Alþýðublaðið - 02.12.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.12.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ w Fimmtudágur 2- des- 1948. HALLÓ, — ELSKAN---------------- Nei, eft það þú sjálf. Sæl og bless,---------- Og þakka þér fyrir síðast, — — — sömuleið is, sömuleiöis, elskan. Hefurðu verið í leikhúsinu —.------já, ég meina það--------— Finnst þér ekki agalegt,. hvað maður- inn verður brjálaður, — svei, mér ef hann lætur ekki alveg eins og vitlaus maður------Já, það getur vel verið, að það sé ætlazt til þess, en finnst þér ekki eins og mér, að á leiksvið inu æíti þó ekki að sýna kulti- veruðum gestum annað en kulti verað brjálæði — — —. Og strákarnir segja, að Steinunn sé í undirkjól frá verksmiðj- unni á Akureyri, — — þarna þú veizt; það sjást alveg hlýr- arnir. En svo ég víki að öðru, ■— nú er síldin víst að koma. Jú, þeir fullyrða það! — — Já, og maðurinn minn, sem í allt haust hefur fullyrt, að hún kæmi aldrei aftur vegna hvals maganna, sem sagt var að flytu út allan fjörð, — hann sagði í mor.gun, að hún kæmi. Sagð- ist alltaf hafa spáð því og bar á móti öllu öðru. Svei mér, ef ég fer ekki að láta taka upp á plötu það, sem hann lætur sér um munn fara í þjóðmálunum á hverjum tíma. — — — Ja, heldurðu að það væri munur að geta bara gengið að radíó fóninum, sett plötuna á og sagt svo um leið og fyrsta urgið heyrist: „Þarna getur þá sjálf- ur heyrt það góði, hverju þú spáðir og hvað þú fullyrtir um þetta fyrir tveim mánuðum síð an. Hlustaðu bara á —--------!“ Já, væri það ekki flott, — — en maður yrði helzt að geta íekið þá á plötuna, þeim að óvörum; annars mundu þeir verða svo hlutlausir og ekki þora að fullyrða neitt, þegar þeir vissu að þetta ætti að not- ast sem sönnunargagn gegn þeim sjálfum seinna meir. — Já, þeir mundu verða alveg eins og þeir, sem flytja erlendu fréttirnar í útvarpið, — ekk- ert þora að segja.----------Já, með kaffið, þar sagðirðu þó satt orð. Þetta er hreint og beint hneyksli. —r------- Búið að bera það út um allan bæ, að það verði gefið frjálst, og svo er það bara sami smásálarauka- skammturinn og í fyrra — — Já, þótti þér hann ekki þunn- ur að halda því fram, þessi Áki þingmaður, að kaífið væri þjóð ardrykkur íslendinga!-----ég hef aldrei heyrt annað eins. Nei, væri það þjóðardrykkur karlmannarina, myndu þeir fyr ir löngu hafa gefið það frjálst. Þeir gættu þess meira að segja að setja aldrei neina skömmtún á sinn þjóðardrykk. Nei, — af því að það var drykkurinn okk ar, — kvenmannanna, — þá er allt í lági. Og svo eru þeir með þessa væmni og bera fram frum vörp, bara til að friða okkur, enda þótt þeir viti, að þau verði.ekki samþykkt, —------- Jæja, elskan; bless — — nei, þeir fara ekki batnandi----—• bless — — — bless — — -— Fegrunarfélagið hélt fund á mánudagskvöldið og var Örfir iseyjarvérksmiðjan meðal ann ars til umræðu. Vér höfum ekki frétt neitt af' fundinum, pem vér þorum að taka ábyrgð á, en hins vegar höfum vér heyrt, að formaður hafi lofað að koma á frainfæri við borg- arstjóra harðorðum mótmælum gegn því að bygging sxldarverk nmiðju yrði nokkurn tíma haf in á þessum stað, og að hann hafi af sjálfsdáðum boðizt til að fylgja þeirri tillögu eftir með dugnaði og harðfylgi. Þá höfum vér og heyrt að dr. Guðbrand- ur Jónsson hafi borið fram traustsyfirlýsingu á formann fyrir vikið, og hafi ágirndin á beinum forfnanns skinið út úr honum, er hann bar fram tillög una. Tökum vér fram, að þetta munrvera ly.gi, — en hins veg ar er ekki óliklegt að einhvern tíma verði gefin út bók eða ritgerð um verksmiðjumálið, eftir doktorinn eða einhvern annan, og er henni þá sjálf- valið heitið: „Furður Örfiris- eyjar“. Kdld borS og helfur vefrlumafur serjdur út un aillan bœ- SÍLÐ & PISÍÖJF Lesið Álþýðublaðið! Leonhard Frank: MAITHI hildar var gerður af meiri smá munum en þetta, hún færði Barböru litlu tvíböku. Ársgam alt barnið stóð í hvítu ti'éstí- unni sinni í skugga jasmínu- runnanna, sem þegar voru farn ir að springa út hér og þár. Hún fleygði tvíbökunni sinni út á grasflötina og' hristi fang- elsið sitt eins og api hristir rimiana í bxiri sínu. Það var af einskærri lífsgleði. í júlí stóð garðurinn í mest um blóma. Matthildur naut sumarsins betur og betur á- samt barni sínu. Barbara hafði blá augu og ljóst lifandi hár, og þrátt fyrir fíngerða litla andlitið var hún mesti harð- stjóri. Svarta tíkin, sem hefði án þess að hika hent sér á brugðið óvinasverð í varnar- skyni fyrir Matthildi, var allt af með þeim. Þegar Weston leit upp frá skrifborði sínu og sá Barböru í barnavagninum sínum, tíkina, hvolpana þrjá, kolsvarta, snuðr andi í grasinu, hvíta köttinn, sem var nýkominn, og Matt- hildi, sem var eins og fögur helgimynd, öll í hóp, hugsaði hann: Nú get ég skráð það með góðri samvizku, að Hinrik 8., Englandskonungur, átti sex konur og var geggjaður. Næstu árin kom ekkert sér- stakt fyrir í lífi Westons og Matthildar. Þau höfðu daglega gleði af barni sínu, sem var hraust -og dafnaði vel. Weston lauk við annað bindi af sögu Englands, og Matthildur setti sér það erfiða hlutverk, að ala Barböru þannig upp, að hún yrði ekki „handalausa mærin“, en léti samt ekki stjörnuna deyja í hjarta sér. Hættan kom að utan. Hið illa, sem hafði átt sér stað í nágrannalandinu og hafði eftir því sem árin liðu orðið ógn alls heimsins, óstöðvað af þeim öflum, sem hefðu átt að koma í veg fyrir það í tíma, og ógn- aði þeim líka. Weston og þýzki sagnfræð- ingurinn sátu stöðugt við út- varpið þegar von var á úrskurð inum umlþað, hvort Frakkland mundi standa við samnings- skxildbindingar sínar gagnvart Tékkóslóvakíu, sem var undir búin að hefja varnarstríð með Rússaveldi að baki sér. Þegar enski forsætisráðherr- ann var farinn tíl Múnchen til þess að afhenda Þjóðverjum þetta litla lýðveldi, sagði West on og starði vandræðalega á útvarpið: „Hann vill snúa þýzku hernaðarvélinni gegn Rússum. Það ætti ekki að koma okkur á óvart, þó að Rússland sem er stjórnað af greindum og tx-austum manni, reyndi nú að- koinast að samkomulagi við Þýzkaland sjálfu sér til varn- aiy! --.Eftir nokkra, þögn sagði þýzki sagnfræðingurinn, með b'eirrí vonlausu ró þeirra, er ajlt, hafa misst: „Því er öllu lokið. En getur þú skilið þetta uridanhald?" “"#eston lokaði fyrir útvarp- ið. Hann sagði, að þeim, sem þessi rnaður væri fulltrúi i:yrix\ væri England ekki meðtalið og heimurinn mundi ekki láta uixdan síga . fyrir Þjóðverjum. En stefna þessa manns ætti eft ir að kosta líf nokkurra mill- jóna 1 viðbót. Weston skalf af æsingu. Matthildur hefði ekki trúað því„ að hann gæti misst svo sjáffstjórn. Hún setti whisky- glösin á borðið og hljóp svo út tíl Barböru, gripin annarleg um ótta. Barbara sat í stól og var að skrifa. Hárlokkur féll ofan í andlit hennar og erti varir hennar, sem hún hafði sarnan klemmdar meðan hún skrifaði. Án þess að líta upp spurði hún: „Mamma, í sann- leika sagt, hvort skrifar , þú amen með einu m eða tveim- ur?“ Hún var fimm ára göm- ul. Nú minntist Matthildur þess, eins og oft á umliðnum árum, að á spítalanum hafði hún hugsað nokkrum tímum áður en Barabara fæddist: „Ótrú- legt, að eftir stuttan tíma muni barnið mitt læra málið, sem mennirnir voru yfir milljón ár að skapa“. „Þú skrifar amen með einu m í sannleika sagt“, sagði hún glaðlega, og Iaut yfir Barböru og örkina, sem hún hafði skrif að á amen fimmtíu sinnum. „Þá get ég bara strokað það út. Þú veizt, mamma, að ég elska að stroka út, í sannleika sagt“. í nokkrar vikur hafði húri notað þetta orðatiltæki í tíma og ótíma. Daginn áður hafði hún beðið úm skæri. Hún þurfti svo mikið að klippa út myndir. Hún sagðist þurfa þess svo. Matíhildur hafði sagt: ,,Ég skyldi fegin gefa þér svo- lítil skæri, ef ég væri ekki hrædd um að þú meiddir þig í fingurna“. í heila mínútu lxafði Bar- bara gengið þegjandi milli Westons og Matthildar, og svo hafði hún sagt: „Mamma, ef þú gefur mér ekki skæri, þá get ég ekki sýnt þér, að ég muni ekki meiða mig, í sann- leika sagt“. „Nú verðurðu að kaupa skæri handa henni“, hafði Weston sagt, rök dóttur hans höfðu alveg sigrað hann. Þýzki sagnfræðingurinn, sem fyrir útlegðina hafði hlot- ið band Heiðursfylkingarinnar fyrir bók um Frakkland, fór til Parísar í þeirri von, að hann gæti flutt fyrirlestra við Sor- bonne. Sumarið 1939 fór Barbara í skóla. Það var tímabil, þegar hundruð þúsunda voru annað hvort neyddir til eða af frjáls- uni vilja voru að yfirgefa Ev- rópu, sem stríðsóttinn hrjáði Weston, sem síðast liðin þrjú ár hafði verið að skrifa síðasta og lengsta bindið af sögu Eng- lands, vann stundum meira en hann gat, rekinn áfram af þeirri tilfinningu, að bók hans, sem hann hafði undirbúið, þeg- ar hann var tuttugu og sex ára, mundi verða ólokið, ef hann ekki lyki henni nú. í allri Evrópu hvíldi skuggi ófriðarins, sem nálgaðist, yfir einkalífi fólks. Daginn, _ sem England lofaði Póllandi stuðn jngi sínum, ef Þýzkaland réð- ist á það, borðuðu Weston og Matthildur í eldhúsinu. María sagði: „í okkar landi mun hver drengur, sem kann að halda á byssu, hver gamall maður og hver kona skjóta“. Síðasta friðarvikan var byrj uð. Matthildur spurði ekki Weston. Það var vitað, lxvað átti að gera. Eins og alls staðar í Evrópu var lífinu lifað eins og til bráðabirgða, þrátt fyrir það að þau höfðu búið hús sitt húsgögnum til langrar ævi. Enn var lagt á borð; þau sátu gegnt hvort öðru. Næturhúmið íéll yfir eins og áður. En draug urinn gekk ljósum logum nótt og dag og eyðilagði innihald hinna smáu hversdags viðburða, sem gefi lífinu gildi. Drunginn, sem hvíldi á hjarta Matthildar, MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELBING ÖRN: Hvað segist þú ‘Vera? SURTUR: Voldugur andi! ÖRN: Nei, hættu þessu rugli, vold- ugir andar hafa ekki verið til nema til hér og hér hafa ævintýrin átt sér stað fram á þennan dag. í Þúsund og einni nótt! SURTUR: Ójú, voldugir andar eru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.