Alþýðublaðið - 22.02.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1949, Blaðsíða 1
iVeðurhorfur: - ' " - " m ■■ jj!W Forustugrein Gengur í allhvassa suð- austan átt með slyddu síð- WU X tÍÁVÍT Ákvörðun Noregs degis, en léttir sennilega til með norðaustan átt, 1 ii ii if R1 If i il 1 i 1 Íi -í' F-íru , þegar líður á kvöldið. XXX. árgangxtr. Þriðjudagur 22. febr. 1949. 42- tbl r Akvörðun norska stórþingsins í þessari viku? Myndin var tekin við se^ningu norska stórþingiins í janúar. Fyrir miðri myndinni sést Hákon konungur í hásæti. Lengst til vinstri sést norska ráðuneytið, í fremstu röð þess, við súluna, stendyr Einar Gerhardsen forsætisráðherra. UmmæSi þekktra brezkra blaða i gær FREGNIR . FRÁ LONDON í GÆR hermdu, að brezk blöð fögnuðu því mjög, að Noregur hefði nú tekið-há ákvörðun að ganga .í. Norður-Atlantsbafs. bandalagið, og láta þau í Ijós þá skoðun, að sú ákvörðun muni hafa mikil áhrif á Danmörku, sem nú væntanlega fari að for- dæmi Noregs. „News Chronicle" sagði í gærmorgun, að athygli manna beindist nú að Danmörku; en sennilegt mætti teljast, að hún færi að fordæmi Noregs. Um afstöðu Svíþjóðar sagði blaðið, að hún væri vel skiljanleg með tilliti til þess, að Svþjóð hefði tekizt að halda hlutleysi sínu í báðum heimsstyrjöldunum. „Daily Telegraph“ sagtSi í gærmorgun, að ákvörðun Nor- egs myndi verða þung' á metun- um, er til þess kæmi, að Dan- anörk tæki ákvörðun sína. Fannst dauSur í fang elsi í Aþenu í gær DEMETRIOS PAPARIKA, þekktur grískur kommúnisti, sem verið hefur í fangelsi í i.,,_Framhald á 7, síðu. ákvörSun um máfi, ti! baka --------ý... Stórþingið ræðir málið síðar í þessari viku, er Lange flytur því skýrslu sína -———■—«*•—------------—- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. ÞING NOKSKA ALÞÝÐUFLOKKSINS í OSLÓ sam- þykkíi á sunnudaginn í einu hljóði, að lýsa sig fylgjandi því, að Noregur gerðist aðili að varnarsamtökum hinna vestrænu Iýðræðisríkja á jbeim grundvelli, sem slíkum samtökum væri markaður af handalagi hinna sameinuðu þjóða og með varð- veizlu friðarins fyrir augum. Minnihluti þingsíns, sem á laug- ardaginn hafði borið fram tillögu um að freSta ákvörðun um þetta mál, tók tíllögu sína aftur á sunnudaginn. Lange, utanríkismálaráðherra Norðmanna, lét svo um mælt við blaðamenn í Osló í morgun, að norska stjórnin hefði nú ákveðið, að Noregur gerðist aðili að Norður-Atlantsliafs- bandalaginu til þess að tryggja öryggi sitt; en ennþá væri ekki hægt að segja, hvenær það yrði, og að sjálfsögðu yrði það ekki fyrr en stórþingið hefði sagt sitt orð í málinu; en hann myndi flytja því skýrslu um vesturför sína síðar í þessari viku. Með samþykkt norska Al- þýðuflokksþingsins er norrænt varnarbandalag til fulls úr sögunni, og spurningin er nú, hvað Danmörk gerir. Hedtoft, forsætisráðherra Dana, hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um það, en. segir, að utanríkis- málanefnd danska ríkisþingsins muni ræða málið á miðviku. daginn. Víst er, að þeirri hug- mynd hefur verið hreyft, að Svíþjóð og Danmörk gerðu með sér varnarbandalag, en litl. ar Ikur þykja til þess, að sú hugmynd verði tekin alvarlega. Sænsk blöð segja, að hern- aðarleg aðstaða Svíþjóðar hafi versnað við ákvörðun Noregs, og að hún muni verða mjög erfið, ef til nýrrar styrjaldar dregur; en sennilega muni Sví. þjóð þó eftir sem áður halda fast við hlutleysisstefnuna. Að sjálfsögðu kom ákvörðun norsku stjórnarinnar og norska Alþýðuflokksþingsins þeim Hed toft og Erlander, sem voru gest- ir á flokksþinginu, ekki á ó. _________ (Frh. á 7. síðu.) FJJ. vilf samvinnu vi ræðisríkiti m ©ryggi Ss! Eo vill hvorki herskyldsi oé eiieodan her eða herstöðvar hér á landi á friðartímum FJÖLMENNUR FUNDUR í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík samþykkfi í gærkveldi í einu hljóði að lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að athuga bæri gaumgæfilega hvernig hezt mætti tryggja öryggi og sjálfstæði íslands í samvinnu vlð hin vestrænu og engilsaxnesku lýðræðisríki, en að óskyn- samlegt og ótímabært væri hins vegar að taka afstöðu með eða móti Norður-Atlantshafsbandalagi fyrr en viíað væri um sátímála þess. í þessu sambandi tók fundurinn fram að hann væri and- vígur því að hafa erlendan her og herstöðvar hér á friðar- tímurn og teldi ekki að íslendingar gætu íekið upp herskyldu. Stefán Jóh. Stefánsson for. sætisráðherra var mættur á fundinum og flutti þar ýtarlega framsöguræðu um öryggi ís. lands, en síðan urðu miklar og fjörugar umræður. Að þeim loknum bar stjórn félagsins fram til ályktunar svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík telur brýna nauð. syn bera til þess, að stjórnar. völd íslands á hverjum tíma at. hugi gaumgæfilega hvernig try-ggja megi sem bezt öryggi og sjálfstæði landsins og sltír- skotar í því sambandi' til álykt. unar flokksþings Alþýðuflokks- ins síðast liðið haust um þetta efni. Félagið telur nauðsyn á vin. samlegri og friðsamlegri sam. vinnu íslands við hin vestrænu og engilsaxnesku lýðræðisríki sökum sameiginlegra stjórnar. hátta þessara þjóða, en lýsir Frh. á 8. síðu- SOVÉTSTJÓRNIN hefur nú kraflzt þess af frönskum stjórnarvjíldum, að þau fram- selji . .henni þrjú rússnesk vitni í málaferlum Victors Kravschenko í París sem stríðsglæpamenn. Franska stjórnin hefur engu svarað þessari kröfu enn. Málaferli þessi hafa vakið mikla athygli undanfarið en þau eru þannig ti-1 komin, að rússneski flóttamaðurinn Vict or Kravschenko, höfundur Framh. á 8. síðu. lidslaust við Suðaustur- and og Vestmannaeyjar | 53 staurar brotolr á Rao^árvöIIom os* í Landeyjum. Viðgerð ekki Sokið í dag. -------«———— L í FÁRVIÐRINU í fyrrinótt hrotnuðu 53 símastaurar á Rangárvöllum og í Landeyjum, og er nú símasambandslaust þar fyrir austan og sömuleiðis við Vestmannaeyjar. Talði er að viðgerðinni verði ekki lokið á einum degi. Á öðrum stöðum á landinu urðu engar stórvægilegar bilan- ir á línunni, að því er skrifstofa andssímans tjáði blaðinu í gær, en á löngu svæði á Rangárvöll- uni og í Landeyjunum hefur línan margslitnað vegna ísing- arinnap, sem hlaðizt hefur á hana, og enn fremur hafa 33 staurar brotnað í Landeyjum og 20 staurar á Rangárvöllum, og er því algerlega sambandslaust við Vestmannaeyjar og Suð. austurland. í gær yar blindliríð og stór- viðri fyrir austan og ekki hægt að hefja viðgerðir, en vinnu- flokkur fór þó austur með efni til viðgerðarinnar, og verður byrjað á henni jafnskjótt og veðrinu slotar. Þá er talið, að ekki verði nærri hægt að ljúka viðgerðinni á einum degi, en þó kann ,að vera, að unt verði að koma sambandinu á áður en fullnaðarviðgerð hefur farið fram. í dag mun þó ekkert sam- band verða, fyrr en þá seint í kvöld, ef viðgerðarmennirnir hafa getað byrjað í morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.