Alþýðublaðið - 02.12.1948, Page 4

Alþýðublaðið - 02.12.1948, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÖ Fimmtudagur 2. des- 1948. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ENN EINU SINNI hefur Þjóðviljinn gert erlendar inn- eignir Íslendinga að umræðu efni, en þeita mál hefur um skeið legið í þagnargildi- Nú viðhafa skriffinnar Þjóðvilj- ans ekkj þann gamla sið sinn að fullyrða, hvað þessar eign- ir nemi háum upphæðum í dollurum og íslenzkum krón- um, enda hefux þeim áður orðið hált á þeirri baráttuað- ferð. Nú grípa þeir hins vegar til þess ráðs að staðhaefa, að ríkisstjórn íslands hafi haft aðgang að opinberum banda- rískum skýrslum mn eignir útlendinga vestan hafs. Síðan er ráðizt á ríkisstjórnina með hinu venjulega orðbragði kommúnista fyrir að hafa ekki skýrt þjóðinni frá þess- um niðurstöðum og auðvitað gefið í skyn, .að hér sé um svívirðilega yfirhylmingu að ræða. * Nú vill svo vel til, að Þjóð viljinn tilgrei-nir heimild sína fyrir þessum fullyrðingum, svo að auðvelt er að sann- prófa, hvað er rétt og hvað rangt af þessum ummælum hans. Heimildín er skýrsla Marshallstofnunarínnar til Bandaríkjaþings um athafnir hennar til 30. júní í ár, en þar segir, að bandaríska fjármála ráðuneytið hafj sent út um- boðsbréf 29- maí, þar siem krafizt sé skýrsJna um fryst- ar inneignir (bloeked pro- perty) útlendinga í Banda- ríkjunum eins og þær væru 1. júní. Þjóðviljinn gerir sér lítið fyrir og fuHyxðir, að skýrsl- ur þessar hafi átt að vera greinargerð um allar eignir útlendinga í Bandaríkjunum á þeim tíma, sem hér um ræðir. Vitandi vits eða vegna var.kunnáttu í enskri tungu þýða skriffinnar Þjóðviljans orðin ,,blocked property“ sem eignir útlendinga yfir- leitt í staðinn fyrir frystar inneignir einar, sem átt er við.Svo reyna vesalings menn irnir að tieygja þennan blá- þráð eins og þeir hefðu handa á milll hinn vænsta lopa. * Á þessu tvennu er hins vegar sá meginmunur, að furðulegt er, að því skuli blandað saroan í opinberum umræðum. Lögin um Mar- shallaðstoðina geyma ákvæði um hugsanlega aðstoð Banda ríkjastjórnar til þess að hafa upp á erlendum inneignimi vestan h,afs- Hún hefur og hafizt handa í því efni eins og skýrsla Marshallstofnunarinn ar til Bandaríkjaþings ber með sér- En íjlendingar njóta ekki góðs af þessu ákvæði Marshalllaganna af þeirri Miklar imibætiir fyrirhugaðaí á útliti Reykjavík- ur. — Bernhöftshúsin. — Alþingishússgarður- inn. — Háskólalóðin. — Tjömin. . FEGRUNARFÉLAG REYKJA VÍKUR er farið aS starfa og það má áreiðanlega vænta hins bezta af starfsemi þess. í upp- hafi gerði ég alls ekki ráð fyr ir því, að félagið hefði sjálft miklar framkvæmdir á hendi, ég hafði ekki skilið tilganginn með stofnun félagsins á þann hátt. Þess vegna kom mér líka á óvart það uppþot, sem varð í sambandi við stofnun félags- ins. Mér hafði skilizt, að það ætti fyrst og fremst að vera fé lagsskapur áhugamanna, sem beiítu áhrifum sínum til þess að knýja fram umbætur og bætta umgengnisháttu. HVAÐ SEM LÍÐUR plönun- um, hygg ég, að þetta verði aðalstarfssvið félagsins, og mér skilst, eftir að hafa hlustað á skýrslu formanns þess á fundin um í fyrrakvöld, að starf félags ins beinist nú. þegar inn á þær brautir. Stjórn félagsins hefur starfað vel undanfarið, enda er alllangt liðið síðan formlega var gengið frá stofnuninni. Stjórnin hefur tekið mörg mál til athugunar og rætt við ýmsa aðila og orðið allmikið á gengt. Þetta er rétt leið, en ekki það að félagið standi sjálft beinlínis fyrir stórframkvæmd um. Hitt er annað mál, að sjálf sagt er að félagið leggi fram nokkurn styrk til ýmissa fram kvæmda og þá fyrst og fremst til að hrinda þeim af stað. FEGRUNARFÉLAGIÐ hefur hefur rætt við ríkisstjórnina um lóðirnar fyrir austan Lækj argötu og hin svokölluðu Bern höftshús, sem satt bezt að segja eru orðin höfuðstaðnum til lít- ils sóma. Hefur ríkisstjórnin tekið vel í það að láta laga lóðirnar, laga húsin og jafnvel rífa sum þeirra en síðan mun Fegrunarfélagið og Reykjavík urbær leggja fram fé og starf til að bæta um ýmsa hluti, láta rækta fagran gróður á þessu svæði, setja þar upp bekki o. s. frv. En eins og kunnugt er, stendur nú fyrir dyrum að breikka Lækjargötu. Þá hefur stjórnin rætt við forseta alþingis um opnun Al- þingishússgarðsins, en hann er næsta ókunnur borgarbúum; stjórnendur háskólans um garð svæðið fyrir framan hann og lóðirnar á háskólasvæðinu, og enn fremur rætt við Reykvík ingafélágið um samvinnu, en það vimrur nú að þeirri hug- mynd að prýða í kringum tjörnina og meðal annars að koma upp gosbrunni í henni. Loks hefur nú komizt skriður á það mál, að opna Landakots- túnið, koma þar um blóm- skrúði, bekkjum og gangstíg- um. SAGT ER, að orðin séu til alls fyrst og svo er einnig um þetta. Að vísu er hér enn að- eins um orðin að ræða, en stjórn félagsins hefur nú til- kynnt félagsmönnum, að hún hafi þegar hafizt handa um þessi mál og þeirra er svo að reka á eftir. Þeir gera sig áreið anlega ánægða með það, þó að þetta fáist ekki allt á einu ári. En ef smátt og smátt er haldið í áttina þá er vel, og ég íull- yrði, að ef það tekst á næstu fjórum árum að koma þessum málum fram' sem hér hefur verið drepið á, þá muni bæjar búum þykja sem margt hafi breytzt til mikilla bóta í útliti Reykjavíkur. Á FUNDI FegrunarfélagsinS sagði einn ræðumanna, að hann teldi, að stofnun þessa félags mundi síðar meir verða talinn ein merkasti þátturinn í sögu Reykjavíkur. Ég spái því einn- ig. Fegurð borgarinnar skapar betri borgara, betri menn. íslendingur skrifar bék um ferðalag um þvert Grænland fyrir 35 árum UM ÞVERT GRÆNLAND nefnist nýútkomin bók eftir Vigfús Sigurðsson Grænlands fara, en hann er eini íslend- ingurínn, sem ferðazt hefur þvert yfir Grænlandsjökla. I bókinni eru margar myndir frá Grænlandi og kort um ferðir leiðangur&ins, er Vig- fús fór með. Vigfús Sigurðsson fór til Loksins nýtt skáld með eitthvað ■ nýtt. Er hér á ferðinni snillingur? eftir Jáhann Pétursson er komin út. — Gjörólík bók öllu, sem þér hafið lesið. — Bók, sem verða mun á hvers manns vör- um næstu daga. Verð kr. 36,00. einíöldu ásíæðu að Banda- ríkjastjórn telur sér ekki urmt að hafa upp á eigendum annarra eríendxa inneigna en þeirra, sem frystar voru á ó- friðarárunum og þar af leið- andi hafa verið undir efíirliti henrar; en engar íslenzkar innieignir hafa verið frystar vestan hafs. Hafa tilmæli ís- lenzkra stjórnarvalda um að- stoð Bandaríkjastjórnar til að hafa upp á ínneignum ís- lenzkra manna þar vestra strandað á þessu. * Þjóðviljanum til frekari upplýsingar um þetta mál skal á það bent, að Emil Jóns- son, viðskiptamálaráðherra, gerði fyrir skömmu, að gefnu tilefni, ýtarlega grein fyrir þessu máli á alþingi. Komm- únistar hefðu að minnsta kosti átt að geta skilið þær upplýsingar, sem gefnar voru á góðrl íslenzku, þó að enskan á skýrslu Marshallstofnunar- innar færi fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. En máske hefur það fallið betur í kram þeirra að gefa út bjagaða og raunar alranga þýðingu hinn- ar énsku skýrslu, en að birta íesendum Þjóðviljans ómeng- aðan sannleikann, svo sem hann var fluttur á okkur öll- um skiljanlegu máli af við- skiptamálaráðherra á al- þingi?! Grænlands með dönskum leiðangri og dvaldi þar árið 1912—1913. Foringi leiðang- ursins var J. P. Koch kap- teinn, og meðal leiðangurs- manna var dr- Wegener, þýzki vísindamaðurinn, er síðar fórst á Grænlandú Var Vigfús ráðinn hér til þess að útvega vistir og hesta fyrir leiðangurinn, og síðan fylgdist hann með honum til Grænlands og ferðaðist með leiðangrinum þvert yfir Grænland. Vigfús er fæddur 1875 og dveiur nú hér í Reykjavík. Er frásögn hans byggð á dag- bók, er hann hélt í förinni. Er bókin afburða iskemmtileg og frásögnin skýr og lifandi og lýsir vel þeim fádæma erfið- leikum, er þeir leiðangurs- menn lientu í á þessu ævin- týraríka ferðalagi. MacARTHUR hershöfðingi tilkynnti í gær, að haníi hefði fnestað aftöku japönsku stríðs glæpamannanna, þar sem tveir þeirra hefðu áfrýjað dómum sínum til hæstaréttar Bandaríkjanna, Geir Aðils fréltaritari úWarpshis í Höfn. RÍKISÚTV ARPIÐ hefur ráðið Geir Aðils fréttaritara sinn í Kaupmannahöfn. Geir hefur dvalizt hér í haust, en hann er ritstjóri árbókar ísa- foldar; Hver? Hvað? Hvar? og mun hann hafa farið flug- leiðis til Kaupmannahafnar í morgun- Fréttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn var um mörg ár Per Björnsson-Sood, en hann lézt síðast liðið sum- ar, eins og áður hefur verið getið um, og var Gieit Aðils þá ráðinn fréttiaritairi útvarps ins, og hefur kona hans ann- azt fréttasendingar til út- varpsins msðan Geir: dvaldist hér á landi- SEX RÍKJA RÁÐSTEFNA um Ruhrhéraðið hófst í París í gær. Eiga Bandaríkin, Bret land, Frakkíand, Holland, Belg ía og Lttxenburg fulltrúa á henni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.