantshafinu. Hitinn í Lumdúnum hefur verið um og yfir 40 stig í skugganum undanfai'ria dagai, og það er mun fremur keppn isveður fyrir blökkumenn en íslendinga, jafnvel þótt sum- ir þeirra kunni að eiga ættir, sínar að rekja eitthvað suður á bóginn. Helgi Sæm. J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.