Alþýðublaðið - 23.11.1948, Page 6

Alþýðublaðið - 23.11.1948, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ fetlðjudágTir 23- póv. 1948. Útgefandi: Aiþýðuflokknrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Enailía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eftir Alþýðusam- bandsþingið ÓSIGUR KOMMÚNISTA í Alþýðusamba.ndi íslands hefur ært skriffinna Þjóð- viljans. Þeir berja höfðinu við steininn og reyna ekki að íhuga, hvað olli óförum sam- herja þeirra á hinu nýlokna Alþýðusambandsþingi og í fulltrúakosningunum til þess- Málflutningur þeirra er sá einn, að þejr hrúga upp ó- kvæðisorðum um andstæð- inga sína, sem nú hafa tekið við völdum í heildársamtök- um íslenzkrar alþýðu. Þessi málflutningur Þjóð- viljans er svo sjúklegur, að hann nemur ekki gagnrýni af hálfu andlega heilbrigðra manr.a. Kommúnistablaðið lýsir hinum riýkjörna forseta Alþýðusambandsins sem verkfallsbrjóti og ólöglegum fuHtrúa Baldurs á ísafirði; varaforseta sambandsins sem kexverksmiðjufo.rstjóra og og ólöglegum ful'ltrúa Sjó- mannafélags Reykjavíkur og ritara þess sem kosningafals- ara og ólöglegum fulltrúa bif reiðastjórafélagsins Hreyfils! Tveir af meðstjórnendunum úr Reykjavík og Hafnarfirði eru sömuleiðis stimplaðir ó- löglegir fullfrúar! Slíkur er rnálflutningu.r Þjóðviljans um hina ný- kjörnu forustumenn Alþýðu- sambands íslands. Hann er borjnn fram af mön.num, sem ekki vita sitt rjúkandi ráð fyrir reiði og heift- Hann er sjúklegt öskur sigraðra manna, sem vita, að þeir eiga sér aldrei viðreisnar von. * Þjóðviljinn heldur svo á- fram og segir, að meirihlut- inn í miðstjórn Alþýðusam- bandsins hafi eingöngu kom izt á þing þess fyrir svik og að hann sé fólk, sem með lögleysum og kylfustuddu of- beldi hafj sölsað undir sig stjórn heildarsamíakanna. Nú hlýtur skriffinnum kommúnis tablaðsins að skilj- ast það, að þessar sakargiftir þej.rra eru hinni nýkjörnu stjórn Alþýðusambandsins með öllu óviðkomandi. Dylgj ur þeirra og fullyrðingar um svik og kylfuótta á þingi Al- þýðúsambandsins bitna fyrst og fremst á fráfarandi forseta sambandsins. He.rmanni Guð mu.nd'ssyni. Hafi hann breytt eins og hann breytti á sam- bandsbingjnu af ótta við kylf ur lögrenlun.nar í Reykjavík getur Þjóðviljinn sjálfum sér um það kennt, því að hann bjó einmátt til lygasöguna um algert lögregluútboð og stórfelldan kylfubúnað lög- reglunnar í sambandi við Alþýðusambandsþingið. En vafalaust hefur þessi getgáta hans við engin rök að styðj- ast. Hermann Guðmundfeson hafði til að bera þá manns- lund að fara að lögum og Tilkynning eftir dúk og disk. — Þrjú megin- atriði sönnuð. — Um siglingar Ríkisskipa o.. fl. ÉG SÉ að gefin hefur verið út tilkynning um heimavistina í Laugarnesskólanum. Hún mun fram komin af tilefni um- ræðna um lítinn fatlaðan dreng, sem vantaði nokkra mánuði upp á skólaskyldualdur — og var því neitað um vist í þessari stofnun. — í tilkynningunni er minnzt á þessar deilur. Af því tilefni vil ég segja þetta. ÞAÐ ER SANNAÐ, að sam- kvæmt samþykkt bæjarráðs skulu aðeins skólabörn fá vist í heimavistinni, og mega því skólalæknar aðeins ráðstafa slíkum börnum þangað. — Þetta vissi ég, en ég vissi líka, að þessi regla hafði verið brot- in, þegar um alveg sérfstakar ástæður var að ræða — og sízt af öllu vil ég saka nokkurn mann um það, því að miskunn- arverk skal vinna, ef það er hægt, jafnvel þó að það kosti brot á reglugerðum. TILKYNNINGIN STAÐ- FESTIR og þetta. Ekki einu sinni, heldur þrisvar, hefur reglan verið brotin — og að mínu viti allt af vegna þess, að mannúðin og tillitssemin til annarra réði meiru en orðheng- ilsháttur reglugerðar, enda var engu veikluðu skólabarni út- hýst af þeim sökum. — Fatlagi drengurinn átti einskis annars úrkosta en að Ieita á náðir læknisins og biðja um vist — að sjálfsögðu meðan rúm væri autt, en víkja á tímabilinu, ef skólaskylt veiklað barn leitaði eftir vist. EN LÆKNIRINN NEITAÐI, hékk í reglugerðinni, og þó var hefðin fyrir hendi, að veita barni skjól fram hjá reglunum, ef hægt væri — og rúmin voru tvö fyrir hendi og eru enn samkvæmt tilkynningunni. __ Þessa framkomu fordæmdi ég — og það geri ég enn, hversu margar tilkynningar, sem gefn- ar eru út eftir dúk og disk, í von um að meginatriði málsins séu gleymd. — Ég skal sjá um, að þau gleymist ekki. SJÓMAÐUR SKRIFAR MÉR: „Nú er strandferðaskipið „Súð- in“ komin úr viðgerð. Er búið að setja hana í flokkunarflokk skipa, og á hún að standa allan styrkleika eins og önnur haffær skip í næstu fjögur ár. Er hún nú eitt af sterkustu skipum í flotanum og er víst sterkari en mörg af þessum nýju skipum. NÚ ER TALAÐ UM að selja hana, því það sé lítið fyrir hana að gera, en samt er verið með leigubáta og leiguskip. Nýsköp- unarbátarnir voru víst keyptir til þess að fiska í þá, en ekki til vöruflutninga við ströndina. Hér má telja Hvanney og Snæ- fugl. Þessir bátar ganga alltaf. Þetta dregur mikið frá Ríkis- skipum. Ríkisskip byggir skip til að halda uppi strandferðum, en svo koma kaupfélögin með nýsköpunarbáta til að flytja vör ur að og frá sér, sem auðvitað Ríkisskip á að gera. SVO ER EITT, sem Ríkisskip á að gera, að láta „Heklu“ fara til Kaupmannahafnar með farþega og vörur í samráði við Eimskip, á meðan Eimskip hef- ur ekki farþegaskip á þessa leið, því það er hart, að sjá danskt skip, eins og Drottninguna, fara héðan ferð eftir ferð fulla af fólki, fram og til baka. Esjan gæti líka farið nokkrar ferðir til Skotlands, líka á sumrin, þvi það þarf ekki fólksflutninga- skip hér á ströndina á sumrin. Fólkið fer í bílum og flugvélum eins og sýndi sig í sumar er leið. Nóg að hafa Herðubreið, Skjald breið og Súðina í vöruflutning- um á ströndina; þá þyrfti ekki alltaf að vera að hugsa um að selja Súðina; það er skipið, sem hefur dugað landsmönnum bezt við ströndina í síðustu 18 ár. ENDA ER ÞAÐ LJÓT HUG- MYND, að hugsa alltaf um að selja skipin, ef koma þeir kafl- ar, að ekki sé alltaf nóg fyrir þau að gera. Farmanna og fiski- mannasambandið þarf að beita sér fyrir því, að ekkert skip sé selt út úr landinu. Við vitum ekki hvenær þeir tímar koma, að við þurfum á öllum okkar skipum að halda. Það er meira þröngsýnið hjá þeim mönnum, sem ekki sjá annað an alltaf þetta sama: að selja skipin. Nei, seljum ekkert skip, heldur ger- um öll skipin út sjálfir!" reglum á þingi Alþýðu&am- bandsins. Það er gleggsta sönnunin um, að meirih'luti þingsins var löglegur, að póli tískur andstæðingur hans úr- skurðaði, að þingheimur í heild skyldi afgreiða deiluna um kjörbréf fulltrúanna- * Annars gerir Þjóðviljinn sig aðeins að athlægi með þvættingi sínum um, að meiri hluti Alþýðusambandsþings- ins hafi verið ólöglegur. Sé svo hafa öll störf þingsins verið ólögleg. En kommún- i*tar tóku virkan þátt í um- ræðum og afgreiðslu þeirra mála, sem þingið fjallaði um. En ekki nóg með það- Þeir tóku og bátt í kosningunni um forseta þingsins strax.eft ir að kjörbréfin höfðu verið samþykkt. Þeir tóku sömu- leiðis þátt í kosningu forseta og varaforseta sambandsins, svo og meðstjórnenda þess úr Reykjavík og Hafnarfirði. Annar endurskoðandi sam- bandsins næstu tvö ár var rnerra að segja kosinn úr hópi kommúnista og fyrir þeirra tilmæli- Þannig hafa komm- únistar í verki viðurkennt lögmæti Alþýðusambands- þingsins og þeirrar stjómar, er það kaus- Það er skiljanlegt, að kom- múnistar séu sárir yfir úrslit unum á hinu nýlokna þingi Alþýðusambandsins. En þeir máttu ganga að þessum úr- sliturn vísum eftir óstjórn sína og misnotkun á Alþýðu- sambanddnu undanfarin ár. Reiði Þjóðviljans yfir þessum úrslitum verður til þess eins, að þjóðirmi verður ljósara eft ir en áður þvílíkt þarfaverk Alþýðusambandsþingið vann. 1 félagsins verður haldinn í Tjarnareafé mánudaginn 29. nóvember næstk. klukkan 8.30 síðd. DAGSKRA: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Stjórnin. álmannatryggingarnar í Reykjavík m 1 bc Lífeyrisgreiðslum í nóvember lýkur frá og með 25. nóv., hefiast aftur 9. des. — 24. des. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Rafael Sabaíini Þessi sögulega skáld saga, sem gerist í frelsis stríði Am:eríkumanna befur iekki fcomið hér út áð'ur, en er tailin ein af beztu og skemmtileg ustu skáldsögum hans. Þýðandi Tbeódór Arnason. Bókin er 406 bls.' að stærð. Verð kr. 28,00, -en kr. 38,00 í fögru alrexinbandi. Ágæt jólagjöf. Prentsmiðja Áusturiands h.t. Seyðisfirði. Dieseí-rafsföð Hitaveita Reykjavíkur hefur í hyggju að byggja Diesel-rafstöð hjá Reykjum. Stærð henn- ar yrði um 1000 hestöfl. Þeir, sem kynnu að vilja gera tilboð í vélar í slíka stöð, geta fengið útboðslýsingu á skrifstofu Hitaveitunnar. Hitaveita Reykjavíkur Kaupuni hreinar léreftstuskur. AlþýöuprenUmiðjan h.f.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.