Alþýðublaðið - 23.02.1949, Síða 8
Gerizt áskrifendur,
sð Alþýðubiaðinu.
> : Alþýðublaðio imi á hvert
íieimili. Hringið í síma
4900 eða 4906.
Börn og unglingar.
Komið og seljið -J|j
A.LÞÝÐUBLAÐIÐ
Allir vilja kaupa |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ jí
Miðvikudagur 23- febr. 1949.
rumvarp urn sðnfræ
Það er samhljóða frumvarpi, sem Emil
Jónsson lét semla od flutt Var 1945.
Rafvirkjar gera fyrsfu
samninga sína um
kaup og kjör á skip-
um.
IÐNAÐARNEFND neðri deildar flytur að ósk Em'ls Jóns-
sonár iðnaðarmálaráðherra frumvarp til laga um iðnfræðslu,
en það er samhljóða frumvarpi til laga um iðnfræðslu, sem
samið var fyrir forgöngu Emils Jónssonar og Iagt fyrir alþingi
1945. Náði frumvarpið þá ekki fram að ganga á aiþingi, en
áfti miklurn vinsældum að fagna meðal iðnnema, og hafa
fconílð fram ítrekaðar óskir, einkum innan Alþýðuflokksins,
iim að mál þetta verði tekið upp á ný.
Meginefni frumvarpsins er^
það, ,að iðnfræðslu skuli haldið
uppi í þeim iðngreinum, sem
löggiltar eru. og, að ákveðið
verði með reglugerð, hverjar
skuli vera iðngreinar, svo og
um kennslu í þeim, eftirlit með
kennslunni og' þrófkröfur,. Þar
skal óg setja ákvæði um verk-
leg námskeið, er .stofnað kann
að ,verða til. Iðnfræðsluráð
stýrir framkvæmdum í iðn.
fræðslumálum undir yfirstjórn
ráðherra, en ráðherra skipar
iðnfræðsluráð til fjögurra ára í
senn. Skal það skipað fimm
mötínum,, búsettum í Reykjavík
og' nágrenni. Skulu tveir þeirra
vera meistarar, tilnefndir af
Landssambandi iðnaðarmanna,
og tveir þeirra sveinar, til-
nefndir af iðnsveinaráði AL
þýðúsambands íslands. For-
mann skipar ráðherra án til-
nefningar.
Þegar meistari. eða iðnfyrir.
tæki tekur nemanda til iðnnáms,
skal gera um það skriflegan
námssamning. Námstími skal
vera svo langur sem í reglugerð
segir, og þegar námistíminn er
á enda, skal nemandinn hjálpar
laust leysa af hendi prófsmíð
eða inna af hendi eitlhvart það
verk er sýni, að hann sé full-
numa í iðn sinni. Heimilt er
iðnfræðsluráði áð ákveða lág.
markskaup nemenda með hlið-
sjón af gildandi kjarasamning-
um í hverri iðngrein, og' dag.
legur vinnutími nemenda skal
vera hinn sami sem sveina á
hlutaðeigandi vinnustöð. Meist-
ari skal veita nemanda sínuití
kennslu í iðngreininnj og sjá
svo um, að hann hafi að náms.
tíma loknurn hlotið hæfilega
æfingu í öllum þeim störfum,
er iðngreinin tekur til venjum
samkvæmt, og hafi lært með-
ferð, hirðingu og beitingu allra
áhalda, er tíðkuð er.u í iðn.
greininni, Meistari og iðnfyrir-
tæki skulu láta nemendur ganga
í iðnskóla og greiða fyrir þá
skólagjöld, pappír, bækur og á.
höld, sem námið útheimtir.
Meðan skólavist stendur, skal
vinnutími nemenda á vinnu-
stöð vera 12 stundum styttri á
viku en vinnutími sveina. En
fari kennslan fram í dagskóla
með fullum kennslustundum,
heldur nemandi kaupi sínu, en
mætir fekki til vinnu.
JSámsflokkar Reykjavíkur 10 ára
Mynd þessi er tekin af Námsflokkum Reykjávíkur, er skírteini voru afhent síðastliðið vor.
A miðri myndinni í fremstu röð er Agúst Sigurðsson, sem verið hefur forstöðumaður náms
flokkanna frá stofnun þeirra. í kvöld halda námsflokkarnir hálíðlegt 10 ára afmæli sitt með
samkomuþ Tjarnarcafé, en þar munu eldri og yngri nemendur námsfílokkanna 'hittast.
Ók á og flýði síðan
,,Meðan við bíðum"
FJALAKÖTTURINN hefur
frumsýningu á sjónleiknum
„Meðan við bíðum!i eftir Jo-
han Borgen annað ikvöld kl. 8.
NYLEGA var undirritaður
samningur milli Félags ís-
lenzkra rafvirkja og Eimskipa.
félags íslands um kaup og kjör
rafvirkja á skipum félagsins.
Er þetta fyrsti samninugr, sem
gerður er hér á landi um kaup
og kjör rafvirkja á sjó.
Helztu ákvæði samningsins
eru: mánaðargrunnkaup er kr.
850,00, en hækkar á fjórum ár-
um upp í kr. 950,00, frítt fæði,
sérherbergi, 15 daga sumarleyfi
fyrsta starfsárið og síðan 30
dagár. Uppsagnarfrestur eftir
ein sárs starfstíma 3 mánuðir.
Kaup vegna veikinda 3 mánuð.
ir, eftir eins árs starfstíma.
Trygging vegna skemmda á
fötum. Auk þess eru rafvirkjar
tryg'gðir fyrir 50 þús. kr. vegna
slysa eða dauða. Meðlimir Fé.
lags íslenzkra rafvirkja hafa for
gangsrétt til allrar rafvirkjunar
á skipum Eimskipafélagsins. —
Samningur þessi gildir frá und-
irskriftardegi, en er uppsegjan-
legur með eins mánaðar fyrir.
f FYRRINÓTT um kl. 2,30
ók bifreiðin R 5891 á bifreiðina
R 4458 á Miklubraut. Bifreið-
arstjórinn á R 4458 sá til ferða
hinnar bifreiðarinnar, og virt-
ist sem henni væri ekið mjög
ógætilega og nam því staðar, en
bifreiðarstjórinn á R 5891 ók þá
beint framan á bifreiðina R
4458. Eftir að áreksturinn skeði,
tók bifreiðarstjórinn á R 5891
til fótanna og ffýði.
Tveir eða þrír menn komu
þarna á staðinn um það leiti eða
rétt eftir að áreksturinn varð,
og biður rannsóknarlögreglan
þá að koma til viðtals, ef þeir
kynnu að geta igefið einhverjar
upplýsingar.
vara, hvenær sem er, eins og
samningar annara stéttarfélaga
við Eimskipafélagið Samningar
við Skipaútgerð ríkisins hafa
enn ekki verið undirritaðir.
missa méirihlufa í
Kommú|síar
sfjórn Þórs á Selfossi
KOMMUNISTAR misstu
meirihlutann í sljórn verka-
mannafélagsins Þórs á Sel-
fossi á aðalfundi félagsins á
sunnudaginn. Misstu þeir
stjórn í félaginu þrátt fyrir á-
framhaldandi gerræði fyrrver-
andi formanns félagsins,
Björgvins Þorsteinssonar.
Einar Jónsson var nú kos-
inn formaður Þórs, Sigur-
steinn Ólafsson ritari og Einar
Sigurjónsson gjaldkeri. Sigur-
steinn er nú eini kommúnist-
inn í stjórninni, en þeir höfðu
þar áður meirihluta.
I varastjórn voru kosnir:
Ketill Símonarson, Sigurður
Olafsson og Þorvaldur Þor-
leifsson. I trúnaðannannaráð
auk stjórnarinnar: Vigfús
Guðmundsson, G'-tnnar Ólafs-
son, Júníus Sigurðsson og
Bryngeir Guðjónsson.
Kommúnistinn Björgvin
Þorsteinsson, fráfarandi form.,
þrjózkaðist enn við að taka
sex menn inn í félagið, þótt
dómur 'hafi fallið í Félags-
dómi þess efnis, að það beri
að taka þá alla í félagið. Björg
vin kvaðst ekki hafa fengið
tilkynningu um dómana, þótt
2—6 vikur séu síðan þeir
félllu, og hefur hann endursent
inntökubeiðnir þessara sex
manna til þeirra! Slík er virð-
ing kommúnista fyrir dómstól
um þessa lands!
Þjóðviljinn sagði í gær um
stjórnarkjörið á sunnudag:
„Alger eining um stjórnarkjör
í Þór“I
Sfjórnmálaskólí SUJ hefsf 1. marz
og sfendur yfir fil 21. aprí
Um 50 manns hafa tilkynnt þátttöku.
ÞRIÐJUDAGINN 1. marz næstkomandi hefsl stjórnmála-
skóli Samhands ungra jafnaðarmanna, og verður hann settur
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 8.30 síðdegis. — Skólinrsi
stendur yfir til 21. apríl og fer kennslan fram öll þriðjudags-
kvöld frá kl. 8.30 til kl. 10.50 og á sunnudögum frá kl. 1,45 til
4,05. Verða þannig samtals 45 kennslustundir allan tímanu,
Þátttaka í skólanum er ókeypis.
Skólastjóri stjórnmálaskól-ý "
ans, Guðmundur Gíslason Haga.
lín rithöfundur, hefur þegar
gert stundaskrá fyrir' skólann
og skipað niður einstökum
námsefnum, en kennarar við
skólann verða 13 auk skóla-
stjórans.
Eins og áður hefur verið get.
ið kenna við skólann margir af
forusíumönnum Alþýðuflokks.
ins, og verður síðar greint frá
hvaða kennsluefni hver þeirra
fjallar um. Meðal námsefna í
skólanum verða þessi:
Verkalýðsmál, saga Alþýðu-
flokksins, saga samvinnuhreyf-
ingarinnar, félagsmál, atvinnu-
mál, svo sem sjávarútvegsmál,
landbnaðar- og iðnaðarmál,
þjóðnýting, bæjar. og sveitar-
stjórnarmálefni, fundarstjórn
og félagsstarfsemi, grundvallar-
atriði sósíalismans, framkvæmd
sósíalismans, eðli og uppbygg-
itíg stjórnmálaflokkanna, ræðu.
mennska, utanríksimál og sér-
staða konunnar í þjóðfélaginu.
Er hér um óvenjpgott tæki-
færi fyrir Alþýðuflokksfólk, er
kynnast vill framangreindum
málefnum, og er nauðsynlegt að
sem allra flestir notfæri sér
fræðsluna um þau, er þarna
verður veitt. Öllu Alþýðuflokks
fólki, eldra sem yngra, er heimil
þátttaka.
Þegar hafa um 50 manns úr
Reykjavík og Hafnarfirði til-
kynnt þátttöku sína, og verða
þeir, sem enn ætla að komast
að í skólanum, að tilkynna
þátttöku til skrifstofu Alþýðu-
flokksins í síðasta lagi fyrir 28.
þessa mánaðar, , _
Þrennf meiðist í bíl-
áreksfri í Fossvogi,
r
1
í FYRRAKVÖLD um kl. 7
varð bifreiðaárekstur á Reykja-i
nesbrautinni í Fossvoginum.
Rákust þar saman sendiferða-
bifreiðin R3184 og fólksbifreið-
in 5807. Bifreiðarstjórinn á R
5807 meiddist meðal annars fyr
ir brjósti og á annari augabrún,
og enn fremur farþegi í þeirri
bifreið nokkuð, og einnig far-
þegi í hinni bifreiðinni, etí
meiðsli þeirra voru ekki alvar.
leg. - J
Iðnskólinn og Laugar
vafnsskólnn unnu J
skólaboðsundið 1
HIÐ ÁRLEGA skólaboðsund,
fór fram í sundhöllinni í fyrra-i
kvöld. Keppt var í átta sveituroi
karla og sjö sveitum kvenna,
iðnskólans á 8:17,5 mín. NæsS
í sundi karla, en Laugarvatns.
skólinn í sundi kvenna.
í boðsundi karla synti sveifi
iðnskólans á 7:17,5 mín. Næsfi
varð sveit Menntaskólans og
þriðja sveit Ingimarsskólans,
í kvennaflokki varð fyrst
sveit Laugarvatnsskólans, önn-i
ur varð sveit Menntaskólans og
þriðja sveit Verzlunarskólans. ,