Alþýðublaðið - 10.10.1948, Blaðsíða 5
Stmmvdagur 10. október 1948 ALÞÝÐUBLAglÐ
»
Fimmtugur er í dag
_ FYRRI HEIMS9TYRJ-
OLDIN markaði tímamót í
sögU' íslendinga eins og fjöl-
margra annansa þjóða. Við
nutum góðs af nýjum við-
horfum í stjórr.málum og
breyttri afstöðu varðandi
samskipti þjóðanna. Tilveru-
réttur smáþjóðanna sem
sjálfs'tæðra ríkja var viður-
kenndur. Meginskrefið í
frelsisbaráttu íslendinga var
stigið um það leyti sem hild-
arleikurinn var til lykta leidd
ur, og lokatakmarkið var á
næsta Ieiti.
En um þessar sömu mund-
ir gerðust atburðir innan
lands, sem gáfu unnum sigri
sjálfstæðisbaráttunnar fyll-
ingu og gildi. Þrem árurn áð-
ur en heimssíyrjöldin hófst
var Háskóli íslands stofnað-
ur, og örstuttu síðar rann upp
nýtt íímabil í sögu atvinnu-
mála og stjórnmála á íslandi-
Deilurnar við Dani hættu að
skipta þjóðimii í flokka.
Verkalýðshreyfingin reis á
legg, og nýir stjórnmálaflokk
ar og nýjar stjórnmálastefn-
ur komu til sögu. Iðnbylting-
in hafði haldið innreið sína í
landið, og á skömmum tíma
varð gerbreyting á kjörum
og háttum þjóðarinnar. Fólk-
inu við sjávarsíðuna fjölgaði
með ári hverju eftir að öld
nýtízku sjávarútvegs og iðn-
aðar rann upp. Hliðstæðar
breytingar áttu sér stað á
sviði verzlunar og viðskipta,
fyrst og fremst fyrir atbeina
samvinnuhreyfingarinnar, en
henni óx óðum ásmegin, og
hún vildi og gat látið eftir-
minnilega til sín taka. Af
andlegu lífi þjóðarinnar var
sömu sögu að segja. ' Ungir
menn lögðu stund á ný og
áður óþekkt fræði hér heima
og erlendis. Viðhorfin á sviði
skáldskapar og lista breyttust
og á hliðstæðan hátt. Ein-
angrun íslands var rofin, ný-
ir straumar léku um landið
og nýjar stefnur og skoðanir
mótuðu hugi íólksins. Spá-
sagnir Hannesar Hafsteins,
sem aldamótaárið þóttu fjar-
stæðax draumsýnir, tóku óð-
um að rætast- '
Guðmundur Gíslason Haga
lín kom fram á sjónarsviðið á
árum þessarar víðtæku og
margþættu umbreytingar. —
Fyrsta bók hans, Blir.dsker,
kom út austur á Seyðisfirði
1921. Þá er Hagalín 23 ára
gamall og enn í mótun- En
þessi fyrsta bók hans ber því
vitni, að hann hefur þá þegar
hug á að skipa sér í hina nýju
sveit. Stfandbúar koma út
tveimur árum síðar, og þá er
fyrirheit Blindskerja orðið að
vissu. Hagalín er hálfþrítug-
ur að aldri orðinn fullþrosk-
aður smásagnahöfundur og
ryður þeirri listgrein nýja
foraut með þjóðinni. Þá þegar
velur hann sér efni úr lífi og
s'tarfi fólksins í átthögunum
fyrir vestan og fer að ]íví
leyíi að dærni Jóns Thorodd-
sens og Jóns Trausta, þó að
söguefnin séu oft og eðlilega
ærið ólík. En gerðin er ný, og
stíllinn er nýr, efniviðurinn
er unninn í smiðju ungs mik-
ilhæfs rithöfundar, er numið
hafði af reynslu ,og hefð ann-
arra þjóða íæknitök þeirrar
lislgreinar, sem hann vildi
helga starfskrafta sína og
hæíileika.
Ári síðar gefur Hagalín út
fyrstu skáldsögu sína, Vestan
úr fjörðum. Af henni er svip-
aða sögu að segja og smásög-
unum í Strandbúum- Úr
þessu verður ekki um það
deilt eða efazt, að hinn urgi
vestfirzki rithöfundur er orð-
inn forustumaður á sviði ís-
lenzkr.a bókmennta. Æsku-
maðurinn, sem hætt hafði
skólanámi til að helga sig
blaðamennsku og ritstörfum,
hefur unnið sína fyrstu stóru
sigra. Síðan kemur hvert smá
sagnasafnið af öðru og hver
skáldsagan af annarri, og
hálffertugur að aldri er Haga
lín orðinn einn viðurkennd-
asti og víðlesnasti riíhöfund-
ur þjóðarinnar- Enn færir
hann út ríki sitt og skráir ís-
lendingasögur í nýjum stíl og
nýjar að gerð — með sögum
sínum af Sæmundi og Hjalta,
en þær eru aldarspegill þjóð-
ar á mótum sérkennilegrar
fortiðar og umsvifamikillar
nútíðar.
Það væri vissulega vand-
gert að kveða upp dóm um
það, hver hafi iskrifað bezta
smásögu á íslandi. Hitt þarf
naumast um að deila, að Guð-
mundur Gíslason Hagalín sé
sá rithöfundur íslenzkur fyrr
og síðar,, sem skrifað hafi
flestar. góðar smásögur. Tök
hans á stíl og gerð smásög-
unnar eru slík, að manni, sem
gera ætti úrval úr smásögum
hans, yrði ærið óhægt um vik
að velja og hafna, ef honum
væri einhver stakkur skorinn
um stærð bókarinnar og
hann vildi vinna verk sitt af
samvizkusemi og ábyrgðar-
tilfinningu. Listrænn árang-
ur Hagalíns er tvímælalaust
mestur á sviði smásagnagerð-
arinnar. En vinsældix sínar
og viðurkenningu á hann þó
ekki síour skáldsögum sínum
að þakka. Fjölbreytni hans
nýtur sín þar í enn ríkara
mæli en í smásögunum, og er
þó sízt yfir því að kvarta, að
það ríki hans sé ekki víðlent
og margbreytilegt, en áfang-
arnir þar eru af skiljanlegum
ástæðum skemmri en í skáld-
sögunum, sögufólkið færra
og sögusviðið afmarkaðra-
Skáldsögur Hagalíns eru
margir heimar, og sögur eins
og til dæmis Kristrún í
Hamravík og Blítt lætur ver-
öldin eru svo gerólíkar, að
það verður að teljast furðu-
legt, að þær skuli hafa verið
skrifaðar af einum og sama
mar,ni. Af skáldsögum Haga-
líns er Rristrún í IJamravík
sérkennilegust og persónu-
legust. Blítt lætur veröldin
samfelldust og fíngerðust,
Sturla í Vogum rismest og
stórbrotnust og Konungurjnn
á Kálfskir.ni nýstárlegust að
gerð og margbreytilegust
mynd af tækni og stíl, mót-
un og skoðunum höfundar-
Ins. Það sannar anr.ars
gleggst fjölbreytni efnisvals,
stíls og lýsir.ga Hagalíns,
hversu dóm.ar manna um
skáldsögur hans hafa verið
og eru mismunandi, en slíkt
er hverjurn snjöllum rithöf-
undi s.æmd og viðurkenning-
Hitt er með öllu óviðkomandi
bókmenntagildi skáldsagna
Hagalíns, að nokkrir menn
hafa dæmt þær af óvild og
heimsku, og þess vegna kast-
að að þeim tilUingaskít. Slíkí
er aðeins fastur dagskrárlið-
ur, þegar í hlut á rithöfund-
ur. sem er víðlesinn og dáður
á borð við Hagalín og hefur
borið stílvopn á jafn marga
menn og hann.
Rithöfundarins Guðmund-
ar Gíslasonar Hagalíns verð-
ur naumast minnzt, án bess
að getið sé um leið bók-
menntakynningar hans, því
að Hagalín er tvímælalaust af
kastamestur og fjölhæfastur
rildómari og skáldakynnir
hér á landi. Hann hefur ekki
aðeins ritdæmt fleiri íslenzk-
ar bækur en rokkur annar af
jafnöldrum hans og samtíð-
armönnum. Hann hefur og
um áraskeið sleitulaust
kynnt Islendingum erlendar
bækur og erler.da rithöf-
unda. Þetta starf hefur hann
rækt frá því hann var rit-
stjóri austur á Seyðisfirði.
Hann hélt því áfram eftir að
hann fluttist vestur til ísa-
fjarðar, og aldrei hefur hann
verið afkastameiri í þessu
efni en eftir að hann seí'tist
að í höfuðstaðnum og tók að
gefa sig óskipían að ritstörf-
unum- Það er íslenzkum bók-
mennlum og menningarmál-
um einstakur fengur að jafn
víðlesinn maður, glöggur og
ritfær og Hagalín skuli hafa
látið þennan þátt bókmennt-
anna til sín taka. Þegar
greinar hans um bækur og
rithöfunda koma út í bókar-
formi, munu menn geta gert
sér í hugarlund, hvílík vinna
og ástundun liggur að baki
þessari ritmennsku hans. En
víst er það skiljanlegt, að and-
stæðingar Hagalíns í hópi
starfsnautanna kikni í hnján-
um, þegar hann reiðir að
þeim vöndinn í ritdómum
sínum og greinum-
Af rithöfundinum Guð-
mundi Gíslasyni Hagalín er
mikil og merk saga. En það
er síður en svo, að hann hafi
alið allan aldur sinn við skrif
borðið. Hann veitti um langa
hríð forstöðu bókasafni ísa-
fjarðarkaupstaðar og hóf það
til vegs og virðingar áhrifa-
ríkrar menningarstofnunar.
Hann hefur og um áraskeið
verið athafnasamur stjórn-
málamaður og umsvifamikill
aðili margra og stórþrotinna
verklegra framkvæmda. —
Hann er einn þeirra, sem átt
hafa þátt í mótun hinnar
fVsmhald á 7. síðu
Guðimmdur Gíslason Hagalín.
MÉR hefur verið það ó-
blandin ánægja að hlafa verið
vinur og oft átt mjög r.áin
skipti við Guðm- Gíslason
Hagalín í meíra en þrjá tugi
ára. Þær eru óteljandi á-
nægjustundirnar á þessum
árum, sem ég á að þakka
lestri rita Hagalins og þá
einnig hinum mörgu og heill
ar.di samræðum, bæði um
stjórnmál og lislir.
Hagalín hefuv frá upphafi
verið í mínum augum vest-
firzkur alþýðuhöfðingi, að-
sópsmikill með afbrigoum og
þrunginn undrakrafti til á-
taka. Engum marmi hef ég
kynnzt, sem er meira bár-
áttuglaður en hann, en um
leið gæddur barnslega blíðri
■samúð með þeim, sem eru
minni máttar. Berserkurinn
og barnið er einker.nilega
samofjð í skspgerð og lund-
arfairi hans. Fvrir þessar sak-
ir eru það töfrar máttar og
miskunar, er gera hann oft
ómólstæðilegan-
H.agalín hefur einnig marg
breyíilega strer.gi á hörpu
sinni. Þegar honum tekst
bezt upp, er hann aðdáanleg -
ur riíhöfundur. Hann er
einnig stjórnmálamaður með
glöggva sýn og fast mótaða
síefnu. Alþýðuflokkurinn á
honurn mikið upp að unna-
’ Og vafalaust á hann mörg á-
tök eftir óunnin í stjórnmál-
um. Hann er raunsýnn fjár-
málarnaður við fyrirtæki
fjöldans, en ekki að sama
skapi fyrir sjálfan sig.
Ég þakka Hagalín fimmt-
ugum Í3rrir öll hans afrek —
og fyrir vináttu og trvggð.
MæStum við öll njóía hans
sem allra Iengst!
Stefán Jóh. Stefánsson.
Minningarspjöíd
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru aígreidd i
Verzl. Augustu Svendsen,
Aðalstraeíi 12, og í
Bókabúð Austurbæjar,
Paslor Áxel Vsrner irá Kaup-
heldúT 'fyrirkstur í Iðnó í dag, 10.
okt. kl. 5 síðdegis, en ekki kl. 4.
snriieiKurm
Mesta ráðgáta sögunnar. Hversvegna leyfir
Guð, að styrjaldir, sorg, dauði og bjáning-
'E’i’ nái til bæði seikra og safc^ausra?
Allir velkdfixnir.'