Alþýðublaðið - 23.02.1949, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MiSvikudagur 23- fekr. 1949.
Útgefandl: Alþýðuflokknrins.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndai.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðubúsið.
Alþýðuprentsmiðjan b.f.
Ályfctun F.SJJ. um
örygglsmál landsins
UNGIR JAFNAÐARMENN
í höfuðstaðnum taka mikinn
og virkan þátt í starfi og bar-
áttu Alþýðuflokksins inn á
við og út á við. Þeir hafa átt
drjúgan þátt í þvi, að æsku-
lýðsfélög stjórnmálaflokkanna
efna öðru hverju til opin-
herra kappræðufunda um
dægurmálin og stefnumál (
flokkanna. Þessi starfsemi
unga fólksins hefur átt áhuga j
og vinsældum að fagna, enda
vel tiil fundið, að stjórnmálin
séu á hverjum tíma rædd á
opinberum vettvangi og við-
horf og sjónarmið flokkanna
skýrð og skilgreind fyrir al-
menningi.
í þessari viku verður hald-
inn hinn fyrsti slíkur æsku-
lýðsfundur hér í Reykjavík á
þessum vetri, og verður hið
f yrirhugaða Norður-Atl ants-
hafsbandalag tekið, þar til
umræðu. Hefur FUJ í tilefni
þessa rætt öryggismálin á fjöl-
mennum fundi og gert um
þau samþykkt í einu hljóði,
þar sem afstaða ungra jafnað-
armanna til málsins er skýrt
mótuð eins og hún liggur fyr-
if í dag.
*
Þessi ályktun ungra jafn-
aðarmanna er í fuíllu samræmi
við samþykkt flokksþings Al-
þýðuflokksins í haust um
þessi mál. Þar er lögð á það
áherzla, að stjórnarvöld lands
ins athugi gaumgæfilega
hvernig^ tryggja megi sem bezt
öryggi íslands og bent á nauð
syn vinsamlegrar og friðsam-
legrar samvinnu okkar við hin
vestrænu og engilsaxnesku
lýðræðisríki. Hins vegar er
lýst yfir afdráttarlausri and-
stöðu félagsins við erlendan
her og herstöðvar hér á frið-
artímum og réttilega álitið, að
íslendingar geti ekki tekið
upp 'herskyldu.
Um þessi atriði ríkir ein-
hugur í þeim samtökum Al-
þýðuflokksins, sem tekið hafa
mál þessi til athugunar.
Flokksþingið í haust afgreiddi
stjómmálaályktunina, þar
sem meðal anhars var um
þessi atriði fjaJllað, með sam-
hljóða atkvæðum. Stefán Jóh.
Stefánsson mótaði sömu af-
stöðu og þar var tekin ýtar-
lega í ræðu sinni á aðalfundi
Aiþýðuf lokksf éilags Reykj a-
víkur fyrjr skömmu, og einn-
ig þar ríkti full eindrægni um
þessi sjónarmið. Nú hefur FUJ
í Reykjavík markað hliðstæða
afstöðu með ályktun sam-
þykktri í einu hljóði á fjöl-
Dvalarheimilið í Laugarnesi. — Aðeins það bezía
hæfir bví. — Þegnskylduvinna og uppeldi æsku-
lýðsins. — Slys vesma leika.
ÞAÐ ER ÁREIÐANLEGT, að
bæjarbúar styðja af alhug þá
beiðni sjómannadagsráðsins, að
það fái lóð í Laugarnesi undir
hið væntanlega dvalarheimili
aldraðra sjómanna. Yfirleitt eru
Reykvíkingar . fyrir . alllöngu
farnir að sjá dvalarheimilið rísa
npp á þessum fagra stað, gnæfa
þar á nesinu yfir bláum sund-
untira, gamla sjómenn og konur
þeirra sitja þar á bekkjunum og
liorfa á sólarlagið.
EKKERT ANNAÐ en það
bezta hæfir dvalarheimili sjó.
mannanna. Við létum sjómanna-
skólann á eina beztu hæðina í
Reykjavík og flestir munu vera
ánægðir með þá voldugu bygg.
ingu á þsssum stað. Eins ber
okkur að gefa dvalarheimilinu
lóðina í Laugarnesi og á því má
engin tregða vera. Með þessu
tvennu staðfestum við það, að
Reykjavík er sjómannaborg
fyrst og fremst, að við skiljum
það, að ' afkoma Reykjavíkur
veltur á sjómannastéttinni, eins
og afkoma landsins veltur líka
á henni. .
ÉG MAN EKKI BETUR en að
fyrrverandiborgarstjóri hafi eitt
sinn látið næsta ótvíræð orð
falla um það, að sjómennirnir
skyldu fá lóðina í Laugarnesi
undir dvalarheimilið. Nú verð-
ur ekki betur séð af samþykkt.
um sjómannadagsráðsins, en að
því þyki einhver tregða vera á
því að fá staðfestingu á þessu.
Ég vona að sú verði ekki raun-
in, enda væri það illt, ef fram.
kvæmdum yrði að fresta vegna
einhverrar tregðu á því að fá
tekna ákvörðun í þessu máli.
FJÁRHAGSRÁÐ mun eiga
erfiðara um ákvörðun en bæj-
arstjórn, því að stefna þess mun
vera sú, að miða allar áætlanir
sínar sem mest við byggingar í:
búðarhúsa í sveitum og kaup-
stöðum, slá heldur á frest fjár.
festingarleyfum til stórbygg-
inga, en vonandi verður dvalar.
heimilið ekki fyrir barðinu á
þeirri ákvörðun.
MAÐUR NOKKUR ræddi um
það í útvarpinu á mánudags-
kvöld, að rétt væri fyrir okkur
að taka upp þegnskylduvinnu.
Landsmönnum mun vera Ijóst,
að okkur vantar eitthvað það í
þjóðaruppeldið, sem er tilsvar.
andi við herþjónustutímabil
æsku annarra landa, ekki svo
að skilja, að við viljum taka
upp vopnaburð, eða við æskjum
eftir því að íslenzkir æskumenn
verði teknir til þess að læra
einhvers konar vopnaburð.
Hins vegar fer enginn í grafgöt-
ur um það, að aginn, sem ung.
um mönnum með öðrum þjóð
um er kenndur í herþjónust.
unni, hefur margt gott í för með
sér, og þá fyrst og fremst það,
að þeir fá öruggari tilfinningu
fyrir þjóð sinni og heildarhags-
munum Jhennar.
SÚ TILFINNING þarf að
vaxa með okkur íslendingum,
og það væri hægt að auka hana
með einhvers konar þegnskyldu
vinnu. í stað vopna ætti að fá ís-
lenzkum æskumönnum landbún
aðarverkfæri, vegagerðarvélar,
nat á sjó og lóðir. Hér er um að
ræða stórmál, sem mun eiga að
hugsa um af alvöru. Vitanlega
rísa alltaf upp einhverjir, sem
reyna að smjaðra fyrjr fólki í
pólitískum tilgangi, en það á
löggjafinn ekki að taka til
greina.
AFSTAÐA VERKALÝÐSINS
til svona mála mun að miklu
leyti miðast við það, að þegn-
skylduvinnan yrði ekki til þess
að auka atvinnuleysi, það er að
segja að ungir íslendingar yrðu
ekki teknir til starfa, sem full.
tíða íslendingar vinna sér og
sínum til lífsviðurværis. Á tím-
um atvinnuleysisins heyrðist
alltaf, þegar rætt var um þegn.
(Frh. á 7. síðu.)
mennum fundi, þar sem þessi
mál voru rædd af alvöru og
gaumgæfni. Alþýðuflokkurinn
hefur þar með mótað afstöðu,
sem áreiðanlega er í samræmi
við vilja mikils meirihlluta
þjóðarinnar. Hann vill að
gerðar séu ráðstafanir tiil að
tryggja öryggi íslands og
bendir á, að íslendingar eigi
heima í samtökum hinna vest-
rænu og engilsaxnesku lýð-
ræðisþjóða og hvergi annars
staðar. En aukið öryggi þjóð-
arinnar út á við piá ekki
kaupa svo dýru verði, að hér
verði erílendur her eða her-
stöðvar á friðartímum eða að
íslendingar taki upp her-
skyldu.
*
FUJ telur réttilega óskyn-
samlegt og ótímabært að taka
afstöðu með eða móti hinu
fyrirhugaða Norður-Atlants-
hafsbandalagi fyrr, en vitað er
um efni væntanlegs sáttmála
þess. Þegar hann liggur fyrir
verður úr því skorið, hvort
sett verða fyrir þátttöku ríkja
í 'bandalaginu þau skilyrði,
sem íslendingar geta ekki fall-
izt á. Verði svo ekki, leikur
naumast á tveim tungum, að
okkur iberi að athuga gaum-
gæfilega, hvort við eigum
ekki beirna í þessum samtök-
um. Úr því verður þó ekki
skorið fyrr en við vitum, hvað
er að velja og hverju að hafna.
En hér á landi eru aðilar,
sem fyrirfram hafa tekið af-
stöðu til Norður-Atlantshafs-
handalagsins. Hér hefur í
blöðum og á fundum verið
efnt til æsinga og blekkinga
um þetta fyrirhugaða banda-
Iag og hugsanlega þátttöku Is-
lands í því. Þessi hreyfing er
fyrst og fremst runnin undan
rifjum kommúnista, og þarf
engum að dyljast, hvað fyrir
þeim vakir. Vegna þessa er
það vel 'farið, a.ð mál þetta
verði rætt opinberilega, þó að
enn sé ekki#að því komið, að
þjóð okkar geti tekið fullnað-
arafstöðu til þess.
Tilboð óskasí í *
M.s. „Gunnvöru"
með öllu, sem skipinu tilheyrir og er um borð
í því og í því ástandi, sem það er nú í, þar sem
það Iiggur í fjörunni í Fljótavík.
Tilboð séu komin til vor fyrir 1. marz næst-
komandi.
Sjóválryggingarfélag íslands h.f.
Hraðfrysf
grænmefi
er eins og nýtt. — Fæst í flestum kjötverzl-
unum.
Söluféíag garðyrkjumanna.
Sími 5 8 3-6.
VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS.
I ára afnælisfagnaður
félagsins verður haldinn að HÓTEL BORG föstu-
daginn 25. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 18,00.
AÐGÖNGUMIÐAR seldir í skrifstofu félagsins,
Ingólfshvoli, Lofti Ólafssyni, Eskihlíð 23 og Véla-
verzlun G. J. Fossberg.
** . Stjórnin.
Alþýðublaðið
vant'ar ungling til blaðburðar á
Seltjarnarnesi.
Talið við afgreiðsluna.
Sími 4900.
Álþýðublaðið
Lækjargata 11, Hafnarfirði,
með stórri ræktaðri lóð og útihúsi, er til sölú.
4 herbergi og eldhús laus til íbúðar 14. maí.
Tilboð sendis fyrir n. k. sunnudag til Bjarria
Snæbjörnssonar læknis, sem gefur allar nánari
upplýsingar.
Skopmyndasýning
í sýningarsal Ásmundar Sveipssonar,
Freyjugötu 41.
Þrír listamenn sýna 175 myndir.
Sýningargesir geta fengið teiknaða mynd
af sér milii kl. 5—7 og 8—10.
Opið daglega frá 2—10.