Alþýðublaðið - 28.10.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.10.1948, Blaðsíða 1
VerSur hann fyrir valinu á þriðjudaginn? Baráttan um forsetakjörið í Bandaríkjunum stendur nú s?m .hæst -og er senn á enda. For- setakjörið fer fram næstkomandi þriðjudag. Hér sést Dewey, forsetaefni rspúblikana, tala fyrir miklum mannfjölda á einum fundi sínum. Vaxandi Kkur þykja vera fyrir sigri 'hans. Ein tilraun enn fil samkomulags? Sfeíán Jóhann !ór ut- an í gær á fund nor- rænna forsætisráð- 1! r B ■ STEFAN JOH. STEFÁNS- SON forsætisráðherra tók sér far með flugvél til Stokkliólms I gærmorgun íil þess að sitja þar fund norrænna forsætis- ráðherra um næstu helgi. Forsætisráðherrarnir munu einnig sitja fund samvinnu- nefndar norrænna alþýðusam- taka, sem 'haldinn verður í Stokkhólmi á laugardag og sunnudag. Byrjað að greiða vinninga af happ- drættisskulda- bréfunum BYRJAÐ var að greiða vinninga af happdrættis- skuldabréfum rikissjóðs 25. þessa mánaðar. Hér í Reykja vík eru vinningamir greidd ir hjá rikisféhirði, en úti á laindi hjá sýslumönnum og bæjarfógétum. Hefur vinu- ingaskráin verið premtuð og getur hver sem vill fengið hana afhenta á þeim stöðum* Bem greiðslan fer fram. Verður ekki fyrst um sinn skotið allsherjarþingsins UTANRÍKISMÁLARÁÐHERRAR VESTUR- VELDANNA, þeir Marshall, Bevin og Schuman, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í París síðdegis í gær þess efnis, að beir væru enn sem fyrr reiðubúnir ti'l þess að vinna að friðsamlegri l'ausn Berlínardeilunnar á grundvelli þeirrar ti'llögu, sem hlutlausu ríkin í ör- yggisráðinu hefðu lagt fram, en Rússland hindrað með neituriarvaldi að samþykfct yrði, og að þeir litu svo á að málið væri enn á dagskrá öryggisráðsins. Þessi yfirlýsing þótti í gærkveldi benda til þess að Vestur- veldin hefðu ákveðið að gera enn eina tilraun til þess að knýja fram lausn Berlínardeilunnar í öryggisráðinu á samkomulags- grundvelli, og að þau ætluðu að minnsta kosti ekki í bili að skjóta málinu til allsherjarþings hinna sameinuðu þjóða. í tilkynningu utanríkismála ráðherranna, sem héldu með sér fund í P.arís á þriðjudag- ■inn og á miðvikudagsmorg- un, segir að þeir hafi athugað gaumgæfilega það, sem fram hefur komið við afgreiðslu málsins í öryggisráðinu á mánudag-inn, og sé ákvörðun þeirra byggð á niðurstöðum þeirrar athugunar. VILJA ÞEIR LOSNA? Meðan þessu fer frarn i París, halda Rússar áfram að byggja upp fjölmenna vopn Framh. á 7. siðu. Elzla eimskip Dan- merkur fórsl í fyrra dag við Finnland KHÖFN í gær. ELZTA EIMSKIP Dan- merkur, ,,CaiT‘, sem var smíð að 1884, fórst á þriðjudaginn í aftakaveðri við Finnlands- strendur. Af áhöfninni, sem valr 15 manns, fórust 14, en að- eins 1 komst liífs af. Segir það vera mlsnotað sem verkfæri Rússlands gegn viðrelsn Vestur-EvrópU MIÐSTJORN BREZKA ALÞYÐUSAMBANDS- INS (TUC) samþykti á fundi í London í gærmorgun, að leggja til að Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna (WFTU), sem stofnað var í stríðslokin með þátttöku Rússlands, og kommúnistar nota nú sem verkfæri fyr- ir Rússland í baráttunni gegn viðreisn Vetur-Evrópu, verði leyst upp; en að öðrum kosti ákvað hún, að brezka Alþýðusambandið skyldi segja sig. úr alþjóða- sambandinu. í tilkyrmingu brezku Al-** : þýðusambandsstjórnarinnar síðdegis í gær um þessa sam þykkt segir, að Alþjóðasam- band verkalýðsfélaganna sé misnotað af kommúnistum á ósvífinn hátt utanríkispólitík Rússlands til framdráttar, en látið torvelda eftir mætti við reisn Bretlands og Vestur- Evrópu. Vilji brezku verka- lýðssamtökin ekki lengur við slíkt una, og hafi því ákveð- ið að segja sig úr alþjóðasam bandinu, ef það verði ekki leyst upp, eins og aðalkrafa þeirra sé. Klofningurinn innan Al- þjóðasambands verkalýðsfé iaganr.a -WFTU) hefur stöð- ugt verið að fara í vöxt, síðan viðreisnarsamtök Vestur-Ev rpu hófust á grundvelli Mar shalláæ'tlunarinnar og' Rúss- ar og fylgifiskar þeirra tóku að misnota alþjóðasamband- ið til þess að skipuleggja og styðja með fjárframlögum sífeíld verkföll í löndum lýð ræðisins í því skyni að hindra viðreisnina. Hefur þetta hvað eftir ann sð verið átalið harðlega af forustumönnum brezka Al- þýðusambandsins, og neituðu þeir meira að segja að taka á móti hinum kommúnistísku móti hinum kommúnistíska, franska ritara alþjóðasam- bandsins, Saillant,. sem full- trúa þess á þingi brezka Al- þýðusambandsins í Margate í haust. Átti alþjóðasamband ið þar því engan futltrúa- Áugljóst þ’ykir, að sam- þykkt brezku Alþýðusam- bandsstjórnarinnar í gær sé upphaf að algerri upplausn alþjóðasambandsins, sem varla muni halda innan sinna vébanda öðrum verkalýðs- samtökum en hinum ófrjálsu, stjórnkúguðu samtökum Rússlands og leppríkja þess. FREGN frá Norsk Telegram Byrá hermir, að norsku síld- veiðiskipin við ísland í sumar hafi veitt samtals 206 810 tunn ur síldar; en í fyrra var veiði þeirra 192 000 tunnui'. lektor í Uppsölum Vildi ekki vera sendi herra Gottwaids. EMIL WALTHER, fyrrver- andj sendiherra Tékka í Oslo og Reykjavík, — hann sagði af sér eftir valdatöku komm- únista í Prag og lifir síðan landfiótta — hefur nii verið ráðinn lektor í téknesku við háskólan í Uppsölum. Frá þessu er skýrt nýlega í ,,Social-Demokraten“ í Kaup- mannahöfn; en þá var Walther staddur þar þeirra erinda að hjélpa tékkneskum flótta- inönnum, sem hann sagði að væru nú orðnir um 20 000. Fjöldi tékkneskra flóttamanna hefur fengið hæli á Norður- löndum, iekki hvað sízt fyrir starfsemi og vinsældir Walt- hers þar. Danmörk enga af- slöðu tekiS til Al- lanfshafsbandalags KHÖFN í gær. FRÉTT, s'em stórblaðiS „New York Times“ flutti á þriðjudaginn, þess efnis, að Svíþjóð hefði boðið Danmörku og Noregi að ábyrgjast öryggi þeirra, ef þau gerðust ekki að- ilar að væntanlegu Norður- Atlantshafsbandalagi, er borin til baka í Kaupmannahöfn. Gustav Rasmussen utanrík- ismálaráðherra neitar því, að nokkurt slíkt tilboð hafi bor- izt frá Svíþjóð, og ekki heldur hafi Danmörk, segir hann, tek ið neina afstöðu til hins fyrir- hugaða Norður-Atlantshafs- bandalags. 1 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.