Alþýðublaðið - 19.10.1948, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.10.1948, Qupperneq 3
Þriðjudagnr 19. okt. 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 rgni til kyölds í DAG er þriSjudagurinn 19. októfaer. Páll Briem amtmaður fæddist þennan dag árið 1856. Þá eru í dag liðin 2150 ár frá því er Scipio hinn eldri sigraði Hannibal við Zama, árið 202 fyr ir Kristsburð, og lauk þannig öðru púnverska stríðinu með sigri Rómverja hinna fornu yfir Karþagoborgarmönnum. Sólarupprás var kl. 8.30. Sól- arlag verður kl. 17.55. Árdegis- háflæður var kl. 6.50. Síðdegis- háflæður er kl. 19.07. Sól er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.13. Næturakstur: Bifreiðastöðin Hreyfill, sími 6633. Næturvarzla: Lyfjabúðin Ið- unn, sími 1911. Ve<5ri$ i gær í gær klukkan 15 var norð- an kaldi um allt land, stinn- ingskaldi á Suður og Suðvestur landi en lygnari vestan lands og á Vestfjörðum. Úrkomulaust var um allt land, og léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi, en skýjað nyrðra. Á Norðurlandi var kaldast á Möðrudal á Fjöll- um, 4 stiga frost, en heitast 2 stiga hiti á Akureyri. Sunnan lands var hiti frá 0 og upp í 6 stig, heitast á Loftsölum. í Reykjavík var 3 stiga hiti. Flugferðir LOFTLEIÐIR: „Geysir“ er væntanlegur frá New York síðdegis í dag; fer til Kaup- mannahafnar í fyrramálið. , Hekla“ er í Amsterdam. AOA: í Keflavík kl. 8—9 í fyrramálið frá New York, Boston og Gander til Kaup- mannahafnar og Stokkhólms. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7.30, frá Akranesi kl. 9; frá Reykjavík kl. 14, frá Borgarnesi kl. 18, frá Akranesi kl. 20. Hekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er í Reykjavík, og fer héðan næstkomandi föstu- dag austur um land til Akureyr ar. Skjaldbreið var á Siglufirði í gær á leið til Akureyrar. Þyr- ill var í Skerjafirði í gær. Foldin var á Skagaströnd í gærmorgun, fer þaðan til Gríms eyjar, lestar írosinn fisk. Linge stroom er á Siglufirði. Reykja- nes var í Bolungavík í gær- morgun, verður á. Siglufirði í dag. Lestár frosinn fisk til Ítalíu. Brúarfoss er í Leith. Byrjaði að lesta í gær. Fjallfoss fór frá Reykjavík 5. þ. m. til New York. Goðafoss fór frá Rotter- dam í gærkvöldi til Kaupmanna hafnar. Lagarfoss kom til GrGebbestad í Svíþjóð í fyrra dag frá Siglufirði. Reykjafoss fór frá Gautaborg 14. þ. m. Væntanlegur til Reykjavíkur dag. Selfoss fór frá Siglufirði síðdegis í gær til Hólmavíkur. Tröllafoss fór frá Hahfax 13. þ m. til Reykjavíkur. Horsa fór frá Leith 15. þ. m. Væntanleg til Reykjavíkur í dag. Vatnajök ull fór frá Hull 16. þ. m. til Reykjavíkur. Biöð óg tímarit Nýtt útvarpsblað hefur hafið göngu sína. Flytur það margs KROSSGATA nr. 124. Lárétt, skýring: 2 Hæsti, 6 tveir fyrstu, 8 stefna, 9 kljúfur, 12 hávaðinn, 15 þúfurnar, Ið létt, 17 frumefnij 18 rneðvit- undin. LóSrétt, skýring: 1 Bleyta, 3 öðlast, 4 mikla, 5 tveir eins, 7 hlé, 10 barin; 11 kappsamar, 13 hryssa, 14 atviksorð, 16 hlýt. LAUSN á nr. 123. Lárétt, ráðning: 2 Súlna, 6 ak, 8 raf, 9 Rín, 12 flóknar, 15 trall, 16 snú. 17 T A, 18 skass. Lóðrétt, ráðning: 1 Karfi, 3 úr,. 4 lasna, 5 Nf; 7 kíl, 10 nótna, 11 örlar, 13 krús, 14 alt, 16 S K. konar greinar og myndir varð- andi dagskrárefni útvarpsins. Embætti F. K. Warren, vararæðismað ur íslands í Halifax í Banda- ríkjunum, andaðist 2. október síðastliðinn. Söfn og sýningar Listsýningin, Freyjugötu 41. Opið kl. 14—22. Septembersýningin í sýning- arskála myndlistarmanna. Opin kl. 11—23. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13—15. Nátturngripasafnið: Opið kl. 13,30—15. Skemmtanir KVIKM YNDAHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): •— „Carmen" (frönsk). Viviane Ro mance, Jean Marais, Lucien Coedel. Sýnd kl. 9. — „Ding Dong V/illiams" (amerísk). Sýnd kl. 5. Nýja Bíó (sími 1544): — , Raunasaga ungrar stúlku“ (ensk). Jean Kent, Dennis Price. Flora Robson. Sýnd kl. 9. ,,Glapræði“ (amerísk). Sýnd kl. 5 og 7. Ausíurbæjarbió (sími 1384): ,,Á elleftu stunöu“ (ensk). — Raymond Loweil, Jean Kent. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — ,,ÓIympíuleikirnir 1948“' — (brezk). Sýnd kl. 5 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Grunaður um njósnir“ (ensk). James Mason, Lucie Mannheim, Flerbert Lom, Clare Hamilton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): , Flughetjan“ (frönsk). Noel Noel. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Á hverfanda hveli“. Sýnd kl. 8. LEIKHÚS: GuIIna hliðið, sýnt í Iðnó í kvöld kl. 8 síðdegis. (Leikfélag Reykjavíkur). HLJÓMLIST: Guðrún Á. Símonar heldur söngskemmtun í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15 síðd. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Hljómsveít leik- ur kl. 9—11.30 síðd. Ingólfscafé: Spila- og skemmtifundur 11. hverfis Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur kl. 8.30 síðd. Tjarnarcafé: Skemmtifundur Suðurnesjamanna kl. 9 síðd. Otvarpið 20.20 Tónleikar: Kórkaflar úr sálumessu Verdis (plöt- ur). 20.35 Erindi: Mataræði og manneldi, III.: Mataræði á íslandi á komandi tím- um (dr. Skúli Guðjóns- son). 21.00 Tónleikar: Fiðlukonsert eftir Carl Nielsen (plöt- ur). 21.35 Upplestur: „Barnæska mín“, bókarkafli eftir Maxim Gorki í þýðingu Kjartans Ólafssonar (Þor steinn Ö. Stephensen les). 22.05 Djassþáttur (Jón M. Árnason). Söngskemtntun Guðrúnar Á. Símonar. UNGFRTJ GUÐRÚN Á. SÍMONAR er nýkomin heim frá söngnámi í London og hélt fyrstu hljómleika sína að þessu sinni í Gamla Bíó s. 1- föstudagskvöld. Söng- skemmtunin hafði verið boð uð með löngum blaðaviðtöl- um og talsverðu yfirlæti, líkt og þar hefði farið höndum um velviljaður en skamm- sýnn og helzt til um of ákaf ur impressario, en slíkir hafa gert ungum og óráðnum lista mönnum margan bjarnar- greiðann. Þessi fyrirfram bumbusláítur olli því, að margir munu hafa ætlazt til meira af söngkonunni en með sanngirni varð krafizt og hlutu þeir því næstum óhjá kvæmilega að verða fyrir vonbrigðum á söngskemmtun inni, þótt hún væri að ýmsu leyti ánægjuleg. Söngskráin var vönduð og allvel samansett. Fyr^t var aría úr óperunni „Mefistof- ele“ eftir Boito, þá lög eftir Handel og Donaudy, síðan lög eftir Beethoven, Brahms og Bohm, þá fjögur íslenzk lög og loks aríur úr óperun- um -„Ga.vaÉeýiia rusticana“ eftir Mascagni og „Aida“ eftir Verdi. Söngkonan sýndi talsverða raddlipurð og leikni í hrað- gengum tónaröðum og smá- geröu flúri en röddin fær ekki eðlilega framrás, er oft talsvert ,,klemmd“ og sár og jafnvel óviðfelldin á háum tónumi- Miklar líkur eru þó til að þetta kunni að lagast við frekara nám, ef til vill EINN af vinsælustu og víð lesnustu rithöfundum íslend inga, Sigurbjörn Sveinsson, er sjötugur í dag- Sigurbjcirn hefur um ára íugi verið þjóðkunnur mað- ur fyrir ritstörf sín. Hann valdi sér það hlutverk að fylla aútt skarð í bókmennt- um þjóðarinnar, þegar hann hóf að rita endurminningar sínar, barnasögur og ævin- týri, en áður hafði hann feng izt allmikíð við Ijóðagerð, og hana lagði hann -síður en svo á hilluna, þó að rit har.s í óbundnu máli séu í senn meiri að vöxíura og kostum. Sigurbirni var það köllun að gerast brautryðjandi á sviði íslenzkra barnabókmennta. Harn braut brýr fortíðarinn ar að baki sór og valdi sér nýtt framtíðarsíarf, sem gaf honum kost náinna kynna af börnum og unglingum og varð honum tvímælalausl mikils virði varðandi ritstörf in. Bairnabækur hans hlutu strax í upphafi mikla út- breiðslu, og vinsældir þeirra æ síðan má bezt marka af því, að þrátt fyrir fjölmarg- air endurprentanir þeirra hafa þær flestar löngum ver ið ófáanlegar í bókaverzlun- um- Þær hafa selzt upp i hverri útgáfunni af annarri og crðið ómetanleg eign æsk unni í landinu. Jafnframt hafa þær veitt hinum fuil- orðnu lesendum unaðsstund ir sannrar skemmtunar, en það er einmitt aðalsmerki allra góðira barnabóka, að þær eiga einnig erindi til hinna eldri. En rit Sigurbjarnar Sveins sonar hafa og ótvírætt bók- menntagildi, eins og menn geta bezt sannfærzt um af heildarútgáfu barnabóka hans, sem um bessar rnundir kemur út í vönduðum bún- ingi í tilefnj af sjötugsafmæli höfundarins. Fyrra bindi rit safnsins flytur Beirnskuna, sem er kunnasta og vin- sælasta bók Sigurbjarnar Bernskan er ógleymanleg bók, sér í lagi fyrri hluti hennar, _en hann flytur hinar látlausu en' þó mvndríku bernskuminningar Sigur- bjarnar. Síðara bindi rjtsafns ins, sem kemur út fyrir jó-i flytur hins vegar barnabæk ur höfundarins aðrar en Bernskuna: Geisla, þrjú ævin •týri, Æskudrauma og Skelj ar. Söguir þeirra hafa sumar hverjar meira bókmennta- gildi en Bernskan og marka athyglisverðan þroskaferil. Lyklarnir, Svanurinn, Svarti ormurjnn og rauða rósin og Heiðursimerkin, svo að til- greind séu nokkur gieggrJu dæmin, eru ekki aðéins ó- venjuleg.ar og snillcar'.egar barnabækúr. Þær eru smajf sögur, sem bsra því órækt vitni, hvers hefði mátt væn’ta af Sigúrbirni á sviði þeÍTráþ listgreinar- Sigurbjörn Sveinsson hef- Sigurbjörn Sveinsson ur vérið fæddur skáld. I-2arin er skyggn og næmucr á hrn mörgu og yndislegu ævíntýri þess manns, sem Ijær hinu góða o-g fagr.a augu og eyru, •elskar það og dáir og heíur unun af að iáta aðra njóía þess með iséir.' Lifið og tilver- an hefur verið honum skáld legt ævintýri, þótt á skiptifet skin og skuggar, og hann lýs ir því, sem fyrir hann fcer,;á þann hátt, að lesendur hans fylgjast af hrifningu og gleði með því, sem hann ser og heyxir. Þessir eru töfrar Betrnskunná.r og annarra ■ bóka Sigurbjarnar Syeinssoii ar. Bækur Sigurbjarnar.eru raunair glögg og sönn myifcl af manninum, sem færðj þap: í ietur, en hún skýrist að sjálfsögðu og stækkar vio að þekkja Sigurbjörn persónu- lega, ræoa við hann og heyf.a hann segja sjálfan frá. Hann er í tölu þejrra manna, sem vaxa æ meira af kynning- unni og verða ógleýmanleg ir í endurminningunni eftir að leiðir skilur. Maðúr saísn ar þess eins, að Sigurbjórn skyldi ekki skrifa fleiih bæk ur handa vjnum sínum og af- dáendum í hópi barna, 'u:ng- linga og fullorðinna og iær- ast meira í fang. En sá sökn- uður stafar af því, hversu- mikils er um það vert, s.em eftír þennan skemmtilega og sérstæða Íistamaim liggur. f Þeir verða færri en vilja, sem sjá og heyra hið sjöiuga afmælisbarn. En þeir verða því fleiri, sem hugsa til Sig- urbjarnar Sveinssonar í þakklátrj gleði- Helgi Sæmundsson. hjá nýjum kennara. Talsvert virðist skorta á músíkalskt innsæi og næman listrænan skilning á sumum viðfangs- efnúnum, mörg. lögin voru alltof hratt sungin og töpuðu þannig með öllu áhrifamætti sínum. En þetta getur einnig lagazt með aldri og þroska, og ef til vill hefur. eðlilegur taugaóstyrkur átt nokkra sök á þessum misfellum. Fritz Weisshappel aöstoð- aði söngkonuna mjög smekk lega eins og hans er vandi- Söngnum var vel tekið, og varð söngkonan að syngja nokkur aukalög. Sá, sém þessar linur ritar, minnisL þess ekki að hafa nokkru sinr,i séð í húsum inni — nema í blómabúðum og .við jarðaxfarjr — jafnmikið ai blómum og á þessum .hljóm leikum. Komu jafnan b'lóm- vendir, einn eða fleiri, á eft- ir hverju lagi., og fer é'kjd hjá því, að þessi erili allur hafi haft truflandj áhrif á alla viðstadda. Væri ekki- heppilegra og jafnvel áhrifa meira að bexa blómin inn öLl í senn í lok hljómleikanna? J. Þ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.