Alþýðublaðið - 07.07.1949, Síða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fimmíudagurinn 7. júlí 194!;.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjórj: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Fingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4908.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f-
MEÐ GEORGI DIMITROV
er fallinn í valinn sá maður,
sem kommúnistar um heim all
an hafa hampað mest síðasta
hálfan annan áratuginn, þeg-
ar undan eru skilin sjálf skurð-
goðin austur í Moskvu.
Dimitrov, sem síðan í lok
fyrri heimsstyrjáídarinnar!
hafði verið eitt af aðalhand-
bendum Moskvukommúnism-
ans utan Rússlands, .fyrst í
heimalandi sínu, Búlgaríu,
síðan sem erindreki alþjóða-
sambands kommúnista víðs-
vegar um Evrópu, varð fyrst
þekktur utan hins þrengri
hóps kommúnista af írækilegri
vörn sinni fyrir dómstól þýzku
nazistastjórnarinnar í Leipzig;
fyrir sextán árum, er hann var ;
ákærður um að hafa staðið að'
ríkisþingshússbrunanum víð-
fræga í Berlín, sem, eins og
síðar kom á daginn og marga
grunaði þá þegar, var verk
nazista sjálfra.
Málaferlunum í Leipzig i
lauk, eins og menn muna, með j
því, að Dimitrov var sýknað-
ur og nokkru síðar afhentur
Rússum; en mjög vafasamt
verður að teljast, að hann
hefði, þrátt fyrir sakleýsi sitt,
sloppið með lífi í það sinn, ef
frjálslynd blöð og með þeirn
almenningsálitið í Evrópu
hefði ekki tekið svari hans og
heimtað hann sýknaðan af
hinni röngu ákæru. Það er sér-
stök ástæða til að minnast
þessa í dag af því, að Dimitrov
þakkaði blöðum og almennings
áliti Vestur-Evrópu þessa
hjálp fjórtán árum síðar, þeg-
ar hann var orðinn forsætis-
ráðherra Búlgaríu, með því að
hafa að engu mótmæli þeirra
gegn dauðadóminum yfir
búlgarska bændaforingjanum
Nikola Petkov, sem áreiðan-
lega var jafnsaklaus dreginn
fyrir dóm í Sofiu og Dimitrov
í Leipzig forðum. Og Dimitrov
blygðaðist sín jafnvel ekki
fyrir, að hælast um það eftir
á, að hafa látið taka Petkov
af lífi, þrátt fyrir mótmæli
blaða og almennings vestur í
Evrópu.
Dimitrov var dubbaður til
aðalritara í alþjóðasambandi
kommúnista eftir að hann
hafði verið látinn laus úr prís-
und nazista; og með þeirri trún
aðarstöðu var honum falið það
hlutverk af húsbændum sín-
um austur í Moskvu að kenna
kommúnistaflokkunum úti um
heim hina svokölluðu „sam-
fylkingarpólitík“, sem mörg-
um er í fersku minni. Var
þessi pólitík fyrst og fremst
falin í því, að láta vel að jafn-
aðarmönnum og öðrum róttæk
um og frjálslyndum flokkum,
sem kommúnistar höfðu áður
svívirt, og reyna á þann hátt
að svíkjast inn í raðir þeirra,
í von um, að sundra þeim og
auka sitt eigið fylgi.
Dimitrov líkti þessari póli-
Aíliafnasamir íþróttamenn. — Erlendir gestir
cg áhrifin af komu þeirra. — Um barnalelk-
velli. — Slökkvistörf.
ÍÞRÓTTAMENN OKKAR
eru athafnasamir í sumar, að
líkihdum hafa þeir aldrei verið
eins athafnasamir. MikiII fjöldi
þeirra fer utan og keppir þar á
leikvönguhi og stendur sig vel.
En áður hef ég bent á það, að
það er ekki ómerkilegasti vott-
urinn um vaxandi mátt þjóð-
arinnar, hve íþróttamenn henn-
ar íaka stórfelldum framförum
á filíölulega fáum árum. Það
sýnir að þrátt fyrir margar
misfellur í fari unga fólksins
býr kraftur, áræði og reglusémi
í því. Gefur það góð fyrirheit
um dugmikið fólk þegar sú
virna styrjaldaráranna og gróð-
ans er rúnnin af, sem svo mjög
hefur gætt undanfarið.
ÞAÐ ER GAMAN AÐ fá
hingað erlenda fþróttaflokka og
í sumar hafa til dæmis komið
tveir knattspyrnu.flokkar, frá
Englandi og frá Hollandi. Pilt-
arnir læra af þessu öllu, sækja
sig meir og öðlast þá menningu,
sem heilhrigð og góð íþrótta-
hreyfing á að hafa.. Hollending-
arnir hafa nú leikið einn leik
hér og voru þó öll skilyrði af-
arslæm á íþróttavellinum í
fyrrakvöld. Sérstaka athygli
knattspyrnuunnenda vakti það
hvernig Hollendingarnir nýttu
sér látbragðalist, í leiknum og
hve hún kom KR-ingum oft á
óvart.
NÝLEGA VAR frá því skýrt
í erlendu blaði, að Hollending-
arnir ætluðu að keppa hér. Var
því illgirnislega spáð, að beir
myndu vinna alla fyrstu leik-
ina, en tapa þeim síðasta, þeg-
ar þeir væru orðnir þreyttir á
veizluhöldum, en það væri sið-
ur íslendinga að halda erlend-
um íþróttamönnum margar
veizlur og stórar og bjóða þeim
í erfið ferðalög.
EF TIL VILL eru veizluhöld
okkar fyrir erlenda keppendur
of mikil, eða hafa verið. Þetta
hefur stafað að gestrisni íslend-
inga, sem viðkomandi blaði er
víst alveg framandi tilfinning,
Hins vegar eru það ekki nema
eðlilegt, að stórar þjóðir eigi
erfitt með að skilja það, að smá-
þjóðir skuli geta unnið þær í
íþróttum eða á annan hátt.
Rétt er þó íyrir okkur, að lík-
indum, , að draga nokkuð úr
veizluhaldagestrisni, en láta
þetta aðalsmerki okkar íslend-
inga heldur koma fram á ann-
an hátt.
ATHUGULL SENDI MÉR
þetta bréf fyrir nokkru: „Það
hefur verið mikið rætt og ritað
um leikvelli fyrir börnin hér
í bænum. Hefur sérstök leik-
vallanefnd verið skipuð af bæj-
arstjórn og eitthvað verið gert,
én meira verður gert. — En
væri ekki hægt að fá nokkuð
marga leikvelli fyrir börnin
með því að taka leiguámi
nokkrar af þeim óteljandi ó-
byggðu íóðum, sem svo víða
eru hér í bænum — og leyfa
börnunum að leíka sér þar.
SKAMMT FRÁ ÞVÍ húsi,
sem ég bý í, er stór óbyggð lóð,
sem mætti með litlum tilkostn-
aði brcyta í leikvöll fyrir allan
þann fjölda af börnum, sem hér
búa í nágrenninu. Ég fór fram
á það við umráðamenn lóðarinn
ar að mega girða hana.og setja
einn sandkassa og rólu fyrir
börn þessi, sem annars verða að
leika sér á götunni, en fékk
neitandi svar.
ÞANNIG ER NÚ skilningur
sumra á leikvöllum fyrir yngstu
borgara bæjarins. — Lóðirnar
eru látnar vera ónotaðar árum
saman og þær eru ofgóðar
handa börnunum að leika sér á.
— Á þessu verður að verða
breyting og það ekki eftir
mörg ár heldur strax á þessu
ári. — Bæjarstjórnin verður að
hafa forgöngu í þessu máli, —
en gerir hún það?
í FRÁSÖGN ALÞÝÐU-
Frh. á 7. síðu.
tík sjálfur við Trojuhestinn
fræga, sem Grikkir gáfu-
Trojumönnum eftir að þeir
höfðu fullvissað sig um, að
þeir gætu ekki unnið borg
þeirra með áhlaupi að utan. En
í Trojuhestinum, sern var risa-
stór tréhestur, voru faldir fjöl-
margir grískir hermenn með
alvæpni, og er hann hafði ver-
ið fluttur inn í borgina, svik-
ust þeir að Trojumönnum á
nætúrþeli og réðu niðurlögum
þeirra.
Var þessi samlíking Dimi-
trovs einkar einkennandi fyrir
pólitískt siðferði hans og ann-
arra kommúnista bæði fyrr og
síðar.
■h
Samfylkingarpólitík Dimi-
trovs nægði þó hvergi til þess,
að lyfta kommúnistum til
valda. Það var, ekki fyrr en í
lok síðari heimsstyrjaldarinn-
ar, að sá draumur þeirra rætt-
ist í Austur-Evrópu, og þá var
það hvorki henni né afrekum
þeirra sjálfra að þakka, held-
ur byssustingjum rauða hers-
ins, sem ruddu þeim brautina
upp í valdastólinn og vörðu þá
þar gegn kröfum fólksins, sem
hafði vænzt allt annarrar og
betri stjórnar eftir stríðið.
Sjálfur var Dimitrov þá
gerður að forsætisráðherra í
Búlgaríu, sem hann hafði ekki
séð í meira en tuttugu ár. En
jafnvel þótt hann velti sér þar
í völdum í nokkur ár og léti
hina fyrri andstæðinga óspart
kenna aflsmunar í skjóli hinna
rússnesku byssustingja, er
mörgum það efamál, að hann
hafi um það er lauk haft mikla
ánægju af þjónustunni við
hina austrænu húsbændur. Það
verður að vísu sennilega ekki
upplýst fyrst um sinn, hvers
vegna Dimitrov varð snemma
á þessu ári að leggja niður for-
sætisráðherraembættið í Sof-
iu og hverfa aftur austur til
Moskvu; en ekki var mönnum
þá grunlaust um, að. það væri
að minnsta kosti takmörkuð
náð, sem hann nyti austur þar,
eins og fleiri leppar Moskvu-
valdsins . suður á Balkanskaga,
og raunar víðar, um þessar
mundir.
Ujartanlegia þafcka ég öllum þeim, sem
•sýnd'u mér ógléyma'nlega vinsem'd á 70 ára
afmæli imínu 30. júní, með gjöfium og skeytum.
Guð blesisi ykkur öll.
Marnrét Benjamínsdóttir,
Patreksfirði.
Innilegar þakkir til þeirna vina og kunn-
ingja, er heiðruðu mig með kveðjum og heilla-
óskum á áttræðisafmæli mínu.
Jón Bjömsson,
Öldutorgi 6, Hafnarfirði.
Alúðarþakkir fyrir kveðjur, heimsóknir og höfðing-
Iegar gjafir á gullbrúðkaupsdegi okkar, 30. júní s. 1.
Sólveig Pétursdóttir 02 Stefán Kristinsson,
Hafnarvík, Iirísey.
r. - fEKB—fo.
Hafi á þeim sjóoieiki, kvlkmyfidir, viki-
vaka, söog, uppléstra og 'fyrirlestra.
SEXTÁNDA ÞING Ungmennafélags fslands, sem haldið
var í Hveras'erði á síðast liðinni viku. skoraði á öil ungmeuna-
félög, að vanda sem bezt til dairskrárliða á samkomum sínum
og benti í bví sambandi sérstaklega á leikstarfsemi, kvikmýnd-
ir, söng, upplestur vikivaka og fyrirlestra, og vildi, að þjóð-
leikhúsið leiðbeindi ungmennafélögum um leikstarfsemi.
Þingið gerði ályktanir um
ýmis mál. Meðal annars skor-
aði það á alþingi að láta hið
fyrsta fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um bann við
innflutningi og sölu áfengis og
taldi mikla óhæfu, að áfengis-
sala væri slík tekjulind fyrir
ýmis samkomuhús í Reykja-
vík, að þau freistist til að neita
bindindismönnum um hús-
næði til skemmtana.
Þingið taldi, að íþróttaskól-
inn í Haukadal ætti að hljóta
réttindi til að útskrifa glímu-
kennara, og vildi, að héraðs-
samböndin hafi samvinnu við
héraðsskólana um skipulagn-
ingu íþróttamálanna. Auk þess
vildi þingið, að stofnaður yrði
menntaskóli í sveit.
Þá taldi þingið ungmenna-
félögin eiga að leggja áherzlu
á skógræktarmál, hefði UMFÍ
sérstökum skyldum að gegna
við Þrastaskóg og fól sam-
bandsstjórn, að láta gróður
setja trjáplöntur þar og á-
kveða framtíðarskipulag skóg-
arins í samráði við kunnáttu-
menn.
Þingið lýsti ánægju sinni yf-
ir því samstarfi, sem tekizt
hefði milli UMFÍ og annarra
ungmennasambanda á Norður-
löndum, og leggur áherzlu á,
að auka beri samvinnu og
kynningu milli UMFÍ og
þeirra.
Enn fremur taldi þingið, að
sækja verði það mál sem fast-
ast, að íslenzkum handritum,
sem geymd eru í söfnum er-
lendis, verði skilað íslending-
um hið fyrsta, og þakkaði þann
skilning, er fram hefur komið
meðal danskra ungmennafé-
laga og lýðháskólamanna.
Endurskoðunarákvæði Kefla-
víkursamningsins vildi þingið
að notfært yrði í því skyni, að
rekstur flugvallarins komist í
hendur íslendinga. Taldi þing-
ið einnig hið mesta nauðsynja-
mál fyrir efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar, að landhelg-
innar verði gætt vandlega og
hún færð út, ef kgstur er á.
Félagsiíf
Ferðafélag femplara
ráðgerir að efna til flugferð-
ar til Hornafjarðar með við-
komu að Kirkjubæjarklaustri
og Fagurhólsmýri n. k. laugar
dag kl. 3 e. h.
Á Hornaf. verður gist, en
á sunnudagsmorgun verður
ekið austur í Almannaskarð
og Lón. í bakalleið að Hoffelli
og viðar. Flogið til Rvíkur
um kvöldið. Áætluð Þórsmerk
urferð fellur niður vegna
vatna, en í þess stað verður
farið að Hreðavatni í Borgar-
firði kl. 2 á laugardag og gist
þar. Á sunnudag að Laxfoss-
um, Reykholti, Húsafelli og
víðar. Komið heim á sunnu-
dags kvöld. Þátttaka tilkynn-
ist í BÓKABÚÐ ÆSKUNN-
AR, sími 4235, fyrir kl. 6 á
föstudag.