Alþýðublaðið - 02.11.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.11.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÖ Þriðjudagur 2. nóv- 1948. titfebnli: AlþýS«fl»kkaitam Bitstjórl: Stefáit Pjetorssom. Fréttastjóri: Benedikt Grönitat Pingfréttir: Helgi Sæmnndsaen Eitstjómarsínuir: 4901, 4902. &nglýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasíml: 4906. Afgreióslnsimi: 4900. ABsetur: AlþýðntaúsiS. dlþýS^nrentrmiSjaa fcX Forsetabjðrið í Banda ríkjunum. í ÐAG fer forsetakjörið fram í Bandaríkjunum.' Og á morgun mun það ver:ða kunnugt um allan heim, hVer verður húsbóndi í „hvíta hús- inu“ í Washington næstu fjögur ár. Thomas Dewey eða Hari'y Truman. Engum dettur í hug, að önnur for setaefni, sem fram eru boðin, komi alvarlega til greina við forsetakjörið á annan hátt en þann, að þau, o.g þá frekast Hemry Wallace og Strom Thurmond, geti haft áhrif á það hvor þeirra Deweys og Trumans verði fyrir valinu; en báðir muuu þessir klofn- dngsframbjóðendur fyrirsjá anlega draga fylgi frá Tru man. Þó að úrslita forsetakjörs ins sé hvarveíina um heim þeöjið í milijlium spenningi, 'búast menn í Iöndum lýðræð isins, í Vestur Evrópu, ekki við því, að það myndi hafa neina stefnubreytingu Banda ríkjanna út á við í för með sér, þótt Dewey tæki sæti Trúmans í „hvíía húsinu“ i Washington. Þar vita menn, <að utanríkismálastefna Banda ríkjanna hefur síðan í ófrið arlok verið mótuð af forustii mönnum beggja hinna stóru flokka, demókrata og repú blikana, í sameiningu; og báð ir standa þessir flokkar og forsetaefni þeirra að viðreisn aráæitlun Marshalls og þeirri Btórkostlegu fjárhagslegu; hjálp, sem Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að veita Vestur Evrópu, á grundvelli hennar. En í hinum lokuðu löndum einræðisins, í Austur Evrópu' yirðist mönnum ekki vera þetta nándar nærri eins ljóst. Og vafalaust staíar það af slíkri íáfræði að valdamenn ausíiur á Rússlandi hafa hvað eftír annað gert klunnalegar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, svo sem með lítt dulbúnum yfirlýsing um í viðtölum og á\«rpi um velþóknun þeirra á framboði Wallace. Sjálfsagt hafa slík ar yfirlýsingar rússneskra valdámanna þó sízt orðið til þess, að fjölga stuðnings mönnum hins vonlausa fram boðs hans, þótt vitanlega hafi þær verið kómmúnistum í Bandaríkjunum skipun um að auglýsa fylgi sitt við það. En svo sem nú er komið málum í heiminum mun það verða talinn vafasamur greiði við Wallaee veslan hafs. * Sem sagt: Forsetakjörið mun ekki breyta neinu veru' legu um. utanríkismálastefnu Bandaríkjanna. Hún verður Tvö ólík bréf frá tveimur læknum. — Ólafur Helgason og fatlaði drengurinn. — Eru reglugerð- ir til þess gerðar að útiloka mannúðarsjónarmið? Á SUNNUDAGINN fékk ég tvö bréf af tilefni pistils míns um faílaða drenginn, sem ekki fékk að komast í heimavist Laugarnesskólans af því að hann vantaði nokkra mánuði upp á skólaskyldualdur. Annað bréfið var frá Ólafi Helgasyni lækni. Hitt frá Óskari Þórðar- syni Iækni. Ég birti bæði þessi bréf í tlag orðrétt. Ofsi Ólafs Helgasonar snertir mig ekki og athugasemdir við bréf hans bíða morgundagsins. ÓLAFUR HELGASON lækn- ir segir í bréfi sínu: ,,í dálkum yðar s.l. fimmtudag er ráðizt á mig að ósekju með slíkum fruntaskap og svívirðingum að þess munu fá dæmi. Ég vil því mega bera hönd fyrir höfuð mér fyrst ekki þótti ómaksins vert að gefa mér þess kost áður en þessi furðulegu skrif birtust, Heimavist Laugarneskólans er stofnuð til að veita viðtöku börnum, sem vegna vanheilsu geta ekki stundað nám í skólum bæjarins. Hef ég sem skóla- læknir Melaskólans leyfi til að ráðstafa í heimavistina 5 nem- endum úr þeim skóla í hvert sinn. Hins vegar hef ég ekkert Ieyfi til þess að ráðstafa þangað börnum, sem ekki hafa náð skólaskyldualdri, því að heima- vistin er aðeins fyrir skólabörn. EF FARID VÆRI út á þá braut að taka þangað börn und- ir skólaskyldualdri gæti farið svo að skólabörnin, sem heima- vistin er gerð fyrir, kæmust ékki að, og ekki væri hægt að veita slíkum börnum viðtöku nema að bægja írá skólabörn- unum, sem ein hafa rétt til heimavistarinnar. Annars veit ég ekki betur en að félagið Sum argjöf sé styrkt af ríki og bæ einmitt til þess að annast börn undir skólaskyldualdri og því verð ég að óreyndu að efast um að þau ummæli formanns þess /félags séu rétt höfð eftir, , að sjálfsagt sé að taka drenginn í heimavistina þegar svona standi á“. HVAD ÞESSUM umrædda dreng viðvíkur, vil ég geta pess að móðir hans er vistráðin með hann á heimili höfundar bréts- ins, herra Guðlaugs Rósinkranz. Það virðist svo sem þessi bækl- Eggerf Þorsteinsson kosinn íormað- ungra jafnaðarmanna. Vilhelm Ingimundarsosi skoraðist ein- dregið undan endurkosningu. aði drengur hafi verið til trafala þar, úr því að svona mikið kapp var lagt á að koma honum það- an, meðal annars með því að fá mig til að gera það sem mér var óheimilt. Umhyggjan fyrir hin- um vesæla dreng skyldi þó aldrei stafa af því að þurft hafi að losa heimili herra Rósin- kranz við óþægindi og kostnað og koma honum á opinbert framfæri? Það mun nú hafa íekizt. EN ÞÉR, herra ritstjóri, hikið ekki við að skrifa um mig æru- meiðingar að órannsökuðu máili fyrir það eitt, að ég vil ekki fallast á að gera það, sem ég hef ekki heimild til og hlíti þeim reglum, sem mér eru settar. Ég vil því tilkynna yður að ég hef þegar gert ráðstafanir til þess að láta dæma yður í sektir fyrir ummæli yðar og orð yðar dauð og merk. Það mætti ef til vill verða til þess í framtíðinni að vernda saklausa menn fyrir ó- verðskulduðum árásum yðar.“ ÓSKAR ÞÓRÐARSON lækn- ir segir í sínu bréfi: ,,í pistli yð- ar þann 29. þ. m. veitist GI. R. mjög að skólalækni Melaskól- ans, Ólafi Helgasyni, fyrir að hafa ekki tekið í heimavist Laugarnesskólans lamaðan sex ára dreng. Út af greinarkorni þessu vildi ég mega taka eftir- farandi fram: HEIMAVIST Laugarnesskól- i ans er eingöngu ætluð veikluð- um skólabörnum. sem sökum veikinda hafa dregizt aftur úr við nám og ekki eru fær um að sækja skólanám að öðrum kosti. Það væri því að 'fara út fyrir verksvið og tilgang heimavist- arinnar að taka þangað börn til dvalar, Önnur en skóiaskyld börn, svo lengi sem hún ekki getur veitt móttöku öllum þeim börnum, sem skólarnir þurfa að ,senda þangað. J VIÐ VíTUM UM fjölda mörg tilfelli lík þessu, sem bréfritar- inn minnist á, þar sem mjög æskilegt væri að geta létt undir með aðstandendum veiklaðra og lamaðra barna. En heima- vistin, sem aðeins getur tekið á móti 22 börnum, getur lííið hjálpað þeim stóra hóp barna, Frh, á 7- sjðu. AÐALFUNDUR Félags ungra jaínaðarmanna í Reykja vík var haldinn í Iðnó á sunnudaginn og var fundurinn fjöl raennur. Eggert G. Þorsteinsson var kjörinn formaður fé- lagsins í stað Vilhelms Ingimundarsonar, er baðst eindreg- ið undan endurkosningu að þessu sinni, og vottuðu félags- pienn honum þakklæti sitt fyrir vel unnin störf undanfar- in ár, en undir forustu hans hefur félagið mjög vaxið og dafÁao, Auk Eggers Þorsteinsscaar voru kosnir í stjórnina: Jón Hjálmarsson, Þórarinn Fjeldsted, Guðbrandur Þorsteinsson. Gunnar Jóhannsson og Kristinm Breijðfjörð. í varastjórn voru kosnir: Jósef Sgurðsson, Halldór Gröndal og Árni Þór Víkingur. Rædd voru á fundinum ýmis málefni félagsins auk venjulegra aðalfundarstarfa, og urðu umræður f jörugar. f félaginu ríkir mikill áhugi fyrir áframhaldandi út breiðslustarfs'emi á beim anda sem síðast Mðið vor ríkti þar, og loks byggst félagið auka Eggert Þorsteinsson f fjölbreytni í skemmtana og fédagslífinu almennt. fyrirsjáanlega eftir sem áður byggð á órjúfandi samábyrgð við lýðræðisrlíkin í Vestur Evrópu og viðreisnarhjálp Marshalls þeim til banda. Hitt er ekki ólíklegt, að sig ur Deweys yfir Truman mymdi hafa nokkra stefnu breytingu í för með sér inn anlands í Bandaríkjunum- Að vísu eru flokkar þeirra, repúblikanar og demókratar, báðir borgaralegir flokkar og ekki ýkjamikil] munur á stefnu þeirra í atvilnnumál um og félaígsmálum. Þó mun bað rétt, að repúblikanar séu í þeim efnum íhaldssamari en demókratar, þar sem um bótastefna Roosevelís á, stöð úgt töluverðu fylgi að fagna; og meðal anmarra hefur Tru man ótvírætt reyut að taka sér hana til fyrirmyndar við lausn hinna fjárhagslegu og féiagslegu vandamála eftir sitríðið. Ef til vill yrði: sú stefnu breytmg, sem vænta mætti á þessum sviðum við mainna skipti í ,,hvíta húsinu“ í Washington, þó minni en margur ætlar. Bewey er tal inn vera gætinn stjórinmádá maður og vilja fara bii beggja, hinna frjálslyndari og íhaldssamari. 4 flokki re públikana. Um nokkur straumhvörf í irumanlandsmál um Bandaríkjanna yrði því óserinilega að ræða undir stjórn hans. Teikning Halldórs Pjeturssonar af Gróu á Leiti og Ingveldi húsfreyju. B H B r er Sendum bóknia hvert á land sem er. Erum byrjaðir af afgreiða bókina til áskriíemta. Hringii i sínia 1651 Aðfltsfræfi 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.