Alþýðublaðið - 23.02.1949, Side 5

Alþýðublaðið - 23.02.1949, Side 5
M’Svikudagur 23• febr. 1949. ALÞÝÐUBLAÐ10 s; ALEXANDER L. KIEL- LAND minnti menn stundum á það í spaugi, að hann væri í þennan heim borinn á dögum febrúarbyltingarinnar. Þess vegna væri hann haldinn slík um uppreisnaranda og árásar hneigð. Og svo furðulega hilt. ist á, að hann kom fram sem skáld í fyrsta skiptið þann 1. mjaí. Ráðuneyti Sverdrups brást þeim radikölu í baráttunni fyr ir skáldalaunum til handa Kiel land. Þetta var skömmu eftir hinn mikla kosningasigur yinstrimanna árið 1884. Sú af- staða vinstrimanna orsakaði klofning hinnar voldugu flokks heildar. Þá voru skáldin svo næm á æðaslög þjóðlífsins, að þau skildu hvar fiskur lá undir steini hvað * Kiellandmálið snerti. Og þá risu stéttir þ.ióð félagsins, sem bjuggu við þjóð félagslega og fjárhagslega kúg un, u.pp til andstöðu; stéttirnar, sem sáu sér búna tortímingu yegna þeirrar þróunar, sem virt 3st ætla að breyta öllum kjör- um og viðhorfum, svo hratt, að ekkert fengi viðnám veitt. Þegar stórþingið neitaði öðru sinni að veita Kielland skálda Iaun„ fórust Jonas Lie þannig orð: ,,Þarna er um að ræða bar attu lítilmagnanna við auðvaids skipulagið, hinn nýja tíma, sem ógnar bændunum cg landi þeirra. Smáríkin eiga_það á ■hættu, að voldugri menningar ríki glej'pi þau. Og svo álíta menn, að þeirn sé unnt að loka stormviðri tímans úti. Ég legg til, að við veitum anda hins nýja tíma viðtöku í stað þess að standa ráðalaus og sinnulaus í þrjózku gegn honum; reynum að hemja hann sem orkugjafa í þjónustu þjóðlífsins. Það, og aðeins það, er leiðin til þjóðar frelsis; að við hrífumst af þeirri sameiningarhugsjón, sem er innsta eðli hans. Það er eina hugsanlega björgun lítilmagn- anna frá því að verða daglauna vinnulýður auðvaldsins“. Skáld ið endar mál sitt með því að hvetja bændur og sjómenn til samvinnureksturs og samvinnu yerzlunar. Garborg tók síðar í Sama streng og Jonas Lie. „Ekki þarf nema eitt til þess, að líf og fjör færist í allt norð Ur þar; — að síldin taki að veið ast aftur á Stavangri. Þangað til verður jaðarbúinn ,,hæg- fara“. Jörðin á engin fyrirheit, >— leyfið okkar í lengstu lög að halda himninum. Og trúarlíf ihans verður framvegis þrungið kvíða, myrkri, sjúklegri angist iog ótta, fremur en ljósi og 'frelsi. Nema ef svo færi, að fcinhver fjármálaspekingur á ifo'orð við Lars Oftedal risi upp 'á meðal þeirra þar nyrðra, sem ígæti sameinað fólkið til sjálfs hjálpar. Hin mörgu bænahús og hin sterka Bethaniuhreyfing 'gætu einnig flutt jaðarbyggj- pm raunhæfan boðskap, og þá er von betri tíma, þegar þeir Bkilja þann boðskap“. Þegar leið að 1884, voru hýjar hugmyndir og hugsjónir bvo ríkar til áhrifa með þjóð inni, og þó einkum, í höfuðborg inni; darvinska þróunarkenn- ángin tók við af barnatrúnni; yægðariaus gagnrýni á kirkju ög allri kirkjulegri starfsemi, siðgæðisreglum, uppeldi. ferm. 5ngu, hjónabandi og fjölskyldu flífi, — að Georg Brandes hugði frjálshyggjumenn í meiri hluta meðal norskra vinstrimanna. Kiellandmálið sýndi og sann- HINN frægi norski skáldsagnahöfundur Alexand- er Kielland átti hundrað ára afmæli 18. febrúar s.l. Kielland, sem var eitt af öndvegisskáldum Norðmanna 19. öld, hefur haft mikil áhrif á Islandi og margar beztu skáldsögur hans verið þýddar á íslenzku, þar á meðal „Eitur“, „Vorse skipstjóri“, „Garman“ og „Jakob“, en hin síðasínefnda hefur verlð framhalds saga ríkisútvarpsins undanfarið. Greinin um Kielland, sem hér birt st, er eftir Olav Storsíein og þýdd úr „Arbeiderbladet“ í Oslo. Alexander Kielland. aði, að hann hafði á röngu að standa. Fyrsta skáldverk Alexand- ers Kielllands, „Novelletter", kom út þann 1. maí 1879. Hinn ungi arftaki einnar ríkustu og mest metnu verzlunarfjölskyldu landsins, fylkti sér þegar í bar áttusveit með róttækustu vinstri mönnum. Sögur þessar voru fágaðar og þrungnar glettni. Þær hófust á ómótstæði legu brosi: „Vonin er ávallt ung — — —“ í smásögunni Siesta“, er hann reit ári’síðar, lýsir hann sinni eigin aðferð og tækni: í samkvæminu er staddur ungur írsfcur hljómlista maður, isem lítt hefur haft sig í frammi. Þegar minnst varir gengur hann að slaghörpunni og tekur að leika, án þess að nokk ur hafi beðið hann þess. Hann hóf leik sinn með samhljómum, er vel áttu við skap gestanna og þess vegna hreif hann þá alla með þegar í stað. En smám saman breytir leikur hans um blæ. Listamaðurinn beitti æ meir dýpri tónunum og óróleg ar stunur tóku að berast frá bassaáttundinni. En hann hafði seitt áheyrendurna á vald sitt og sleppti þeim ekki; dýpra og dýpra dró hann þá, og úr djúpunum barst dimmur kliður ásakana og hótana. Með vinstri handar fingrum sín um virtist listamaðurinn bregða þann hnút, sem aldrei yrði leystur, en frá diskantáttund. unum flaug sindrandi regn stökktóna við hraðan áslátt nægri handar fingra. Það var líkast því sem myrk og misk. unnarlaus vélráð væru brugguð í kjallaranium, á meðan íbúárn ir á efri hæðinni undu við dufl og dans“. Þegar í fyrstu smásögum sín um seiddi Alexander Kielland áheyrendurna með vinstri hand aráslætti sínum niður í djúp bassaáttundanna. Árið ' 1878 hafði hann dvalið í París. Þá voru ekki liðin mörg ár frá því, er Parísarkommúnan beið ósigur. Þaðán var runnin frá- sögn hans úr „samkvæminu". Kielland þótti sem baráttan milli hinna drotthandi stétta og þeirra arðrændu stæði í hans eigin sál. Af eigin raun þekkti hann hina hnitmiðuðu baráttu tækni og hið takmarkalausa vald, sem ráðastéttirnar gátu beitt, bæði gegn almenningi og sínum eigin sonum, þeim, sem uppreisnargjarnastir voru. Sjálfur gaí hann ekki sigrazt á þeirri togstreitu, sem sífellt átti sér stað hið innra með hon um og orðinn var snar þáttur skapgerðar hans. Engu að síð- ur gat hann gert þróuninni hið mesta gagn með því að gera þá togstreitu lýðnum Ijósa. Sið. fræðilega togstreitan var auð- leyst á þann hátt, að viðkom- andi tæki þátt í baráttunni við gamla fjötra og þvingun. Hann varð styrjaldarskáld. Þær stefn ur, sem enn ráða mestu með okkur, voru og teknar að seil ast til valda, er hann reit sög. ur sínar og hann skyggndist svo djúpt inn í eðli þeirra, skoð aði þær í skuggsjá sinnar eigin sálar, sem var svo heið og fág uð, að skilgreining hans er okkur drjúg aðstoð við að skilja þjóðfélagslega þróun, eins og hún er í dag. Alexander Kielland var næm ari á æðaslátt samtíðar sinnar heldur en sín eigin hjartaslög. Hann rannsakar af ítrustu ná- kvæmni þær orsakir, sem orð ið hafa til þess að hrinda þessu af stað. Kryfur til mergjar fyrstu áhrif vorrar „nýju menn ingar“. í raun og veru eiga allar hinar sálfFæðilegu og stjórnmálamótuðu skáldsögur hans það sameiginlegt, að þær eru í innsta eðli sínu hagfræði legar. í fimm köflurn lýsir hann hinni hagfræðilegu þróun á síðari hluta síðustu aldar. Þessir fimm kaflar bera fyrir sagnirnar: „Worse skipstjóri“, „Garman og Worse“, „Gæfudís in“, , Jónsmessuhátíðin" og „Jakob“. Þar er sagt frá nýja tímanum, sem hófst þegar síld artorfurnar óðu á fjörðum og víkum og veittu íbúunum auð til hvers konar framleiðslu, og þar er sagt frá valdaupphafi auðstéttanna og stóriðnaðarins, sem reis á rústum þeirrar tignu öldnu menningar, sem hann ólzt upp við, uppreisnarseggur inn og arftaki verzlunarrekst- urs Kielland & sonur. Sagan, sem fjallar um þau laun, er þjóðfélagið veitir sín. um þörfustu og beztu sonum, heitir „Eitur“ og segir frá hin um ólánssama ,,tvífara“ skálds ins: Abraham K. Lövdahl. Ásamt sögunni , Gæfudísin“ er hún það bezta og mesta lista- verk, sem finna má í tólf ára frjórri ritstarfsemi hans, og sem lauk jafn óvænt og skyndi lega og hún hófst. Sagan „Eitur“ er ekki fyrst og fremst árás á skólana; — að vísu er hún það í og með, og meira að segja djörf á fcöflum. í sögunni eru svo djarflega og hreinskilnislega dregnar upp myndir af samskiptum foreldra og barna, þeirra, sem eiga lífið framundan, og hinna. sem draga úr vextinum og þroskan um, að við komumst að raun um, að þar er síður en svo geta nú allir séð í sýningar. glugganum í Austurstræli. Ekkert eidhús án PRESTO. . . Gísfi Haiidérsson h.f. Hafnarstr. 8. Sími 7000. allt í sómanum. Þar er hjúpi svipt af drottnunargirndinni og framkvæmdatækni hennar í venjubundnu þjóðfélagi. KieL land þekkti þjóðfélagið og —• þessa tækni. Sagan lýsir sto.lt um og viðkvæmum dreng, sem eyðilegst í togstreitu foreidr anna um völdin og hinum lymskulegu mökum föðursins við þá, sem hærra eru settir. Abraham var huglaus flótta maður. Kielland sigraðist á htig leysinu og undanhaldinu með því að bregða hjör sínum hart og títt að þeirn, er færa viidu lífið í fjötra, og tók hann þá hvorki tillit til frændsemi né tengda. Hann var bardagamað ur af guðs náð. Hann var gædd ur þeirri hröðu sjón, sem er bardagamanninum nauðsyn; á einu vetfangi kom hann auga á þá bletti á fjandmönnunum, sem lágu beinast og berast við höggi, — en hann gaf sér líka tíma til að skoða það, sem ljós ið og gleðin gæddu lífi og Ht um. Skáldskapur hans töfrar okkur með þeirri lífsnautn og gleði, sem gerir okkur bæði líf ið og baráttuna glæsilegra á vorri fögru fósturjörð.* Hornafjörður til urn- ræðu í báðum þingdeildum. HORNAFJÖRÐUR var aðal- umræðuefnið í báðum deildum aiþingis í gær. og var um að ræða framkvæmdir þar á staðru um, sem kosta mundu 14—15 milljónir króna. Neðri deikl ræddi frumvarp um landshöfn. í Hornafirði, sem kosta mundi hálfa fimmtu milljón, en efri deild ræddi fiskiðjuver fyrir Hornafjörð, sem gæti kostað um 10 milljónir. Nefndir hafa tekið illa f bæði bessi mál að svo komnu máli. Meirihluti sjávarútvegs- nefndar efri deildar leggur til, að málinu sé vísað frá, þar sem ríkið hafi ekki séð sér fært að ljúka byggingu eins fiskiðju„ vers eða sjá því fyrir rekstursfé og sé því ókleift að ráðast í annað. Meirihluti sjávarútvegs- nefndar lagði til, að frumvarp- inu um íandshöfnina verði einix. (Fxh. á 7. síðti.)í

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.