Alþýðublaðið - 09.01.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.01.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLálIÐ kemur út á hverjum virkum degi. ' Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. tii kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9*/s—10Vj árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). SJálfum sér liklr. Á pingmálafundum bæði á Ak- ureyri og ísafirði voru samþyktar mjög ákveðnar áskoramir ti! Al- þjngis um að taka upp aftur einkasöiu á olíu og tóbaki. íhaldsiiðinu líst sjáanlega ekki á biikuna, þess vegna iætur það ritstjóra „Mgbl.“ setjast við að sjóða saman nýjan óhróður og gamlan um einkasöiur rfkisins. Ferst þeim það eftir hætti. „Væri ekki rétt, áður en nýrri einokun er skelt á, að rannsaka niður í kjölinn allan hag ríkis- verzlana ireirra, sem_starf'að hafa undan farin ár,“ segja þeir með miklum fjálgleik. Alþýðubiaði'ð hefir aldrei á móti því að rannsakaður sé hagur og starfsemi opinberra stofnana. Sifkt er sjálfsagt, þegar þess er þörf. Engar íslenzkar stofnanir hafa verið undir jafn ströngu eftirliti og einmitt verzlanir ríkisins. Magnús Guðmundsson hefir hin síðari ár verið yfirhúsbóndi þeirra; stjórnskipaðir, háiærðir og há- launaöir menn ha:a endurskoðað reiknin.ga þeirra og rekstur; yfir- skoöendur landsreikninga hafa tekið við af þeim, og loks hafa reikningarnir með athugasemdum og l'iistum yfir útistandandi skuld- ir og vörubirgðir verið lagðir fyr- ir alþingi, sem jafnan hefir látið þingnefndir taka þá sérstalílega til athugunar. Það lítur ekki út fyrir, að rit- stjórar „M‘gbl.“ hafi mikla trú á ra n n só k na rhæ f dle iku m M agn ú sar Guðmundssonar, Magnúsar Jóns- sönár, Guöm. Sveinibjörnsens og Árna frá Múla, úr því að þeir vilja nú fara að láta einhvérja „Bolsa“ eða „T(ímamenn“ ganga í kraístur þeirra. Annars lítur út fyrir,aö ri.tstjór- nrnir þykist ekki þurfa að bíða eftir rannsókninni, því að þeir látast vita nokkurn veginn fyrir, bvað hún myndi leiða í 1 jós: „aö það hafi ekki að eins orðiö ti) stórtjóns fyrir ríkissjóö og þegn- ana, aö siík verziun var rekin, heldnr liafi prifist i skjóli pessam fyrirtœkfa sú spillinc/, serri ixirt á siim liket í vwskifUdífi pfóðpr- inmif“ (ieturbreyting hér). Ekki verður sagt með sanmi, aö þeir séu feimnir, piltarnir. Jón Þorláksson haföi við orð eitt sinn i sinni ráðherratíð að taka hálfa til heiia milljón króna af varasjóði Landsverzlunar til að greiða með lausar skuldir rík- issjóðs. Þótt „Mgbl.“ telji Jón Þorláksson fjárgiöggan, ætlar það honum fráleitt svo mikla fjár- málaspefei, að hann kunni að borga hálfa tii heiia milijón með „stórtjóni“. Þó keyrir fyrst fyrir alvöru um þvert bak, þegar ritstjóramir fara að tala um spillinguna, sem þrif- ist hafi í skjóii Landsverzlunar. Hvað meiiia manneskjumar eig- inlega með þessu? Er sjóðþurðin í Brunabótafé- laginu Landsverzlun að kenna? Eru vanskii skuldunauta is- landsbanka Landsverzlun að kenna? Er óreiða embættis- og sýslu- manna, sem nú er að komast upp, ríðan þeir mistu hlííiskjöid íhalds- stjórnarinnar, Landsverzlun að kenna? Eru gjaldþrot og fjárbrall góð- viina, húsbænda og fJokksbræðra ritstjóranna Landsverzlun að kenna? Engum heilvita manni dettur I hug að haida fram slíkri lokleysu, en ritstjörar „Morgunb,laðsins“ ■eru jafnan sjálfum sér líkir. Ófriðurinn íNicaragua Eins og menn hafa séð á skeyt- um þeim, er hingað haj’a borist siðustu dagana, eru Bandariki Ameríku og Nicaragua komin i hár saman. Hefir bandaríska stjórnin sent her til Nicaragua í þeim tilgangi að „vernda rétt þegnanna“, eins og komist hefir veriö að orði í skeytununr. Tildrögin til þeirra atburða, sern eru nú að gerast í Nicara- gua, eru í fáum orðum þessi: I fyrra fór fram forsetakosning í Nicaragua; kosningahríðin var hörð. Tveir flokkar höfðu fram- bjóðendum á að sklpa, íhalds- flokkurinn og frjálslyndi flokkur- inn. Amerískir olíukóngai- studdu íhaidsflokkinn til kosninga með rífiegum fjárstyrk, en frjálslyndi flokkurinn hafði engin slík meðul, en hafði hug fólksins næstum ó- skifian. Svo fóru leikar, að fram'- bjóðandi frjálslyndra sigraði. En lei ,nþý ó íukónganna íhaldsflokk- urinn, reiddist mjög urslitunum og stofnaði tii götuóeirða og upp- hlatipa. Slóð hennrlarverkanna var rakin að bústöðum olíukóng- anna. Stjórnin í Nicaragua bar hærri hlut í þessari viðureign, en þó fengu olíukóngarnir því fram- gengt, að sendur var her og fjöldi flugvéla til Nicaragua til að „gæta réttar þegnanna" - og ei'gna olíukónganna. Út af þessum hersendinguin bandarisku stjórnarinnar risu mi.kii- ar dieilur í Annxiku. Allir spönsku mæiandi nienn nvótmæltu. Sijórn- in í Mexíkó hótaði að gangast Aðalf und heldur verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði mánudaginn 16. þ. m. kl. 8 e. m. í samkomusal Hafnarfjarðar. Fundarefni samkvæmt félagslögum. Stjórnin. fyrir að stofnað yrði samband þeirra þjóða, er mæla latnesk mái, og skyldi það samband vinna gegn Bandaríkjunum. Tóku þá olíukóngarnir til þeirra ráða að koma af stað uppreisn í Mexf kó, en stjórnin kæfði hana og lét taka af lífi aðalforingjann Gomez. Styrjöldin, sem nú geysar.jer aðeins afleiðing af undanfarandi atburðum. Síðustu fregnir boða blóðugt stríð, sem getur ekki endað á annan veg en þann, að Nicaragua verði undir. Bæ j arst j órnarkósningar á Seýðlsfirði. Seyðisfirði, FB., 8. jan. Baíjarstjórnarkosninbgar eiga fram að fara 21. þ. m. og verður þá kosinn einn maður til tveggja ára. Tveir listar eru komnir fram, og eru á þeim: Eyjólfur Jónsson útbússtjóri (A- listi, íhalds). Jón Sigurðsson skólakennari (B listi, alþýðu). 28. janúar verða kosnir tveir menn til fimm ára. Listar eiga að vera komnir fram 14. jan. , Erleifd! siiaiskeytfi* Khöfn, FB., 8. jan. Tjón af vatnavöxtum. Frá Lundúnum er símiað: Vegna asahláku samfara óvenjuiega miklu sjávarfalli flæddi Thames- á í nótt yiir ýmsa hluta Lund- únaborgar, einkum Westminster. Tuttugu menn hafa drukknað, svo menn vita til, en mör.g inmdruð eru húsnæðislausir. Tjónið ætla menn að muni nema milljónum s ter 1 ings p u n da. P ar I amen t by gg- 'ingin, Tower, Trade gallery o. fl. merkar byggingar eru umflotnar. Verðmæt listaverk hafa eyðilagst. Flóðið minkandi. Skollaleikur hernaðarsinna. Frá París er símað: Briand, ut- anríkismálaráðhena Frakklands, leggur til, að að eins árásarstríð verði bönnuð, þar eð hujgsanlegt. sé, að varnarstríð sé nauðsynlegt samkvæmt skyldum þeim, sem meðiimir Þjóðabanda'agsihs hafa tekist á hendur gagnvart jiví. Jafnaðarmannafélag Islands. Aðalfundur verðnr haldinn í kaupþingssalnum. þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 87S síðd. Fundarefni! Reikningar félagsins úrskurð- aðir. Kosin stjórn og endurskoð- endur, Þingmál: Jón Baldvinssom Mætið stundvisiega. Stjornin. 1. 3. Pðll Isðlfssoit heldur fimtn Orgel-Konserta x Fríkirk|unni fimtudagana: 19 jan., 9. febr. 1. marz, 22. marz og 12. apríl kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar að öllum konsertum fást hjá Katrínu Viðar og kosta 5 krónur. Vafasamt er talið, að Bandarík- in fallist á skoðanir og tillögu Briands. Forsetavalið í Bandarikjunum. Coolidge Bandaríkjaforseti til- kynti ráði Republikanaflokksins þ. 6. dez., að hann ætli ekki að gefa kost á sér sem forsetaefni við næstu forsetakosningar. Ákveðið hefir verið, að samkunda fulltrúa Republikanaflokksins, til þess að 5sa forsetaefni við næstu for- setakosningar í Bandaríkjunum, skuli sett þ. 12. júní í surnar i Kansas City. „Morgunblaðs“-fréttir. „MorgunhIaðið“ segif fyrir skömmu, að það sé „fuilreynt, að íjármálamenn náigrannalandanna hafi enga tiltrú til framtíðar- greiðslu frá Rússum, og frézt hef- ir, að Rússavfxiar gangi fyrir 20»/» nafnverðs.“ Getur „Mgbl.“ þessa í sambandi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.