Alþýðublaðið - 19.03.1949, Side 6

Alþýðublaðið - 19.03.1949, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 19. marz 1949. Leifur Leirs: NAFNLAUST DIKT í órofa þögn næturinnar hljóma háværar raddir þeirra sem aidrei taka til máls og' hreimfagrar raddir þeirra sem aldrei komast úr mútum hlaupa með það í útvarpið, þótt það komist upp„ að við krakk- arnir kunnum ekki eitthvert einstakt atriði? Er ekki öllum orðið ljóst, að við krakkarnir eigum allt of annríkt við að læra allt, til þess að við getum lært nokkuð sérstakt? Frú DáríSur Ðulheims: eftir holóttri vetrarbrautinni brunar bifreið óendanleikans viðgerður Packard sem Ökuþór kej'pti á svartamarkaðs verði þegar hafrar hans drápust úr mæðiveikinni og í Hliðskjálf situr Óðinn með hönd undir kinn og hnoðar með ólund leir Hávamála (þeirra nýju) bölvanai i hljóði því tiltæki Friggjar að hálffylla Mímisbrunn af antabus----------- Leifur Leirs poet. amphi. BIÖSSI SPYR: Hvers vegna er verið að VEGNA ANDLEGU UALLARINNAR Eins og áður hefur verið um getið, er fyrirhuguð hugmynda- samkeppni um útlit og staðsetn- ingu andlegu hallarinnar. Engin verðlaun verða veitt, önnur en þau, að uppdrættirnir verða inn rammaðir og hengdir upp í anddyri hallarinnar. Þá niunu og þeir uppdrættir, sem hljóta 1., 2. og 3. verð.laun (sem engin eru) verða birtir hér í dálkun- um. Þá höfum vér og ákveðið að halda skemmtikvöld í samkomu. húsum bæjarins innan skamms, og hafa margir af heimsfræg- ustu listamönnum vorum góð- fúslega iofað öss aðstoð sinni. f andlegum friði. DáríSur Dulheims. GENGIÐ UNDIE LEKA Eitt dagblaðanna í Reykjavík ræðir líkurnar fyrir því, að jörð inni geti hvolft eins og skipi. — •— Og við, sem allt af höfum á- Iitið, að 'jörðin væri lengi búin að lulla betta áfram á hvolfi. Að minnsta kosti vftum vér ekki betur, en að Kjölurinn hafi vitað upp, síðan vér munum, fyrst efíir okkur. vantar ungling til blaðburðar á Seltjarnamesi. ý. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900. Vicki Baum = HOFUÐLÁUS ENGILL ur? En með dálítilli þolinmæði.“ ,,Ha! Og hvað úrskurðaði svo þetta gáfaða þing ykkar að lokum, Roberto?“ spurði Felipe fýrirlitlega. „Þingið komst að þeirri nið- urstöðu, að fimm þrælar jafn- giltu þrem manneskjum,“ sagði Quaile og kímdi góðlátlega. En Felipe hélt áfram að vera stirf- inn og hrokafullur. „Þarna geturðu séð, Cara- linda, hvers vegna ég kýs held- ur versta konungsríkið, heldur en bezta lýðveldið. Getur meiri hlutinn nokkurn tíma verið nema heimskur og’ fáfróður? Það, sem þið kallið mannrétt- indi, er ekkert nema skríls- stjórn.“ „Auðvitað. í spænska keisara dæminu er rétturinn til að skattleggja mikilvægari en rétt- indi fólksins!“ ,Ekki skatta, heldur tillög, sem brjóta hvert bein í skrokkn um á þeim! Þið munduð ekki meðhöndla múldýrin ykkar eins og þið meðhöndlið Mexikó- búa!“ „Við meðhöndlum þá á þann eina hátt, sem þeir skilja; í rauninni förum við allt og vel með þá. Þú veizt það alveg eins vel og ég, að það er tilgangs- laust að reyna að bæta líf þeirra vegna þess, að þeir vilja blátt áfram búa í niðurlægingu og ó- þverra. Spánn gaf þeim frelsi, góð lög; hann kristnaði þá og frelsaði þá frá eilífri glötun. Námumennirnir okkar hafa lif- að í of miklu dálæti og eru skemmdir; — það er ekki lengra síðan en í vikunni sem leið, að ég setti hundrað gull- skildinga í klettinn, áður en við sprengdum hann. Ég lét gullinu rigna yfir þá. Og hvað gerðu þeir við það? Þeir spiluðu upp á það og drukku sig blindfulla. Þeir eru fæddir heimskir. Þeir eru dýr, og það verður að fara með þá eins og dýr.“ - „Þá skuluð þið sjá um það, að dýrin brjótist ekki út einn góðan veðurdag. Veiztu hvers vegna þið Spánverjar haldið keyrinu yfir Mexikóbúum? — Vegna þess að þið eruð hræddir við þá, bara hræddir, þrátt fyrir allt. í ykkar spænska stærilæti þá hræðist þið þann dag, þegar Mexikóbúar munu rísa upp.“ • „Stundum ætlar þú að gera út af við mig í leiðindum meö þessum Jakobínaræðum þín- um,“ sagöi Felipe kuldalega Nasir hans vormþandar og snjól hvítar. „Og ef ég skyldi komast að því, að einhver — hver. sem það væri — heyrirðu það — væri að spúa þess háttar eitri í námunum — þá yrði ég nauð- beygður til þess að leggja það fyrir rannsóknarréttinn. Hefur það skilizt?“ „Þú hefðir ekki getað kom- izt ljósara að orði, Don Felipe,“ sagði Quaile rólega, þó að varir hans væru hvítar af reiði, þegar hann hrinti frá sér stól sínum. íók upp höfuðbókina sína og skellti. á eftir sér hurðinni um leið og hami fór út. Seinna um kvöldið, þegar lampinn var brunninn út og glóðin í glóðarkerinu varpaði fölum bjarrna um herbergið og Felipe var búinn að jafna sig eftir reiðina, þá ýtti ég íága stólnum mínum alveg að stóli hans og hvíldi höfuð mitt í kjöltu hans. ,,í öllu rifrildinu ykkar, þá gleymduð þið að svara spurn- ingu minni: Hvað um kreólana? Hvers vegna lítið þið niður á þá? Hvers vegna eru þeir svo afbrýðisamir út í ykkur? Þeir eru eins hvítir og sjálfur Spán- arkonungur, er það ekki? Ég get aldrei skilið það djúp, sem þið hafið búið til á milli ykkar og þeirra.“ „Svona, svona,“ sagði Felipe og strauk á mér hárið annars hugar. „Ekki vera að kvelja þig með svona háfleygum spurn- ingum. Evrópumenn eru. Ev- rópumenn og Kreólar eru það ekki, jafnyel þó að þeir séu hvítir, og þú getur ekki breytt því. Hvað í ósköpunum, í nafni hinna elleíu þúsund meyja hinn ar heilögu Úrsúlu, kærir þú þig um Kreóla?“ „Ég get ekki gert að því, Felipe. Ég ber mikla umhyggju fyrir þeim, mjög mikla. Ég er að hugsa um börn þessara spænsku foreldra, sem af tilvilj- un fæðast í Mexikó. Er það mögulegt, að foreldrar líti niður á sín eigin börn, bara vegna þess að þeir hafa getið þau í öðru landi? Ef móðir heldur ný- fæddu barni upp að brjósti sínu, hugsar hún þá: Kreóli? Ef faðir kennir syni sýnurn ungum að tala kastilíönsku, fyrirlítur hann hann fyrir það, að hann fæddist ekki á-Spáni? Elska'for- eldrar börn sín minna fyrir það? Og ef þeir gera það, ef þeir ger? mismun á sér og lit?v Kreólunum sínum, er það ekki hætíulegt þá? Skilurðu ekki, að það er einmitt leiðin til að.snúa huga hvers einasta Kreóla gegn sínum eigin uppruna og hrekur þá alla yfir í herbúðir Mexikó- búa, sem þú kallar Mestiza?“ „Alls ekki, Caralinda. Kreól- arnir þekkja 'sína stöðu. Þeir eru með réttu hreyknir af sín- um spænska uppruna. Þeir eru metnaðargjarnir, en þeir hafa tgj.klu hærri stöðu í þjóðfélag- inu heldur en Mestizarnir, og þeir eru ekki þeir kjánar að fleygja írá sér sérréttindum sín- um með því að blanda sér sam- an við kynblendinga. Líttu í kringum þig, Caralinda: Kreól- ar geta orðið liðsforingjar í her- sveitum konungsins eða prestar eða öðlazt auðæfi í námunum, og sumir hafa jafnvel fengið nafnbætur — af hverju ertu svona gröm á svipinn allt í einu?“ Ég hélt niðri í mér andanum r.étt sem snöggvast. „Felipe ■—“ sagði ég og tók hönd hans af höfði mérog lagðivangann í lófa hans. „Ef ég ætti barn — yrði það þá Kreóli? Myndurðu í raun og veru líta niður á þitt eigið barn?“ „Hvaða hugmyndaflug er þetta? Ég mundi aldrei leyfa þér að eignast barn, — aldrei.“ Hann tók urn andlit mitt báð- um höndum o.g leit framan í mig. , Ég elska þig of mikið til að gera þig barnshafandi,“ sagði hann blíðlega. Örlitlir bláir log- ar risu upp af viðarkola glóð- inni; það dimmdi meir og meir og Felipe þrýsti lófum sínum að andliti mínu þar til slagæðin i gagnaugunum fór að hamra, „Hlustaðu, kona,“ sagði hann æstur; .„barn okkar yrði ekki aðeins Kreóli, heldur líka óskil- getið. Hlustaðu og gleymdu því ,ekki. Ég vil ekki eiga .barn með þér. Mörg 'óvelkomin börn í Mexikó deyja í fæðingunni. Okkar barn mundi eiiinig deyja.“ „Þessu er ekki svo auðvelt að gleyma. Ég.má hafa páfagauka, en ekki barn. Ég mun ekki 'ekki gleyma því, Felipé,“ sagði ég. Rödd mín sveik mig’, og ég fór að gráta, þó að ég reyndi að verjast því. Felipe laut niður og þrýsti enninu niður í hár mitt. „Fynrgefðu mér, ástin mín,“ sagði hann, næsta.n því án þess "SAMSÆRISM.: Fljótír, áður en lög- reglan kemur aftur! Þyljum ósk- ina, allir eins og einn maður! SOLDÁNINN: Vér verðum að þvo með blóði af okkur þá skömm, sem oss hefur verið gerð! — Til vopna! ---------Til vopna!!----------

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.