Alþýðublaðið - 23.02.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 23.02.1949, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 23- febr. 1949. Lelfur Leirs: DRACMIIK í SMÁHKÍÐ. Það snjóar pg snjóar sniðuglega úr öllum áttum og' alla vega. -— — í vændum er eitthvað afarljótt, því að drauma þunga anig dreymdi í nótt. . Ég þóttist stadd-ur á stræti víðu, hvar diktaði refur í reifi síðu, við hlið hans gekk lambgimbur léttstíg og nett og konserteraði á klarinett. Hjá stundaklukku á stöpli gráum stóð kappi orðsins á kassa.itágum og danssalastóðhryssi, styrkri raust, bauð miskunn eða eldsloga miðalaust. Með blaktandi fána og bumbuhljóði, kom fylking öslandi í eldi og blóði; við hjálpræðisdraggargans hljómagrín var skrattinn hvellrekinn heim til sín. Og fólkið steig konga í krapasvaðinu, en múgnum ofar á mánudaigsblaðinu, tvímenntu gráskotti og gimbrin nett, feonserterandi á klarinett-------- BRÉF. Ritstjóri þessara dálka sendi herra hreppstjóra, Filipusi BeSsasyni. eftirfarandi svarbréf mánudaginn 21. febrúar 1949. Kæri vinur. Við spurningum í bréfi þínu, sem ég fóttók laugard. 19. þ. m. og birtist hér í dálkunum degi síðar, er þessu að svara: Þar eð þú telur að þér hafi foorízt vitneskja um það, að til athugunar muni vera hjá for- ráðamönnum vorum að bjóða þér nýákveðið embætti í höfuð. borginni, og þú álítur tvö emb- ætti einkum koma til greina, þjóðleikhússtjóra eða ríkis. ráðsmanns, — hef ég nokkuð J reynt að kynna mér allar að- stæður. Þú telur þjðlelkhússtjóra- embættið vart koma til greina, þar eð þú hafir aðeins einu sinni leikið Skugga-Svein. Að því er ég bezt veit, mun enginn þeirra, er um, stöðuna sækja, nokkru sinnj hafa leikið Skugga Svein, en hins vegar virðist all myndarlegur skuggasveinaleik- ur hafa verið á svið settur í tilefni þess, og því ættir þú að vera eins hlutgengur í aðalhlut- verkið og margur annar. Um ríkisráðsmannsembættið gegnir öðru máli. Til þess að hljóta aðalhlutverkið í þeim leik, þyrfti viðkomandi helzt að minnsta kosti að hafa kynnt sér eða séð sjónleik Gogols , Eftirlitsmanninn“. Rv. 21—2—49. Ævar Andi stud. med. ritstjóri. GENGIÐ UNDIR LEKA: Veðurútlitið: Morgun: rign. ing eða slydda með allhvössu eða hvössu allraáttaroki. Lygnt og dálítið frost um hádegið, en gengur síðan í allar áttir með snörpum éljum og samfelldri hríð. Rok og vaxandi myrkur, — einkum umhverfis sjómanna skólann með kvöldinu. Samþykkt hefur verið á- skorun til forráðamanna þjóð- minjasafnsins, að sjóminjasafni, þ. e. safni helztu sjómennsku. forngripa, verði komið fyrir í hinni nýju þjóðminjasafnsbygg ■ ingu. Munu forráðamennirnir ætla sér að taka vel í þetta; að minnsta kosti hefur heyrzt, að til athugunar sé að brjóta niður í bili allmikið af innveggjum og útveggjum byggingarinnar, til þess að Hæringi verði komið þar inn. Munu verkamenn úr þjóðleikhúsinu verða fengnir til þess að taka verkið að sér. Kaupi og se) Tek í umlDoSssölu nýja og notaða, vel meS farna skartgripi óg listmuni og nýtízku kvenkápur, nýleg herraföt. Verzlunin verð- ur opin frá kl. 1—6 e. h. VESZL. GOÐABOEG. Freyjug, 1. — Sími 6205. Vicki Baum HOFUÐLÁUS EN'GILL sem var liðið með frönsku stjórnarbyltingunni. Mér fannst bryggjan ganga í öldum undir fótum mér og jafnvel eftir að ég var komin upp á hellulagð an hafnarbakkann, hélt jörðin áfram að ganga í bylgjum, eins og ég væri enn um borð í skipi. Hamingjan góða, hugsaði ég, nú er ekki tími til að verða sjó- veik, og ég reyndi að hegða mér sem bezt ég kunni eftir hirðsiðum og muna það, sem ég kunni í spönsku, og skipaði upp reisnargjörnum maga mínum áð hlýða. Það var heilt flóð af titium, þegar Felipe kynnti mennina fyrir mér, og svo mikill ara- grúi af nöfnum. sem hljómuðu öll eins og þau væru úr ein. hverjum söngleik. Torgið milli hafnarbakkans ag borgarmúr- anna varð að- leiksviði, og ég var sjálf á því miðju. Ég heyrði Felipe kynna mig með mestu mælsku: „La principesa Pontig nac, er hinn kæri faðir hennar fól mér hana í hendur áður en hann dó, og hún er að leita hælis frá morðingjum Frakk- lands í okkar blessuðu ný_ lendu“. Við þetta jókst kliður- inn, það gekk á hneigingum og gullhömrum, hötturn var lyft með glæstri kurteisi og höndum þrýst að borðalögðum og orðu skreyttum brjóstum með hinum áköfustu fullyrðingum um inni legustu hollustu ag ótakmark aða gestrisni. Tígulegur, fitu- þungur, ofklæddur heldrimað- ■ur, í rauðum og gylltum föt. um, Don Porfina Bustamaute, E1 Mayor del Consulado, hélt hrífandi ræðu til að bjóða okk ur velkomin. Ef ég hefi skilið hann rétt, hann var hálfblestur á máli, þá var höfn Vera 'Cruz og borgin sjálf, virkið San Ju- an de Ulua, hjarta hans og heimili og eignir hans lagðar við fætur mér og mér heimilt til umráða. Það mesta, sem ég man var, að Felipe dró andann djúpt og sagði: „Gracias a Dios, allt gekk vel. Þú töfraðir þá alla og ég er ógurlega hreykinn ai þér, Blanquita mín“. Við höfðum komið inn í Vera Cruz, gegnum hlið, þar sem rolulegir verðir stóðu í röð og slæpingslegir hermenn, og Domingo, sem gekk á undan okkur, ruddi okk ur örmjóa braut gegnum þétta mannþyrpinguna. Aldrei hafði ég getað ímyndað mér, að nokk urt fólk gæti verið eins óhreint og ræfilslega tötralegt eins og þessi hópur, sem alveg ætlaði að svelgja okkur í sig. Það voru slæpingjar og betlarar af öllu íagi, berir litlir drengir og ótrú lega gamlir og hrukkóttir öld- ungar; hinir örkumla, blindu vesalingar skulfu af krampa- flog'um og froðan vall út um vit þeirra. Blessunarorð óg bölbæn ir voru hrópaðar upp skerandi röddu, líkþráir handleggjabútar voru réttir fram, augnalaus and lit horfðu á okkur, neflausar ásjónur sýndu sár sín, og göm ul kerlingarnorn' greip dauða. haldi í glitvefnaðarkjólinn minn og þrýsti daunillum vör. unum að faldi hans. Þetta var heil flóðalda af eymd og' sjúk- dómum, og öll þessi andlit, svo dökk og framandi, villimann.' leg og ógnandi, hvort þau voru brosandi eða hrópuðu, eða að- eins störðu á mig af heimsku. legri forvitni. Aðeins þessa stundina fann ég, hvað það þýddi að vera hvít og ljóshærð og öðruvísi en aðrir. Það kom yfir mig einhver skelfing og hvítir húsveggirnir urðu svart ir. „Hvað er þetta, hjartað mitt?“ spurði Felipe, þegar ég greip í ermi hans. „Ekkert. Hitinn — mig svim ar dálítið“, — ég brosti til hans og hann brosti aftur á móti, einkennilega vandræðalegt bros, alls ekki honum eiginlegt. Við komumst út úr þessari starandi þju-pingu, sem umlukti okkur, og hann andaði léttara. „Þú gerðir mig órólegan allra snöggvast, Caralinda. í lok september er hitasóttarfaraldrin um, sem gengur í Vera Cruz, oftast lokið. Auk þess er hann ekki mjög smitandi“, sagði hann ákafur. „Ég fullvissa þig um, að hann er það ekki. — Hvernig gengur það með bóni- to prieto?“ kallaði hann til ökumannsins, sem beið.okkar í geysistórum, skrautlega máluð um, klunnaiegum vag'ni, og fyr ír honum gengu tveir önugir látúnsskreyttir mulasnar. Maðurinn lyfti letilega" öxl. um. „Pues — reglujega", svar aði hann. Felipe lyfti mér upp í vagninn, Domingo tók sér sæti á ökumannssætinu, og við lögðum af stað í skröítandi vagninum. Þetta var þá Mexikó. Glæsi leiki torgsins, umkringt skraut hýsum og bogagöngum, þar se'm hæst bar fagr.a kirkjuna, og auvirðileg fátækt hreýsanna og bambuskofanna, sem voru að sökkva í kaf í óþrifalegum hliðargötunum. Skrautlegir spænskir einkennisbúningar og perlusaumaðir, jburðarmiklir búningar kaupmannanna, og nekt fólksins. Pi’estar í svört- um hempum með svarta barða- stóra liatta þeysandi framhjá hópum af jafnsvörtum gömm_ um, sem voru iað berjast við kláðuga lrunda um einhvern daunillan úrgang. Háttse.ttir klerkar í skínandi skrúða á leið að veita éinhverjum rík- um manni síðustu smurningu og tötralegir munkar á leið til einhvers fátæklings í sömu miskunnarerindum. Hörpur voru slegnar og guitarar undir sólbökiuðum gluggum, á vínstofum og knæpum og á út jöðrum sölutorganna; g'amlar konur, muldrandi bænir sínar, ungar konur að gefa börnum sínum brjóst, konur, sem standa á dyraþrepunum að hnoða maískökur, konur, sem bera um leirker full af vatni á öxl sér með sama yndisþokka og á dögum biblíunnar; stúlka stend ur í dyragætt og hlær; ungur maður syngur um óendur. goldna ást, barn grætur, drukk inn maður tautar formælingar ofan í barm sér. Bláir haugar af flugum á kjöti, ávöxtum og matvöru í mai'ikaðsbúðunum. Heilir herskarar af maurum, .sem ganga fylktu liði á tígul- steinagólfum, brúðardans moski tófl.ugnanna í loftinu; veggjalýs flugur, flær og eitraðar lióngu lær; allar þessar skríðandi, bít andi, hættulegu og andstyggi- legu plágur hitabeltisins. Súr þefur af fljótrotnandi ávöxtum, af þúsund sígarettum. blándað ur, þrunginn og hressandi ilm ur af viðareldum og brennandi viðarkolum, krydduðum niat og steiktu korni og súkkulaði og huitu smjöri. Kðuputn fiilur i Baldursgöfu 30. 1 I. SAMSÆRISM.: Þessar borgargöt- ur hérna eru hreinasta krossgáta. Ég er orðinn hammvilltur! 1. BORGARBÚI: Við grýtum þá! 2. SAMSÆRISM.: Þeir grýta okkur með óskasteinum!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.