Alþýðublaðið - 25.09.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 25. sept. 1948.
Leifur
Leirs:
I NATTESN STILLE STUND
Opinn gluggi
til hálfs — — —
Ég stari á stjörnurnar,
anda að mér
silfurgeislasindri
næturinnar.
Mig langar til
að syngja óð,
sem enginn hefur áður sungið.
Ást — — —,
Ussnei.
Þvældasta söngvaefni
frá örófi aldanna
Þögnin — — —
Nóttin — — —
O—jæja„
það er eins og mig gruni
að einhver hafi
sungið það áður.
Stjörnurnar — — —
Tunglið — — —
Til munu Ijóð um það.
Nei, — ekkert finnst framar,
sem ekki hefur verið
sungið og gaulað áður,
öldum saman — — —
Utan úr geim
næturinnar
kallar þráin:
To be or not to be!
Syngja
eða hengja sig!
Og ég, sem er snærislaus!
Húrra!
nú hef ég það!
Söngurinn,
sem enginn hefur sungið áður
ómar í sál minni!
Hlustið þið, rí!IIIlS
hlustið þið stjörnur:
Heiður og lof sé þér Elís Ó,
óskömmtuð, miðalaus dýrð —
og þó----------
Leifur Leirs.
STOPPISTÖÐIN
(Frh.)
an ein getur dregiðúr iðrum og
innyflum jarðarinnar og gefið
mannkyninu. Ég tek inn þriá
dropa af þeim blessaða lífselxír
á fastandi maga á morgnana
klukkan hálfátta; fersvo í fimrn
kílómetra gaunguferð og dreg
andann með nösunum; þegar
ég kem heim drekk ég pela af
þorskalýsi, um annað mataræði
veistu nokkuð, svo tek ég inn
sjö dropa af steinolíu klukkan
fjögur að loknum viðhaldstím-
anum og níu dropa klukkan niu
að Itvöldi. Líttámig, góða mín,
ég hef vöðva.
Hún krepti arminn; sló með
handarjaðrinum á upphand-
leggsvöðvann; stálbísefs, sagð-
ún; stálbísefs; forfeður vorir
höfðu stálbísefsa; annars hefðu
þeir ekki getað ort Eddu og
Heimskrínglu.
Hríngrbensla hugsaði ég;
Höskuldur Hvítanesgoði með'
stálbísefs; skyldi eiginmaður-
inn, endaþótt hannsé feitur,
ekki verðað vefja sig innani
ullarreifi þegar hann legst útaf
svo hann meiði sig ekki ef kon
an rekst á hann í rúminu.
Nú skaltu sjá soldið af þeim
viðhaldsæfingum, sem Höskuld
ur Hvítanessgoði hefur uppáboð
ið mér til að varðveita eilífa
æsku; þú iðkar þær með mér
líka, þegarþú ert búin að fáþér
mjaðmaskýlu. Einn — tveir —
einn — tveir.
Og að svo mæltu hófst sá
agalegasti leikur sem ég hef
séð; beygjur aftrábak, beygjur
áfram, beygjurútáhlið, handa-
skellir í gólf, andsog, hvæs,
blástur, alt ígegnum nefið,
hopp, spark. Gervallur likami
frúarinnar eingdist sundur og
saman, hristist, skókst, titraði
og skalf; lék á reiðiskjálfi og
mér dattíhug hvernig menn ku
vera píndir til að játa glæpi
sína og égfann að ég mundi játa
ámig að ég hefði startað heims
styrjöldinni af prakkaraskap ef
ég hefði verið pínd sísvona.
En mestu ósköpin voru samt
eftir því nú varpaði frúin sér
aftrábak á gólfið eins skotin
belja; velti sér þar fram og
aftur; ég minntist glaseygðar
meri sem hafði verið komin að
dauða af hrossasótt og hún velti
sér svona; þá var einsog frúin
læsi hugsanir mínar og hygðist
reka af sér slyðruorðið og yfir-
gánga merina því nú lyftún báð
um fótum frá gólfi og tók að
sprella með þeim, fyrst hægt en
með sífelt auknum hraða, uns-
ún að lokum bar þær svo hratt
að þær virtust að minsta kosti
Framhald.
" Leonhard Frank:...
MATTHILDUR
■a
s
■■■■■■■■»■
hreifst af minningum um
liðna daga og fór að syngja
með.
,,Jæja, þetta hljómaði bet-
ur! Nú megið þið fara heim“.
Meðan stúlkurnar s’treymdu
út, brá fyrir aumlegu brosi
á andliti hans, þegar hann
hugsaði um það, að Rósa
hans hefði líka getað verið
svo æsburjóð og fögur eins
og þessi fallega stúlka fyrir
framan hann.
Hann fór út í garðinn.
Tvær eða þrjár greinar
höfðu dáið. Hann gerði það
sem við átti, hann sagaði
þær af og bar tjöru í sárið.
Á meðan stóð Matthildur
tíu skref frá í grafreitnum
við litla nafnlausa og ó-
merkta leiðið. Hún lokaði
augunum vegna þess að tárin
vildu brjótast fram, og sá
fyrir sér langt niðri í gulri
jörðinni fíngerða beinagrind
Rósu vinkonu sinnar.
Á sömu stundu var móðir
Paulis í annað sinn á þess-
um degi að koma í kring
hjónabandi. Hún sagði að
Siiaf, sem var mjög hændur
að móður sinni, en það var
alltaf góðs viti, væri góður
og hreinlyndur maður og
sagði samvizkulega frá skyld
fólki hans og framtíðarmögu
leikum.
Móðir Matthildar hlustaði
með áfergju. Hinar margvís-
legu hugsanir, . sem ásóttu
hana, ótti hennár og gleði,
og kaffið, sem hún hafði boð
ið gestL sínum, en hún var
óvön að drekka sjálf, hafði
hleypt roða í kinnar hennar.
Matthildur gekk í gegnum
skóginn. Bjartleitur spörfugl
fylgdi henni. Hann flaug á
undan af einu tré á annað,
tísti og beið, náði henni aft-
ur, og það virtist sem allir
fuglamir væru hljóðir til
þess að lofa honum að vera
einum með henni í þessari
órofa þögn, iþar sem ekkert
bærðist nema greinin, sem
hann flaug af og sú, sem
hann settist á næst. Skuggi
hvíldi yfir skógarstígnum.
Hugsanir og tilfinmingar
úr ævintýraheimi bernsku
hennar bám hana blíðlega
yfir í framtíðina með Silaf,
og í hjarta hennar vaknaði
sömgurinn um manninn og
stúlkuna, sem giftust og lifðu
saman vel og lengi, vegna
þess, að þau höfðu ávallt hið
sanna og góða að leiðarvísi.
Hún yfirgaf stíginn og
gekk lengra inn í skóginn —
ýmist í þessa áttina eða hina,
án nokkurs takmarks —
þangað til hún komst skyndi
lega ekki lengra fyrir stórum
rósarumna, sem ómögulegt
var að komast í gegn um.
Hún hafði aldxei fyrr séð
þennan töfraheim í skógin-
um. Hún hiélt áfram og
reyndi að finna stað þar, sem
húm gat komizt í gegn, og
eftir árangurslausa tilraun
var hún allt í einu komin á
sama staðinn- Þessi eldgamli
rósarunni — hann hafði ver
ið barna í hundrað ár —
var hringmyndaður.
Matthildur varð að ýta til
hliðar ósveigjanlegum greina
flækjum alset'tum þyrnum,
með knjám, höndum og oln-
bogum, hún sneri þær og
beygði, og þær stungu hama
oft, til þess að komast í gegn
um runnanm — þangað til
hún loksins komst rifin og
blóðug inn í hringinn.
Dökk fjólublá blóm með
fíngerðum krónublöðum,
sem hún aldrei hafði séð
fyrr, þó að hún þekkti mikið
af blómum, uxu þarna í
þykkum dökkgrænum mos-
anum, sem lyktaði af myglu.
Þegar Matthildur hafði af
klætt sig eins og þegar hún
var lítil stúlka sofnaði hún
þarna í þessum indæla barr
ilmi og angam af villirósum,
og svaf umlukt þessu þyrni-
gerði eins og hún hefði sofið
í hundrað ár.
Ekkert hljóð barst þangað
inn; allt var eins og í álög-
um, litlaust og skýin liðu
uppi yfir.
Aðeins litaglatt fiðrildi,
barst á ská þarma inn og
flaug nokkra sveiga yfir þess
um álagahring, þar sem allt
var í svefni. Það forðaðist
þessi fjólubláu dauðablóm,
en baðaði vængjunum og
settist á aðra ávala öxl Matt
hildar. En á hinni lá vamgi
henmar og hönd hennar. Svo
flögraði það upp á ljósrauð
an hæðartopp og svo upp á
hæsta tindinn, sem voru hné
hennar, en þaðam gat það
bezt séð þessa furðuveru,
sem lá þarna sofamdi á bak-
nu undir furutrjánum. Svo
allt í einu var eins og það
yrði hrætt um að falla í
hundrað ára svefn líka, og
það flaug út úr þyrnigerð-
inu með löngum væmgjatök-
um.
Silaf brauzt ofsalega gegn
um rósavegginn. Hana var
enn að dreyma og hún
heyrði, hwe hann sagði blið
lega: „Bráðum verðurðu kon
an mín“. og vaknaði við koss
■hans-
Mosinn og blómin skinu x
sólinni. Býflugurnar suðuðu
og það skrjáfaði í trjámum.
Allir fuglar sungu fagnandi.
Fjölskrúðugt líf var vaknað.
Hún hafði legið ofan á fing-
urgómum sínum, með hök-
una upp í loftið og hún Ieit
ánægjulega í kringum sig.
Matthildur ilagðist hægt
aftur á bak og hvíldi höfuð
ið á krosslögðum örmum. Nú
sa hún ekkert nema himinn-
inn og þar í framtíð sína
með Silaf.
Hún sá þar uppi fátæklegt
sjúkraherbergi og sjálfa sig
í hvítum hjúkrunarbúningi
lúta yfir veika barnið í rúm
inu, en við hlið þess stóð
engil'l dauðans. Hin sorg-
mædda móðir grætur af því
að hún hefur enga peninga
fyrir meðölum eða læknis-
hjálp. En þá kemur Silaf
með hvorbtveggja, og meira
að segja brauð og mjólk
handa barninu. Engill dauð-
ans brosir alvarlega en hverf
ur á brott.
,,Ó, og ég er konam hans
og get hjálpað honum til
þess“. Hún fann fögnuðinn
streyma um jsig og stökk á
fætur-
5.
Það var aðeins lagt á einn
þriðja hluta af stóra eikar-
borðimu. Diskarnir mynduðu
þríhyrning. Við hornið næst
enda borðsins sat móðir Sil-
afs.
Móðir og sonxir tóku bæði
diskana sína og héldu þeim
skáhallt upp að Ijósinu og
horfðu vandfýsim á þá, og
sögðu. að því miður væru
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
ÖRN: Hvernig líður ykkur? Það
borgar sig ekki, alltaf að svíkja
‘lit. —
(SEINNA við Kára og stúlkuna):
Sjáið þið náungann þai'na fyrir
aftan okkur?