Alþýðublaðið - 12.10.1948, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐfÐ
Þriðjudagur 12- okt. 1948.
Leifnr
Leirs:
A LETTER FOR DJAKK.
It is long tæm síns the ár you
left mí, dír,
and æ am sorrý bóðh dey and
næt.
But æ hóp yo vill kömm
agein sún, mæ dír,
and olþing bí the seim and
olræt . . .
Here ar verý bad tæm síns you
vent avey,
óh, æ wish the armý never had
gönn.
and the camps, hvere ví had it
so djibbý and gey
ere knokked dán, vönn eftir
vönn.
Ol ví görlfrænds of your armý
ar verý blú,
sjort of monney, lövv, brandý
and geims.
Ví vander on the peivments tú
and frú,
and þink of you. vi nivver kan
gleyms.
And, Djakk, kon you bilív it,
— ví kant enný stokkings gett,
neiððer nælons or silks, — isnot
it badd?
Oh, — ví hev tú gó kvæt her-
stræped sún, — æ bett . . .
Djakk . . start the var. . . .
kömm agein. . . . Oh, ví vill bí
gladd!
Leifur Leirs.
STRÆTÍSVAGNASKÝLIN.
Lesendur vora mun reka
minni til. að það vorum vér,
sem fyrstir hófum baráttuna fyr
ir því að reist yrðu skýli á
stoppestöðvum strætisvagna,
þar sem fólk gæti haft afdrep á
meðan það biði. Þessi barátta
vor hefur nú þegar borið þann
árangur, að réttir aðilar hafa á-
kveðið að reisa nokkur skýli til
reynsíu, og þarf ekki að efa, að
f járhagsráð veiti leyfi fyrir fram
kvæmdunum, sem alls ekki
munu geta talizt óþarfari en
tuktúsveggurinn, til dæmis. —
Og þegar væntanlegir farþegar
sitja við gljáplötuborð við spil
eða blaðalestur inni í upphituð
um stoppestöðvarbiðstölum —
og Hannes á horninu og ívar
á efri hæðinni fara að rífast um
hvor þeirra hafi átt uppástung-
una fyrstur. biðjum við þá að
muna að það vorum vér — vér
■— véí--------
STOPPISTÖÐIN
(Frh.)
spektívalaus nema til endanna;
öll húsgögnin virtust alltof lítil
og ekki eiga þar heima heldur
aðeins vera sett þar inn til
geymslu þángað til þau kæmust
í hús með veggjum, kannski
hafði einhver gleymt þeim
þarna. Á dívan lá útsaumsdót;
svart silki hvará prángaði einn
internasjónal páfugl með upp-
spert stél; sumstaðar saumaður
með allavegana litsterkum
þræði; sumstaðar bara hvítar
útlínur eipsog beinagrind og ég
hugsaði: Pedersenan er þá
kvænt; aumingja konan.
Svosem ég þannig hugsaði
var forheingi að litlum bás til
hliðar svipt og fram á gólfið
rixaði kona í trollbuxum úr
hnausþykkum álfyssingi; ber-
fætt í bandaskóm; rauð silki-
blúsa að ofan utanyfir miklum
lifandi brjóstum; þarfyrir ofan
háls og höfuð; höfuðið umvafið
svartri gloríu óstýrilátra lokka,
augun mikil, opin og gleypandi,
varirnar flentar og rauðar; tenn
urnar hvítar og stórar; kven-
maðurinn allur mikill og virtist
eingaungu hugsa með líkaman-
um og hugsa s+erkt.
Framhald.
Auglýsið
í Alþýðublaðinu.
Leonhard Frank.-...
■
MATTHILDUR
■
■
■
mig enginn ofan, af því: ég
skal hxækja a hann, hvar
sem ég sé hainn.“
,,Ó, mamma!“ Hún brosti
og fór að segja henni sögu
sína. í þetta skipti dró hún
ekkert ur.dan- En hún lýsti
árunum sex eins og hún væri
að itala um ókunnan mann.
Hún sjálf var þegar komin á
hina gullnu framtíðarströnd.
,,Já, en hvers vegna sagð-
irðu mér þetta ekki allí í
gær?“
,,Yegna þess að ég er alltaf
,,handalausa mærin“,“ hugs-
aði Matthiidur IJún fann gleð
ina streyma um sig. Konurn-
ar tvær héldu aftur til vinnu
sinnar. Móðir hennar setti
nýjar vaxkökur í vélina-
Matthildur sneri sveifinni.
Eftir nokkrar mínútur fór
dökkgyllt hunangið að
strieyma út úr pípunni. Hún
hélt áfram að snúa sveifinni,
en rak einn fingur í horn-
kennt hunangið og sleikti
hann. Svo sleikti hún örlítið
á sé.r varirnar. Hunangið var
gott á bragðið- Morguninn
eftir fór móðir hennar með
fyrstu lest til borgarinnar og
tók með sér sýnishorn af hun
anginu. Það var sérstaklega
goít þetta ár. Hún bjóst við
að fá hærra verð.
Matthildur hafði oft lofað
að heimsækja Fjólu í nokkr-
ar vikur á búgarðinn, sem
hún bjó á. Hún læsti ú-tidyr-
unum og hélt af stað í svölu
morgunloftinu. Klukkan var
ekki orðin átta.
Enginn maður sást úti á
ökrunum. Á veginum léku
sölnuð blöð sinn síðasta leik
við sól og vind. Gul blöðin á
eplatrjánum bar við bláan
himininn. Lykt af brenndum
kartöfluplöntum barst í
gegnum sólglitrandi morgun-
þokuna-
Haustið var árstíð Matt-
hildar. Með svala morgunsins
á vöngunum og í hjarta .sér
óljósa þrá æskunnar eftir há-
degi lífsins, gekk hún æ
lengra og lengra, hitnaði við
að fara' upp brekkuna og
drakk 1 sig sætan jarðarilm-
inn og sólskinið. Skógarfugl
gargaði, hjarta hennar sló,
augu hennar hvörfluðu lil og
frá. Þarna var héri, þokan
andaði frá sér ilm sínum.
Svöl morgungolan lék um
heitar fæ-tur hennar undir
síðu pilsinu, hún dró andann
dýpra, og svo varp hú.n önd-
inni af óljósri þrá, sem hún
þó fann lítið til veg.na þess
hve velliðan hennar var
mikil. Rauð- og hvítskjöld-
óttar kýr voru á beit inni í
girðingunni rétt hjá þar, sem
Rósa, Fjóla og ' Draumsóley
höfðu leyst upp blóma
klúbbinn sinn, svo að þær
gætu keypt sér límonaði, og
sælgætj fyrir fjármuni
klúbbsins. Matlhildur nam
staðar hrærð og brosti. Tréð
þar;_sem Fjóla hafði losað
sig við lírnonaðið, var orðið
stæfra. Á staðnum þar sem
límönaðisalinn hafði staðið
og beðið eftir stúlkunum í
blómaklúbbnum með marg-
litai"vagninn sinn, stóð nú
bjálkakofi á að gizka mann-
hæðar hár, og þar geymdu
vegagerðarmennirnir verk-
færí“sín á nóttunni.
Raðir ljóshærðu strákarnir
henp-ar Fjólu (sex og átta ára
gamlif) klæddir í nýþvegnar
baðmullarskyrtur, sem strax
voru ornar óhreinar, höfðu
dregið saman þurrar greinar
og þeir vissu hverr.ág þeir
áttu að fara að því að setja
þær upp við einn vegg kof-
ans. Eldri drengurinn var að
kuðla saman dagblaði og
setti það inn á milli greinr
anna, en hinn var tilbúinn
með eldspýtu í hendir-mi.
Þegar Matthildur, sem enn
var niðursokkinn í minning-
arnar, biar hörnd yfir augu sá
hún loga og reyk. Strákarnir
krupu niður við mílusitein-
inn og á honum stóð fallbyssa
á stærð við hendi manns,
þetta var gjöf frá mömmu
þeirra. Þeir hvæstu og líbtu
eftir fallbysisuhljóði í áttina
að eldinum og léku svo að
þeir væru að dæla vatni af
þvílíkUm ákafa að þeir tóku
ekkert eftir því að Matthild-
air stóð við hliðina á þeim.
„Hamingjan góða! Hvað
eruð þið að gera börn?“
Sá eldri setti stút á munn
inn: ,,Við erum að slökkva
eldinn. Við erum í slökkvi-
liðinu“
,„Já einmiitit -—- og þið
urðuð að kveikja eldinn
fyrst.“
Sá yngri brosti, svo að skein
í litlar fallegar tennur. ,,Ef
við slökkvum hann ekki er
húsið alveg ónýtt. En það er
vátryggt. Fyrir milljón- Hann
ístuddi báðum hnefum á
mjaðmir-
Allt í einu vissí Matthild-
ur að þétta voru drengirnir
hennar Fjótu, og gat ekki
stillt síg um að brosa. Hún
stökk yfir skurð og greip þar
grein og reyndi að tv.ístra
brennandi greinunum. Log-
arrir höfðu ekki enn læst sig
í slétta veggi kofans.
„Þegar pabbi ykkar sér
þétta, þá megið þið vara ykk-
ur“.
„Hann gerir aldrei neitt
við okkur“, sagði sá eldri fyr
irlitlega. „Ekki hann! Hann
mundi í mesta lagi segja
mömmu það“. Sá yngri rétti
fram lóíana. ,Ep þá förum
við bara inn í skóg og kom-
um aldrei aftur. Aldrei!“
„Þá mundi þér leiðast,“
sagði sá eldri.
Þá kom fordbíll upp hæð-
ina- Við hliðina á rjúkandi
kofanum istanzaði Fjóla og
steig út. Litla stúlkan henn-
ar, sem var fimm ára gömul
sat kyrr inni í bílnum og
teygði sig til að sjá út.
Þegar Fjóla sá litlu rauðu
fallbyssuniá á mílusteininum
skildi hún allt.
Þegar eldrj. strákurinn sá
móður sína þóttist hann siftja
klofvega á hesti og hoppaði
yfir vegjnn og var svo niður
sokkinn í þetta eins og allt
annað kæmi honum ekkert
við.
„Það er rétt, hoppaðu bara!
Ómyndin þír.i! Komdu hing-
að!“.
Hann hoppaði aftur, það
mátti hann til með sóma síns
vegna, og kom svo hægt til
móður sinnar. Án þess að
segja orð lagði hún hann yf-
ir kné sér-
Hann tók við flengingunni
með hetjulegri þögn og klifr-
aði isvo rólegur inn í bílinn
og hreyfði handhemlana
fram og aftur.
Sá yngri tók á sig stóran
sveig og nálgaðisit bilinn líka
ÞEIR FÉLAGAR stefna nú í átt til
kynlegra klettadranga, sem
gnæfa upp úr eyðimörkinni. — ÖRN: Við skulum athuga þetta
fyrirbæri nánar, karl minn.