Alþýðublaðið - 23.10.1948, Page 6

Alþýðublaðið - 23.10.1948, Page 6
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 23. okí. 1948. Leifur Leirs: SUMARKVEÐJA Kveðjum vær klökkum róme einn kæran ársins gest, sem fékk að flestra dóme oss fríðust gæðe og bezt. Sól án skömmtunarseðla sá veitte lund með eðla og hvalveiðe höppin mest. Blóm prýddu brekku og lauter við blessaða návist hans; valútu vondar þrauter verst hrjáðu oss utanlanz. Ruglaði marga í ríme rángkúrs á síldarstíme, Árnaspá ei tel sanns. Fróns vors að faðmi blíðum flaug margur loptin blá, mátti í mærum hlíðum milda lystesemd fá; fuglasaung sætt hljómande samt Stefano íslande, Einar og Guðrúnu Á. Flaug þá og fróns af slóðum fulltrúa ærin mergð; stunduðu þing hjá þjóðum, þref, tvist og samningsgerð; bústinn á stéle og bake með baksandi vængjatake flaug Bjarne marga ferð. Gillnuðu geist und belti Gunnar og Ragnar bók; óhöndug fæðing elti, — öfugt kom barn í brók. í jóðsóttar jagi og pínu jorðmóður Guðbrandínu bezt dugði bænin klók. Geislaverkun frá gosi gamallar Heklu sást; fræðinga fyllti rosi, fóru í blöðöm að slást. ■— Útvarpsafneitun Löves — ei meir sönnun behöves en svoddan sannleiksást. — Kveðjum vær klökkum huga kært sumar öllum bezt. Megi oss ei breiska buga böl, skattar; synd né pest. Lát oss ei freisting leiða leið Krýsuvíkur greiða, ■— gef öllum óskafrest. EINMITT ÞAÐ--------— Það dagbiaðið, sem orðhagast er án aðstoðar prentvillupúkans og dönskuvofunnar, kom með nýtt orð á markaðinn fyrir skömmu. Er það orðið „far- selja“. Þar eð þetta nýyrði er nafn á þeim kvinnum; er selja farmiða í Hafnarfjarðarskódun- um, kemur á daginn, að orðið er ekki hugsað eins og orðið ,,mat- selja“ og því síður eins og ,,steinselja“; sem er með öllu ó- hugsað orð, — heldur er það kvenkyn af orðinu ,,sali“, saman ber ;,fatasali“. Samkvæmt þessu verður kona, sem stundar heildsölu, ,,heildselja“„ en ,;smá selja“ leggi hún stund á smá- sölu. Sú er selur gistingu og beina verður'annaðhvort ;,rúm- selja“ eða , beinaselja“. Hugs- anlegt er og atvinnuheitið ,,sjálfselja“ samanber ,,sjálf- sali“. Samkvæmt upplýsingum frá sælgætisframleiðendum, hefur súkkulaði margfalt næringar- gildi samanborið við nautakjöt. Hvað ekki getur kallazt neinn kostur við súkkulaðið, sé þeim vísindum trúað; sem grasæturn ar boða, sum sé að nautakjötið sé ekki aðeins næringarlítið, heldur og baneitraður andskoí't. Samkvæmt því ætti súkkulaðiö að vera allt að því tíu sinnum eitraðra, — og kemux það vel heim við kenningar grasáts- manna því samkvæmt þeim er sú fæða óhollust, sem venjulegt fólk hefur fram að þessu þrifizt bezt af. Leonhard Frank: MATTHiLDUR “ ’ | -'Tf' 1 •-! ! r-' Minn.'ngarspjöld Jón Báldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokfesins. Skrifstofu Sjó_ imannafékgs Reykjavikur. Skrifstofu VJK.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð- Laugav. 61, í Verzlun Valdi mars Long, Hafnarf. og hjá Sveinbirni Oddssyni, Akra nesi e bb'bb ■'dcb ■Hre e sinni dreymt. Móðir hennar grét sárt- Matthildur fór til hennar út í eldhúsið og lagði hendurnar á höggstokkinn. Móðir hennar hjó af henrn hendurnar með kjötöxinni og sendi hana til Silafs, sem setti þunna grisju á blæðandi stúfana. Blóðið vætlaði í gegn. En nú ætlaði hún að hlýða! Farðu þarna yfir í hornið! Þá vafði hún grisj- unni utan af og sýndi honum hendurnar, sem höfðu vaxið aftur! Ég er ekki lengur ,,handalausa mærin“. Ég hef tekið ákvörðun. Hvað þýðir það, að þú hafir íekið ákvörð- un«? Ég hef tekið ákvörðun, sagði hún rólega, og svo vaknaði hún- Dálitla stund var Matt- hildi ekki Ijóst, hvers vegna henni var léttara í huga en nokkru sinni fyrr. Hún sett- ist upp i rúminu. Þá er hún mundi eftir heimsókn manns 'ins, fann hún gleðina streyma um sig- Hana lang- aði ekki að fara aftur að sofa, hana langaði ekki að missa þessa gleðiiilfinningu. Hún lagðist aftur til svefns. En það var aðeins refasvefn, því að hún hélt áfram að opna augun til að fullvissa sig um að þetta væri allt saman satt. Ekki fyrr en himinninn var farinn að grána af döguninni sofnaði hún djúpum, draum- lausum svefni. í skeyti hans var aðeíns þetta: „Bréf á leiðinni. West- on“ Það hafði komið fjöru- tíu klukkutímum eftir komu mannsins. Fritz bakari, sem einnig var póststjóri, kom með það ásamt brauði. ,,Það hefur komið langt að-“ Hún stakk skeytinu í barm sér. Það var öruggasti stað- urinn, og þegar hún dró djúpt andann, fann hún fyrir því og heyrði skrjáfa í því. En í þorpi þar sem aðeins eru sjö hús, er skeyti frá Austur-Indum undanþegið þagnarskyldu póststjómar- innar, Hérna var það, sem minna vár, gert að umtals- efni. Það hafði verið heilmikið talað um nýja garðstólinn, sem móðir Matthildar hafði keypt á svalirnar hjá sér í fyrra. Nágrannakona hennar, sem hélt áfram að horfa á hann og faldi sig á bak við gluggatjöldin, sagði við mann sinn; ,,Þet>ta er bara til að sýnast-“ ,,Og segðu mér nú hver það er, sem sendir þér skeyti frá Batavíu. Allt þorpið er að reyna að geta sér þess til.“ ,.Ó, það er vjnur móður Páulis, sem kom þangað ejnn dag meðan ég dvaldi þar.“ Hún vildi ekkert iáta uppi um það- Hún dró djúpt and- ann og fann tii skeytisins og heyrði skrjáfá í því. ,.Það er sannarlegá undar- legt að hann skuli fara að senda þér skeyti frá Ausíur- lndíum.“ ,,Víst er það, mamma.“ Hamingja hennar var svo mikil, að hún fór að brosa allt í einu eins og þegar blóm opnar krónu sína. „Og hver var maðurinn, sem kom að finna þig í fyrra- dag? Ég frétti af því.“ Það var sjálfur guð, hugs- aði Matthildur. „Svo að þú veizt það líka?“ „Allt þorpið veit það. Hvað vildi hann þér?“ „O, ekkert sérstakt Hann kom bara með kveðju til mín frá Batavíu og spurði hvern- ig mér liði.“ „Og þú ætlar að segja mér að hann hafi komið alla þessa leið frá Batavfu bara þess vegna! Ég held nú bara að þú sért að segja mér ævintýri.“ „Ævintýri — þú segir satt, mamma.“ „Þú hefur ekki skýrt það néitt betur út fyrir mér,“ sagði móðir hennar og fór hugsandi inn í eldhúsið. Fritz bakari mundi ekki vita, hve lengi bréf er á leiðinni frá Batavíu. En kannske að ,,pabbi“ viti það, gamli kenn- arinn hennar- Hún kaus að ganga götuna meðfram ærsla fullum læknum. Þrjár vikur? Fjórar vikur? -—• Maður þurfti aðeins að líta á þetta straumharða vatnsfall til þess að sjá, að fjöllin voru ekki langt undan. •— Eða karnske fimm vikur? Við milusteininn þar sem hríðin hafði skollið á hana forðum, nam hún staðar- Hún | hafði verið fjórtán ára þá. ! Hún settist niður. Rósa hafði dáið. Þetta var svo löngu lið- ið. Hún hvíldi í friði. hún Rósa hennar. Og Fjóla með fallegu börnin sín og mann sinn- Og nú var hamingjan kornin til hennar líka. „Örlagadís, vertu mér hlið- holl!“ Hún málti ekki gráta! Húr ætlaði að gera sjálfa sig verða hamingjunnar og vera ávallt hugrökk! Stóra landakortið, sem hafði alllaf hangið ýfir rúmi Rósu, hékk nú í skrifstofu skólastjórans. Hann sat við skrifhorðið sitt og var að leið rétta stíla- Borgirnar, sem Rósu hafði langað að heim- sækja, voru ennþá undirstrik aðar með rauðu. ,,En hve þú lítur vel út, pabbi.“ ,,Já, hann virðist ekki þurfa mín við strax. Hapn tók konu mína. Hún náði sér aldrei eftir þetta, þú veizt. — En það er fallegt af þér að muná eftir honum gamla pabba.“ Á skrifborðinu stóð mynd af Rósu í skeljaumgerð- Hann fylgdi augn.atilliti Matthildar og rétti henni myndina. .,Hún var einmitt svona. Það var gott, að þessi mynd var tekin- Þetta er sú eina mynd, sem er til af henni.“ Hún mátti ekki fara að gráta! Hún brosti blíðlega og hélt myndinni upp að vanga sínum. ,.Líður þér vel, Matthild- ur?“ Hún mátti ekki láta hann sjá, hve hún var hamingju- söm. Hún dró andann djúpt og kinkaði aðeins kolli. Vissi hann annars, hve langan tíma bréf var á leiðinni héð- an til Batavíu eða frá Bata- víu og hingað? ,,0, næstum því. Það eru reglulegar flugferðir milli Hollands og nýlendna þess.“ ,,Svo! — Geta farþegar komizt þá leið líka?“ ,.Já, ég sagði að það væru reglulegar flugferðir- Pést- flugvélin tfikur líka farþega.“ „Hugsið þið ykkur.“ DG nú Iækka þeir Örn og Kári flugið. Lendingin ítekzt þeim vel, en MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSs ORN ELDING

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.