Alþýðublaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 4
alþýðublaðið • Fimmtudag'ur 24. feljrúar. 1949. ÉTtgefandl: Alþýðuflokknrlna. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsifl. Alþýðuprentsmiðjan Kf. Boðskapur um föður landssvik 09 iandráð FYRIR aðeins fáeinum dög um er sovétstj órnin h-afði sent norskum stjórnarvöldum dul- búna hótun í þeim augljósa tidgangi að hræða Noreg frá því að gerast aðili að Norður- Atlantshafsbandalaginu og beygja hann á þann hátt til hlýðni við hið rússneska stór veldi, sýndu norrænir komm únistaforingjar, þar á meðal norskir, sem þá voru saman komnir á fundi í Stokkhólmi, þann fáheyrða undirlægju- hátt, að senda Stalin sameig- inlegt þakkarskeyti fyrir hót- unina, eða það ,,frumkvæði“, eins og þeir orðuðu það, sem sovétstjórnin hefði átt með henni að því, ,,að halda Norð urlöndum utan við heims- vaildasinnaðar ríkj asamsteyp- ur“. Svo virðulaust knéfall norrænna kommúnista fyrir einræðisherranum austur í Moskvu á slíkri stundu varð ekki misskilið. A einu augna bliki höfðu þeir látið grímu . þjóðrækninnar og ættjarðar- áslarinnar, sem þeir bera svo gjarnan, falla og sýnt sig eins og þeir eru. Enginn þarf eftir þá sjón að vera í vafa um það, hvers af norrænum kommúnistmn er að vænta, ef Norðurlönd skyldu einhvern tíma eiga frelsi sitt og sjálf stæði að verja gegn rússneskri árás. * Og þó berast nú fréttir ut- an úr heimi, sem taka enn betur af öll tvömæli um það, hvert hiutverk kommmúnist- um er ætlað að vinna, ef til styrjaldar dregur milli aust- urs og vesturs. Suður í París hefur Maurice Thorez, hinn þekkti foringi franskra kommúnista, látið svo um mælt í ræðu, að „ef rússneskur her réðist inn í Frakkland, ættu franskir verkamenn ekki að berjast gegn honum, heldur að taka honum eins og rússneska hern um var tekið í Rúmeníu, Pól landi og Tékkóslóvakíu". Aður hefur þessi heiðurs- maður lýst yfir því, að franskir kommúnistar muni aldrei berjast gegn Rússlandi; en nú eru, sem sagt, franskir verkamenn hvattir opinber- lega til þess að gerast föður- landssvikarar, hvenær sem rússneskur ber skyldi ráðast inn í Frakkland! Það má máske segja, að slík hvatning komi ekki svo óvart af vörum Mauricei Thorez. Sjálfur gerðist hann Iiðhlaupi úr her föðurJands síns í byrjun síðustu styrjald Ummæli tveggja manna. — Svo miklir ernissinnar að raun er á að hlusta. — Hressi- legt öfgabréf. — Leiðrétting. GERHARDSEN, forsætisráð. herra Norðmanna, sagði á mánu daginn, að norski Aþýðuflokk- urinn vildi ekki eiga neina samvinnu við kommúnista. Hann lýsti og .ferli þeirra á styrjaldarárunum, hvernig þeir hefðu ekki viljað láta berjast gegn nazismanum meðan þeir voru .í . vináttubandalagi við Rússa. ,,En eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa urðu norskir kommúnistar svo miklir þjóð- ernissinnar .að raun var að heyra!“ bætti Gerhardsen við. SAMA DAGINN hafði hinn franski kommúnistaforingi, Tho rez, liðhlaupinn úr franska hernum, þau ummæli, að franskir verkamenn ættu að veita rússneska hernum lið, ef hann réðist inn í Frakkland. Bæði eru þessi ummæli athygl- isverð og ein sönnunin enn fyr. ir því, að kommúnistar hvers lands eru erindrekar erlends valds, alveg nákvæmlega á sama hátt og kvislingar voru í síðasta stríði. KVISLINGAR eru á öllum tímum jafn hættulegir, á friðar- tímum undirbúa þeir ósigur þjóðar sinnar þegar- til átaka kemur og til þess eru öll vopn notuð, reynt að veikja andlegan og líkamlegan þrótt þjóðanna, njósnað um öryggismál og unn. in skemmdarverk. Þetta er æ fleirum að verða ljóst, þó að enn séu til „nytsamir sakleysingjar“, sem ekkert skilja, en vinna ó- beint að sama marki og komm. únistar og eru því ekki síður hættulegir en þeir. UM ÞESSI MÁL fæ ég oft bréf og mikinn fjölda bréfa hef ég fengið af tilefni umræðnanna um þátttöku landsins í sam- starfi þjóða við Atlantshaf. Svo mikið er skrifað um þetta mál í blöðin, að óþarfi er að birta hér bréf um það. Virðast og flestir vera sammála um það, að okkur beri að taka upp samstarf við þessar þjóðir, en aldrei sam. þykkja erlendan her hér á frið- artímum og aldrei taka upp hermennsku. EITT BRÉF, sem er hjáróma rödd, hef ég þó fengið. Það er hressilegt, þó að ég sé því alveg ósamþykkur og því birti ég það. Höfundinum virðist sem í því sé einhver hetjuskapur fólginn að taka upp vopnaburð, en mér þykir sem það sýni meiri gungu skap en vopnleysið. Hér er bréfið frá íslending: „MIKIÐ ER NÚ SKRIFAÐ um Norður-Atlantshafsbanda- lagið og menn rífast um það hvað við eigum að gera til að vernda okkur gegn ásælni vondra þjóða. Sumir vilja biðja Ameríkana að berjarst fyrir okkur, en sumir vilja biðja Rússana að gera það, og enn aðrir — Þjóðvarnarmennirnir svonefndu — vilja ekkert gera, bara vera til, þangað til eitt- hvað gerist — þannig að við verðum kannske ekki til. ÉG SKIL ÞETTA EKKI al_ mennilega. Hvar eru allir frísku strákarnir okkar, sem segja: „Farið þið allir norður og nið- ur — Amsríkanar og Rússar — við skulum sjá um okkur sjálf. ir.'“ Þessir strákar heimta af stjórn og alþingi að þeim verði fengin vopn, kennt að fara með þau og útveguð kunnátta í for. ustu. VIÐ, SEM ÞETTA LAND höfum byggt í þúsund ár, þolað harðrétti, sem lagt hefur af velli 10 sinnum fleira fólk en nokkru sinni kemur fyrir í nokkurri styrjöld, förum ekki að krjúpa á kné fyrir öðrum fjarskyldum þjóðum í austri eða vestri og biðja þær að út. hella blóði sínu fyrir okkar sjálfstæði. Það erlenda blóð verður vissulega að greiðast með þrælasölu landa okkar. ÞORIÐ ÞIÐ EKKI, landar, að horfast í augu við staðreynd- ir! Staðreyndin er sú, að þið hljótið fyrirlitningu allra þjóða ef þið eruð þeir aumingjar að hrökkva til baka við hættu á nokkurri blóðtöku og segið: „Nei, viljið þið ekki heldur, austur eða vestur, láta skera ykkur á háls vegna okkar?“ SÚ VAR TÍÐIN, á dönsku ár_ unum, að hægt var að afla sjálfstæðis með kjaftæði — en haldið þið að sömu aðferð sé hægt að nota við allar þjóðir (Frh. á 7. síðu.) ar, — og þurfti ekki einu sinni rússneska innrás til. Það voru hersveitir Hitlers, sem þá voru að búast til innrásar í Frakk'landi; en að vísu höfðu þær þá til þess blessun Stalins, sem rétt var búinn að gera vinátlubandalag sitt við Hitler austur í Moskvu. * En það, sem ekki tókst með vináttubandalaginu við Hitl- er í byrjun síðustu styrjaldar, nema til 'hálfs, á nú að full- komna með rússneskri innrás í Frakkland og Vestur-Ev- rópu yfirleitt. Með það fer Maurice Thorez ekki dult. Og hvert hlutverk kommúnistum er ætlað í þeirri innrás, fer heldur ekki milli máli. Þeir eiga að vera kvislingar þriðju heimsstyrjaJdarinnar, reiðu- búnir til þess að draga lokur frá dyrum, er hinn rússneski innrásarher nálgast, og vinna fyrir hann 'hver þau flugu- mannsverk önnur með þjóð sinni, sem af þeim verður krafizt. Það er ekki að furða, þótt sl)íkir menn þafi hvarvetna um heim barið sér á brjóst á undanförnum árum og borið lof á sjálfa sig fyrir ættjarðar ást og þjóðrækni, samtímis því að þeir ’hafa brigzlað öðr- um um föðurlandssvik, Banda ríkj aþj ó'nkun, landsölufyrir- ætlanir og annað þess háttar! Verkamannafélapið Dagsbrún. Arsháííð Dagsbrúnar verður í ISnó laugardaginn 26. febr. kl. 8 e. h. Skemmtunin hefst með sameiginilegri kaffidrykkju. Til skemmtunar verður ræða, gamanvísur, upplestur og söngur. Dans, gömlu dansarnir. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu eftir kl. 2 í dag (fimmtudag) og á morgun. Stjórnin. AF HEILUM HUGA þakka ég öllum þeim, sem minntust mín með vinar- kveðjum og höfðinglegum gjöfum á sjötugs afmæli mínu þann 19. febrúar s.l. — Guð blessi ykkur öll. Sigríður Guðmundsdóttir, Bárugötu 6. Leikkvöld Mennfaskólans 1949. r rr FRUMSYNING MENNTASKÓL ALEIKSIN S verður föstudaginn 25. febrúar kl. 8. ALLT UPPSELT. II. SÝNING verður laugardaginn 26. febrúar M. 3 síðd. HI. SÝNING verður sunnudaginn 27. febrúar kl. 3 síðd. AÐGÖNGUMIÐAR að II. og III. sýningu verða seldir í Iðnó föstu- daginn kl. 2—6. LEIKNEFND. Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldin í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 25. þ. m. og hefst kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Til skemmtunar verður: Einsöngur, eftirhermur og danssýning. r Aðgöngumiðar eru seldir í húsi félagsins. Dökk föt, síðir kjólar. Skemmtinefndin. y. IgJ BAZAR. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur „Bazar“ föstudaginn (á morgun) 25. febrú- ar klukkan 2 eftir hád. í Góðtemplarahúsinu, uppi. Baðhandklæði Útvegum Jeyfishöfum ódýr en vönduð baðhand- klæði og vasaklúta frá Hollandi. Sýnis'horn fyrirliggjandi. Jóhann Karlsson & Co. Þingholtsstræti 23. Sími 1707.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.