Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. maí 1948. ALÞYÐUBLAÐIÐ Góðkunnur höfundur FÁIR erlendir rithöfundar eru jafnkunnir hér á landi og Guy de Maupassant. í meira en hálfa öld hafa íslenzk blöð og tímarit birt eftir hann smá- sögur, og fjöldi islenzkra manna hefur og lesið sögur hans á Norðurlandamálum eða ensku. Fyrir nokkrum árum kom út í bókaríormi hér i Reykjavík úrval þeirra smá- sagna Maupassants, sem þýdd- ar hafa verið á íslenzku. Enn eru og að birtast í erlendum sagnasöfnum og, ritum, er flytja úrvals smásögur, sög- ur eftir þennan stórvirka Frakka, sem á ekki hálfum öðr- um áratug skrifaði rúmleg 200 smásögur og er ennþá talinn, ásamt Rússanum Anton Pavlovitch Tchekov, eins kon- ar ókrýndur konungur í ríki smásögunnar, þessa vandasama og frábæra listforms, er leyfir slík tilbrigði, sem við sjáum, þá er við athugum t. d. Auð- unar þátt vestfirzka, Skyldu bátar mínir róa í dag, eftir Pétur Eggerz, Reyk, eftir Ein- ar Kvaran, Á fjörunni, eftir Jón Trausta, Helfró Jakobs Thorarensens og Stökk og Flugur Þóris Bergssonar — já, leyfir slík tilbrigði, en engin frávik frá einu boðorði: því að verk höfundarins myndi sam- stæða, listræna heild! Af smásögum Maupassants eru 14 í Úrvalssögunum, sem út voru gefnar 1936, og í Sög- um frá ýmsum löndum, er út komu 1932 — 1934 á kostnað Bókaverzlunar Sigfúsar Ey- mundssonar og fluttu margar góðar sögur, eru þrjár eftir þennan snilling. En auk smásagnanna ritaði Maupassant langar skáldsög- ur, og voru þær, að því er ég bezt veit, sex að tölu. Þær hafa og verið mikið lesnar víðs vegar um heim og reynzt furðu iífseigar, þó að auðsætt megi teljast, að smásögum höfund- arins verði lengra lífs auðið. Ýmsir, bæði samlandar hans og þá ekki sízt vinur hans og íærifaðir, Flaubert, og annarra þjóða höfundar, hafa skrifað veigameiri langar sögur, en Guy de Maupassant. vart nokkur jafnmargar snjall- ar smásögur. Af löngu sögunum er Bel- ami einna frægust og hefur verið geipivíðlesin, en hún kom út árið 1885. Hafa margir íslendingar lesið hana á dönsku, og þar hefur franska nafnið ekki verið látið halda sér, heldur heitir danska þýð- Lngin Smukke Ven. Nú er sag- an komin út á íslenzku og heit- ir Bel-ami. Bókfellsútgáfan hefur kostað þessa íslenzku út- gáfu, og er hún mjög snotur, þó að leturflötur hverrar blað- síðu sé ærið stór. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefur þýtt söguna — eftir enskri þýð- ingu. Bel-ami er vel skrifuð og vel samin, og öllu er þar lýst að fullum líkindum, jafnt mönnunum sem umhverfi þeirra. En ekki verður sagt, að höfundurinn kafi að sama skapi djúpt í fylgsni mann- legrar sálar og að lesandinn verði að lestri loknum miklu fróðari um þá dulardóma, sem þar felast. En lýsingin á lífi og siðferði Parísarbúa úr hópi blaðamanna, blaðaútgefenda og stjórnmálamanna, er ekki aðeins glögg, heldur og hin fróðlegasta, og mundi margur segja og hugsa til hinna tíðu stjórnarskipta í Frakklandi, að ekki væri von að vel færi, þeg- ar svo væri í pottinn búið, sem þarna kæmi í ljós. Og víst er um það, að þótt liðin séu sex- tíu og fimm ár, síðan Maup- assant skrifaði þessa bók, þá mun sumt svipað enn þann dag í dag. Víst mundu konur og peningar ennþá ráða meiru — og það víðar en í París — um mannaskipan í stjórnir og við blöð og um mótun starfs og stefnu í ýmsum mikilvægum málum, heldur en þorra manna grunar . . . Og um það líf, sem Maupassant lýsir í sögunni Bel-ami, var hann á- reiðanlega sannfróður, því að hann var lifi- og kvennamað- ur með afbrigðum og lézt að- eins 43 ára gamall, þó að hann væri að eðli hið mesta hraust- menni og iðkaði íþróttir af dugnaði og kappi. Mér leizt í fyrstu mjög illa á þýðinguna, sumt þar, sem minnti mig á málsgrein í mannkynssögu, sem ég nam í fjórða bekk menntaskólans, en hún var þannig: „Cesar var af gömlum pat- riciaættum, en gerðist snemma handgenginn lýðsinnum, enda átti Maríus föðursystur“. En brátt varð málið á Bel- ami rökvíslegra, og þar kom, að mér fannst þýðingin vel gerð og lipurlega, og las ég bókina mér til skemmtilegrar upprifjunar á efni hennar og atburðum. En gaman væri nú að fá frá Bókfellsútgáfunni stórt og vandað úrval úr smásögum Guy de Maupassants. Giiðm. Gíslason Hagalín. Hugsum okkur heimínn án skipa Heyrf og lesið FYRIR SKÖMMU er kom- in út 1 Bandaríkjunum ný skáldsaga eftir Sinclair Lewis. Nefnist hún „The God-Seek- er“, er sögulegs efnis og fjall- ar um landnámið í Minnesota fyrir hundrað árum. Þetta ier fyrsta skáldsaga Lewis sögulegs efnis, en hann er viðurkenndasti núlifandi skáldsagnahöfundur þjóðar sinnar og hlaut Nobelsverð- launin fyrstur Bandaríkja- manna árið 1930. Hann fæddist í Minnesota 1885, og fyrsta skáldsaga hans kom út 1914, en frægð hans hófst með „Main Street“ (1920). Aðrar fræg- ustu skáldsögur Lewis eru: „Babbitt“ (1922), „Martin Arrowsmith” (1925), „Elmer Gantry“ (1927) og ,Dodsworth‘ (1929). Aðeins ein af skáldsög- um Léwis, „Babbitt“, hefur verið þýdd á íslenzku. Á ÞESSUM ORÐUM hefst Saga skipanna eftir Haw- thorne Daníel, en sú bók kom út á íslenzku fyrir jólin í fyrra á kostnað útgáfufélags- ins Hrafnista, og víst er fátt, sem gefur betri hugmynd um gildi skipanna en einmitt þetta: að hugsa sér, að aldrei hefðu nein skip verið til! Og um leið og við höfum hugsað um þett.a atriði, hefur okkur orðið það ljóst, að ekki muni ófróðlegt að kynna sér þróunarsögu þess tækis, sem hefur valdið meiri og víðtækari breytingum á lífi og lífsháttum mannanna en flest annað, sem þeir hafa íundið út af hyggjuviti sínu. Saga skipanna er 196 megin- málssíður í allstóru broti, en auk þess eru í bókinni 77 myndasíður, sumar með nokk- ru lesmáli til skýringar. Sag- an er amerísk, og ritaði Frank- lín D. Roosevelt, forseti, for- mála fyrir henni eftir beiðni höfundarins. Hefur forsetinn notað þar tækifærið til að benda á þá kórvillu, sem ein- angrunarstefnan í Bandaríkj- unum hafi í sér fólgna. Bókin skiptist annars í þrettán kafla. Sá fyrsti heitir Þróun skipamia, annar Þróun mm n Tveir kennarar með stýrimannaprófi verða væntanlega ráðnir til að veita forstöðu nám- skeiðum til undirbúnings fyrir fiskimanna- próf, sem haldin verða á ísafirði og í Neskaup- stað á vetri komanda, verði næg þátttaka fyr- ir hendi. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir júlílok. Þeir af væntanlegum nemendum Stýri- mannaskólans, sem vilja læra á þessum nám- skeiðum, tilkynni það undirrituðum fyrir júlí- lok. Skóíasíjóri Stýrimannaskólans. Gægzf í gaupnir háskólamanna seglanna, þriðji Fullkomnun seglanna — klipperskipin, fjórði Þróun eimskipanna, fimmti Fullkomnun eimskip- anna, sjötti Eimskip af ýmsum gerðum, sjöundi Herskip, átt- undi Hafnir og hafnarmann- virki, níundi Sjókænska, tí- undi Siglingafræðin, ellefti Vitar, Ijósskip og dufl, tólfti Uppdráttur, smíði og viðgerð (Frh. á 7. síðu.) ALÞÝÐA MANNA ætti að gefa háskólafyrirlestrunum meiri gaum en verið hefur til þessa. Með þeirri merkilegu starfsemi er Háskóli íslands að opna dyr sínar hverjum þeim þjóðfélagsþegni, sem áhuga hefur á efni því, er viðkom- andi fyrirlesari fjallar um hverju sinni. Slíkt ætti að vera mikils virði jafn fróðleiksfúsri og vel menntri þjóð og íslend-! ingum. Satt að segja er það ær- j ið glöggur vitnisburður um menningarástand Reykvík- inga, hvort þeir kunna að hag- nýta sér háskólafyrirlestrana eða ekki. Þetta menningarstarf Há- skóla íslands er þegar komið í fastar skorður og nú orðið ætti þess að vera kostur að færa smám saman út kvíarnar. Þór- arinn Guðnason læknir benti í útvarpserindi um jólaleytið á nauðsyn þess, að hlutazt verði til um, að erlend stórmenni menningar, vísinda og lista heimsæki ísland og flytji ís- lendingum boðskap sinn. Þessi nauðsyn liggur í augum uppi, og þetta þýðingarmikla hlut- verk á Háskóli íslands að, rækja. Hann ætti til dæmis að , tryggja það, að dr. Julian j Huxley, sem hingað kemur í j sumar, flytji hér opinberan fyrirlestur, og víst færi vel á því, að forráðamenn háskólans bjóði hingað með sem stytztu millibili erlendum menningar- frömuðum og rithöfundum til að mennta og gleðja Islendinga með íróðleik og snilli. Samtíð og sága nefnist safn háskólafyrirlestra, sem ísa- foldarprentsmiðja gefur út. Eru komin út af riti þessu fjögur bindi, hið síðasta nú fyrir nokkrum vikum. Rit- stjóri þess er dr. Sttdngrímur heldur almennan félágsfund í dag, 28. þessa mánaðar, kl. 2.30 e. h. uppi í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10. UMitÆÐUEFNI: Miðlunartiilaga sáttasemjara í deilu Vinnuveit- endasambandsins og Trésmiðafélags Reykjavíkur. Að afloknum fundi fer fram atkvæðagreiðsla um tillögu sáttasemjara. Vinnuveitendasambaml íslands. J. Þorsteinsson dósent, en eng- inn sérstakur ritstjóri hefur verið tilgreindur að fyrri bind- unum bremur. Samtíð og saga er svo merki- legt rit, að það verður að telj- ast stórfurðulegt, að þess skuli ekki ýtarlega getið hverju sinni í blöðum og tímaritum. Það hefur verið -skammarlega hljótt um Samtíð og sögu. Þess hefur þó sannarlega verið get- ið, sem ómerkara er en fyrir- lestur Sigurðar prófessors Nordals um Gunnhildi > kon- ungamóður og fyrirlestrar Sig- urðar Guðmundssonar fyrrver- andi skólameistara um lækna- kviður og Möðruvalladvöl Bjarna Thorarensens, svo að ég nefni það, sem mér er minnisstæðast af efni þriggja fyrstu bindanna. Þá væri í al- varlegt óefni komið, ef leir- hlaup reyfaraútgáfunnar bryti undir sig slíka akurrein og Samtíð og sögu. Fjórða bindið af Samtíð cg sögu flytur ellefu háskólafyr- irlestra. Það er mest að vöxt- um af þeim bindum ritsins, sem út eru komin, stórfróð- legt, en þó fjölbreytilegt og yf- irleitt prýðisvel við alþýðu hæfi. Fyrirlestra Ágústs H. Bjarnasonar og Björns Magn- ússonar myndi ég þó ekki hafa lesið í ritinu, 'ef ég hefði heyrt- þá flutta. En hina fyrirlestrana alla vildi ég bæði hafa heyrt og lesið. Hér er sérstök ástæða til þess að minna á fyrirlestra Guðmundar Gíslasonar Haga- líns, Björns Sigfússonar og Steingríms J. Þorsteinssonar. Hagalín fjallar um Jón Þor- láksson skáld, Björn um Kol- bein skáld undir Jökli og Steingrímur um bókmennta- samanburð. Fyrirlestrar Haga- líns og Björns sameina það á óvenjulegan hátt að vera fróðlegir og skemmtilegir. Fyrirlestur Steingríms er ekki eins við alþýðu hæfi, en mikill fengur er að þessari glöggu og ýtarlegu skilgreiningu á bók- menntasamanburði. Hitt er annað mál, að lesendur verða höfundi naumast sammála um öll þau atriði, sem hann minn- ist á. Það er til dæmis ekki ó- líklegt, að fræðileg könnún á skáldskap Guðmundar Frið- jónssonar leiði í Ijós, að hann hafi eitthvað sótt út fyrir landsteinana. Þegar rætt er um þau skáld í Skandinavíu, sem hafi haft áhrif á Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefáns- son, er naumast nóg að til- greina Thor Lange, Gustaf Framliald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.