Alþýðublaðið - 11.02.1949, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 11. febrúar 1949.
Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedibt Gröndai.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasimi: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan Ri.
Af tilefni fréttar í ríkisútvarpinu. — Barna-
dauði. — Stefna og barátta jafnaðarmanna.
— Unga fólkið og gamla fólkið.
Þjéðvarnarheljur
í óþægilegri kiípu.
KOMMÚNISTAR og' attaní
ossar þeirra í þjóðvarnarfélag
inu eru komnir í mikla klípu.
Vikum saman hafa þeir þan
ið sig gegn fyrirhuguðu várh-
arbandalagi lýðræðisríkj anna,
sem liggja að Norður-Átlants-
hafi, og hugsanlegri þátttöku
Islands í því, án þess, að hafa
nokkra áreiðanlega vitneskju
á að byggja. Þeir hafa látið
(það sem vind um eyru þjóta,
er þeim hefur verið bent á
það, meðal annars af Alþýðu-
blaðinu, hve ótímabært það
væri, að ræða slíkt mál, og
ihve ómögulegt að taka nokkra
rökstudda afstöðu til þess, fyr
ir okkur m.eðan við vissum
ekki, hvaða Öryggi og hvaða
skyldur slíkt bandalag myndi
‘leggja okkur á herðar. Svo
brátt hefur þeirn verið að róg
bera Norður-Atlantshafs-
bandalagið hér á landi, til
þess að reyna að spilla fyrir-
fram fyrir allri hugsanlegri
þátttöku íslands í því, sér til
öryggis, að þeir hafa hóað sam
an hverjum fundinum eftir
annan bæði í Reykjavík og
utan Reykjavíkur til þess að
reyna að hafa áhrif á menn
í málinu og binda þá með
samþykktum í því.
Sem gefur að skilja, hafa
þessar samþykktir kommún-
ista og attaníossa þeirra í
þjóðvamafélaginu gegn hugs-
anlegri þátttöku íslands í
í FRÉTTUM ríkisútvarpsins
í gærmorgun var frá þvi skýrt,
að barnadauði færi mjög minnk
andi í öllum memiingarlöndum,
en minnstur væri barnadauðinn
í Svíþjóð og í Nýja Sjálandi.
Þessi staðreynd hlýtur að gleðja
alla jafnaðarmenn. Það er eng
in tilviljun, að í þeim löndum,
þar sem sósíaldemókratar hafa
Iengst verið við völd og getað
mótað stjórnarstefnu og þjóðfé-
lag, þar er barnadauðinn minnst
ur, en mikill barnadauði með
einni þjóð er fyrsti votturinn
um slæmt þjóðfélagsástand. .
MENN geta deilt um ýmsar
stjórnmálaskoðanir sósíaldemó
krata, um afstöðu þeirra til ým
issa dægurmála og um, hversu
langt skuli ganga í því að láta
ríkisvaldið gerast forsjá ein
sitaklinganna, en það er tilgangs
laust að deila um það. að jafn
aðarstefnan, eins og sósíaldemó
kratar um öll lönd túlka hana
og framkvæma hana, er mesta
manngöfgistefnan, mesta og
glæsilegasta mannúðarstefnan
og fullkomnasta menningar-
stefnan.
ÉG GERI ÞETTA að umtals
efni í dag vegna fréttarinnar í
ríkisútvarpinu. Hún er stað-
reynd, sem ekki verður efazt
um — og ég vil bæta því við,
að ég hygg að við íslendingar
stöndum mjög framarlega með
al þjóðanna á þessu sviði. Hér
hefur þróunin orðið dálítið á
annan veg en víða annars stað
ar. Hér hafa jafnaðarmenn,
sem flokkur, ekki verið oft eða
lengi við völd. en íslenzka þjóð
in hefur borið gæfu til þess að
tileinka sér fjölda margt úr
stefnu jafnaðarmanna, og þá
fyrst og fremst í mannúðarmál
um, þar á meðal til dæmis
tryggingamálunum, og aðrir
stjórnmálaflokkar, þó að þeir
hafi verið í andstöðu við jafn
aðarstefnuna, hafa fylgt mörg
um ágætum málum hennar
fram. Þess vegna getum við
meðal annars stært okkur af
því, að hér á landi eru full-
komnari alþýðutryggfngar en í
öllum öðfum löndum að Nýja
Sjálandi undanteknu.
JAFNAÐARMENN. fagna því
alltaf fyrst og fremst þegar
stefnumál þeirra komast í fram
kvæmd, og aðalatriðið er að
málin sjálf sigri, og til þess er
barizt, en ekki fyrst og fremst
krafizt, að maður framkvæmi
þau sjálfur. Hins vegar er hægt
að eyðileggja góð mál í fram-
kvæmdinni og hefur verið gert,
en oft hefur þó tekizt vel og
því ber. að fagna. Ný barátta
hefst um leið og góð mál eru
skemmd í framkvæmd.
J. O. SKRIFAR mér á þessa
leið: „Ríkisútvarpið hefur efnt
til tveggja dagskrárliða, sem
tileinkaðir eru unga fólkinu al-
veg sérstaklega. Er ég ánægður
með þetta, jafnvel þó að finna
megi eitthvað að því sem fram
kemúr 1 þáttunum. En af þessu
tilefni vil ég spyrja: Hvers
vegna er ekki efnt til sérþátta
fyrir gamla fólkið? -
ÉG ÁLÍT, að þó að ríkisút-
varpið eigi að hugsa um unga
fólkið sérstaklega, þá beri því
ekki síður skylda til að hugsa
um gamla fólkið, enda hljóta
starfsmenn þess að vita, að
gamla fólkið eru beztu hlust-
endurnir. Ég skora hér með á
útvarpið að taka þetta hið
fyrsta til hugleiðingar."
Norður - Atlantshafsbandalag
inu allar verið gerðar gersam
lega út í biáinn; því að enn
í dag er það óvitað, hvað bún
myndi í sér fela. En þeir hafa
engu að síður streitzt við að
reyna að gera 'hugsanlega
þátttöku okkar í bandalaginu
fyrirfram tortryggilega, og
þá helzt með þeirri staðhæf-
ingu, sem gengið 'hefur aftur
og aftur í taii þeirra og skrif
itilim um máhð,. aS ,erlen.cuir
herstöðvar og erlend herseta
hér á landi á friðartímmn
myndi verða skilyrði fyrir
þátttöku okkar í bandalaginu.
A stúdentafundinum í lista-
mannaská'lanum 2. janúar var
því meira að segja beinlinis
slegið föstu í samþykkt fund-
arins, að undirlagi eins
kommúnistaforsprakkans, sem
sat hann, að „ísland geti
ekki á friðartímum tekið og
eigi ekki að taka þátt í neinu
hernaðarsamstarfi, þar s.em
þ a ð hefði í för með sér, að
hér yrðu erlendar herstöðv-
ar og erlendur hér”!
*
Nú hefur það hins vegar
gerzt í þessu máli, að farnar
eru að berast hingað fregnir
utan úr heimi, óstaðfestar að
vísu enn eins og allar fyrri
liregnir um þetta mál, Isem
benda til að erlendar her-
stöðvar og erlenda hersetu
hafi aldrei átt að gera að neinu
skilyrði fyrir þátttöku í Norð
ur-Atlantshafsbandalaginu á
friðartímum! Hefur sérstak-
lega verið á þetta drepið í
fréttum utan úr heimi í sam-
bandi við athugun Noregs á
skilyrðum fyrir hugsanlegri
þátttöku hans í Norður-At-
lantshafsbanidalaginu. Hefir
í öllu falli verið fullyrt, að af
Norðmönnum muni engra er-
lendra herstöðva verða kraf-
izt meðan ekki hefur verið
ráðizt á land þeirra, eða ár-
ás á það er beinlínis talin yf-
irvofandi.
Eins og blaðið ,,Þjóðvöm“
ber átakanlegan vott í fyrra-
dag, hafa þessi tíðindi gert
kommúnistum- og attaníossum
þeirra í þessu máli óþægilegt
strik í'reikninginn, Þeir höfðu
byggt alla herferð sína gegn
'hugsanlegri þátttöku Islands í
Norður-Atlant&hafsbandalag-
inu á þeirri staðhæfingu, sem
gerð var algerlega út í bláinn,
að sú þátttaka myndi þýða
erlendar herstöðvar og erlenda
hersetu hér á landi á friðar-
tímum. En nú þykjast þeir sjá,
af fréttunum, að ofan af
þeirri blekkingu muni verða
flett og þeir þar með gerðir
ómerkir ailra sinna mörgu og
stóm orða í málinu. Og nú
er þeim innan brjósts eins og
tröllunum, sem of seint
merkja, að þau er að daga
uppi! Þeim var nær að bíða
upplýsinga um sáttamála
Norður - Atlantshafsbandalags
ins, áður en þeir byrjuðu að
þenja sig um það, eins og
þeim var bent á!
*
Og, sem sagt: Nú eru þeir í
miklum vanda staddir. En allt
af mó þó í nauðum reyna að
þyrla upp einhverju reykskýi
til þess að hylja allt of smán-
arlegan flótta; og það er
„Þjóðvörn“ látin reyna í fyrra
dag með eftirfarandi „histor-
íu“: Rikisstjórnin er á undan
haldi í hernaðarbandalagsmál-
-inu,. segir 'blaðsnepillinn með
gífurlega stóru fyrirsagnaletri.
Og undir þeirrj fyrlrsögn er
Kvöldvöku
heldur glímufélagið Armann í Austur'bæjarbíó í dag,
föstudaginn 11. febr. kl. 9 síðd.
SEKEMMTIATREÐI:
1. Ávarp: Gunnar Thoroddsen borgarstjóri.
2. Þjóðdansar: Spænskur og rússneskur dans.
%
Stjórnandi Sigríður Valgeirsdóttir.
3. Erindi: Halldór Hansen dr. med.
4. Danssýning: Sif Þórs og Sigríður Ármann.
Pólskur mazurkadans og tvídans.
5. Giímusýning.
6. Kvartettin Leikbræður syngja. - 17
H L É
7. Þjóðdansar, tveir amerískir dansar.
Stjórnandi: Sigríður Valgeirs.dóttir.
8. Erindi: Svíþjóðarför Ármanns 1932.
Þorsteinn- Einarsson íþróttafulltrúi.
9. Hawai-kartettinn leikur:
Edda Skagfield syngur með.
10. Hawai-dans.
11. Kvikmyndaþáttur úr íþróttaferð Ármanns til Finn-
lands.
12. Úrvalsflokkur kvenna, stjórnandi Guðrún Nielsen.
Kynnir verður Helgi Hjörvar.
Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum ísafoldar,
Lárusar Blöndal og í Austurbæjarbíó eftir kl. 6.
Glímufélagið Ármann.
Vélsfjórafélag
lau'gardaginn 12. febrúar 1949 kl. 15 e. h.
'í Tjama-rcafé uppi.
Til umræðu uppsagn áhæ'ttusamnings á botn-
vörpuskipunum.
Áríð'andi að ali'ir félagsmenn mæti stundv'íslega.
Stjórniii.
sagt, að ríkisstjórnin hafi fyr
ir áramótin verið „staðráðin
í að binda Island samningum
um aðild að hernaðarbanda-
lagi Norður-Atlanitshafsríkj a;,
hvað sem það kostaði“, en nú
hafi hún ákveðið, vitanlega af
ótta við „þjóðvarnarhreyfing
una“ „að hverfa frá þeirri
stefnu og taka upp kjöror'ðið:
„Engar herstöðvar eða her í
landinu á friðartímum!" En
þjóðvamarmenn, sem þegar
hafi unnið svo glæsilegan sig
ur á ríkisstjórninni í þessu
máli, iáti sér vitanlega ekki
næ-gja. það; svar þeírra
sé: „Enga aðild að hernaðar-
bandalagi!'1
Ekki vantar svo sem manna
læti þessara vesalinga! Það er
furða, að þeir skuli ekki blátt
áfram segja, að Vesturveldin,
Bretland og Bandaríkin, hafi
beinlinis orðið svo hrædd við
kommúnista og þjóðvarnar-
menn hér, að þau hafi þess
vegna hætt við að gera er-
lendar herstöðvar og erlendan
her í landinu á friðartímum að
skilyrði fyrir þátttöku okk-
ar í Norður-Atlantshafsbanda
laginu! Þá hefði þó verið dá
lítið bragð að manna látun-
um!
*
Um þá „historiu“ Þjóðvarn
ar, að ríkisstjórnin hafi verið
búin að taka einhverjar á-
kvarðanir varðandí þátttöku
Islands í Norður-Atlantshafs-
bandalaginu fyrir áramót, en
sé nú að breyta þeim, þarf
ekki að. fara mörgum orðum.
Hún er nákvæmlega jafnstað
laus og allt, sem kommúnistar
og þjóðvarnarmenn hafa sagt
um þetta mál frá upphafi;
enda bersýnilega búin til, í
bví einu skini af Þióðvörn, að
breiða yfir eigin, verðskuldaða
smán fyrir siíkan málflutning.
Þeir -eru nú uppvísir að því,
að hafa borið út staðlaust
fleipur mn Norður-Atlants-
hafsbandalagið með fullyrðing
mn sínmn um, að þátttaka í
því þýddi fyrir okkur erlend-
an her og erlenda hersetu í
landinu á friðartímum. Og yf-
ir það verður ekki breitt þótt
þeir reyni að flýja frá þeím
fullyrðingum yfir i aðra varn-
arlínu og hrópi nú þaðan:
„Enga aðild í hernaðarbanda
lagi!“