Alþýðublaðið - 10.01.1928, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1928, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ [ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsia i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin ki. ðVa—101 s árd. og kl. 8 — 9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiöjan (í sama húsi, sömu simar). Er Valtýr seldnr danskinum ? Það er nokkuð síðan pað fór að kvisast um bæinn, að farið væri að braska með „Morgunblaðið“. Lögðu fáir trúnað á þessa siögu- sögn, jrví að slíkt er óvanalegt um stjórnmálablöð, og alveg ó- þekt hér á tandi hingað til. En nú er þessi saga komln í há- mæli, og allur bærinn talar um lvana. Sagt er, að Valtýr Stefánsson hafi undanfamar vikur haft allar klær úti til að ná eignarhaldi á sem allra flestum íslenzkum „Morgunblaös“-hlutabréfum — og sé nú búinn aö kaupa flest ölj jrau hlutabréf, sem voru í hönd- um íslenzkra manna. Hafi hann eytt í þessi hlutabréfakaup tölu- verðri peningafúlgu, en flest hluíabréfin hafi hann keypt fyrir 15—25o/o af nafnverði. Sé svo, er synd að segja, að „Mgbl.“ sé í háu verði hjó eigendunum. Alþýðublaðið getur engan dóm á það lagt, hvort saga þessi, er sönn i ölkijn aðaiatriðum, en hitt er fullvist, að töluverður fótur er fyrjr henni. En almenning langar að vita ýmislegt í sambandi við þetta brask. Undarlegt má það tii dærais virðast, að Valtýr skuli að eins sækjast eftir því að fá keypt ís- lenzku hlutabréfin, en seilist ekki eftir þeim dönsku. Það litur út fyrir að Valtýr ætli sér að eignast öll íslenzku hlutabréfin, en honum stancii á sama, þó að hin hlutabréfin séu í höndum Stör-Dana. Hver er tilgangurinn með þessu? Hverjir hafa gert Valtý út til hlutabréfakaupanna ? Eru það Stór-Danirnir, sem eiga hin hlutabréfin? Vilja [reir nota Valtý tiT að ná fullum umráöum yfir „Morgun- blaðinu“? Hafa þeir lagt frant féð til kaupanna? Er Valtýr ao gerast leppur fyrir Aage Berléme, Knud Berlin o. fl„ sem seilast eftir yfirráöum á ís- landi? Ætlar hann með enn meiri und- irgefni en hingað til að hlýíDÍa; dönsku skipuninni: Skjóítu, Moggi! Eg skal sigta? Samvinnufélag ísfirðinga. Nýir tímar. „MorgunbIaðið“ segir frá því á laugardaginn sem „frétt að vestan“, að Samvinnufélag isfirðl- inga eigi litlum vinsældum að fagna hjá sjómönnum og verka- mönnum vestra og fullyrðir því til sönnunar, að í félaginu sé einn sjómaður og enginu verka- maður. Þetta er venjuleg „Morgun- tilhæfuiaus ósannindi. Hér skal ekkerl um það. sagt, hverjum vinsældum félagið á að fagna hjá þeim fáu Isfirðingum, sem enn ekki eru orðnir matvand- ari andlega en svo, að J>3ir geri sér að góðu moðbúðing' „Morg- unblaösins'j, en hjá öllum almsnn- ingi á félagið góðum vinsæíd- um að fagna. Og um félags- mennina er þab að segja, að þeir eru nú um 50; flestir þeirra eru verkamenn, skipstjórar og aðrir sjómenn. Annars er það í sjálfu sér ekk- ert undarlegt, þótt „Mgbl." reyni að gera lítið úr og ófrægja fé- lag þetta. Ritstjórum þess ber auðvitað f embættisnafni að ó- frægja hverja umbótaviðleitni á kjörúm almennings, og því meira, sem hún er iíklegri til að verða til gagns fyrir verkalýðinn. Sjálf- sagt má líka gera ráð fyrir, að þessi starfsemi ritstjóranna sé í góöu samræmi við eðli þeirra .og innræti. Ella myndu þeir tæp>- ast ljá sig til slikra verka. íhaldsmenn allra tíma og þjóða hafa ætfð spyrnt gegn allri sannri umbótaviðleitni. Saga þjóöanna, mannkynsins alls, er saga sífeldra byltinga, breytinga, umbótaviðleitni. Lög og lífsskoðanir fyrnast og úreltast, atvinnuhættir og skipulag breýt- ist með ári hverju. Nýir guðir steypa hinum görnlu af stöllum, nýtt skipulag rís á rústum annars eldra. ísfirðingar hafa sömu sögu að segja. Einiokun og erlendar selstöðu- verzlaniir fluttu allan arðinn af striti þeirra öld efiir öld til frann- awdi lands. Gróöi þeirra verður naumast tölum talinn, en hans sér enigan stað á isafirði. Eini minnisvarðinn, sem þeim hefir verið reistur, er bogin bök, krepti- ar hewdur og sárar minningar fólksins, sem, þær „sáu fyrir at- vin,nii“. Þegar selstöðuverzlunpm fór að fækka, risu upp innlenclir kaup- nrenn og útgerðarmenn í jieirra stað. Var [iað bót frá því, sem áður var. Arðurinfc af verzluninni rarín ekki lengur allur út úr larul- inu og safnaðist [iví kaupmönnum brátt svo fé, að j>eir gáttu rekið útgerð i stærri stil og með fuil- kornrfuri áhölfclum en áður tíðk- aöLt. Véíjtir ko.nu í staö ára; stór vélskip í stað smábátanþa, línu- veiðarar og botnvörpungar. En samfara þessari bréytingu varð og önnur. LJtgerðarmönnum fækk- aði eftir því, sem skipin urðu stærri og dýrari, og loks var svo komið, að nokkrir útgerðar- menn réðu yfir svo að segja öil- um skipastól þæjarbúa. Skipstjór- ar og aðrir sjómenn áttu ekkert í útgerðinni lengur. Hennar hagur var ekki þeirra hagur beinlmis, -né henrar taþ þeirra tap. Allur j>orri bæjarmanna átti at- vimiu sína og afkomu undir út,- gerðarmönnum. Þeir voru flestir upp á náð og miskunn bankanna .komnir. Svo kom hrunið. í byrjun síðasta áars stöðvaði íslandsbanki öi! þau skip, sem hann til pessa hafði séÖ fyrir rekstursfé. »Var það gert á versta tíma, rétt fyrir vetrarvertíð, er reyndist ein hín aflasælasta, sem sögur fara af. Síðan hafa bank- arnir báðir selt eða leyft að flytja skipin burtu hvert af öðru. Og nú er svo koniið, að skipastóli- inn, sem eftir er, nægir ekki til að sjá helmingi bæjarbúa fyrir atvinnu. Einir 5—6 stórjr vélbátar gengu frá ísafirði í haust. Á þeim, nokkrum smábátum og þeiim hluta af afla tveggja togara, sem lagð- ur er á land á ísafirði, byggjast nú atvinnuvonir bæjarbúa. En „neyðin kennir raktri konu að spinna". ísfirðingar sjá, að ekki dugir að leggja hendur í skaut og bíða jiess, að upp risi Jítur stóratvinnurekendur. Dagar stóratvinnureksturs fárra manna, sem kaupa vinnuafl hundraða, virðast taldir í ' bili á Isafirðí, Eri á rústuin ganufls skipulags rís anriað' nýtt, sem betur hæfir kröfum tímans og réttarmeðvití- und fólksins. Vísir jiessa skipulags er þegar kominn í ijós á tsafirði. Nokkrir skipstjórar og sjómenn hafa í félagi keypt af bönkunum j>au 5—6 vélskip, sem gengu frá Isafirði í haust. Njóta þeir ji&r arðs eftir afla. Græðist á útgerð- inni, er það ]>eirra hagur, tapið er þeirra tap. Hagsýni og atorka þeirra sjálfra ræður mestu um afkomu útgerðarinnar. Samvinnufélag ísfirðinga er stofnað í þeim tilgangi, að gera f.Ielrum fært að feta í fótspbí Jiessara inanna. Tilgangur jiess ,er fyrst og f.remst að útvega felagsmönmim hentug skip til fiskveiða með sem beztum kjörum, að verka og selja1 afurðir þeirra og sjá unt kaup á útgerðarvörum. Hvert skip er ætlast til aö skip- stjóri og hásetar eigi í féLagi með svo mörgum öðrum, sem um kann að semjast. Með því æíti að fást fullkomin trygging fyrir því, að fylstu hagsýni og sparn- aðar sé gætt í öllu því ,er lýtur að útgerðinni. Enn fremur er ætlast til þess, að öll þau ný skip, sem félag’ið útvegar, verði nákvæmlega af sömu stærð og gerð og með samskonar vélum ,svo að vara- hiuti til eins skips eða vélar megi nota til allra hinna. Með þessu fyrirkomulagi má óefað spara stórfé frá því, sem verið hefir, meðan skip og vélar hafa veTið af mörgum mismunandi gerðum. Með »því að láta félagið annast fyrir s.ig sameiginlega verkun og sölu afurðanna og innltaup á út- gerðarvörum til skipanna, tryggja sjómennirnir sér þann arð, sem til þessa hefir runnið tii Itaup1- manna umfram hæfileg laun. Allir félagsmenn leggja ár hvert vist hundraðsgjald af viðskiftum sínum, aflahlut eða verkalaunum til sjóðs félagsins. Þannig safn- ast félaginu reksturs- og trygg- ingarsjóðir, sem grípa má tii, þeg- ar illa árar. Verði hagnaður á verzluninni, skiftist hann milli sjómanna, ainn- ara eigenda skipanna og verka,- fólksins hlutfallslega eftir við- skiftum þeirra og verkakaupi. Með félagsstofnun þessari er gerö tilraun til að koma nýju skipulagi á vélbátaútgerð og af- urðasölu. Sjómenn og verkamenn verða sínir eigin húsbændur, eiga framieiðslutækin í félagi, og hver og einn og allir sameiginlega hafa hag af þvi, að fyrirtækið gangi sem bezt. Nýir timar gera nýjar krófur; framsæknir menn og þjóðhollir flýta sér að ijá þeim iið, sem til bóta horfa, og breyta skípulaginu í samræmi við þær. En síngjarnir menn og aftur- haldssamir gera jafnan óp að öll- um slikum tilraunum og ófrægja þær á alla lund. Þetta sanmir saga alira þjóða. og tíma. Það er því ekkert undarlegt þóft »Morgunblaðið« æpi að Sam- vinmifélagi ísfirðinga. Bæjarstjórnarkosningin. Á fundi Fulftrúáráðsins i gær- kveldi var samþykt að hafa í kjöri ai hálfu Alþýðuflokksins við hæj- arstjórnarkosningarnar þessa menn; Sigurð Jónasson, lögfræðing, Kjartan Ólafsson, múrara, Jón Baldvinsson, alþingismann, Sigurjón Á. Ólafsson, alþingism., Héðin Valdimarsson, alþingism. Listinn verður tvískiftur. Til tveggja ára verða þessir i kjöri: Sigurður Jónasson, Jón-Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson, og íil fjögurra ára: Kjartan Olafsson og Sigurjóri Á. Óiafsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.