Alþýðublaðið - 11.09.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.09.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. sept. 1948 ALÞVÐUBLAÐIÐ 3 til kvölds Gamalt íslenzkt listaverk. liAUGARDAGURNN 11. sept ember. Þann dag árið 1944 tóku herir Vesturveldanna Luxem- burg'. — í Alþýðublaðinu fyrir réttum 23 árum er frá þvi skýrt, að daginn áður hafi held ur verðmætt vagnhlass verið flutt úr íslandsbanka í Lands- bankann. Hafi það verið gull, 150 þúsund dollara virði, að fróðra manna sögn. Gull betta hafi losnað úr seðlatryggingu hjá bankum vegna innlausnar á seðlum, en ríkið keypti það. — í sama blaði þennan dag eru Icol auglýst á kr. 60 tonnið. Enn fremur er auglýstur „fínn hvít ur sykur á 40 aura pundið“, og l’jól á 11,50 bitinn. Sólarupprás var kl. 6,38. Sól- arlag verður kl. 20,10. Háflæð- ur er kl. 12;35. Sól hæst á iofti kl. 12,24. Næturvarzla: Laugavegs apó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Veðrið í gær Vindur var norðan og norð- austan á Norður- og Austur- landi, hvassast í Grímsey 8 vindstig. Suðvestanlands var suðvestanátt. Rigning var nyðra en bjart á vesturhluta- landsins. Heitast var í Reykja- vik 14 stig en kaldast í Grims- ey 6 stig. Víðast annars staðar á landinu var 8—11 stig. Fíugferðir LOFTLEIÐIR: Hekla kemur um fjögurleytið frá Kaup- mannahöfn. FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fer til Kaupmannahafnar kl. 7,55, kemur aftur á morg- un. AOA: í Keflavík kl. 23—24, frá Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn — til Gander og New York. Sklpafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7,30, frá Akranesi kl. 9. Frá Reykjavík kl. 12, frá Borgar- nesi kl. 16, frá Akranesi kl. 20. Hvassafell fór frá Kotka í gær á leið til ísafjarðar. Vigör fór frá Reykjavík í gærmorgun til Húsavíkur. Varg kemur til Norðfjarðar í kvöld frá Gdynia. Foldin er í Aberdeen. Linge- stroom er á leiðinni til Reykja víkur með viðkomu í Færeyj- um. Reykjanes fór frá Vest- mannaeyjum í gær til Ant- Werpen. Hekla fer frá Reykjavík kl. 18.00 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Esja er væntan leg til Glasgow í dag. Herðu- breið er á ísafirði. Skjaldbreið tóom til Reykjavíkur um kl. 20.00 í gærkvöldi. Súðin er í Reykjavik. Þyrill er á leið til Norðurlandsins með olíufarm. Brúarfoss er í Leith. Fjall- foss fór frá Hull 9. 9 til Ant- werpen í dag 10.9. til Hull. Lag arfoss er í Gautaborg. Reykja- foss kom til ísafjarðar í morg- un 10.9. Sellfoss kom til Lysek il í Svíþjóð 9.9. Tröllafoss fór frá Reykjavík 9.9. til Akureyr- ar, Húsavíkur og Reyðarfjarð- ar. Horsa er í Reykjavík. Sut- herland kom til Vestmanna- eyja 9-9. frá Reykjavík. Vatna- jökull fór frá Leith 8.9. til Reykjavíkur. Þetta er Mountbatten síðasti varakonungur Indlands. Hann er nú aftur orðinn flotaforingi á Miðjarðarhafi. Blöð og tírnarit Skinfaxi, tímarit UMFÍ, hef- ur blaðinu borizt. Efni þess er: Hugsjón greypt í stein, í heim sókn hjá fimmtugum æsku- manni; UMFÍ fjörutíu ára, end urminningar eftir Helga Valtýs son; Tvö kvæði eftir Guðmund Inga Kristjánsson; Umf Vatns- leysustrandar eftir Egil Hall- grímsson; Um skáldskap Arnar Arnarssonar eftir Stefán Júlíus son; Hjónin á Hálsi, minning eftir Lárus Halldórsson; Við Moreyvatn, úr gömlum dagbók arblöðum, og Landsmót UMFÍ 1949. Hjónaefni Ásdís Kristjánsdóttir, Bú- staðabletti 3 og Ólafur Haukur Ólafsson, Reynimel 35. Söfn og sýningar Listamannaskálinn: Norræna listsýningin, opin kl. 11—22.00. Málverkasýning Eiríks Smith í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar- firði. Opin kl. 1—10. Listsýningin, Freyjugötu. — Opnuð kl. 2 síðdegis. Málverkasýning Kristins Pét urssonar, Hveragerði. Opin kl. 1—9 síðd. Málverkasýning Höskuldar Björnssonar, Hveragerði. Opin kl. 1-—9 síðdégis. Skemmtanfr KVIKM YND AHÚS: Gamla Bíó (sími 1475: •— ,,Ástaróður“ (amerísk), Paul Henreid, Katharine • Hepburn og Robert Walker. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — ,,Singapore“ (amerísk), Fred McMurry og Ava Gardner. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Við Svana- fljó“ Sýnd kl. 3. Austurbæjarbíó (sími 1384): „65—66 og ég“ (sænsk), Thor Modeen, Calle Hagman, Elof Ahrle. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): •— ,Pygmalion“ (ensk). Leslie Howard. Sýnd kl. 7 og 9. ,,Jól í skóginum“ Sýnd kl. 3 og 5. Tripolibíó (sími 1182): — ,,Steinblómið“ Sýnd ld. 9. „Kástir voru karlar“ Sýnd kl. 5 og 7. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „Gamli valsinn“ (ung- versk). Eve Szörenyi, Antal Pager. Sýnd kl. 7 og 9. „Eldfærin“ Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Græna lyftan (þýzk), Hejnz Riihmann, Heli Kinkenzeller. Sýnd kl. 7 og 9. S AMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Almennings dansleikur kl. 9 síðd. Góðtempalarahúsið: Gömlu dansarnir kl. 9. Hótel Borg: Klassisk tónlist frá kl. 8 til 11.30 síðd. Sjálfstæðishúsið: Almennur dansleikur kl. 9. Tjarnarcafé: Dansleikur kl. 9 síðd. SKEMMTISTAÐIR: Hellisgerði, Hafnarfirði: Opið kl. 1—6. Tívolí: Opið kl. 2—11.30 KROSSGÁTA NR. 92. Lárétt, skýring: 2. frásögnin, 6. sökum, 8. eldsneyti, 9. teymdi, 12. heyra undir ráð- herra, 15. óhreinkaði, 16. skel, 17. greinir, 18. tröppur. Lóðrett, skýring: 1. hári, 3 keyr, 4. sívafninga, 5. verkfæri, 7. huggun, 10. hljómaði, 11. sjónlaus, 13. þráður, 14. hvíld- ist, 16. glíma. LAUSN Á NR. 91. Lárétt, ráðning: 2. eldur, 6. A. Ö., 8. arm, 9. fró, 12. anda- trú, 15. æstur, 1«. öln, 17. Ti, 18. allir. Lóðrétt, ráðning: 1. rafal, 3. La, 4. drótt, 5. um, 7. örn, 10. ódæll, 11. lúrir, 13. asni, 14. Rut, 16. öl. Otvarpið 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Það er leiðin“ eftir Lawrence Langner. (Leikstjóri: Ævar R. Kvaran.) 21.20 Kórsöngur (Karlakór iðnaðarmanna. Stjórn- v. andi: Robert Abraham). 21.40 Danslög leikin á harm- oniku (plötur). 22.05 Danslög (plötur). Messur á morgun Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Finn Thulenius. Fríkirkjan: Messa kl. 2 e. h. Séra Árni Sigurðsson. Frikirkjan í Hafnarfirði: . Messa kl. 2 e. h. Séra Kristinn Stefánsson. Nesprestakall. Messað í kap- ellu háskólans kl. 2 síðd. Séra Jón Thorarensen. Hallgrimssprestakall: Messað á morgun í Austurbæjarskólan um kl. 11 árd. Séra Sigurjón Árnason. Or öllum áttum Ungbernavernd Líknar, ■ Altarisklæði þetta frá Hrafnagili, sem sýnir postulana tólf, er eitt athyglisverðasta listaverk íslendinga frá miðöld- unum. Altarisklæðið er í þjóðminjasafni Dana. j Islendingar eiga sér auðug íist frá miðöldum Athyglisverður fyrirlestur B]öns Th. Björnssonar í Austurbæjarbiói á morgun. f —--------"-------- BJÖRN TH- BJÖRNSSON listfræðingur flytur á morjg un fyrirlestur í Austurbæjarbíó og er efni hans íslenát. myndlist á miðöldum, eða frá landnámi fram til siðaskipt?.. Er þetta mjög l'ítt kannað efni, sem varla hefur verið ritað eða talað um hér á landi áður, en Björn telur íslendinga eiga mikla og auðuga list á þessu tímabili, og sé hér um z ð ræða heilan kafla í íslenzkri menningarsögu, sem hefijr verið gersamlega vanræktur. Björn er sonur Baldvins heitins Björnssonar gull- smiðs, og hefur hann stundað nám í listfræðum um margra ára skeið í Englandi og Dan- mörku. Síðastliðin tvö ár hef- ur hann kynnt sér forna ís- lenzka list ýtarlega bæði hér heima og í erlendum söfnum. Hefur Björn meðal annars látið gera allmikið af mynd- um af listaverkum, og sýnir hann skuggamyndir af rösk- lega 100 myndum með fyrir- lestrum sínum. Verða þeir alils þrír, fluttir næstu sunnu daga. íslendingar eru ríkari af myndlist frá þessum tíma en hinar Norðurlandaþjóðirnar. þótt þessi list sé lítt þekkt hér heima, segir Björn um viðfangsefni sitt. Listaverk þessi er að finna í kirkju- myndum, í handritunum, á teppum, útskurði og mörgu slíku. Ræðir Björn fyrst um Mst víkingaaldarinnar. sem hann telur hafa blandazt sterkum byzantiskum áhrif- um, sem hingað bárust frá Frakklandi. Upp úr þessu varð til stíll, sem Björn kall- ar rómantíska stílinn, þar eð hann samsvarar þeirri stefnu Templarasundi 3, er opin þriðju dagá og föstudaga kl. 3,15—4, Fyrir barnshafandi konur mánu daga og miðvikudaga kl. 1—2. Bólusetning gegn barnaveiki heldur áfram. Er fólk minnt á að láta endurbólusetja börn sín. Pöntunum veitt móttaka kl. 10—12 árdegis, nema laugar- daga, í síma 2781. á meginlar.dinu, þótt harfn væri hpr að ýmsu leyti sér- stæður- Eftir það tekur við gotneksur stíl'l á 14. öldinni, en síðar kom,a til skjalanrja sterk hollenzk og þýzk áhr|f á 15. öldinni, sem smám sajjn a,n takast í hendur við hnign, un þjóðaxinnar allrar þar tjil frumleg ísl'enzk iist deyr áð miklu leyti út. j Björn mun sýna fram iá það í fyrirlestrum sínum, að um hafi verið að ræða sanji- fellda og sérstæða þróun í íp- lenzkri myndlist á þesáu tímabili, og hin fomu áhrHf víkingali'Starnnar hafi haljl- izt. þrátt fyrir erlend áhrjf. Telur Björn að mörg íslenzk listavek frá þessum tíma séu sambærileg víð það bezta, sem unnið var í Evrópu já þessum árum. ATHYGLISVERÐ LISTAVERK Björn mun sýna myndir af mörgum athyglisverðupa listaverkum með fyrirl'estr- um sínum. Meðal annars mun hann sýna nokkrár myndir úr íslenzku myndá- bókinni svokölluðu, sem er í Árnasafni. í henni eru um 200 myndir, en slíkar bækur voru ýmist uppkastsbækur listamanna eða forskrifta- bækur, sem teiknað var eftir. Þessi íslenzka bók- sem er frá 1400—1420, er sú eina, sem til er í heimnum óskert- Brot slíkra bóka eru ,til í Frakk- landi og víðar. Er þarna margt stórmerkilegra mynda (í'rh. á 8. síðu.X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.