Alþýðublaðið - 29.12.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.12.1948, Blaðsíða 7
Miðvikuclagur 29. des- Í948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fr’n. af 5. síðu. orð og gerðir hjóna og til að lesa bréf, sem þeim berast. í vikulok ber vinnukonunum að gefa lögregJurini skýrslu. í veggjum íbúðarinnar er komið fyrir taeknilegu lögregluauga og lögreglueyra. Hjón eru skylcl að kséra allt tortryggilegt í orðum og atliöfnum hvors annars. Venjulega eiga þau tvö heima. kvöld í viku. Öll önnur kvöld eru þau skyld að vera á íundum eða við heræfingar. Allir eru einkennisklæddir. og ávarpið er ekki félagi, heldur samherji, því að allir, konur sem karlar, eru fyrst og fremst hermenn ríkis. ins. Barnsfæðingum fækkar svo mjög, að ískyggilegt þykir. Mörg hjón eiga tvö—þrjú börn, fæst fleiri. ,,Af karlinum eltist ástarfuninn“ stendur einhvers staðar, og þarna kemur brátt að því, að hjónin njóta sín ekki. Þau vita lögregluaugað og eyrað á veggnum, og svo hafa þau það á tilfinningunni, að alltaf sé á þau horft eða Irlustað. Það hefur sem sé reynzt þannig, að einmitt . að nóttunni hafi hjón oft og tíð_ um látið í Ijós hvort við annað ríkishættulegar hugsanir. Hjón verða svo yfirleitt mjög tauga. veikluð, alltaf á verði hvort gagnvart öðru og geta ekki rætt þau mál. sem þeim liggja þyngst á hjarta. Ríkið er allt, einstaklingurinn ekkert. Með því einu móti getur ríkið veitt einstaklingnum fullkomið ör. yggi. Þarna er hið mikla fyrir. myndarsamfélag allra, og vita. skuld má enginn láta annað uppi, en að hann sé ánægður og allt sé fullkomið. Ella telst hann skemmdarvargur, er grunaður um njósnir og samsæri. Ef ein. hver segir eitthvað í annarra eyru, sem frá sjónarmiði ríkis. ins er vítavert, en ekki stórurn saknæmt, fær hann bætt fyrir það með því að játa sékt sína í útvarp. Til þess að.komast þar að, verða menn ávallt að sianda í biðröðum. í Efnafræðiborg nr. 4 starfar uhgur efnafræðingur. sem liéitir Leó Kall. Hann er mjög ákveð. inn maður ríkisins. Hann hefur tekið. eftir því, að alltaf fer vaxandi að mcim beri falsvitni fyrir réttí. Áheyr.endur mínir hafa máske séð þess getið, að nu hafi verið funaið upp tæki, er skeri úr um það, hvort menn Ijúgi fyrir rétti. Enn fremur, að fundið sé efni, sem sprautað sá inn í æð og orki þannig, að raenn segi allt, sem þeim býr í brjósti. En á slíkt hafði ekki heyrzt drepið, þegar Karin Boye samdi þessa skáldsögu. Leó Kall hefur lesið eitthvað um áhrif á. fengis, en áfengi er eliki notað í Heimsríkinu. Iíann hefur hug. mynd um þau áhrif þess, sem Xýst er í málshættinum: Ö1 er innri ma'Sur. Og Leó Kall tekst að búa til grænan vökva, sem hefur þau áhrif, að sé hónum sprautað inn í æð, þá segja menn hug sinn allan. Efnafræð. ingur, hærra settur en Kall, reynir vökvann, ásamt uppfinn. ingamanninum. Vökvinn reyn. ist með ágætum. Lögreglustjóri er til livaddur, og síðan er á. kveðið, að undravökvinn skuli notaður við allar yfirhéyrslur. Hugvitsmanninum veitist sú vegsemd, að hið græna undur sé kennt við hann og' lcallað Kallo. cain. Leó Kall verður eftirlætis. borgari og á sér von mikils í'ranla, þó aðejns sem verkfæri í höndum hærra settra. Það er tekið að framleiða KallQcainið í stórum stíl, og hann er settur yfir framleiðsluna. En vand. kvæði fylgja vslgengninni. Það kemur fram við reynslu vökv. ans, að hver einasti maður, sem hann er reyndur á, er vandræða skepna sem þjóðfélagsborgari. Þó eru þeir allir, sem notaðir eru til tilraunanna, úr föstum tilraunasveitum, sem í eru ein. göngu sjálfboðaliðar. er hafa •—• raunar fyrir skipulagðan áróð. ur — fórnað sér fyrir samfélag. ið. Þeir eru taugaveiklaðir, óá.. nægðir og hafa sumir sýnt vandamönnum glæpsamlega linkind, og það verður uppvíst um hópa af mönnum, sem konia saman, sitja þegjandi og lifa sig inn í einhvers konar draum. kennt sjálfræðis og öryggisá. stand. Með þessu fólki lifir sú þjóðsaga, að í rústum borga for. tíðarinnar, langt úti í auðnun. um, rústum, sem msnn telja al. mennt eitraðar af banvænum efnum, sem notuð voru til eyð. ingar borgunum og alls lífs- í þeim og umhverfis þær, búi fólk, er lifi hamingjusömu lífi og' nærist á jarðargróðri. Enn frem ur trúa þessir hópar því, að fyr ir daga þess skipulagS, sem á er í Heimsríkinu, hafi verið til merkileg menning og miklu hamingjusamara fólk en borg. arar Heimsríkisins. Hvílíkt bull! Öll menning, allar merkilegar uppfinningar eru verk samherj. anna í Heimsríkinu. Áður var ekkert til nema villimennska — barbarismi! . . . En erfiðast af öllu var það, hve Rissen, yfir. maður Lsós Kall við reynslu vökvans. var vorkunnlátur við tilhaunafólkið. Hann fullyrti, að hver einasti maður í Heimsrík. inu, sem korninn væri yfir fert. ugt, gengi með ólæknandi sam. vizkubit, eins konar andlegt magasár. Rissen er rólegur og öðruvísi en allir aðrir. Það eitt er óþolandi. Þá er og Leó Kall hræddur um, að Rissen hafi haldið við konu hans, Lindu. Það, sem fram kemur hjá tiL raunaræflunum, hefur, ásamt framkomu og orðum Rissens. þau áhrif á Kall, að hjá hcnum vaknar áköf óró, og henni fylg. ir uggur um heilindi hans siálfs gagnvart samfélaginu, ríkinu. Þetta vei'ður til þess, að hann sækir sig enn meir í fylgi sínu við ríkið og hugsár sem svo: Orð og gerðir eru ávöxtur hugs. ana. Þess veg'na eru þær hugs. anir refsiverðar. sem leiða af sér saknæm ummæli eða athafn. ir. Og' hann Iteriiur því til leið. ar, að g'efin eru út lög, sem á. kveða refsing'ar fyrir ríkis. hættulegar hugsanir. Komi fram rökstudd kæra um það, að ein. hver sé líklegur til að hugsa sak næmt, skal sá tekinn fastur og ákæran sönnuð eða afsönnuð með Kallocaini. Þeir, sem sekir finnast og lítilsvirði teljast til vinnu, skulu teknir af lífi, en hinir dæmdir í ævilanga þrælk- un. En nú verður Leó Kall hræddur um, að Rissen muni kæra hann. Hann vill því verða fyrri til og kærir Rissen. Sam. tímis ákveður Kall að sprauta konu sína með Kallocaini til bess að' komast að öllu um sam. band þeirra Rissens og hafa hana síðan á valdi sínu. En þeg. ar runnin er á hana víman. kem ur það upp, að hún hefur ekki haft nein mök við Rissen, en unnað bónda sínum. Hún hefur þjáðzt af óánægju og ótta. Það hefur verið henni hin mesta kvöl að njóta aðeins að litlu barna sinna og að vita sig eiga að missa þau að fullu. Hún hef. ur ekki þorað að ræða þetta við eiginmann sinn, og svo hafa þá samvistir þeirra orðið henni meiri og meiri kvöl. Hún hefur jafnvel verið að hugsa um að drepa hann. Hann verður þess var. að sitthvað af því, sem hún segir, hefur og bærzt honum í brjósti. Hann býst nú við, að hún kæri hann, vilji verða fyrri til, en hann fer ekki að dæmi ýmsra annarra eiginmanna. Hann kærir ekki konu sína. Svo kemst hann að raun um, að hún hyggur ekki á kæru, og hún segir honum ennþá nánar hug sinn. Þá sameinast þau í sekt og í vonlausri þrá eftir öðru og betra samfélagi. Hann freistar að frelsa Rissen; en tekst það ekki. Hann er svo látinn vera viðstaddur yfirheyrslurnar, lát. inn sprauta Rissen með Kallo. caini. Og sannarlega leysir Ris. sen frá pokanum. Sama kvöldið fer Leó Kall upp á yfirborð jarðar sér til hressingar —• og er þungt hugsi. Það hittist svo á, að einmitt betta kvöld gera fallhlífahersveitir frá Allsherj. arríkinu árás á Efnafræðiborg nr. "4 í njósnaskyni. Þær rekast á Leó Kóil, taka liann til fanga og flytja hann brott með sér. Hann segir yfirvöldum Allsherj- arríkisins hver hann sé og býðst til að vinna fyrir þau sem efna. fræðingur. Boði hans er tekið, og auðvitað er íarið með hann sem fanga. Hann þarf ekkert að óttast, hann ræður sjálfur vinnu sinni, á eng'a njósnara yfir höfði sér og unir sér betur sem fangi óvinanna en sem frjáls borgari í heimalandi sínu, hinu fullkomna samfélagi, Heimsrík- jnu. Og í fangelsinu ritar hann sögu sína. Það er annars mjög margt í þessari bók, sem vert væri að þýða orðrétt og láta ykkur heyra, heiðruðu hlustendur, en þess er nú ekki kostur. ískyggilegt er umhorfs í ver. öldinni^ og sumum virðast frek. ar sólarlitlir dagar. En elda ó. friðar, harðstjórnar og óheilinda ber við loft vítt um heim, og í bjarma þeirra getur að líta dauða og særða, hungraða og tærða, hrædda og þrælkaða, fangaða og pyndaöa — ekki tug Konan mín Annie Ch. Þ>órtSars©t?g andaðist að heimili sínu, Hrefnugötu 6, þriðjudaginn. 28. desember. Þorleifur Þórðarson. milljónir margvíslegra harm. kvælamanna, heldur hundruð milljóna. Og hér í okkar landi getur virzt sitthvað sjálfskapar. víta, en einnig válegar blikur veraldarstorma. Svo kynni þá ýmsum að finnast freistandi, ef þeir heyrðu raddir, sem segðu: Varpa frá þér allri ábyrgð og öllum áhyggjum. Hvil þú þig, hvíld er góð. Lát mig mýla þig og leiða þig að fullum stalli, og klafi minn skal vera svo mjúkur sem nú er mál mitt! En hvað segir meistari Jón í þeirri sömu prédikun og ég' minntist á í upphafi máls míns: ,,Þann vantar fátt, sem kon. ungurinn elskar; hann getur sæmt hann með tign og heiðri, hann getur veitt honum fullsælu fjár, hann getur látið hann lifa af munuðum sínum eftir því, sem hann er lyndur til, en þó getur hann ekki gert hann full. sælan, ei megnar hann að fá honum alltíð heilsuna aftur, ef hún missist, ei getur. hann gefið honum samvizkunnar frið og’ allra sízt má hann honum liimnaríki veita.“ Guðm. Gíslason Hagalín. HANNES A HORNINU (Frlh. ai 4. síðu.) Þeir hafa bersýnilega tekið allt það til sín, sem sagt er fyrst og fremst um nazismann. Og má segja um það: ,,Veit hundur, hvað etið hefur“. Hannes á horninu. Áheit og gjafir til Kvenfélags Hallgrímskirkju: Frá ónefndri 100 kr. Sigríði 30 kr. N. N. 10 kr. Kristínu Gísladóttur, Eiríks. götu 27, afh. af Guðrúnu Ryden, 100 kr. Gamalli konu 100 kr. Móttekið með þakklæti f. h. sjóðsins. St. Gísladóttir. Sjómannafélag Reykjavíkur: fyrir börn félagsmanna verður haldin í Iðnó mánudaginn 3. janúar, þriðjudaginn 4. janúar og fimmtudaginn ‘8. janúar 1949 og hefst kl. 3.30 e.'h. alla dagana. Aðgöngumiðar verða afgreiddir í skriístofu fé- lagsins í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 2. janúar kl. 10 í. h. til 7 e. h. og 5 janúar á sama stað og tírna. 3. janúar eingöngu gömlu dansarnir kl. 9,30 e. h. 6. janúar (þrettándanum) nýju og gömlu dansarn ir kl. 9,30 e. h. Aðgöngumiðasala á dansana verður í skrif- stoíu félagsins á sama tíma og barnamiðarnir — og í Iðnó eftir kl. 6 báða dagana. Vissara er að fá sér aðgöngumiða að gömlu dönsunum tímanlega. SKEMMTINEFNDIN. veitir óvenjulegt tækifæri til bess að vinna héar fjárupphæðir, én þess að leggja nokkuð í hættu, um leið og stuðlað er að öflun nauðsynlegs iánsfjár til mikiivægra framkvæmda í þágu þjcðarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.