Alþýðublaðið - 21.10.1948, Blaðsíða 6
8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. okt. 1948.
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
AÐSENT BREF
Ritstjóri góður.
Sagt er, að margur sé bljúg-
ur þegar hann biður. Ekki get
ég samt talið mig í þeim hópi,
og ræður því skapferli mitt, en
hinsvegar get ég ekki neitað að
örlítið mýkri kunni ég að vera
á manninn, sé ég í bónarhug,
heldur en annars.
Og nú langar mig til að biðja
þig um að gera mér greiða. Ég
er nú hniginn að aldri eins og
þú og allir vita; held mér að
vísu enn sæmilega, en má samt
búast við að skjótt taki mér að
hrörna, — eða jafnvel að ég
kveðji þennan heim þá og þeg-
ar.
Ekki er það nú samt svo að
ég ætlist til þess af þér, að þú
farir að undirbúa sálumessurn-
ar mér til handa, enda hef ég
enga trú á þeim, fremur en
Sverrir konungur forðum. Nei,
bón mín er veraldarbundnari,
kunningi, þótt ekki geti hún ef
til vill syndsamleg talizt. Ég
þykist hafa unnið og stritað allt
mitt líf. Ég þykist einnig hafa
farið gætilega með það litla fé,
sem mér hefur áskotnazt. Kom-
inn á gamalsaldur á ég samt
sem áður ekki neitt í sjóði.
Jörðina á ég að vísu skuldlausa
með húsum og áhöfn, en vart
mundi það seljast fyrir hálft
verð einnar lítillar íbúðar í höf-
uðstaðnum. Verður því ævi-
kaupið ekki nein fúlga kölluð.
Að vísu er nafn mitt heiðartegt
og óílekkað; hvorki kennt við
brask, skattsvik né svartamark-
að, — en ekki er það samt neins
virði nú á dögum á peningavísu,
og get ég þess til, að til meira
fjár muni nafn sumra þeirra, er
við allt fyrrnefnt hafa verið
bendlaðir, vera metið í bönkum
og lánsstofnunum landsins.
Kann ég því að vísu ekki svo
illa, að ég megi ekki við una,
en hins vegar þætti mér óneit-
anlega skemmtilegra að ég nú
hefði handa á milli nokkurt fé,
er ég mætti af sjóð stofna með
forsetastaðfestri reglugerð og
" Leonhard Frank: "
MATTHILDUR
síðan dálkslöngum greinum um
göfugan tilgang sjóðsins og
höfðingsskap gefandans, — og
mundi þá fylgja stutt æviágrip
mitt, ásamt mynd og ættartölu.
Nú langar mig til að bíðja
þig að gera annað af tvennu, eða
hvort tveggja. — spyrjist fyrir
um það hjá viðeigandi stofnun-
um og stjórnarvöldum, hvort
mér muni lögum og venjum sam
kvæmt leyfilegt að efna til
happdrættis, er gæfi af sér fé í
sjóð þennan, eða öllu heldur, —
gerði mér kleift að stofna hann,
og hvort mér mundi í því skyni
veitast innflutnings- og gjald-
eyrisleyfi, annað hvort fyrir bif
reið, eður nokkrum rafknúnum
héimilisvélum. Ef svarið verður
neikvætt, sem ég geri ráð L'yrir,
þar eð heiðarlegur sveitamaður
á hlut að máli, bið ég þig að
fara hina leiðina, — en hún er
sú, að kaupa fyrir mína hönd og
reikning nokkra miða í hverju
einasta happdrætti, sem nú er
starfrækt þar syðra, og mætti
þá vel fara svo, að annaðhvort
hefði ég muni til nýs happdrætt
is upp úr krafsinu eða fé til
sjóðstofnunarinnar.
Tilgangur sjóðsins hef ég
hugsað mér að yrði sá, að
vernda minningu sveitamanna
fyrir árásum og illgirni tízku-
rithöfunda. en ekki er víst að
það borgi sig að gera slíkt upp-
skátt að sinni.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
Minógarspjöld
Jón Baldvinssonar for-
seta fást á eftirtöldum stöð
um: Skrifstofu Alþýðu-
flokksins. Skrifstofu Sjó-
tmannafélags Reyikjavííkur.
Skrifstofu VJC.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð-
Laugav. 61, í Verzlun Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbimá Oddssyni, Akra
nesi.
ÚtbreiSið
Aiþýðublaðið!
vegna lágfættari dýrin væru
betri. Eftir ráðum hans hafði
Fjóla keypt nautið ódýrt,
þegar það var aðeins nokk-
urra vikna gamall .
,,Ég ætla að vera kyrr hjá
Elsu,“ sagði vinnumaðurinn
og lokaði dyrunum. í forstof-
unni gerði Fjóla það sama
sem hún hafði gert daginn
sem hún og Matthildur höfðu
mætt fábjánanum henni Júl-
íu á veginum. Hún sneri sér
við, brosti lítið eiít og kyssti
svo Matthildi. ,,Jæja, nú er
hann búinn að skýra út fyrir
þér kúauppeldið. Hvað þessi
maður elskar þig.“
Matthildur fór upp- ;,Hann
ætlar að vera kyrr hjá Elsu!“
Hún brosti af þvi að henni
leið svo vel.
Morguninn eftir var farið
að snjóa og slyddurigning
buldi á þakinu, barði niður
blómin í garðinum og tætti
sundur vetrarkálið og fám
dögum síðar, þegar Fjóla ók
Matthildi heim í bílnum sín-
um, voru engjar, hæðir og
fjarlæg fjöllin orðin alhvít,
eini dökki díllinn, sem sást,
voru svartir skógarnir.
,,Vegna ósamrýmanlegra
skapgerðareiginleika,“ stóð í
skilnaðarúrskurðinum. Og í
raun og veru þá var það á-
stæðan, hugsaði Matthildur
og setti þetta innsiglaða sam-
anbrotna skjal ofan í skúffu.
Hún settist á arinhelluna.
Einum kafli ævi hennar var
lokið. Og nú ætlaði hún að
hugsa um hlutina. Méðan
hún var að hugsa var hún að
prjóna. Ef Silaf hefði ekki
komið svo upp um sig í bréfi
sínu til móður hennar,' hvers
konar maður hann vax, þá
hefði hún fórnað sér vegna
móður sinnar og sál hennar
hefði glatazt- Þetta var þátt-
ur í skapgerð hennar, sem
hún fann að hún varð að
hugsa um.
Þessi rólegi sunnudagur,
þegar ekkert heyrðist nema
tifið í klukkunni og niðurinn
í læknum, var ágætur tími
til umhugsunar.
Frá nýfenginni reynslu
sinni vissi hún að vilji til
sjálfsfórnar gat leitt til sjálfs
eyðileggingar. En þá synd
gagnvárt sjálfum sér dirfist
engin mannleg vera að
fremja. Maður verður að
vernda sjálfan sig. Að syrgja
einnig þegar aðrir syrgja! En
að eyðileggja ást sína til að
forða öðrum fr,á þjáningu —
það má maður ekki gera. Nei,
það má maður ekki gera.
Reyna alla hluti og gera það,
sem rétt er! Maður veit hvað
er rétt. O, maður veit það
alltaf- Maður hefur ekki allt-
af rétt íil þess að láta undan
eins og ,,mærin handalausa11.
Hún hafði reynt það, hún
vissi það og mundi alltaf
muna það-
í langan tíma sat hún á ar-
inhillunni niðursokkin í þess
ar hugleiðingar. Þegar hún
stökk á fætur, hafði hún
prjónað næstum hálfan sokk.
Mikill snjór var í þorpinu
og enn snjóaði. Á pallinum
fyrir framan húsið var
þriggja feta djúpur snjór.
Hún varð að moka aðra götu,
annars kæmust þær ekki út-
Vinnurnaðurinn kom gang
andi í áttina til hússins
klæddur í betri sunnudaga-
fötin sín. Hann losaði hana
við að moka- Hann klifraði
upp á þakið. Mikill snjór féil
niður allt í krin,gum húsið- Á
meðan lagaði hún kaffi.
Á hverjum sunnudegi kom
hann þangað niðureftir ng
losaði þær báðar við erfið-
ustu verkin. Og hann hafði
smíðað tólf nýjar býkúpur
fyrir móður Matthildar, sem
langaði að auka býflugr.a-
rækt sína.
Matthildur setti rauðu hlíf
ina yfir kaffikönnuna- En nú
kom hann, og hún hellti í
bollana. Þau sátu við borðið
eins og hjón, sem e.ru- að
drekka kaffið sitt í ró og
næði. Matthildur var með
ullarsjalið sitt. Þau töluðu
lítið. Hún sjmdi honum það,
sem hún var að prjóna. Ann-
ar sokkurinn var búinn. Þeir
áttu að vera handa honum-
Aldrei hafði neinn búið til
nokkurn hlut handa honum.
,,Eru þeir virkilega handa
mér, Matthildur?“ Þegar
dimma tók fór hann.
,,Það getur ekki haldið
svona áfram miklu lengur.
Og fólkið er farið að tala.“
Hún hélt áfram að prjóna.
En veturinn var rétt að
byrja og hann kom á hverj-
um sunnudegi. Það var alltaf
eitthvað, sem þurfti að gera.
Um vorið gróðursetti hann
mestallt í garðinn þeirra og
málaði baunastilkana og girð
ingarnar með grasgrænni ol-
íumálningu. Brátt kæmi að
því, að hann yrði að fara í
selið, sagði hann. Þá væri
hann e.nn einu sinni kominn
upp í fjöllin-
Guð minn, hugsaði hún,
hvernig endar þetla?
Daginn eftir kom hávaxinn
maður með snöggt, hvítt efri-
vsrarskegg út úr lestinni og
hélt leiðar sinnar inn i þorp-
ið. Hann spurðist fyrir á veit
ingahúsinu. Veitingamaður-
inn benti: ,,Þarna í hvita hús
inu.“
Matthildur opnaði dyrnar
fyrir hann. Maðurinn talaði
bjagaða þýzku, og hún jafn-
vel enn ver.ri e.nsku. Hún
spurði hann, hvort hann tal-
aði frönsku. „Nei.“ En hann
gat þó sagt henni, hver væri
tilgangur farar hans. Hann
var að koma frá hollenzku
Austur-Indíum- Vinur hans
Weston sem hafði verið i Ba-
tavíu í síðusíu þrjú árin,
hafði beðið hann að komast
að þvi hvernig frú Silaf liði.
En dr. Silaf hafði ekki verið
mjög kurteis.
„Við erum skilin.“
Hann ætlaði að segja vini
sínum það. Ilann ætlaði að
senda honum skeyti um það.
Og hvað ar.nað mætti hann
senda honum skeyti um? Var
hún við góða heilsu? Gekk
allt vel hjá henni? Hann bað
hana að fyrirgefa. En að
komast að þessu hafði verið
tilgangur ferðarinnar. Vir.ur
hans bjóst við skeyli, sem
gæfi fullar upplýsingar. —
,,Sehnsúchtig! Er það orðið?
Sehrsúchtig?“
Hún fann hjartað hamast í
brjósti sér- Henni fannst það
vera alls staðar, berja á rif-
beiniri í sér, í hálsinurn á sér,
í eynmum og í hnakkanum.
,,Það er alll í bezta gengi hjá
mér.“ Hún hafði orðið snjó-
hvít-
Hann var mjög feginn að
heyra það. Þess vegna ællaði
hann með hennar leyfi að
játa dálítið fyrir henni um
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs
ORN elding
Í)RN: Mér þykir illt til þess a
vita, ef prófessorinn skyldi vera
í vanda staddur, — og það veit
ég, að hann er. Við verðum að
lenda og láta skeika að sköpuðu-
KÁRI: Ef hann æitti ekki fallega
horfa öðru vísi við.----------
dóttur, maður, kynni málið að