Alþýðublaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.02.1949, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. febrúar ’949.!m ALbVÐUBLAÐIÐ 8 Tíiuprjónar. flokkur DREISER OG BROMFIELD. !< Þjóðviljinn hefur fyrir skömmu gefið Alþýðublaðinu það að sök, að framhaldssög-ur þess væru ekki nógu róttækar. Finnst greinarhöfundi nú af það, sem áður var, og tilgreinir í þessu sambandi nokkra heims fræga rithöfunda, sem Alþýðu_ folaðið flutti sögur eftir fyrr á árum. En hér er helzt til langt geng lð í heimsku og óvild. Alþýðu- blaðið hefur sem sé frá önd- ,Verðu og til þessa dags birt framhaldssögur eftir suma af róttækustu rithöfundum heims ins. Það hefur til dæmi.s flutt á nokkrum árum tvær af snjöll ustu skáldsögum ameríska rit höfundarins Theodore Dreisers, sem hefur þótt róttækur í meira lagi, og Þjóðviljinn má eiga það, að hann lofaði Dreiser há- Stöfum látinn, þótt ekki hafi hann- séð ástæðu til þess að kynna bækur hans lesendum gínum. Það er annars táknrænt ðærni um seinheppinn málflutn ing Þjóðviljans, að umrædd grein hans birtist á sömu síðu og framhaldssaga blaðsins. Ilún er eftir ameríska rithöfundinn Louis Bromfield, sem hefur að Vísu nokkuð til síns ágætis sem sagnaskáld, en er svo gersneydd ur því að vera róttækur, að hann getur talizt mjög tákn rænn fulltrúi borgaralegra rit höfunda. Og svo er það, sem út yfir tekur: Þessi skáldsaga Bromfields er áður kunn ís_ lenzkum lesendum. Morgunblað ið flutti hana sem sé sem fram haldssögu fyrir örfáum árum! Alþýðublaðið unir vel sínu hlutskipti í þessu efni. Fram- haldssögur þess eftir Theodore Dreiser eru framlag, sem það þarf naumast að blygðast sín fyrir, þegar samanburðurinn af hálfu Þjóðviljans er ekki veiga- meiri en önnur litgáfa íslenzkr ar þýðingar á sögu eftir Louis Bromfield! LITLU VERÐUR VÖGGUR FEGINN. Þjóðviljinn skýrði nýlega frá því undir fimm dálka fyrirsögn á forsíðu, að þjóðareining sé hér gegn hernaðarbandalagi. í fréttinni sjálfri er hins vegar aðeins frá því greint, að sam- þykkt hafi verið kommúnistísk ályktun varðandi Norður-At_ lantshafsbandalagið á Þjóðvilja hátíð í Austurbæjarbíó! Hér skal það látið liggja jmilli hluta, að skrýtnar eru skoðanir Þjóðviljamanna á fjöl menni þjóðarinnar, þar sem hún á að hafa komizt öll fyrir á umræddri skemmtun í Aust- urbæjarbíó. Hitt er athyglis. Vert, ef kommúnistar hafa talið tvísýnu á því, að þeir fengju ályktun samþykkta á Þjóðvilja hátíð. UM síðustu áramót var svo komið hag bátaútvegsins að setja varð enn ný lög og reglur honum til aðstoðar til að koma í veg fyrir stöðvun hans. Það má vissulega um það deila, hvort rekstur þessa atvinnuveg ar hefur hingað til verið með þeim hætti, að ástæða væri til þess að styrkja núverandi eig endur þessara atvinnutækja til áframhaldandi reksturs þeirra; út í það mun eigi farið að þessu sinni, en hvað um það, áframhaldandi rekstur atvinnu. tækjanna varð á einhvern hátt að tryggja. Hins vegar er það athyglisvert. hver voru úrræði þeirra manna í þessu mikla vandamáli, sem að eigin sögn eru hinir „einu og sönnu“ mál- svarar verkalýðsins (þ. e. kommúnistar). Þeir báru fram ýmsar breytingartillögur við frumvarp til laga um dýrtíðar ráðstafanir vegna atvinnuveg. anna og voru þar á meðal tvær, sem sérstök ástæða er til að gefa gaum. Önnur var þess efnis, að verð það, er ríkið ábyrgðist. fyrir nýjan fisk, hækkaði úr 65 aurum í 70 aura pr. kg. og verð á hraðfrystum og söltuðum fiski hækkaði í hlutfalli við það. Hin tillagan fjallaði um, að útgerðarmenn fengju gjaldeyri, er nemur helm ingi af aflaverðimæti því, er þeir afla. Báðar þessar tillögur eiga það sameiginlegt, að í þeim er gert ráð fyrir mun meiri að- stoð við útgerðarmenn en gert er í frumvarpi stjórnarinnar, sem nú er orðið að lögum. Breytingartillagan um hækkun ábyrgðarverðsins, hefði aðeins orsakað aukin útgjöld ríkisins, ef hún hefði náð fram að ganga, og vitaskuld varð slíkri út- gjaldaaukningu ekki mætt með öðru móti en auknum álög um á skattþegnana, sem ekki hvað sízt hefðu komið hart nið ur á launþegum. Það er vissu lega ekkert við því að segja, þótt ríkisfé sé djarflega varið til nauðsynlegra framkvæmda, en þá tekur skörin heldur að færast upp í bekkinn, ef greiða á atvinnurekendum meira en nauðsyn krefur til þess að at- vinnuvegurinn beri sig. Og full ástæða er fyrir verkalýðinn að athuga, hvað kommúnistum gekk til að flytja slíka tillögu, hverra erindi þeir voru að reka og hvort það var verkalýð urinn, sem þeir báru fyrir brjósti í þetta sinn. Ef breytingartillagan varð- andi umráðarétt atvinnurek. enda á gjaldeyrinum hefði náð fram að ganga, mundu öll skil yrði vera fyrir stórfelldu gjald eyrisbraski innan lands. En gjaldeyririnn er réttmæt eign þjóðarinnar allrar. því að allir vinnandi menn hafa beint og óbeint að öflun hans unnið. Má því furðulegt heita, að flokk ur manna, sem kennir sig við sósíalisma, skuli beita sér fyr- ir því að nokkur hluti gjaldeyr isins sé afhentur fáum atvinnu rekendum. Og hvort halda menn nú, að laun þeirra yrðu drýgri, ef nauðsynjavörur væru fengn ar fyrir gjaldeyri, sem gengið hefði kaupum og sölum innan lands? Kommúnistar hafa því mjög á lofti haldið, að slælega væri fyrir hagsmunum alþýðunnar séð. Barátta þeirra hefur þó jafnan miðast við eitthvað ann að en hag alþýðunnar. Þeir hafa þvert á móti fundið oftar en einu sinni köllun hjá sér til þess að kvarta yfir því, að hlut ur sérréttindamanna í okkar þjóðfélagi væri rýrður úr hófi fram, t. d. eins og þegar þeir lýstu því átakanlega í málgagni sínu, að 200 heildsalar væru að verða atvinnulausir! Og nú voru það, sem sagt, útgerðar. mennirnir. En að hvaða gagni kemur það fyrir verkalýðinn, þótt þessir herrar lýsi með fögr um orðum á torgum og gatna- mótum umhyggju sinni fyrir verkalýðnum, þegar úrræði þeirra í einu mesta vandamáli þjóðarinnar miðast einvörð- ungu við það, að fá sérréttinda mönnunum aftur dálítið af því Stjórn F U J í Reykjavík Þessi mynd var tekin í vetur á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar Jóhannsson, íjármálaritari, Þórarinn Fjeld. sted, ritari, Kristinn Breiðfjörð, meðstjórnandi, Eggert G. Þor. steinsson, formacur, Árný Sigurðardóttir. meðstjórnandi, Guð-- brandur Þorsteinsson, gjaldkeri og Jón Hjálmarsson, varaform. KOMMUNISTAR hinir ís. lenzku eru nú alveg að ærast vegna þess, hve oft þeir eru bendlaðir við Rússa og" það, litla ,sem þegar hefur verið frá sem rússneskt er. Jafnframt þeim tekið, en hlutskipti verka- lýðsins og annarra launþega hefði orðið það, að taka á sig álögur, sem eðlilega hefðu leitt af samþykkt fyrrgreindra tillagna og orsaka að þær byrð ar, sem hver og einn hefur orð ið á sig að leggja sökum vax_ andi dýrtíðar, þyngdust svo. að kalla mætti drápsklyfjar? Jón Hjálmarsson. fullyrða þeir. að það sé það lé legasta í baráttu andstæðing- anna, þegar þeir minnast á „Rússagrýluna“. Það er rétt, að þeim sé gefinn kostur á að svara nokkrum spurningum í þessu sambandi og /afsanna, ef þeir æskja þess, hina marg. nefndu Rússagrýlu. 1. Myndu hinir' íslenzku komm únisíar og málgagn þeirra, Æskulýdsfundurinn og ungra Framsóknarmanna EINS OG KUNNUGT ER af fréttum, þá hafa ungir Fram- sóknarmenn í Reykjavík boðað til opinbers fundar um öryggi íslands í Austurbæjarbíói n. k. föstudagskvöld og boðið öðrum pólitískum æskulýðsfélögum í Reykjavík þátttöku. Það verður að teljast vel til fundið af ungum Framsóknar. mönnum, að æskja eftir umræð. um um þetta mál í tíma, enda munu þeir vera minnugir þess, hve illa formanni flokks þeirra, er hann var forsætisráðherra, tókst að verja landið í stríðs. byrjun á hlutleysisyfirlýsingu íslands. Nú hyggjast ungir Framsóknarmenn að vera betur búnir, , enda er ekki ráð nema í ,tíma sé tekið“. Það getur þó orðið allfróðlegt að heyra, með hvaða hætti þeir ætla á þessu stigi málsins að verja öryggi landsins. Það er vitað, að þeir hafa á félagsfundi gert sam- þykkt í öryggismálinu, sem er svipuð þeirri samþykkt, er sveik formann flokks þeirra á sínum tíma. Hvað um það, þá telja ungir Framsóknarmenn sig eiga ör_ ugga fylgismenn í afstöðunni til hlutleysis fslands, þar sem ungir kommúnistar eru. Enda munu þeir hugsa sem svo, að það sé sama hvaðan gott kem. ur. En eins verða þó ungir Framsóknarmenn að vera minn. ugir, að allmikill pólitískur skyldleiki er með ungum kom- múnistum á íslandi og Maurice Thorez ,hinum franska komm__ únistaleiðtoga, sem nýlega hef- ur í ræðu boðið rússneska árás. erheri velkomna inn vfir landa. mæri 'Frakklands. Ef ungir Framsóknarmenn telja sig eiga samstöðu í utanríkis- og' innan., ríkismálum með slíkum legát. um, þá verði þeim að góðu. En þeim skal þó ráðlagt í einlægni, að hyggja vel að því, hvort ís. lenzkir bændur telja sig hafa samstöðu með kommúnistum í þessum málum. Það getur verið að allgott sé á milli ungra Framsóknarmanna og ungra kommúnista að þessu sinni, en ekki skyldu ungir Framsóknarmenn hætta frekar á það að eiga sameiginleg leynd armál með ungum kommúnist. Um hvorki í þessu máli né öðr. um,.enda hafa þeir illa kunnað að þegja yfir samkomulagi því, er varð á milli þeirra til áður greindrar fundarboðunar í Austurbæjarbíó. Ungum Framsóknarmönnum skal að lokum sagt þetta: (Frh. á 7. síðu.) Þjóðviljinn taka eins á tíl- boði um Atlantshafsbandafag ið, eða annað hliðsfætt, ef þau ríki, sem að því stæðu hétu Rússland, Tékkóslóvak- ía Ungverjaland, (Júgóslav. ía), Búlgaría, Lettland og Lithauen? 2. Viðurkenna ungir kommún- istar hær leiðir, sem voru farnar til valdatöku komm- únista í bessum löndum? 3. Telja ungir kommúnistar að þar hafi verið unnið í þeim lýðræðisanda, sem keppa beri að? 4. Er það álxt ungra kommún ista, að íslenzk alþýða vxlji það þjóðskipulag, sem er i þessuni löndum? 5. Af hvaða ástæðum halda ungir kommúnistar að það sé, að völdum þeirra i verkalýðs hreyfingunni hefur hrakað svo, sem raun ber vitni um? Ef. ekki verða gefin fullnægj andi svör við þessum spurning um, verða kommúnistar eftir sem áður að láta sér lynda „Rússagrýluna". Annað atriði er það, sem ung um kommúnistum hefur geng_ ið mjög illa að melta, og það er hvers vegna flokkur þeirra sé nefndur „kommúnistaflokk. ur“. Ræðumenn þessa flokks haía mjög látið í ljós undrun sína vfir þessu nafni flokksins, en að sama skapi gengið illa að afsanna það. Haukur Helgason, ein aðal- stjarna ungra kommúnista hef I ur viðurkennt að hann sé kom , múnisti, og vilji vera það, en Jónas Haralz hagfræðingur, sem ungir kommúnistar hafa hampað mjög, þrætir eindregið (fvrir að hann sé kommúnisti, og seg'ir jafnframt, að hann á- líti rússneskt þjóðskipulag ekki henta hér. Fyrir nokkrum vikum var samþykkt tillaga þess efnis á nokkuð fjölmennum fundi í Listamannaskálanum, að keppa bæri að sem nánustu samstarfi við hin vestrænu ríki sökum þess, hve þau væru lík okfcur (Frh. á 7. síðu.)]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.