Alþýðublaðið - 11.08.1948, Síða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. ágúst 1948
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
Ritstjóri sæll.
Ekki mun það geta aðvífandi
eða óvæntur sjúkdómur kallast,
þótt gamall stritjálkur fái gigt-
arkast í mjöðmina, er hann hef-
ur lengi sumars bjástrað með
orfi og hrífu á teig, og vart mun
þess heldur verða getið í stór-
letruðum fregnum á forsíðu
dagblaða hans eigin þjóðar, —
því síður heimsblaðanna, — þótt
sá hinn sami afberi ekki krank-
leika þann betur en svo, að
hann leggist í ból sitt. Kom
þetta fyrir mig núna um helg-
ina, og hef ég enn ekki heyrt
þess getið í útvarpi eða séð á
það minnzt í blöðum og skilur
þar með oss Trumanni og Molo-
tov, því hvorugur þeirra mundi
geta leikið slíkt, án þess að
stórtíðindi þættu og líkleg til
að valda heimsviðburðum. Tel
ég mig þar þeim miklu mönn-
um voldugri og frjálsari, er ég
má leyfa mér slíkt, án þess að
athygli veki, en þeir ekki, og
get ég þess samt, til þess að
forðast allan misskilning, að
ekki kemur mér það frjálsræði
hreppstjóraembættis míns
vegna, þótt margt gott fylgi
þeirri stöðu.
En ekki var þetta aðalefni
bréfs míns, heldur langaði mig
til að segja þér frá þeirri dægra
dvöl, er ég hef stytt með stundir
mínar. Hef ég lesið dagblöðin
ykkar þar syðra með nokkurri
gaumgæfni og reýnt að vega
efni þeirra og meta með vog
meðalgreinds manns, er uppi
væri að öld liðinni, og vildi af
lestri slíkum kynnast andlegu
menningarstigi þeirrar kynslóð-
ar, er slíkt lestrarefni var ætl-
að, því vitað mál er það, að út-
gefendur þlaðanna miða skrif
sín við smekk væntanlegra
kaupenda, eftir því, sem nasa-
vit þeirra segir þeim til um. Má
ef til vill segja, að þessi dægra-
dvöl mín sé óþarfur leikur, þar
eð ,,menning“ vor muni innan
skamms sjá svo um, að enginn
verði lifandi til gagnrýni að
tveim öldum liðnum, — enda
er henni það eflaust hollast með
tilliti til dómsins.
En hverfum nú aftur að dag-
blöðunum. Ég tek nokkrar
fregnir til dæmis: „Barizt um
rammflösku í háloftunum."
Tveir náungar eru þar sagðir
hafa til slagsmála stofnað er
flugvél, sem þeir ferðuðust með,
var stödd í 500 metra hæð, og
er einnig frá því greint, að ann-
ar fanturinn hafi bitið flug-
manninn, sem ekki er ótrúlegt,
því ekki mun sæmilegt flug-
mannaket bragðlakara en
romm. Hitt er ótrúlegra, að lög-
reglan mátti ekkert aðhafast við
fanta þessa, er niður kom, þar
eð þeir höfðu framið ofbeldis
verkið í þessari hæð, og segir
blaðið, að lögregluvald þeirra í
Bandaríkjunum nái ekki svo
hátt upp í geiminn! Trúi hver
sem vil.l, að engin lög gildi í
flugvélum, er þær fljúga í 500
metra hæð, og að þar séu far-
þegar þeirra engu lögmáli háð-
ir, — nema ef til vill þyngdar-
lögmálinu. Þætti mér fróðlegt
að fá úr þessu skorið, hvað
„staðháttu" hérlendis snertir,
þar eð fjall eitt í mínu hrepp-
stjóradæmi er dálítið yfir þessa
hæð. Vildi ég þá gjarnan líka
vita hversu langt völd mín ná
upp eftir hlíðum þess. En hvað
sem því líður, ber fregn þessi
menningarþroska íslenzkra
blaðamanna og blaðalesenda
vitni, sem ekki verður véfengt.
Næsta fregnin er um atburð,
sem talinn er hafa valdið gífur-
legri athygli í hálfri heimsálfu,
en það er flótti sex veggjalúsa.
Ræði ég þá fregn ekki frekar,
en segi aðeins það, að glæsilega
hugmynd hlýtur minn hugsaði
gagnrýnandi að fá um vitþroska
þess lesendahóps, sem slík
fregn er ætluð, og má ég, sem
ekki allsendis virðingarlaus
maður í þeim hópi, fregnritar-
anum eða öllu heldur birtingar
manni hennar nokkurn heiður
þakka. Þætti mér hans vegna
leitt, ef seinni tíma gagnrýnend
um skyldi auðnazt að vinna sér
til opinberra styrkja eða dokt-
orsnafnbóta með því að gerast
svo illgjarnir að sanna, að
meiru kunni að hafa um valdio
annaðhvort fyrirlitning birting-
armannsins á lesendum sínum,
eða beinlínis hans eigin van-
þroski til sannmats á atburðum,
mönnum og málefnum.
Læt ég svo útrætt um þetta í
■ápes von Krusensijerna:
Þetta ör varð eldrautt meSan
hann talaSi.
— Hvernig lítur hún út?
Þetta virtist koma frá
höku Reinholds baróns. Hann
hafði lokað augunum og var
nærri sofrjaður eftir fjóra
eða fimm snapsa.
— Hún er — hún er ljós-
hærð, sagði Samúel Lomann
hikandi.
— Hún er hvíthærð, greip
Ennert fram í. — Ég á við
hún er msð platínuhár.
— Hvað er hún gömul?
sagði Gústaf.
— Tuttugu og þriggja,
svaraði Enr.ert. Og hún er vel
vaxin.
— Það er mikið atriði,
sagði Bror Arlemann glott-
andi.
Þeir íhuguðu nú allir það,
sem sagt hafði verið um hina
ijóshærðu, velvöxnu mey.
Til þess að hafa vaðið fyrir
neðan sig, þá spurði Bror Ar-
lemann að lokum varlega:
— En hvernig er hún ann-
ars? Ég á við svona í fram-
komu og skapgerð.
— Hún er — hún er það,
sem ég myndi kalla stúlka,
sem segir sex svaraði ofurst-
inn.
— Einmitt það! Stúlka,
sem segjr sex. samsinnti En-
nert Tállmann.
Án þess að vita hvers
vegna. fannst öllum, að þar
með væri allt klaþpað og
klárt.
— Við gætum lagfært Iysti
húsið þarna niðri í garðinum
handa henni, sagði' Gústaf
svo, hann hugsaði alltaf um
hina hagkvæmu hlið málsins.
Hún getur ekki sofið hérna
innan um okkur karlmenn-
ina.
— Auðvitað ekki. tautaði
ofurstinn. Við látum hana
vera þarna í lystihúsinu.
Þeir voru allir glaðari og
bili, og óska þess, að ekki kvelji
ótætis gigtin mjaðmir þeirra
manna, er eiga því merka og
heimssögulega hlutverki að
gegna, að elta uppi veggjalýsn-
ar þær hinar frægu.
Virðingarfyllst.
Filippus Bessason
hreppstjóri.
ákafari en þeir vildu viður-
kenna hver fyrir öðrum, að
fá þe:-;sa ungu stúlku inn í
húsið. -
Þegar Putti kom öslandi
inn, var honum klappað oft
og vingjarnlega. Það var þó
hattn. sem var orsök þess- að
hún átti að koma.
-— En hefur þá nokkur
spurl hana? datt Bror Arle-
mann þá í hug að spyrja og
leit á Enr.ert og ofurstann.
— Já, hefur nokkur spurt
hana? heyrðist drynja í hálf-
sofandi baróninum og Gúst-
af.
Ennert varð vandræðaleg-
ur og roðnaði. — Nei, sagði
hann dræmt. Ég varð að
heyra fyrst hljóðið í ykkur.
Ég gat ekki komið svona allt
í einu dragandi með Vivi
litlu.
-—Það er nú ekkert víst að
hún komi, hrópaði Bror Ar-
lemann.
Dró ský fyrir sólina7 Það
varð svo kuldalegt og hljótt
í stofunni? Reykurinn sveim
aði uppi undir mæninum og
leitaði að smugu til að kom-
ast út.
— Ég fer í kvöld og hi-tti
hana, sagði Ennert.
— Þá verðum við að klæða
þig almennilega, svo að þú
lítir út eins og séntilmaður,
greip Arlemann fram í.
Þeir lélu Ennert oft koma
fram fyrir sína hönd. Þeir
sögðu, að hann liti þokkaleg-
ast út af þeim. Þegar þeir
voru úti að sigla og einhver
átti að fara í land til að kaupa
mat, þá sendu þeir Ennert.
Allir hinir vor.u venjulega á
þessum ferðum líkastir sjó-
ræningjum í skóm, sem einu
sinni höfðu verið hvítir, tor-
kennilegum treyjum og ræf-
iLslegum buxum. Ennert átti
gráar buxur og þær varð
hann að fara í og ganga á
land. Jafnvel Hárlemann
varpaði af sér á þessum ferð-
um öllum glæsibrag og var
eins og sjómaður. Við önnur
tækifæri kom hann gjarnan
fram sem mesti sundurgerð-
armaður og gat jafnvel tekið
á sig heimsmannsbrag, en
það var eitthvað óáreiðanlegt
við hann, og enginn hinna
hafði löngun til að fela hon-
um sérstakt erindi. Bror Ar-
lemann tók nú að sér að raka
sendimann þeirra. Hann með
höndlaði rakvélina af mestu
leikni. ef ti:l vill hafði eitt af
hans mörgu störfum í Banda-
ríkjunum verið rakslur. En
þegar hann kom allt of ná-
lægt Ennert með dökka apa-
andlitið, vék hann sér undan
og gretti sig.
— Þú ert svo skrítirin,
sagði Ennert vingjarnlega,
Hárlemann barón valdi
eitt af sínum fallegustu bind-
um og batt um hálsinn á hon-
um. Síðan var hann klæddur
í dökkan jakka. En þegar
hann ætlaði að fara að leggja
af stað. kom það upp úr kaf-
dnu, að hann átti engan hatt.
Hann setti þess vegna upp
rauða pottlokið. Það varð al-
menn þögn andartak. er hann
setti það á kollinn og horfði
hlæjandi gringum sig.
— Þú getur ekki farið með
þetta, sagði ofurstinn dapur-
lega og reyndi barðastóra
hattinn sinn á honum.
En hann var of stór. Enn-
ert hafði óvenjulega lítið höf
uð.
— Ég fer hattlaus, sagði
hann. Ég sem hef svo fallegt
hár. Og hainn strauk sér á
nægjulega yfir hörgult strý-
ið.
Arlemann glotti. Hinir
voru hálf aumingjalegir. Þeir
áttu heldur enga hatta.
Þeir stóðu allir á strönd-
inni, þegar har..n lagði af stað
með mótorbátinn sinn. Lengi
veifuðu þeiir honum og hann
véifaði á móti hinn glaðasti.
Sólin skein yfir trjágarðinn.
Það leit út fyrir að það yrði
gott veður nú um hríð. Það
sagði loftvogin þeim, þegar
þeir hver á eftir öðrum
gongu að henni og slógu á
hana með íhyglissvip.
II.
Ó, boy!
heyrðist hrópað langdreginni
röddu í trjágarðinum kyrran
morguninn. Þetta var rödd
Bror Arlemamns. Neðan úr
lystihúsinu jsvaraði önnur
rödd á sama hátt:
Ó, boy!
Það grillti í svarta hárið á
Gústaf þar niður frá. Þetta
ÖRN OG KÁRI eru nú búnir að
fá veðreiðaúrslitin og Kári er
sendur út af örkinni til að kom-
ast yfir ritvél. Örn ætlar að
setja upp útvarpsstöð til að út-
vega sér daglega rétt veðreiða-
úrslit. Kári hittir eiganda eins
veðbankans í borginni að máli
og biður hann að lána sér ritvél!
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSj
ÖRN ELDING