Alþýðublaðið - 23.11.1948, Síða 4
4
ALÞÝÐURLAÐÍÐ
Þi-iðjudagur 23- nóv. 1948.
Skýrsla Sfefáns Jóh. Stefánssonar forsætisráðherra á 21. þingi Alþýðuflokksins:
ÞAÐ HEFUR VERIÐ
VENJA undanfariS og frá
henni verður ekki vikið, að
flytja flokksþinginu skýrslu
um helztu stjórnmálin á síð-
asta kjortímabili, og þá sér-
Etaklega með hliðsjón af af-
skiptum og áhrifum Alþýðu-
flokksins á þau. Verður í
skýrslu þessari reynt að
draga fram höfuðdrætti í
viðburðum síðustu tveggja
ára og skýra frá því á hvern
hátt Alþýðuflokkurinn hafi
beitt áhrifum sínum og leit-
azt við að framkvæma, eftir
því sem aðstæður frekast
leyfðu, þau umbótamál,
er alþýðu mættu að mestu
gagni verða og sem í
samræmi væri við markaða
stefnu flokksins í dægurmál-
um, bæði á undanförnum
flokksþingum og einnig af
miðstjórninni milli þinga.
Lætur að líkum að þar
verði að stikla á stóru, því að
tvö síðustu árin hafa verið
all viðburðarík og verður því
eigi unnt að rekjia stjórn-
málasöguna til hlítar, og því
látið nægja að drepa á höfuð-
atriðin, sem frá sjónarmiði
flokksins eru þýðingarmest
og einkenna stjórnmálin á
kjörtímabilinu.
Kjörtímabilið hefur verið
viðburðaríkt bæði innan
lands og utan og Alþýðuflokk
urinn hefur meira en nokkru
sinni fyrr haft afskipti af
málum, fyrst og fremst vegna
þess að hann .tók að sér að
mynda ríkisstjórn, og einnig
í samræmi við stefnu sína, að
láta sem flest nytjamál til
sín taka- Verða svo flokks-
mennirnir að dæma um það
á hvern hátt hefur tekizt hjá
miðstjórn og trúnaðarmönn-
um flokksins, og þá ekki sízt
ráðherrum hans, að inna af
höndum þau þungu störf, sem
þeim voru lögð á herðar á
þessu tímabili.
Stjómarmyndunin
EINS OG ÉG GAT UM í
skýrslu minni til síðasta
flokksþings, stóðu sakir þá
þannig, að í landinu ríkti
stjórnarkreppa, og sásit þá
eigi fyrir endann á því,
hvernig henni myndi ljúka.
Lél ég þá svo um mælt, að
Alþýðuflokkurinn hefði Jýst
því yfir, í samræmi við stefnu
sína og starfsaðferðir fyrr og
síðar, að hann myndi láta
málefnin ein ráða afstöðu
sinni til ríkisstjórnar, og að
hann áliti það skyldu sína,
einmitt eftir síðustu alþingis-
kosningar, að taka á sig á-
byrgð ef því væri að skipta á
framkvæmd málefna, en þó
því aðeins að það gæti orðið
í samræmi við höfuðstefnu
flokksins í innanlands- og ut-
anríkismálum.
Vegna þess að það er í
fyrsta sinn, sem Alþýðuflókk
urinn hefur tekið á sig þá
þungu ábyrgð að mynda rík-
isstjórn, þykir mér hlýða að
skýra frá aðdraganda stjórn-
armyndunarinnar.
Eins og kunnugt er sagði
ráðuneyti Ólafs Thors af sér
hinn 10. október 1946 eftir
að flugvallarsamningurinn
við Bandaríkin hafði verið
samþykktur á alþingi 5. okt.
s- á. Strax eftir þessa lausn-
arbeiðni fór forseti íslands
þess á leit að stjórnin gegndi
störfum þar til annað ráðu-
neyti yrði myndað. Að því
búnu sneri forsetinn sér til
allra formanna þingflokk-
anna, en enginn vildi á því
stigi málsins takast á hendur
að gera tilraun til stjórnar-
myndunar- Varð það því að
ráði að mynda hina svoköll-
uðu tólf manna nefnd, sem í
áttu sæti 3 fulltrúar frá hverj
um stjórnmálaflokki. Tólf
manna nefndin sat lengi á
rökstólum og bar þar margt á
góma. Lét hún safna upplýs-
ingum og þar á meðal fól hún
fjórum hagfræðingum að
framkvæma rannsókn á á-
standi og horfum í fjármálum
og atvinnumálum landsins.
Á meðan tólf manna nefnd
in sat að störfum hófust um-
ræður, óformlegar þó, milli
fulltrúa frá Alþýðuflokknum,
Framsóknarflokknum og
kommúnistum- Hinn 21. nóv.
1946 barst Alþýðuflokknum
bréf frá þingflokki kommún-
ista þar sem farið var fram á
að Alþýðuflokkurinn til-
nefndi menn til þess að
starfa að því ásamt mönnum
frá kommúnistum að þessir
tveir flokkar kæmu sér sam-
an um ákveðinn málefna-
grundvöll, er báðir flokkarn-
ir gætu fylgt fram við samn-
inga um stjórnarmyndun.
Hinn 28- s. m. barst bréf frá
formanni þingflokks Fram-
sóknarflokksins um að Al-
þýðuflokkurinn tilnefndi
menn til þess að koma sér
saman um tillögur að sameig
inlegum málefnagrundvelli
til myndunar ríkisstjórnar.
Bréfum þessum svaraði þing-
flokkur Alþýðuflokksins 29-
nóv. 1946 á þá lund, að flokk-
urinn teldi óviðeigandi að til-
nefna menn af sinni hálfu til
sérsamninga við hina tvo
flokkana, er bréfin höfðu rit-
að, eins og þá væri málum
háttað, þar sem tólf manna
nefndin sæti á rökstólum, en
hins vegar væru menn frá Al-
þýðuflokknum fúsir að eiga
óformleg viðtöl við fulltrúa
frá þessum flokkum.
Upp úr þessu hófust siðan
óformleg samtöl milli þessara
þriggja flokka, er ég hef áður
nefnt, og 3. des. 1946 barst
bréf frá þingflokki kommún-
ista, þar sem sagt var að ólík-
lega horfði um samninga í
tólf manna nefndinni, og
töldu kommúnistar því rétt
að samtölum hinna fyrr-
greindu þriggja flokka yrði
hraðað sem mest mætti
verða. Þessu bréfi svaraði A1
þýðuflokkur 4. desem-
ber s. á- og skírskotaði til
fyrri bréfa sinna. Þegar um-
ræður milli hinna svonefndu
vinstri flokka höfðu staðið
um stund, komu kommúnist
ar fram með tillögu um það
að mynduð yrði það sem þeir
kölluðu vinstri stjórn. Full-
trúar Framsóknarflokksins
Stefán Jóh. Stefánsson á flokksþingi Alþýðufiokksins.
tóku það fram af sinni hálfu
að þeir teldu eðlilegt. að
Framsóknarflokkurinn hefði
forustu um slíka stjórnar-
myndun. Undir það tóku full
trúar kommúnista og sögðu
um leið áð þeir myndu sætta
sig við Hermann Jónasson
sem forsætisráðherra slikrar
stjórnar. Við fulltrúar Al-
þýðuflokksins sögðum að við
þyrftum að ráðfæra okkur
við þingflokkinn, en í honum
var samþykkt 7. des- 1946, að
flokkurinn væri ekki reiðu-
búinn að slá neinu föstu um
það á þeirri stundu hvaða
flokkur, hvað þá heldur mað-
ur, ætti að hafa forustu um
myndun slikrar stjórnar ef
til kæmi, og að enn v'æri ekki
slitið störfum tólf manna
nefndarinnar.
Það var svo að sjá sem
kommúnistar skiptu sér um
þessar mundir í tvær deildir:
Önnur undir forustu Brynj-
ólfs Bjarnasonar tók mjög lík
lega í allar viðræður ^ um
myndun stjórnar með Ólafi
Thors, en hin undir forustu
Sigfúsar Sigurhjartarsonar
leitaði eftir stjórnarmyndun
undir forustu Hermanns Jón-
assonar.
Um miðjan desember 1946
fluttj, forsætisráðherrann Ól-
afur Thors þau skilaboð frá
forseta íslands, að hann teldi
ekki ástæðu til að tólf manna
nefndin starfaði lengur. Rétt
á eftir, eða 17. desember s. á.,
fól forseti íslands Ólafi Thors
að gera tilraun til stjórnar-
myndunar, og tók hann það
að sér-
Ólafur Thors sneri sér þá
þegar til Alþýðuflokksins og
kommúnista og óskaði að
ræða við þá um endurreisn
hinnar fyrri stjórnar. Flokk-
arnir tilnefndu báðir menn fil
viðræðnanna. Eftir því sem
séð varð um áramótin '1946
—1947 voru nokkrar líkur til
að saman drægi um málefni
með Ólafi Thors, Alþýðu-
flokknum og kommúnistum.
Ólafur Thors hafði rætt við
báða flokkana um stefnumál
varðandi eig.nakönnun, við-
skiptamál o. fl. og voru nokkr
ar horfur á að til samkomu-
lags gæti dregið, en hins veg-
ar var mjög mikill ágreining-
ur við kommúnista út af ut-
anríkismálum og þá einkum
um stöður, störf og verka-
skiptingu. 2. janúar 1947
barst Alþýðuflokknum bréf
frá kommúnistum þar sem
þeir lögðu til að kommúnistar
tilnefndu mann til stjórnar-
forustu af Alþýðuflokksins
hálfu eða Alþýðuflokkurinn
marni úr hópi kommúnista-
Hinn 3. s- m. ritaði þingflokk-
ur Alþýðuflokksins kommún-
istum bréf og benti þar á að
Ólafur Thors hefði fyrir til-
mæli forseta íslands tekið að
sér stjórnarmyndunartilraun,
og að umræður stæðu yfir um
það mál milli hans og fulltrúa
Alþýðuflokksins og Komm-
únistaflokksins, og að komm
únistar hefðu ekki síður látið
í það skína í þeim umraiðum
að vel gæti komið tjl mála að
þeir gengju á ný inn í sljórn
Ólafs Thors. En hvað snerti
tillögu kommúnista um að
tilnefna mann af þeirra hálfu
til stjórnarforustu eða að
þeir tilr.efndu man,n úr hópi
Alþýðuflokksins, þá tók þing
floldcurinn fram að hann
vildi sjálfur ráða hverjir
veldust til þeirrar forustu og
yfirleitt vildi flokkurinn
sjálfur ráða vali fulltrúa af
sinri hálfu, án þess að komm
únstar ættu þar hlut að máli
og gerði ráð fyrir að komm-
únistar vildu á sama hátt
ráða sínum trúnaðarmönn-
um og gæti því Alþýðuflokk-
urinn eigi sagt neitt um þetta
á þessu stigi. Þingflokkur Al-
þýðuflokksins varð þess var
að hinn 4. janúar 1947 skrif-
uðu kommúnistar Kjartani
Ólafssyni bæjarfulltrúa i
Hafnarfirði, að þeir hefðu
samþykkt að styðja hann sem
forsætisráðherna og þar með
sem annan fulltrúa í sex
manna stjórn, er Alþýðuflokk
urinn, Framsóknarflokkur-
inn og kommúnistar myr.d-
uðu, að því tilski.ldu að sam-
komulag næðist um mál-
efnagrundvöll.
Óskuðu þeir eflir því að
Kjartan Ólafsson lýsti yfir
við forssta íslands að hann
væri reiðubúinn að gera til-
raun til stjórnarmyndunar.
Þá barst Kjartani Ólafssyni
bréf sama dag frá Hemanni
Jónassyni og Steingrími
Steinþórssyni, þar sem þeir
bein.a þeirri áskorun til hans
að hann reyni að mynda
stjórn, og séu þeir reiðubún-
ir að vinna að því í sínum
flokki, að afla honum stuðn-
ings, ef samkomulag náist
um málefni. Kjartan Ólafs-
son tilkynnti mér strax að
har.n hefði fengið þessi bréf
og óskaði eftir fundi í mið-
stjórn flokksins sem fyrst-
Sagði ég að það væri sjálf-
sagt. _
Að kvöldi hins 7. janúar
1947 átti Ólafur Thors sam-
tal, ásamt fulltrúum frá sín-
um flokki, við fulltrúa frá A1
býðuflokknum og kommún-
istum. Tilkynnti Ólafur
Thors þá Alþýðuflokknum,
að kommúr.istar bæru fram
kröfur, er sér fyndust með
cllu óaðgengilegar. Þeir
krefðust þess að embættis-
maður tæki við störfum utan-
ríkisráðherra af Ólafi Thors,
að Pétur Magnússon hefði
ekki viðskiptamál áfram, cg
þeir væru ásáttir um að Al-
býðuflokkurinn tæki við
þeim, en hins vegar neituðu
þeir að hann fengi fjármálin,
og vildu heldur að þau væru
áfram hjá Sjálfstæðisflokkn-
urn, að koommúnistar fengju
sendiherrann í Moskvu, einn
bankastjóra í Landsbankan-
um og aðalmann í fjárhags-
ráði því, sem þá var ráðgert
að stofna og mun hafa verið
ætlazt til að það yrði Einar
Ölgeirssön. Átti fjárhagsráð
þetta að hafa eftirlit með fjár
festingu, innflutningi og verð
lagseftirlit og e. t. v- aðal-
stjórn á sérstökum iseðla-
banka, er koimnúnistar ósk-
AlþýðubW
vantar unglinga til blaðburðar í þessi
hverfi:
Vesturgötu
Laugaveg
Talið við afgreiðsluna.
Alþýðublaðið. Sími 4900.