Alþýðublaðið - 11.09.1948, Page 5

Alþýðublaðið - 11.09.1948, Page 5
JLiáugardagur 11. sept. 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Kosningarnar til Alþýðusambandsþings: EG HEF DALITIÐ fylgzt með þeim blaðaskrifum, er birzt hafa sem undanfari þeúra kbsninga, er í hönd fara til þings Alþýðusam- bands íslands, sem halda á um iniðjan nóvember n. k. í blað kommúnista, Þjóð- viljann, hafa ýmsir kommún istar skrifað, svo sem Guð- mundur Vigfússon, Haildór Pétursson,. Eðvarð Sigurðs- son o. fl-; hafa þeir allir, eins og „góðra kommúnista1* er siður, óspart notað alis konar fullyrðingar og fúk- yrði um andstæðinaa sína, íiogið upp sakargiftum um menn og málefni og ■.snúið við staðreyndum, þegar bet ur hentaði í þágu flokks þeirra. Það var síður en svo, að ég undraðist þessi skrif kom múnista, því að af margra ára þekkingu á starfi þeirra og stefnu. veit ég, að þeir nota lygina sem aðalvopn í baráttu sinni', enda í fullu samræmi við trú þeirra, er grundvallast á stefnu Jesú- íta, „Tilgangurinn helgar meðalið“. í gær barst mér í hendur nýútkomið tímarit Alþýðu- sambandsins, ,,Vinnan“, og er þar skýrsla sambands- stjórnar, er þeir kalla ,,Sétt arleg eining eða . . • Opið bréf til allra sambandsmeð- lima frá, miðstjórn Alþýðu- sambands íslands.“. Grein þessi eða skýrsla nær yfir 35 síður tímaritsins og er undir rituð af allri miðstjórn Al- þýðusambandsins, og er Guð geir Jónsson, fyrrverandi forseti sambandsins þar með italinn. Skýrsla þessi öll ber þess glögg merki, að hún er sett saman af aðalblekkinga framleiðanda Kommúnista- flokksins, Jóni Rafnssyni, núverandi __ framkvæmda- stjóra A. S. í.; og mig furð aði mikið að sjá nafn Guð- geirs Jónssonar undir þessari skýrslu, því ég hélt, að ég þekkti hann að því, að vilja heldur hafa það, er sannara reyndist; og getur ekki verið nema tvennu til að dreifa, — að nafn hans hafi verið tekið í heimildarleysi, eða svo hrapallega sé um hann villt í sambúðinni við kommún- ista, að hann hafi gjörsam- lega gleymt öllu, er gerzt hef ur og þekki ekki lengur mis mun á réttu og röngu. Betra hlutskiptis hefði ég óskað mínum gamla starfsfélaga Guðgeiri Jónssyni en þess, að verða viljalaus gólfþurrka kommúnista og vænti ég þess fastlega. að hann hristi af sér slenið og gefi yfirlýsingu úm, hvort réttara er, það, sem hér fer á eftir, eða skýrsla sú, sem nafn hans er undir í ,,Vinnunni“. Af öllum þeim blekkinga- vaðli, er einkennir skýrsluna mun ég ekki svara nema litlu einu, enda ekki hægt í stuttri blaðagrein. og snúa mér ein- göngu að kjarabótum þeim er kommúnistar tala um. Mun ég láta skjalfestar stað reyndir tala, máli! mínu til sönnunar. í skýrslu sinni vilja kommúnistar helga sér og þakka allar þær kjarabæt- tu*. sem orðið hafa á tíma bilitiu 1942—1948, og opnu bréfi nú andsstjórnar og laisamr i !i Alþýðusam I „VI ■ /r birta í því sambandi fals- að Iínurt, er á að sanna þær stórstígu grunnkaups bækkanir, sem orðið hafi á því tímabili UNDIR ÞEIRRA STJÓRN, en það sanna er, að kommúnistar komu ekki í stjórn sam- foandsins fyrr en í árslok 1942 og voru þá í stjórn með Alþýðuflökksmönn- um til síðari hluta ársihs 1944, að þeir með ofbeldi og svikum náðu meiri- hluta á sambandsþingi. í skýrslunni segir að aldrei hafi verið fleiri kjara bótasamningar gerðir en frá 1946—1948 á vegum sam- bandsins, eða ca. 150 samn- ingar. í skýrslu þeirri. er ég gaf á 17. þingi Alþýðusam- bandsins á þingfundi ''18. •nóv. 1942. sem starfandi framkvæmdastjóri sambands ins 1940—42, segir: ,,Á tímaþilinu milli þinga hafa fleiri samningar um kaup og kjör verið gerðir heldur en nokkru sinni áður í sögu verkalýðssamtakanna. Má segja, að flest öll Verka- lýðsfélög á landinu hafi á þessu tímabili gert samninga við atvinnuxekendur tvisvar, og sum jafnvel þrisvar. Þeg ar gengislögin voru numin úr gildi, var ákveðið að segja mætti <upp öllum kjara samningum með tveggja mánaða fyrirvara, miðað við áramótin, og sögðu þá flest félögin upp samningum, enda til þess hvött af þáver andi sambandsstjórn“. Síðast í sömu skýrslu seg ir; ,,Á því tímabili, sem liðið er frá síðasta þingi, hafa um eða yfir 200 samningar verið gerðir um kaup og kjör og árangur orðið eins og áður er lýst“, í skýrslunni er getið helztra kjarabóta, er urðu á tímabilinu, og rtil skýringar skal þess getið, að þessi skýrsla var á enfbn hátt ve- fengd, enda samþykkt af þingheimi, en á þinginu áttu margir kommúnistar sæti, og þar á meðal flestir þeiirra, sem nu eru í sambands- stjórn. Hio falsaða línurit Jóos Rafíissonar. Híð falsaða h’nurit Jóns Eafnssonar og sálufélaga hans viSvíkjandi grunii- kaupshækkunum á að sýna, að engar hækkaiiir hafi átt sér stað frá 1937 —42; en sannleikurinn er sá. að í lok ársins 1940 og í byrjun ársins 1941 gerðu mörg félög samninga og náðu nokkur þeirrö ®®ru- legri grunnkaupshækkun, en öll fengu þau sainnings bundna dýrtíðaruppbót. Báran á Eyrarbakka fékk 27. des. 1940 hækkað grunn kaup á almennri vinnu úr kr. 1,23 á klst. upp í kr- 1,56. Verkalýðsfélag Hólmavík- ur fékk 31- des. 1940 hækkað grunnkaup um 20—30(/c auk ýmissa annarra kjarabóta. Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur fékk 31. des. 1940 allt grunnkaup hækkað um 15%. Verkalýðsfélag Akraness fékk 1. jan. 1941 hækkað grunnkaup háseta og 1. vél- stjóra á ms. Fagranes um kr. 50,00 á mánuði og 2. vél- stjóra um kr- 60,00 á mánuði og 9. og 10. jan. 1941 fékk sama félag grunnkaupshækk un fyrir verkamenn í landi og verkakonur. í nóv. 1941 náðu vagn- stjórar hjá Strætisvagnafé- laginu samningum um stytt- ingu vinnutímans úr 9 klst. í 6 klst. með óbreyttu grunn kaupi, en það samsvaraði 33 % grunnkaupshækkun. Margra fleiri félaga mætti minnast, er náðu samning- um um grunnkaupshækkun og ýmsar kjarabætur, þótt því sé sleppt hér rúmsins vegna; en um þetta segir svo í skýrslu minni: „Óll félögin náðu fullri •dýrtíðaruppbót samkvæmt dýrtíðarvísitölu kauplags- nefndar og flest fengu fé- lögin, og bá sérstaklega fé- lög úti á landi, verulega grunnkaupshækkun, þótt misjafnlega míkil væri, eða frá .ca- 4% til cá. 30%. Af samningum og deilum flestra félaganna hafði Al- þýðusambandið allmikil af- skipti, enda er alveg vísit, að fyrir atbeina þess náðu mörg félög betri samningum en ella hefðu gert, ef þau hefðu ekki notið aðstoðar og leið- beininga sambandsins. Sérstaklega má þó geta þess, að fyrir það að félög- in fóiu yfirleiitt ekki á stað með samninga, án þess að leita fyrst álits sambands- stjórnarinnar um þær kröf- ur, er þau gerðu, vannst stór mikið á til samræmingar kaupgjalds í landinu. Að síðustu rná minnast þess, að fyrir atbe.’na verka lýðsfélaganna og baráttu þeirra fyrir því að full dýr- tíðaruppbót fengist á öll laun má telja fullvíet, að embættismenn, starfsmenn ríkis og bæja, starfsmenn opinberra stofnana og verzl unarfólk, fékk laun sín bætt og dýrtíðaruppbót á sama hátt og verkafólkið“. Á þeim tíma. sem hér um getur,' var Vmf. Dagsbrún utan Alþýousambandsins fyr ir atbeiná kommúnista, en hvort það félag náði kjara- bótum þá. skal óg eftirláta kommúnisturn að upplýsa. Stærsti sigiirinrt án kommúnista. Árið 1942, 8. janúar, voru gerðardómslög sett, en þrátt fyrir bann þeirra um kaup- hækkun, fengu mörg félög og nokkrir vegavinnuhópar hækkun kaups með hinum svo kallaða smáskæruhern- aði, er mest og bezt var skipu lagður af Álþýðusamband- inu; og er kúgunarlögin vonu úr gildi numin. mest fyrir at beina Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins, sendi sam bandið út bréf til allra fé- laganna svohljóðandi: „Kæru félagar. Eins og ykkur er kunnugt, var kaupgjaldsákvæði hinna illræmdu gerðardómslaga úr gildi numið með samþykkt alþingis þann. 25. ágúst s. L, og fékk þessi ráðstöfun al- þingis staðfestingu ríkis- stjóra í gær. Eftir harða1 og skelegga baráttu verkalýðssamtak- anna er því aftur heimtur hinn dýrmæti' réttur samtak- takanna til samninga um kaup og kjör. og rétturinn itil þess að hefja vinnustöðv un, ef nauðsyn krefur, til þess að fá kröfunum fram- gengt. Það bráðabirðgaákvæði er og í hinum nýju lögum, að segja megi upp öllum kaup- og kjarasamningum, sem nú eru í gildi, með viku fyrir- vara. Smáskæruhernaðurinn svo kallaði var nauðsynlegur til að brióta á bak aftur það gerræði, er framið var gagn vart verkalýðssamtökunum með því að taka af þeim rétt inn til ákvörðunar um- kaup og kjör meðlima sinna; en sá hernaður á nú að falla nið ur ,og félögin verða nú að koma fram sem samningsað ilar, þar sem rétturinn til þess er aftur fenginn. Brunabófafélsg íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrif- stofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og hjá umboðs- tnönnum, sem eru 1 hverjum kaupstað. ilboS óskast í gulsmiðáálhöld dánarbús Helga Sigurgeirssonar, ísafirði. Tilboðum sé skilað fyrir 15. oktáber 1948. Réttur áskilnn til að taka hvaða tilboði sem er eða háfna ölum. ÞÓRAEINN HELGASÓN Skólagötu 8 — ísafdrði. AuglýsiS í Alþýðubfaðlnu Allvíðast mun nú greitt töluvert hærra kaup, heldur en ákveðið er í þeim samn- ingum, er síðast voru gerðir af félögunum, og ef því vit- anlega alveg sjálfsagt að fé- lög:n noti sér þá heimild er felst í bráðabirgðaákvæði hinna nýju laga, og segi nú upp núgildandi samningurn og töxtum með minnst vikii fyrirvara, með það fyrir aug 'um, að fá samningsbundna hækkun grunnkaups, stytt- ingu vinmudagsins, greiðslu fyrir veikindadaga og sumar leyfi skv. orlofsfrumvarpi Alþýðuflokksins. Á undanförnum árum hef ur ríkt mikið ósamræmi um kaup og kjör á himum ýmsu stöðum og í hinum ýmsu starfsgreinum. Má svo heita, að sama kaup gilti ekki á neinum-tveim stöðum, mema ef vera skyldi í Reykjavík og Hafnarfirði, og þó ekki að öllu leyti. Ósamræmi retta hefur oft og einatt skapað hin mestu vandræði og oft vérið reynt að bæta úr með. ýmsum ráðum, en ekki tekizt til þessa, enda ekki þær aðstæður fyrir hendi, sem nú eru- Hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli, svo og flutningar á heilum hópum verkamanna frá einum stað til annars til framkvæmda verka, er mik- ils vinnuafls krefjast, hefur skapað tilvalið tækifæri til að samræma kaup og kjör, og það tækifæri má ekki láta ónotað. Öll aðstaða, bæði til at- vinnurekstrar og fyrir fólkið að afla sér lífsnauðsynja, er svo lík á mörgum stöðum, að kauþgjald á að vera eitt og hið sama. T. d. á öllu Aust •urlandi á raunverulega að gilda einn og sami kaup- taxtþ og það má segja um Vestfirði og fleiri staði. í þessu sambandi höfum við átt símtal við nokkuð marga af forustumönnum verkalýðsfélaganna úti á landi, og farið þess á leiit, að félögin hefðu samvinnu um ákvörðun kaupgjalds og samningagerðina yfirleitt. Bezt væri að kjörinn yrði einn fulltrúi í hverju félagi, og kæmu síðan fulltrúar ná- lægra félaga saman á fund til viðræðna um það, hvaða kröfur eigi að gera, ákveða barátt-uaðferðir til að koma kröfunum fram o. is. frv. Nauðsynlegt er, að félögin hafi samflot um samninga, og að allt. sem ger.t er, sé gert í fullu Siamráði við skrif- stofu vora. Hjálagt sendum við ykkur uppkast að samningi, til þess að byggja kröfur ykkar á- í þessu uppkasti er ýmislegt nýtt, ;sem nauðsynlegt er að hafa samningsbundið, og vilj um vér þar sérstaklega vekja Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.