Alþýðublaðið - 11.02.1949, Page 5
Föstudagur 11. febrúar 1949.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
o
Ási í Bæ: Breytileg átt.
Skáldsaga. Helgafell. Rvík
1948.
NÝLEGA er komin út skáld.
saga, sem heitir Breytileg átt.
Helgafell hefur kostað útgáf-
una. Svo mun skráð, að til
Helgafells megi enginn óþveg.
inn líta. . . . Höfundur skáld.
sögunnar kallar sig Ása í Bæ.
Hann er sagður úr Vestmanna-
eyjum. Hann mun tekið hafa
verzlunarpróf, og sagt er, að
hann hafi verið ritstjóri blaðs í
Eyjum, sem sé samstöfna því,
er nýtur dugnaðar, þekkingar,
rökvísi og andlegrar heilbrigði
guðfróðs ■ og fyrir víðsýni
Menntamálaráðs margsiglds bók
menntafræðingsú) í auglýsing.
1) Fyrir sakir stjórnarsam.
vinnunnar skirrist ég við að
nefna að þessu sinni nafn þessa
rnanns í Alþýffublaðinu.
G. G. H.
um hefur skáldsaga Ása í Bæ
verið talin bera vott um hug-
rekki höfundar. Víst mun þetta
mega til sanns vegar færa,
nema til komi önnur eigindi hjá
höfundinum en hugdirfskan. En
það hygg ég, að útgefandinn
hafi ekki lesið handritið, eða
gleymt að láta laga þar sitthvað
smálegt, sem verður ærið stórt,
þegar saman kemur. Er það
fljótsagt, að bókin morar af
lestrarmerkjavillum, stafvillum,
hugsanavillum, brákuðu máli
og dönskum og enskum ambög.
um og slettum — og auk þess
ótvíræðum smekkleysum. Auk
titilsíðanna munu saurblöðin
vera hin einu í bókinni, sem
ekki séu eitthvað blettuð.
Menn munu nú ef til vill
halda, að þarna komi til greina
einhver fræðileg sérsjónarmið
höfundarins, og hafi prófarka.
lesarinn haldið sér skylt að
virða þau; og víst mun sá mað-
ur ekki hafa talið það innan
síns verkahrings að breyta frá.
gangi höfundarins á sögunni.
En hvort tveggja er, að ég er
enginn fræðimaður, enda get ég
ekki komið auga á nein sjónar.
mið, sem frágangur bókarinnar
og orðfæri kunni að miðast- við
-— nema ef vera kynni það, sem
felst í spakmælinu: dropinn
holar steininn — enda gildi
það jafnt, þótt um sé að ræða
hellubjarg íslenzkrar tungu og
þjóðmenningar.
Höfundurinn virðist nota
lestrarmerki allt eftir því, hvort
hann er í rausnarskapi eða
naumgæfnin er efst á baugi hjá
honum, og er svo að sjá sem
hún sé honum eiginlegri •— að
því er tekur til þessara hluta.
Spurningarmerki notar hann
frekar sjaldan, en ekki er hann
samt í neinu spurningarmerkja-
bindindi. Hann setur ekki gæs.
arlappir eða þankastrik til að.
greiningar tali sögufólksins frá
öðru lesmáli ■—- og hefði honutn
þó ekki veitt af því stundum að
nota slík merki til skilnings-
auka lesandanum. Á blaðsíðu
147 segir svo — meðal annars:
„Nýi vélstjórinn var að aust.
an.
Afi minn var franskur, sagði
hann. Hann var alltaf skítugur
upp fyrir haus, enda ágætur
vélstjóri.“
Hvað sem líður sérkennum
góðra vélstjóra, hefðu gæsa.
lappir komið sér þarna vel, svo
að afmn skitnaði ekki upp fyr-
ír haus! Þá er höfundurinn afar
spar á nafnorð, en lætur per.
sónufornöfn ganga sér mjög til
húðar. Datt mér aftur og aftur
í hug, þegar ég var að lesa bók.
ina, karl nokkur vestur á Þing-
eyri. Hann var eitt sinn að
haustlagi að hýsa hesta. Komu
þá til hans sunnlenzkir sjó.-
menn. Einn þeirra mælti: „Hver
á þessa hesta?“ ,,Læknirinn,“
var svarið. ,,Á hann þá alla?“
,,Nei; læknirinn og þeir.“
„Hvaða þeir?“ „Þeir hinir."
Svo höfðu Sunnlendingarnir
ekki meira upp úr karlinum.
í sögunni Breytileg átt stend.
ur:
,,Á eftir komu þeir með
dauða manninn berandi ó milli
sín. Það draup úr honum blóð
og sjór. Fólkið var þögult, en
sami vindgnýr og söngur í sigl-
um og stögum bátanna. Svo var
þeim ekið burt.“
Hverjum? Ekki þó víst bát.
unum? .... Enn fremur:
„Smiðurinn var hálfkjánaleg.
ur, en Unnur virtist með á nót-
unum. Það leyndi sér ekki að
Helga vissi af hverju hann var
svona afundinn.“
Þarna þurfti ég að staldra
við til þess að átta mig á, h'ver
afundinn var. Það var ekki
smiðurinn.
„Við settum fötuna á ofniun,
hún fór að sópa, og ég að
hreinsa öskuhauginn.“
Bærileg eign. þessi fata. En
nú er ekki úr vegi að gefa gret.
ur að öskuhaugnum, úr bví að
hann er þarna kominn. Höfund.
urinn er ekki að tala um ösku-
haug fyrir dyrum úti, heldur
öskuhrúgu á gólfinu í sjóbúð.
inni. Af frásögninni er svo sð
sjá sem sögumaður hafi tínt ým.
iss konar óþverra úr „haugn.
um“, en skilið öskuna eftir, því
að hann hreinsar ekki gólfið,
heldur öskuhauginn.
Nú vík ég að ýmsu öðru i
málfarinu. Látum alveg vera þó
að höfundurinn noti í ^frekasta
lagi erlend og innlend orð.
skrípi, þá er hann gerir fólkinu
upp orðin. En hann notar þau
engu síður í beinni frósögn, og
er hann þó ekki sjálfum sér
samkvæmur um notkun þeirra.
Ef hann væri það, þá múnai
hann ekki nefna gluggadregla.'
heldur gardínur, ekki þilfar,
heldur dekk. En annars virðast
honum tamari erlendu sletturn.
ar, þar sem hann annars fær
komið þeim við. Hann notar
sjens — ekki einu sinni sjans,
villt geim, marséra, fínn í tau-
inu, maskína algallaffur (alhlif.
aður), rúlla (lóðahjól eða ein.
ungis hjól), kabyssa (ekki
gamla skrípið kabýsa) — og
hann gengur í gegnum bæinn
og í gegnum garð, — þess ekki
getið, hvort það sé grjótgarður.
í annars allgóðri lýsingu á havn.
förum sjávar segir hann, að
öldurnar knúsist í urðinni. i
'Þá skal drepið á hroða af
öðru tæi. Maður, sem komizt
hafði á kjöl, „klsmmdi hnén
um kjalborðiff.“ Þarna á hann
við sjálfan kjölinn. ,,Ó, hvernig
raddir þeirra hljóma hér í kvos. |
inni og taka undir í steinunum
fjær. ,,í steinunum fjær“ er
klaufalegt orðalag, en þarna er
líka hrein og bein meinloka.
Hvort mundu raddirnar taka
undir við sjálfar sig eða stein.
arnir taka undir við þá,. sem
syngja? „Ég er Irræddur um, að
þú hafir sett af þér.“ Síðan:
„Geir er mesti hlaupagikkur,
og krakkarnir höfðu ekki roð
við honum. Svo nenntum við
því ekki lengur.“ Hverju? Að
krakkarnir höfðu ekki roð við
honum! Þá ánetjast þorskurinn
ekki veiffarfærunum, enda er
nóg, að hann ánetjist. „Stund-
u a :s
urfs skín í fannhvítum skýja.
bjergum.‘‘ Hvað skín? „Við
vorum hífaðir og héldum okkur
saman, Jonni Geiri og ég.“
Hvort þögðu þeir eða héldu
hópinn? „Ykkur er nær að vera
að þessum fjanda." Ætti auðvit.
að að vera: Ykkur er nær að
vera ekki — o. s. frv. „Hviðan
var gengin hjá.“ Var á skemmti
göngu! „Maðurinn með stjakann
hafði náð í fast.“ Laglega sagt!.
Annars notar höfundur orðið
stjaki um síjaka, krókstjaka og
haka — virðist alls ekki þekkja
orðið liaki. Þá eru það ekki
nema örgustu landkrabbar sem
segja: „Báturinn fór að velta út
á hliðarnar“ — er svipað og sjó
maður segði: Kýrin fór að
ganga - á- fjórum . fótum fram-
túnið. Bátur veltur aðeins út á
hliðarnar og kýr gengur ailtaf
á fjórum fótum. En svo höggva
bátar á báru..Höfundur.talar um
rugling á sjó í stað ruglanda,
um frían sjó í staðinn fyrir
rúmsjó og milli aldna fyrir
nifiri í öldudal. Yfirleitt þykja
mér sjávar. og sjóferðalýsing.
arnar grunsamlega óskýrar og
sundurlausar og lítið líf. og lit.
ríkar. Hjá Ása í Bæ fá menn
sér í gogginn •— ekki þegar
þeir drekka brennivín, heldur
þegar þeir borða og þeir berja
sig til hita sjómennirnir, þar
sem hann hefur dvalið. Óþarfi
finnst mér af honum að breyta
um heiti á lopbandinu og kalla
það lóband. Loks vildi ég svo
minnast á nokkrar ,,málbætur“,
sem hann mun raunar ekki
frumhöfundur að, en honum
munu frekar en hitt — trúlega
af eðlishvöt fremur en skarp.
skyggni — þykja líklegar til að
„hola steininn“. Hann ritar
labbiði, Iofiði, aftrá og oní, en
vitaskuld er hann svo ekki —
frekar en aðrir loddarar og af-
brotamenn á vettvangi íslenzkr
ar tungu — það heill og sjálfum
sér samræmur, að hann riti yf.
félaa'sins verður sunnudafmn 13. febr. kl. 2 e. h.
í Albýðuhúsinu við Hverfisoötu.
Fundarefni:
1. Venjuleg að'alfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Erindi: Innlend og erlend stiórnmál:
Stefán Jóh. Síefánsson, forsætisráðherra.
4. Önnur mál.
Stiórnin,
irleitt öll orð eins og latmælgin
vísar til. Svo mikið er ósam.
ræmið, að stundum ritar hann
áann, en annað kastið á hann.
Tilhneiging þessa höfundar
til glánalegs og sóðalegs orða.
lags er það ótvíræð, að ekki
vefður um villzt. Stúlkur eru
ekki til í hans munni sem sögu.
manns, heldur stelpur, og það.
an er svo skammt til hans vild.
arheitis, sem er pjásur. Veðri
lýsir hann þannig sem sögu.
maður:
/.. „Hann gekk í hafrudda, ým_
ist úr landsuðri eða útsuðri með
sjávargangi og hlandviffri.“
Lýsingar hans á kvennafari
sjómannanna — og þá . ekki
sízt sögumannsins sjálfs, t. d. á
blaðsíðu 102, eru alveg sérlega
seyru. og brækjulegar. og væri
víst ekki vandi að segja hið
sama með skárra móti. Þá birtir
hann tvær klámvísur, sem ekki
er einu sinni neitt sérstakt við,
og hefði áreiðanlega nægt. að
segja, að formaðurinn hafi stað-
ið við stjórn og kveðið klámvís,
ur. En hin sjálfsagða afstaða
hvers rithöfundar til þessara
mála er sú, að hann lýsi sam.
förum karls og konu að því
leyti, sem það þá og þar kynni
að vera nauðsynlegt vegna
mannlýsinga og atburðarásar
skáldverksins — og þó aðeins á
þann hátt, að hann vandi orða.
val sitt og stilli því í hóf, og eru
slíkar lýsingar engan véginn
klám. Klám er aðeins sóða. og
sorahjal um þessi mál.
Mjög er á orði haft,. að-tal og
orðbragð sjómanna sé oft ærið
svaðalegt. En í fyrsta lagi er
það, að í þessum orðrómi felast
miklar ýkjur. í öðru lagi eru
(Frh. á 7. síðu.)
n a o u r
frá lékkóslóvakíu
Höfum áfram óbreytta aðstöðu til þess að útvega, gegn 'leyfurn, skófatnað úr
leðri og gúmmíi frá hinurn beimsbekktu BATA-verksmiðjum í Zlin, sem nú
haf'a verið sameinaðar öðrum skóverksmiðj'um í Tékkóslóvakíu undir nafninu
L f
Import & Export of Leather & Rubber
Products and Raw Matrials, Gottwaldov-Zlin.
Erum við undirritaðir umboðsmenn fvrir nefnt firma á íslandi. Væntum
viö þ'ess, að teyfishafar snúi sér til okkar með pantanir sínar. Við höfuím
á 'staðnum 'greinilega myndaverðlista, er ‘sýna útiit ailra þ’eirra tegunda úr
ieðri og gúmmíi, sem. framleiddar er u í Zlin. Höfum ennfremur sýnishorna-
safn. Leitið upplýsinga hjá okkur áður en þér festið kaup annars staðar.
Lúðvigsson
SKOVERZLUN
Umboðsmenn EXICO CO. LTD., Gottwaldov-ZIin.