Alþýðublaðið - 01.06.1949, Qupperneq 8
Gerlzt áskrifendur
að Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðið inn á hvert
heimili. Hringið í síma
á900 eða 4908.
Börn og unglingar.
Komið og seijið
AX.ÞÝÐUBLAÐIÐ I
Allir vilja kaupa f
ALÞÝÐUBLABIÐ I
Miðvikudagur 1. júní 1940
gsi raiii
Sumardvöl á vegum KFUK
sfcaia ifrir sumar-
slarf siii si Wmi-
í Kjós
KKISTILEGT FÉLAG
UNGRA KVENNA, sem átti
fimmtugsafmæli 29. apríl síð-
ast liðinn, hefur ákveðið að
reisa skála fyrir sumarstarf
sitt að Vindáshlíð í Kjós, en
þar h'efúr sumarstarfið farið
fram undanfarin ár. Teikning
að skálanum er tilbúin og
fjárfestingarleyfi fengið fyrir
býggingu nokkurs hlutá hans.
Verður reynt að vinna eins og
lííint er að byggingu lians í
sjásfhoðavinnu.
Kvikmynd hefur Guðlaugur
Þorláksson gert af starfsemi
félagsins og verður hún sýnd í
húsi KFUM og K í kvöld. ann-
að kvöld og á föstudagskvöldið,
en gjöfum til skálabyggingar-
innar veitt móttaka á eftir. Að-
gangur að kvikmyndasýning-
unni verður hins vegar enginn
og verða miðar afhentir frá
kl. 5—7 þann dag, sem sýnt
verður. Er öllum heimill að-
gangur og engu síður þeim,
cem ekkert geta af mörkum
lagt til starfsins, því að félagið
viil gjarnan kynna starf sitt
sem bezt með þessari mynd.
ETARFIÐ í SUMAR
Sumarstarfinu í sumar verð-
ur þannig hagað, að dvalar-
flokkur fyrir telpur 9—12 ára
verður vikutíma í skíðaskála
Vals og hefst það þann 16 iúní.
Fyrir stúlkur 13 ára og eldri
verður dvalarflokkur í Vind-
áshlíð um miðjan júní, og verð
u : hann nánar auglýstur síðar
þegar sýnt er, hvenær hentug-
ast verður að hafa hann þar.
Þótt sumarstarfið sé mikill
[>áttur í starfsemi félagsins fer
starfsemi þess þó að langmestu
leyti fram í Reykjavík um
vetrarmánuðina. Hvern sunnu
dag eru fundir fyrir litlar telp-
ur kl. 3,30 og auk þess sauma-
fundir einu sinni í viku fyrir
hverja „sveit“ — en telpu-
Undan farin sumur hefur K.F.U.K. haldið uppi sumarstarfi í
Vindáshlíð í Kiós, en engan skála haft, svo að stúlkurnar hafa
orðið að búa í tjöldum. Nú hefur félaaið ákveðið að reisa skála.
Mvndin er tekin í sumardvöl stúlkna bar í fvrra sumar.
Fyrra bindi „Ferðaminninga“ hans
kemur út í dag, sfðara bindið í haust,
í DAG kemur út á vegum ísafoldarprentsmiðju fyrra
bindið af ritsafni Sveinbjarnar heitins Egilssonar, sem mun
hafa verið einna víðförlastur af íslendingum sinnar samtíðar,
en síðara bindi ritsafnsins kemur út næsta haust. Nefnist
bókin „Ferðaminningar“, og ritar Gils Guðmundsson ritstjóri
ýtarlegan formála að henni um Sveinbjörn, ævi hans og ritstörf.
deildinni er skipt í 12 „sveit-
k’“.
Unglingadeildin —• fyrir
stúlkur yfir fermingu — hefur
fundi á hverjum fimmtudegi
k'. 8,30 e. h. og Aðaldeildin,
fyrir þær, sem órðnar eru 17
ára, hefur fundi hvert þriðju-
dagskvöld kl. 8,30. Auk þessa
eru svo ýmsir smserri fundir
svo sem Biblíulestrarflokkur.
í sambandi við fimmtugsaf-
mæli félagsins var gefið út af-
mælisrit.
FLUGVÉLAR LOFTLEIÐA
flugú í gær átta ferðir innan
Iands með fólk á fimm staði.
Tvær ferðir voru farnar til
Vestmannaeyja, tvær vestur á
ísafjörð, tvær til Flateyrar,
ein að Sandi og ein til Pat-
ic-ksfjarðar.
Benedikt Gröndal var föð-
urbróðir Sveinbjarnar Egils-
sonar og varð helzti hvata-
maður þess, að hinn víðförli
frændi hans ritaði minningar
sínar frá farmennskuárunum.
,,Ferðaminningar“ Sveinbjarn-
ar byrjuðu að koma út árið
1922 og voru gefnar út í heft-
um. Lauk útkomu fyrra
bindis þeirra árið 1925. Varð
þá nokkurt hlé á útgáfunni,
en útgáfa síðara bindisins
hófst 1930 og lauk 1932. „Sjó-
ferðasögur" Sveinbjarnar
komu hins vegar út 1934, en
þær mega heita beint áfram-
hald af „Ferðaminningunum“.
Báðum þessum bókum var á-
gætlega tekið bæði af ritdóm-
urum og alþýðu manna.
„Ferðaminningarnar“, sem
nú eru byrjaðar að koma út
verða heildarútgáfa af ritum
Sveinbjarnar Egilssonar. Verð-
ur hún í tveimur bindum, og
flytur fyrra bindið allan fyrri
hluta fyrstu útgáfu „Ferða-
minninganna“ og upphaf síðari
hlutans, en síðara bindið mun
flytja niðurlag „Ferðaminn-
Lnganna“, „Sjóferðasögurnar’1
og að auki fjórar frásagnir, er
Sveinbjörn birti í blöðum eft-
ir 1934.
Sveinbjörn Egilsson fæddist
1863, en fór í siglingar 1885 og
stundaði farmennsku í tvo ára-
tugi. Lagði hann ýmis störf
fyrir sig fyrst eftir heimkom-
una, en 1914 varð hann skrif-
stofustjóri Fiskifélags íslands
og ritstjóri „Ægis“. Skrifstofu-
stjórastarfinu gegndi hann til
1934, en ritstjórninni til 1937.
Hann lézt 1946 83 ára að aldri.
Aðalfundur Alþýðu-
flokksfélags ísa-
ijarðar var haldinn
í fvrrakvöld
ALÞYÐUFLOKKSFE-
LAG ÍSAFJARÐAR hélt aðal-
fund sinn í fyrrakvöld. I stjórn
félagsins voru kosnir Hanni-
bal Valdimarsson alþingis-
maður formaður, Birgir Finns
son bæjarfulltrúi varaformað-
ur og meðstjórnendur Eyjólf-
ur Jónsson, Kjartan Guð-
mundsson og Marías Guð-
mundsson.
í varastjórn voru kosnir
Finnur Finnsson, Guðmundur
L. Jónsson og Guðmundur G.
Kristjánsson.
Fundurinn var mjög fjöl-
sóttur og áhugi mikill hjá fé-
íagsmönnum. Á fundinum kom
fram skrifleg áskorun frá
meirihluta félagsmanna, sem í
bænum eru, til Hannibals
Valdimarssonar um að segja sig
úr Þjóðvarnarfélaginu.
Kostnaðor við virðuiega en einfalda út-
för verður ekki meiri en S200 krónor®
Óskar Jónsson.
KR-mólinu lýkur
í
KIRKJUGARÐSSTJÓRNIN í Reykjavík hefur nú akveð-
ið að taka að sér að sjá um útfarir að öllu leyti fyrir þá, sem
þess óska, o? mun kostnaðuripn af hverri jarðarför ekki verða
nema 1200 krónur að óbreyttu kaupgjaldi og öðru verðiagi al-
mennt, hvort sem um er að ræða líkbrennslu eða jarðsetriingu.
Kirkjugarðsstjórnin sér einungis um þær útfarir, sem fram
fara frá Fossvogskirkju.
Þær útfarir, sem kirkju-* ‘
garðsstjórnin sér um, verða
með sama fyrirkomulagi . og
tíðkazt hefur hér undanfarin
ár, og er innifalin í hinu til-
tekna gjaldi kostnaður af allri
þjónustu að undanskilinni hús-
kveðju; verður líkkista lögð
til, umbúnaður í kistu, lík-
flutningur og líkgeymsla, en
samkvæmt nýrri heilbrigðis-
samþykkt, Sem gengur bráð-
lega í gildi, er bannað að láta
lík standa lengur uppi í heima-
húsum en tvo sólarhringa, —
þá kostar kirkjugai’ðsstjórnin
söng við útfarir, prestsþjón-
ustu, kistulagningu í heima-
húsum, svo og allt annað, er
að útförinni lýtur.
Líkkistur af nákvæmlega
sömu gerð og tíðkast hefur,
munu verða lagðar til, en
kirkjugarðsstjórn hefur tekið
á leigu verkstæði Tryggva
Árnasonar, Njálsgötu 9, og
ráðið einn mann, Kjartan Jóns
son, til þess að sjá um frágang
á þeim, umbúnað og sumpart
kistulagningu í heimahúsum
og sjúkrahúsum, ef þess er
óskað.
Kirkjugarðsstjórn tekur
þetta að sér til þess að losa
bæjarbúa við óþarfa fyrirhöfn
og kostnað við jarðarfarir með
því að koma hentugu skipu-
lagi á útfaiúr. Mun hún leggja
allt kapp á að gera jarðarfar-
irnar virðulegar en einfaldar,
og séð verður um, að hægt sé,
ef mikið liggur við, að ná tali
af einhverjum starfsmanni
hennar hvenær sem er.
Kirkjugai’ðsgjald það, er all-
ir skattgreiðendur borga ár-
lega, sagði framkvæmdastjóri
kirkjugarðsstjórnar, er hann
ræddi við blaðamenn í gær um
þessi mál ásamt formanni
hennar og ritara, rennur til
framkvæmda og bygginga í
Fossvogi og að öðru leyti til
reksturs og viðhalds báðum
kirkjugörðunum, en hinar nýju
byggingar við Fossvogskirkju-
garð bæta mjög úr brýnni
þörf. Áður en líkhúsið þar var
reist, var engin líkgeymsla til
í Reykjavík, og í góðar þaríir
kemur að hafa kirkju við
kirkjugarðinn, þar eð óhjá-
kvæmilega mun að því stefnt í
framtíðinni, að fella niður með
öllu húskve'ðjur í heimahúsum
og útfarargöngur.
Þá gat framkvæmdastjóri
þess, að mikið hefði verið rætt
um það, hve útfarir væru
dýrar, en taldi, að þeir, sem
þær hafa haft með höndum,
hefðu ekki tekið meiri ómaks-
laun en almennt gerist við
hliðstæðan atvinnurekstur.
SÍÐARI HLUTI frjáls-
íþróttamóts KR, sem fram átti
að fara á sunnudaginn, en
fresta varð vegna óhagstæðs
veðurs, verður í kvöld kl. 8 á
íþróttavellinum.
Keppt verður í þessum í-
þróttagreinum í kvöld: Stang-
arstökki, kringlukasti, 200 m
hlaupi, 1500 m hlaupi, lang-
stökki kvenna, 3000 m hlaupi,
sleggjukasti, 4x100 m boð-
hlaupi kvenna og 400 m boð-
hlaupi.
Meðal þátttakenda í kringlu-
kasti eru Gunnar Huseby og
Norðmaöurinn Bjarne Mölster,
en í 1500 m hlaupinu Óskar
Jónsson og Norðmaðurinn Olav
Höyland.
Samkvæmt fregnum frá
veðurstofunni, var hlýnandi
veður Norðanlands í gærkvöldi,
í Gi'imsey var 1 stigs hiti og
þoka og dálítil rigning á Akui’-
eyri.
Kirkjugarðsstjórn skipa nú
þessir menn: Þorsteinn Sche-
ving Thorsteinsson frá dóm-
kirkjusöfnuðinum, Kristján
Þorgrímsson frá Laugarnes-
söfnuði, Ingimar Brynjólfsson
frá Nessöfnuði, Sigurbjöi’n
Þorkelsson, sem er formaður
stjórnarinnar, frá Hallgríms-
söfnuði, Einar Einarsson frá
Fríkiidsjusöfnuðinum og Gunn-
ar Einarsson, sem er ritarx
tilnefndur af
íslands. Fram-
Felix Gúð-
stjórnarinnai',
Bálfararfélagi
kvæmdastjóri
mundsson.
er